Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 23 Þannig var það líka í fyrstu kosn- ingunum þegar við fengum 481.000 atkvæði, sem er það mesta sem við höfum fengið hing- að til. — Af hvetju hafið þið ekki hald- ið því fylgi sem þið fenguð í upp- hafi? „Ja, allur pólitískur þrýstingur framkallar andsvar. I þessum fyrstu og ánægjulegu kosningum árið 1973 gerðist það að við feng- um 28 þingsæti, sem þýðir auðvit- að að hinir misstu 28. Þeir urðu fúlir yfir því, og hræddir um að þeir myndu tapa enn fleiri næst. Þess vegna gripu þeir til óþverra- bragða, sendu mig meðal annars í fangelsi og breiddu út allskyns lygasögur um mig.“ — Mynduðu sem sagt samsæri gegn þér persónulega? „Það geturðu vel kallað það, en það þurfti kannski ekki beinlínis samsæri til, því þeir höfðu allir sömu hagsmuna að gæta hvort heldur það voru kratarnir, íhalds- menn eða aðrir. Þeir þurftu ekki mikið að krunka sig saman til þess að verða sammála um að það þyrfti að slátra Framfaraflokkn- um. Og ef þú skoðar mannkyns- söguna þá sérðu að í öllum löndum á öllum tímum, þegar upp koma óviðurkenndir menn sem eru í andstöðu við valdhafana, þá beita þeir öllum sínum valdatækjum, og fangelsi er eitt þeirra, til að taka þá úr sambandi." — Hvað segir þetta um lýðræð- isríkið Danmörku? „Blessaður vertu, lýðræði er bara eitthvað sem menn flagga á tyllidögum. Manneskjur eru mann- eskjur og manneskjur sem hafa völd eru oftast vondar manneskj- ur. Það er kannski auðvelt fyrir valdalausan mann eins og mig að segja þetta, en ef . . . Þegar Fram- faraflokkurinn hefur setið við völd í 50 ár þá má búast við því að við verðum svoleiðis líka. Valdið spill- ir, og það hefur ekkert með lýð- ræði að gera, manneskjan er nú einu sinni þannig innréttuð.“ — En þú sækist eftir völd- um... „Já, maður hefur bara eitt líf. Og þegar ég í lok sjöunda áratug- arins sat uppi með alla mína reynslu og sá að það vantaði nýtt blóð í stjórnmálalífið ef Danmörk ætti ekki að fara til helvítis, þá gat ég auðvitað sagt: Hvað kemur það mér við, ég rek stærstu lög- fræðistofu landsins og gæti lifað sem milljarðamæringur til æviloka og Danmörk má fara í hundana mín vegna. Þetta hefði ég getað, en ég gat líka notað reynslu mína til þess að bjarga landinu. Ég hafði mitt fijálsa val til að taka mína fijálsu ákvörðun, og hún varð sem sagt sú, að það myndi færa mér meiri hamingju að bjarga Dan- mörku, en að bjarga Glistrup. Ég vissi að ég yrði hamingjusamari með því að sjá til þess að næstu 50 árin yrðu lífvænleg fyrir Dani, en borða 10.000 rúnstykki með humri í hvert mál einsog ég hefði líka getað.“ — En nú misstir þú allar þínar eigur . . . „Já, þeir rústuðu fyrirtæki mitt og öllum mínum fjárhag fyrir fullt og allt.“ — Hveijir eru þeir, nefndu ein- hver nöfn? „Nú," allir þessir flokkar sem ég nefndi áðan, leiðtogar þeirra: Ank- er Jörgensen, Poul Hartling, Poul Moller og svo framvegis." — Ertu bitur? „Nei, markmið mitt í lífinu er að vera hamingjusamur og ef ég geng um og er bitur minnka ég að sjálfsögðu möguleikana á því, og þess vegna er ég ekkert að standa í því að vera bitur.“ — Varla hefurðu verið ham- ingjusamur í fangelsinu? „Jú, það var ég. Ég hef alltaf verið hamingjusamur hvar sem ég hef verið.“ — En breytti fangelsisvistin þér ekki? „Nei, alls ekki. Og hún hefur meira að segja að öllum líkindum lengt líf mitt um 5 ár, því þar fékk ég reglulegan svefn, stundaði líkamsrækt, spilaði badminton, skokkaði í skóginum 2—4 tíma á dag. Andlega breytti það mér ekk- ert, en líkamlega var ég sem sagt í miklu betra formi þegar mér var sleppt úr haldi.“ — En á meðan þú varst í fang- elsinu kom Pia Kjærsgaard til sög- unnar og gerðist leiðtogi Fram- faraflokksins. Það er hún enn og manni virðist þúi ekki hafa eins mikil áhrif innan flokksins og áð- ur... „Þegar maður er með stjórn- málaflokk þá vill maður auðvitað hafa hann sem fjölmennastan. Nú eru 16 í þingflokknum, og við yrð- um mjög glöð ef við fengjum 18, 38 og helst 98 þingmenn. Á hinn bóginn yrðum við leið ef okkur fækkaði í 12 eða 8. Það eru allir hjartanlega velkomnir til að vinna með okkur og það á við um Piu Kjærgaard líka. Hún reynir að gera það sem hún getur til að efla flokkinn og það geri ég líka og það gera þúsundir annarra líka. Og hvort aðrir líta á eitthvert okk- ar sem leiðtoga er algjört auka- atriði, það sem skiptir máli er að vinna flokknum gagn og það gerir hún og það geri ég og þúsundir annarra." — Viltu þá meina að hlutverk þitt innan flokksins hafi ekkert breyst? „Já, það er alveg nákvæmlega það sama og það hefur alltaf ver- ið. Allar götur frá þeim degi árið 1970, þegar ég ákvað að eyða því sem ég ætti ólifað í þágu málefna Framfaraflokksins hef ég þjónað þeim málstað og það hefur á eng- an hátt breyst. Það hef ég gert í 18 ár og það geri ég áfram . . .“ — Nú tókstu t.d. lítinn þátt í stjórnarmyndunarviðræðunum? „Ja, sem betur fer höfum við svo margt gott fólk í flokknum að við getum skipt með okkur verkum. En auðvitað tek ég þátt í öllum samningaviðræðum. Það sem þú ert að tala um í sambandi við síðustu stjórnarmyndunarvið- ræður eru allar þær hefðbundnu serímóníur sem þeim tengjast: Hitta drottninguna í Amalíenborg, hitta hina og þessa sem stjórna umræðunum um hver eigi að reyna að mynda ríkisstjórn. Á þessu stigi er ekki verið að ræða málin í al- vöru, en um leið og farið er að gera það tökum við öll þátt í slíkum viðræðum, og mér er ekki haldið utan þeirra ef það er það sem þú ert að fiska eftir. Það er enginn munur á starfi mínu fyrir Framfaraflokkinn núna og fyrir 14 árum síðan." — Hvernig meturðu leiðtoga hinna flokkanna: Svend Auken, Poul Schliiter.Niels Helveg-Peder- sen . . .? „Það er ósköp einfaldlega hægt að stilla þessu þannig upp, að Framfaraflokkurinn berst fyrir því að fólkið í landinu hafi það gott, allir hinir beijast fyrir persónuleg- um ávinningi, að þeir sjálfir hafi það gott. Tímarammi okkar er 50 ár eins og ég nefndi áðan, hinir horfa ekki lengra en til næstu kosninga. Það er í rauninni enginn munur á öllum hinum flokkunum, þetta er sami grauturinn, komm- únistar eða Poul Schluter. — Hvernig líður þér þegar t.d. Svend Auken sýnir þér óvirðingu í beinni útséndingu í sjónvarpinu, eins og hann gerði eftir að úrslit kosninganna lágu fyrir? „Mér finnst það koma verst út fyrir hann sjálfan, enda segir það meira um hvernig hann er innrétt- aður en hver ég er.“ — En af hveiju kemur hann svona fram við þig en ekki aðra? „Það er augljóst. Hann á sér þá einu ósk að kratarnir ráði ríkjum í þinginu. Þeir hafa núna 56 þingmenn, og með 24 þingsæt- um Sósíalíska þjóðarflokksins hafa vinstri menn 80, sem er nærri meirihlutanum af 163 en 179, ef hægt væri að losna við Fram- faraflokkinn. Þess vegna hagar hann sér svona, eins og Hitler gerði gagnvart gyðingunum; þetta er gamla sagan um hroka valda- manna í garð minnihlutahópa. Svend Auken er leiðtogi stærsta stjórnmálaflokksins í Danmörku, hann er í valdaaðstöðu og það hefur alltaf verið þannig að þegar slíkir menn hafa laka málefnalega stöðu leita þeir sér að blóraböggl- um, einhveijum minnihlutahópi sem hægt er að skella skuldinni á.“ — Hvernig líkar þér þá við Schluter? „Ja, ég er nú þannig gerður að mér líkar vel við alla, líka Schlut- er, líka Svend Auken. Það eru kannski einhveijir sem líkar illa við mig, en mér líkar vel við alla. Mér finnst gaman að hitta allt fólk, líka þessa menn sem eru full- ir hroka í minn garð, það er gam- an að stúdera þá eins og þeir eru. Ég hef haft það huggulegt með samföngum mínum, með þeim sem ég hef spilað fótbolta, fólki í mínum eigin flokki og öðrum flokkum líka.“ — Talandi um valdhafa og minnihlutahópa þá erum við kannski komnir inná það við- kvæma mál, sem eru innflytjend- urnir, flóttamennirnir . . . „Af hveiju finnst þér það eitt- hvað viðkvæmara enn önnur mál. Þetta er pólitísk spurning alveg eins og brúin yfir Stóra beltið, þátttakan í Evrópubandalaginu, mengun o.s.frv. framvegis, eitt af öllum þeim þúsundum mála sem menn þurfa að fást við í pólitík, sem öll þarf að leysa á málefnaleg- an og heiðarlegan hátt.“ — En þú nefndir að Svend Auken væri eins og Hitler og.. . „Það var nú bara almennt dæmi um misbeitingu valdsins og ekki sagt til að segja neitt slæmt, hvorki um Hitler eða Svend Au- ken . . .“ — En þetta er nú samt eitt af meiri ágreiningsmálunum varð- andi stefnu Framfaraflokksins? „Framkvæmdirnar eru alltaf meira ágreiningsmál en sjálfar spurningarnar eða markmiðin: Hvernig eigum við að búa að elli- lífeyrisþegum, hvernig reka sjúkrahúsin, leggja vegina ... Ég get ekki séð að eitt mál sé meira ágreiningsmál en önnur. Þetta snýst allt um að hafa einhveija heildarmynd af því hvernig reka á þjóðarbúskapinn. Og eins og ég nefndi áðan eigum við að skera niður opinbera geirann og stækka einkageirann...“ — Þú hefur verið kallaður ras- isti... „Já já, ef skortir málefnalegar röksemdir er alltaf gripið til óþverra munnsafnaðar. Svoleiðis hefur það alltaf verið.“ — Áf hveiju ertu þá svona á móti flóttafólkinu? „Af því að við eigum að skera niður ríkisgeirann og stækka einkageirann. Við í Framfara- flokknum erum mjög ánægð með alla þá innflytjendur sem starfa hér í landinu, reka matsölustaði, keyra leigubíla, eru læknar og svo framvegis. Það er mesti misskiln- ingur að við séum eitthvað á móti fólki. En okkur líkar ekki að fólk komi hingað til þess að leggjast upp á ríkiskassann, notfæra sér danska velferðarkerfið. En við vilj- um hjálpa fólki sem er 1 algerri neyð — sem ég get þó ekki séð að sé hlutverk danska ríkisins, því hér er ekki um danska borgara að ræða — þá getum við hjálpað margfalt fleirum í flóttabúðunum eða þar sem fólkið líður skort fyr- ir sama pening, í stað þess að hlaða undir tækifærisflóttafólk." — Kynni þín af íslandi og íslenskum stjórnmálamönn- um . ..? „Ja, starf mitt hefur alltaf verið svo bundið við Danmörku, að ég get ekki sagt lesendum Morgun- blaðsins neitt um Island sem þeir ekki vita. Ég hef oft millilent á - íslandi, en aðeins einu sinni stopp- að þar í lengri tíma, ef hægt er að kalla 14 daga langan tíma. Það var árið 1960, þegar ég ferðaðist um landið með fjölskyldunni, og það var alveg frábært. Nei, ég get ekki sagt að ég þekki íslenska stjórnmálamenn persónulega. Þarna fyrir tæpum 30 árum tók ég þátt í norrænu þingi lögfræð- inga og ég veit að lögfræðingar setja mikinn svip á pólitíkina, en ég man ekki sérstaklega eftir nein- um. Á þeim tíma var skattaskríms- lið nýkomið til Islands og þar sem ég var þá lektor í skattarétti við Kaupmannahafnarháskóla ræddi ég við marga lögfræðinga um það efni og líka menn í embættiskerf- inu. Annars veit ég ekki meira um ísland en venjulegur dagblaðales- andi; ég veit af Kvennalistanum og svo finnst mér skemmtilegt að það skuli vera til flokkur með, a.m.k. á dönsku, sama nafn og okkar (Framsóknarflokkurinn, innsk.) þó það sé víst allt öðruvísi flokkur. Við eigum heldur engan systur- eða bróðurflokk á íslandi eins og til dæmis Framfaraflokk- inn norska, sem á sér nákvæmlega sama hugmyndalega og sögulega bakgrunn og við hér í Danmörku. Enda var ég með í því að koma norska Framfaraflokknum á lag- girnar.“ — En annars staðar í heimin- um? „Hvergi eins náið og í Noregi, en það eru svipaðir flokkar til í 25 löndum.“ — Ertu pólitískt skyldur t.d. Len Pen í Frakklandi? „Það er nú dálítið erfitt að segja til um það. Eins og ég sagði þá snýst allt mitt starf um stjórn- málin hér í Danmörku og ég þekki lítið til annarra landa nema sem venjulegur dagblaðalesandi. En ég er samt viss um að Le Pen er ekki sami maður og sá með sama nafni sem danskir blaðamenn skrifa um, annars hefði hann varla fengið stuðning 15% frönsku þjóð- arinnar í forsetakosningunum“. — Hvernig finnst þér þá dan- skir blaðamenn lýsa sjálfum sér? „Maður á aldrei að alhæfa, en almennt finnst mér þeir vinna illa; þeir sitja við hlið valdhafanna og reyna að komast eins auðveldlega frá hlutunum og þeir geta, skrifa bara það sem kemur frá ráðuneyt- unum og virðast ekki vilja eða geta hugsað sjálfstætt.“ — Finnst þér þeir meðhöndla þig á sama hátt og Le Pen? „Ég get bara ályktað með Le Pen, en hvað sjálfan mig varðar veit ég að 80% af því sem stendur um mig í blöðunum er rangt og ávallt fært til verri vegar og gerir mig ógeðfelldari en ég í rauninni er.“ — Það hefur verið farið illa með þig á 1. maí hátíðahöldum í Fælledparken . . . Erkifjandi danskra launþega er tekjuskatturinn sem rænir þá helmingnum af laununum. Fram- faraflokkurinn er sá flokkur sem berst kröftuglegast fyrir því að hann verði afnuminn, og þess vegna erum við meir en nokkur annar flokkur verkalýðssflokkur nútímans. Þess vegna á Fram- faraflokkurinn heima í hinum hefðbundnu hátíðahöldum verka- lýðsins 1. maí og á hinum hefð- bundna fundarstað verkamanna, semsagt í Fælledparken. En þar hafa menn heldur ekki getað Sjá næstu síðu. irilBiSr ' „Framfaraflokkurinn vill að allir hafi það gott, íhaldsflokkurinn að íhaldsmenn hafi það gott.“ — Glistrup heilsar vegfaranda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.