Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 46
46
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna
Kennarar
Kennara vantar til starfa að Framhaldsskóla-
Austur-Skaftafellssýslu.
Kennslugreinar: Danska, þýska (heil staða),
stærðfræði (heil staða). Gott húsnæði í boði.
Skólinn er 2ja ára framhaldsskóli og að hefja
annað starfsár.
Allar nánari upplýsingar gefur skólameistari
í síma 97-81870 eða 97-81176.
Prentari
Getum bætt við okkur prentara vegna auk-
inna verkefna.
Upplýsingar gefur Gunnar Eymarsson á
staðnum milli kl. 16.00-18.00 næstu daga.
POæsöos
KRÓKHÁLSI 6 SÍMI 671900
fH REYKJKJIKURBORG Rf ■
MP JÍOMMfl Stödun
Arkitekt
Laus er til umsóknar staða arkitekts við
Borgarskipulag Reykjavíkur.
Upplýsingar hjá forstöðumanni eða Bjarna
Reynarssyni, símar: 26102 og 27355.
Rekstrarstjóri
Náttúrulækningafélag íslands óskar að ráða
rekstrarstjóra til starfa á skrifstofu félagsins
í Reykjavík.
Starfið er mjög fjölbreytt og felst m.a. í
umsjón með útgáfu félagsins, fjármálum,
húseign, félagsmálum, ásamt þjónustu við
Heilsuhælið í Hveragerði.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem
fyrst.
Umsóknum með upplýsingum um menntun
og fyrri störf sendist til Náttúrulækningafé-
lags íslands, pósthólf 116, 121 Reykjavík
fyrir 30. júní nk.
Náttúruiækningaféiag íslands.
Hellulögn
Vanan mann vantar í hellulögn á Reykjavíkur-
svæðinu. Mikil vinna í sumar.
Ýmis stöf
★ Bókhald og almenn skrifstofustörf.
★ Afgreiðsla í sérverslunum.
★ Sérhæfð sölustörf.
★ Gjaldkerastarf og tollaútreikningar.
★ Aðstoð í eldhúsi og þvottahúsi.
„Au pair“
Höfum umsóknir frá dönskum stúlkum sem
hafa hug á „au pair" starfi á íslandi. Erum
aðilar að alþjóðasamþykkt „au pair“ ráðn-
ingastofa í Evrópu.
^TVETTVANGUR
Skólavörðustíg 12, sími 623088.
Hárgreiðslunemi
Viljum ráða nema í hárgreiðslu.
Hár og snyrting,
Hverfisgötu 105.
Hárgreiðslumeistari
eða sveinn
Hárgreiðslumeistara eða svein vantar strax.
Upplýsingar í símum 671544 og 672836 eða
á staðnum.
Hárgreiðslustofa Hrafnhildar,
Rofabæ 39.
Skemmtilegt starf
Óskum eftir fóstrum til samstarfs frá 15.
ágúst eða síðar á leikskólann Brákaborg
v/Brákasund.
Leikskólinn er lítill og húsnæðið er allt nýend-
urnýjað.
Upplýsingar gefa Sólveig Sigurjónsdóttir í
síma 34748 og 686317 og Ingveldur H.
Björnsdóttir í síma 18214 eftir kl. 19.00.
Sölu- og
innkaupastörf
Stórt innflutningsfyrirtæki óskar eftir starfs-
mönnum til að annast innkaup og sölu á
búsáhöldum og leikföngum og sölu á vörum
til framleiðslufyrirtækja. Reynsla æskileg.
Tungumálakunnátta nauðsynleg. Þarf að
geta hafið störf strax eða sem fyrst.
í boði eru lífleg og skemmtileg störf sem
bjóða upp á góða framtíðarmöguleika.
Umsókn er greini aldur, menntun og fyrri
störf skilist til auglýsingadeildar Mbl. í
síðasta lagi 23. þessa mánaðar merkt:
„Framtíðarstarf - 4887“. Farið verður með
umsóknir sem trúnaðarmál.
Tónlistarskóli
Njarðvíkur
Langar þig að kenna við tónlistarskóla, þar
sem góður andi ríkir og aðstaða er til fyrir-
myndar, hæfilega langt frá skarkala
Reykjavíkursvæðisins? Ef svo er, þá eru eftir-
talin störf laus við ofangreindan skóla:
1. Starf píanókennara í forföllum, a.m.k.
fram að áramótum. Um er að ræða 100%
starf. Til greina kemur að skipta því niður
í fleiri og lægri starfshlutföll. Þeir píanó-
kennarar, sem þegar hafa sent skólanum
starfsumsóknir, ítrekið þær símleiðis sem
fyrst óski þeir enn eftir starfi við T.N.
2. Starf hópkennara (tónfræði), barna- og
unglingahópar. Um er að ræða fast starf,
u.þ.b. 50% staða. Til greina kemur að
skipta starfinu milli tveggja stundakennara.
Áhugasamir um áhugaverð störf sendi um-
sóknir ásamt upplýsingum um menntun, fyrri
(núverandi) störf ásamt prófskírteinum og
meðmælum til Tónlistarskóla Njarðvíkur,
Þórustíg 7, 260 Njarðvík, fyrir 1. júlí nk.
Nánari upplýsingar veitir Haraldur Á. Har-
aldsson, skólastjóri, í símum 92-13995 eða
92-12903.
Viðskiptafræðingur
Nýútskrifaður viðskiptafræðingur frá Banda-
ríkjunum, með markaðsfræði sem sérgrein,
óskar eftir sumarstarfi. Sveigjanlegur vinnu-
tími æskilegur. Margt kemur til greina.
Upplýsingar í símum 53841 og 40524.
Kennarar
Kennara vantar að Fellaskóla, Fellabæ,
N-Múl., næsta skólaár. í skólanum eru um
40 nemendur í forskóla til 6. bekkjar. Góð
starfsaðstaða.
Ef þið hafið áhuga hringið þá í skólastjórann
Sigurlaugu Jónasdóttur í síma 97-11326 eða
97-13850 og athugið hvað ykkur stendur til
boða.
Aðstoðarmaður
Óskum að ráða starfsmann í prentsmiðju.
Helsta verksvið er aðstoð í prentsal, pappírs-
skurður og frágangur prentverka.
Frekari upplýsingar veittar á staðnum (ekki
í síma).
Prentsmiðjan Grafíkhf.,
Síðumúla 21, Reykjavík.
Sölumaður/kona
óskast
Heildsala með hársnyrtivörur óskar eftir
starfskrafti til starfa sem fyrst. Æskilegt að
viðkomandi hafi reynslu og þekkingu á hár-
snyrtivörum og snyrtivörum.
Umsóknir um aldur og fyrri störf vinsamleg-
ast sendist auglýsingadeild Mbl. merktar:
„Hár - 6700".
„Au pair“
íBandaríkjunum
Ef þú:
a) ert 18-25 ára,
b) hefur bílpróf,
c) talar sæmilega ensku,
d) hefur reynslu af barnagæslu, getur þú
sótt um að komast sem „au pair“ í Banda-
ríkjunum í eitt ár.
í boði er:
1. Starfsleyfi frá bandarískum yfirvöldum.
2. Ferðakostnaður greiddur að mestu leyti.
3. Fjögurra daga undirbúningsnámskeið í
New York.
4. Laun $ 100 á viku.
5. Tryggingar greiddar.
6. Hálfsmánaðar sumarfrí.
7. Námskeiðskostnaður greiddur allt að $ 300.
8. Sérhver „au pair“ hefur trúnaðarmann sér
til aðstoðar ef þörf krefur.
Allar nánari upplýsingar í síma 91-621455
kl. 10-12 alla virka daga.
Nóatúni 17,
105 Reykjavík, íslandi,
sími 621455.