Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 53
8€i múi .er auoAauvívnjs .oiaAjaMuoaoM __•______________________ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 . ~ • 53 Á morgun kveðjum við elskulega föðursystur okkar Ástu Huldu Guð- jónsdóttur. Hún var dóttir hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur og Guðjóns Ólafs Jónssonar, sem bæði eru lát- in. Það er erfítt að trúa því að hún sé farin frá okkur, hún lést á Land- spítalanum eftir örstutta legu þar, langt um aldur fram aðeins 59 ára. Ásta var gift Bimi Guðmunds- syni yndislegum manni og eignuð- ust þau 3 myndarleg böm, sem öll em uppkomin. Þau em Ásbjöm, Guðmundur og Hulda. Síðastliðið haust fluttu þau til Danmerkur í sambandi við atvinnu Bjöms. Þau vom nýkomin heim í smá heimsókn þegar kallið kom eins og reiðarslag yfír okkur öll. Ásta var einstaklega góð mann- eskja, alltaf glöð og átti fallegt bros sem oft hefur yljað okkur. Við munum geyma það í minningunni um hana. Alltaf var okkur tekið opnum örmum er við heimsóttum hana, hún hafði þann kost að vera svo hjartahlý og gestrisin. Hún átti því láni að fagna í lífínu að fá að ferðast mikið í sambandi við störf mannsins síns. Heimili þeirra á Hlíðarvegi 10 bar þess glöggt vitni að þau höfðu ferðast heimsálfa á milli. Á jta vann mikið og fómfúst starf hjá kvennadeild Rauða kross ís- lands. Hún vann einnig í Lands- banka íslands um skeið, núna síðustu árin. Með þessum fáu orðum viljum við systkinin þakka elsku frænku allt sem hún gerði fyrir okkur. Megi góður guð styrkja þig Bjössi minn og þína fjölskyldu í ykkar miklu sorg og gefa ykkur kraft til þess að lifa lífínu áfram. Far þú í friði, friður guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með guði, guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Markúsarbörn Amma Ásta er dáin. Okkur skort- ir orð. Þetta er erfitt að skilja. Hver átti von á að Ásta væri _að koma í síðustu ferðina heim til ís- lands. Hún sem var alltaf svo glæsi- leg og hraustleg. En hún kvartaði ekki og tók því með ótrúlegum styrk þegar úrskurður kom um að hún ætti fyrir höndum erfiða og mjög tvísýna baráttu. Þrem dögum seinna var klippt á þráðinn. Minn- ingamar renna hjá og sorgin sest að í hugum okkar. Ásta og Bjöm Guðmundsson giftu sig 1. mars ’52. Þau eignuð- ust þrjú yndisleg börn sem þau geta svo sannarlega verið stolt af fram í fingurgóma. Þau em nú öll gift og bamabömin orðin 5. Ás- bjöm fæddur ’53 giftur Kristínu Guðnadóttur og eiga þau tvo drengi, Björn og Guðna. Guðmundur fædd- ur ’57 giftur Helgu Ólafsdóttur og eiga þau þijú böm, Erlu, Bjöm og Ólaf. Hulda fædd ’64 gift Páli Þór Ármann en þau eiga von á litlum sólargeisla. Ásta gaf sig af heilum hug í móðurhlutverkið og það var henni erfítt tímabil þegar börnin flugu úr hreiðrinu en ömmubömin komu fljótlega og urðu henni líf og yndi. Ásta og Bjöm ferðuðust mikið. Þau vom um árabil fulltrúar íslensku Lionshreyfíngarinnar á þingum og fundum um allan heim. Björn starf- ar mikið fyrir Lionshreyfinguna og var fulltrúi Norðurlandanna ’79—’81 í alþjóðastjóm Lions. Ásta fylgdi honum hvert sem hann fór. Hún var því mikið að heiman en stundimar sem hún átti með ömmu- bömunum vom þeim mun inni- haldsríkari. Hún vildi gefa þeim tímann sem þau gátu verið saman, allt annað beið á meðan. Þau vom öll svo heppin að vera nýbúin að vera með henni hvert og eitt. Ásta amma átti þvílíka gnægð ástúðar og umhyggju að gefa þeim að eftir á að hyggja er eins og hún hafí þurft að birgja þau upp á þessum fáu ámm, svo þau ættu veganesti fyrir lífstíð. Amma Ásta vildi hafa allt svo gott og fallegt. Hún söng svo fal- lega sjálf, hafði mikið yndi af ljúfri tónlist og naut fegurðar í hveiju sem hún birtist. Stundum fannst okkur hún of góð fyrir þennan harða heim. Hún gat tekið lífinu heldur alvarlega og fannst það held- ur hranalegt á stundum, en hún gat líka skemmt sér svo vel yfir spaugilegum atvikum að nærstadd- ir gátu hreinlega spmngið úr hlátri með henni. Ásta og Björn áttu heimili sitt á Hlíðarvegi 10 í Kópavogi í 30 ár en 1984 fluttust þau til Þórshafnar í Færeyjum þar sem Bjöm gerðist markaðsfulltrúi Útflutningsmið- stöðvar iðnaðarins (nú Útflutn- ingsráð íslands). Þar bjuggu þau í tvö ár. Það var gestkvæmt hjá þeim og margir sem heimsóttu þau árin tvö í Þórshöfn. Þau áttu fallegt heimili sem þeim tókst að flytja með sér hvar sem þau bjuggu. Þau komu heim í eitt ár en fluttu þá til Kaupmannahafnar og bjuggu þar síðastliðið ár. Þar vom, ófá matar- boðin sem Ásta hélt. Hún hafði yndi af að búa til góðan mat og minntist oft á Húsmæðraskóla Reykjavíkur þar sem hún var og naut í orðsins fyllstu merkingu leið- sagnarinnar og félagsskaparins við góðan hóp. Ásta hjálpaði okkur öllum að opna augun fyrir öllu því sem fag- urt er og friðsælt. Við skiljum margt, eftir kynnin við hana, sem við eigum eftir að búa að og verður okkur gott veganesti. Við vitum að hún hefur fengið góðar móttökur. Algóður Guð hefur tekið hana til sín svo hún slyppi við erfiðar þjáningar. Og þótt við sökn- um hennar öll verðum við að gleðj- ast yfir þeirri miskunnsemi sem henni var sýnd. Við þökkum af alhug samfylgd- t STEFANÍA VILHJÁLMSDÓTTIR frá Hánefsstöðum verður jarðsungin frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 21. júnf kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarfélag vangefinna. Hjálmar Vilhjálmsson og aðstandendur. Kvennadeild Reykjavfkurdeildar Rauða kross íslands Sumarferðin verður farin þriðjudaginn 21. júníkl. 14.00 frá Úmferðarmiðstöðinni. Skoðaður verður Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum, ekið að Ölfusárósum, Stokkseyri, Eyrarbakka o.fl. Kvöldverður Hafið með ykkur nesti. Tilkynnið þátttöku í síma 28222. Þáttökugjald kr. 1.800,-. Nefndin. Rauði Kross'lslands ina við kærleiksríka ömmu og tengdamóður. Tengdaböm og barnabörn Oft er stutt á milli lífs og dauða. Fregnin um andlát einhvers sem maður hefír glaðst með og verið samvistum á góðri stund kemur jafnan á óvart. Svo var og er mér barst andláts- fregnin um Ástu Huldu Guðjóns- dóttur eiginkonu ágæts vinar, Bjöms Guðmundssonar, en hún lést á Landspítalanum 9. júní eftir stutta legu. Ásta var fædd í Reykjavík 1. mars árið 1929 og vom foreldrar hennar hjónin Guðrún Jónsdóttir og Guðjón Ólafur Jonsson, trésmíðameistari. Ásta og Bjöm gengu í hjónaband 1. mars árið 1952. Lengst af var heimili þeirra á Hlíðarvegi 10, Kópavogi, en síðan á vordögum árið 1987 hefír heimili þeirra verið í Kaupmannahöfn þar sem Björn starfar sem viðskiptafull- trúi við sendiráð íslands. Fyrir nokkmm dögum skmppu þau heim til stuttrar dvalar, þegar kallið kom svo óvænt. Bjöm Guðmundsson var alþjóða- stjórnarmaður alþjóða Lionshreyf- ingarinnar árin 1979—1981 og síðan tilnefndur til stjómarstarfa í alþjóðastjóm árin 1986—1987. Hjá Lions gildir sú regla að eigin- konur alþjóðastjórnarmanna em virkir þátttakendur í starfí eigin- mannsins. Af þeim er mikils krafist vegna þreytandi ferðalaga á þing og fundi í hinum fjölmörgu löndum hreyfíngarinnar. Sá sem þessar línur ritar hefír átt þess kost að vera Ástu og Bimi samtíða á þó nokkmm erlendum þingum. Ég fullyrði að betri fulltrúa en Ástu við hlið eiginmannsins var vart hægt að hugsa sér. Hún tileink- aði sér siðareglu Lionsmanna, sem felst í þessum orðum: „Líttu á starf þitt sem köllun. Leystu það svo vel að hendi að þú ávinnir þér traust." Með framkomu sinni sýndi hún vissulega að hún var traustsins verð. Hún ávann sér vinsældir með- al íslenskra og erlendra Lions- manna, sem kunna vel að meta hennar Ijúfa, hægláta viðmót og hlýja bros. Það var greinilegt að frammámenn alþjóðahreyfíngar- innar mátu hana mikils, enda var kunningsskapur og vinátta náin. Mig gmnar að hún hafi verið Bimi ómetanleg stoð í öllu hans Lions- starfi. Nú þegar þessi góða kona er gengin vil ég fyrir hönd forystu- sveitar Lionsfólks á íslandi þakka henni fyrir mikið og fómfúst starf í þágu hreyfingarinnar, starf, sem hún innti af hendi með sóma og af skyldurækni. Sérstakar kveðjur og þakkir flyt- ur Lionsklúbbur Kópavogs, klúbbur Bjöms, en þar tók Ásta þátt í starf- inu og átti góðar stundir með félög- um og vinum. Mikill harmur er kveðinn að eig- inmanni og fjölskyldu. Megi al- mættið styrkja þau í þeirra miklu sorg. Eiginkona mín og ég sendum ástvinum öllum samúðarkveðjur. Þórhallur Arason ritari Fjölumdæmisráðs Guðríður Sigurðardóttir Sjólyst - Minning Fædd 20. desember 1903 Dáin 23. maí 1988 í gær var til moldar borin amma mín, Guðríður Sigurðardóttir, Sjó- lyst, Stokkseyri. Foreldrar hennar voru Hólmfríður Gísladóttir og Sig- urður Magnússon trésmíðameistari, Eystri-Móhúsum, Stokkseyri. Þeirra börn urðu 12. Amma fór í fóstur að Skeggjastöðum og dvaldi þar til átján ára aldurs. Foreldrar hennar fluttu til Stokkseyrar árið 1920 og hófu þar búskap, en amma kom til þeirra árið 1936 með dóttur sína, Hjördísi, þá fjögurra ára gamla. Hjördísi dóttur sína eignað- ist hún með Ingvari Guðjónssyni útgerðarmanni. Var honum mjög annt um þessa dóttur sína, en Hjördís stundar nú verslunarrekst- ur í Reykjavík. Amma hafði atvinnu af því að pijóna á sveitunga sína og voru þessar flíkur hennar mjög eftirsótt- ar. Fórtán sumur saltaði hún síld fyrir norðan. Ennfremur stundaði hún kaupavinnu og í fiskvinnu var hún hjá Kveldúlfi í Reykjavík. Hún giftist afa mínum, Haraldi Júlíus- syni, 28. febrúar 1942 og hófu þau búskap í Sjólyst. Elsta dóttir þeirra, Edda Karen, fæddist árið 1944. Hún er gift Baldri Gunnarssyni og eru þau búsett í Hafnarfirði. Eiga þau þijú börn. Aðra dóttur sína, Ragnheiði, eignuðust þau árið 1946. Hún er gift Bimi Eggerti Haraldssyni og eiga þau þijú böm. Búa þau í Kópavogi. Þriðju dóttur sína, Ástu Júlíu, eignuðust afí og amma 1947 en misstu hana aðeins 11 ára gamla. Síðustu 12 árin átti amma við vanheilsu að stríða og naut hún þá umönnunar afa í ríkum mæli. Nú þegar hún amma er dáin og horfín á vit feðra sinna erum við sem eft- ir stöndum harmi slegin en þakklát fyrir alla þá ást og hlýju sem hún veitti okkur. Ég minnist æskuár- anna frá Stokkseyri, þar sem öldur Atlantshafsins minna á þær glöðu stundir sem ég sem barn upplifði þar og síðar fjölskylda mín. Það var ævintýri fyrir börnin mín að koma í heimsókn til Iangömmu og lang- afa í Sjólyst og fá að skoða gömlu gullin mín sem amma hafði varð- veitt svo vel. Amma hafði mikið yndi af að spila og var oft tekið í spil þegar gesti bar að garði. Þar snerist lífið ekki um forgengileg veraldargæði heldur var ró og kær- leika skipað í öndvegi. Megi mínurr^- afkomendum takast að rækta þessa sömu kosti í hegðun og hugsun um ókomin ár því þeir eru mikils virði á öld hraðans og tækninnar. Elsku afi og langafi. Þú hefur misst mikið en ég veit að minning- ar þínar um- elskulega eiginkonu eru þér mikils virði. Það er okkar von að við höfum sem mest sam- skipti hér eftir sem áður. Megi al- góður Guð veita þér og ættingjum þínum styrk og huggun á sorgar- stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Haraldur J. Baldursson og fjölskylda Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig á 70 ára afmœli minu meÖ heimsóknum, gjöfum og skeytum. LifiÖ heil. Anna Sigfúsdóttir, Dúfnahólum 2. Legsteinar Framleíðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fústega upplýsingar og ráðgjof um gerð og val legsteina. S.HELGASON HF STEINSMIÐJA SKEMMUÆGI 48 SiMI 76677 17. sept. - 2. okt. Ferðin sameinar dvöl á sólarströnd Svartahafs og skoðunarferðir um hinar frægu borgir Yalta, Moskvu og Leníngrad. 9 nætur á hlnu fræga hótell Oreanda Yalta. 3 nætur (Moskvu á 1. flokks hóteli. 2 nætur í Leningrad á 1. flokks hóteli. Hægt er að framlengja ferðina í Glasgow. Aðeins örfá sæti laus. FERÐASKRIFSTOFAN Laufasvegi 2 x 91-27144
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.