Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 33
8861 'ÍMÚl .61 HUOAaUMVfUg .aiaAJflMUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 Litið inn á Rannsóknadeild Borgarspítalans fækkandi og öðrum fjölgandi. Fólk sem komið hefur að eigin ósk í mælingu getiir hringt til læknanna og fengið að vita niðurstöður en Haraldur segir það of algengt að fólk bidji ekki um niðurstöður próf- anna. Rannsóknir á lifrarbólguveiru A og B við deildina hafa leitt í ljós að meðalnýgengi smits af völdum þessara veira, þ.e. ný sjúkdómstil- felli, síðastliðin tvö ár er um 6 á 100 þúsund íbúa á ári. — Annað starf okkar hér eru almennar sýklarannsóknir og við erum í nánu samstarfi við Rann- sóknastofu Háskólans í sýklafræði. Hér er sinnt um 10 þúsund sýnum árlega. Fyrir utan þjónusturann- sóknir við sjúkradeildir er stundað gæðaeftirlit á sýklalyfjum og grunnrannsóknir á áhrifum sýkla- lyfja. Við störfum því nokkuð jöfn- um höndum á Rannsóknadeildinni og legudeildum þar sem við fylgj- umst með sjúklingum okkar. Lífeðlisfræði mannslíkamans Gizur Gottskálksson og Stefán Jónsson starfa á sviði klínískrar lífeðlisfræði. Stefán greinir í nokkr- um orðum frá starfínu gegnum árin: — Rannsóknir á sviði klínískrar lífeðlisfræði hófust árið 1972. Það H Meinatæknar hafa í mörgu að snúast. Frá vinstri: Una Guðnadóttir, Elín A. Björgvinsdóttir, Svargo Pedersen og Jónhildur Halldórsdóttir yfirmeinatæknir. batahorfur sjúklinga með erfiðar truflanir. Við hófum þessar rann- sóknir í nóvember 1986 og er fjöldi þeirra nú kominn nokkuð á þriðja tuginn. Þær krefjast sérhæfðs starfsfólks og eru nokkuð tímafrek- ar. Það er því mikilvægt að nota þær aðeins þar sem líklegt er að þær komi að verulegu gagni við greiningu og meðferð þessara sjúkl- inga. Að síðustu vil ég nefna nýjasta tækið sem við fengum um síðustu áramót. Þar er um að ræða n\jög fullkomið tæki til ómskoðana á hjarta. Það hefur einnig útbúnað til rannsókna á flæði í hjartanu sem kemur að miklu gagni við greiningu og eftirlit á sjúklingum til dæmis sjúklingum með lokugalla. Þá hefur tækið tölvubúnað sem sýnir flæði blóðsins í lit sem gefur ítarlegri upplýsingar um rennslið. Ómskoðun er hættulaus rannsókn sem má endurtaka svo oft sem kosið er og hefur dregið stórlega úr þörf hjarta- þræðinga vegna hjartasjúkdóma annarra en kransæðaþrengsla og takttruflana. Eggert Jóhannsson minntist á starf meinatæknanna hér að fram- an og sagði þá bera hitann og þung- Sl ár og næstu tvö árin var keypt nokkuð af tækjum til að fram- kvæma þær. Er starfsemin hófst höfðu rannsóknir sem þessar ekki verið gerðar hér á landi í umsjón sérmenntaðra lækna. Fyrstu árin vann ég í hlutastöðu og naut aðstoð- ar meinatækna eftir þörfum. í upp- hafi voru rannsóknategundir fáar og tengdust einkum athugunum á starfsemi hjarta og öndunarfæra en einnig á nýrum og meltingarfær- um. Með auknum og endumýjuðum tækjabúnaði hefur rannsóknateg- undum flölgað mjög og heildarfjöldi rannsókna farið ört vaxandi. Frá upphafi hefur mestur fjöldi rann- sókna verið bundinn hjarta og blóðrásarkerfi og var til að byija með einkum um að ræða hjartaraf- ritun við áreynslu ásamt ýmsum ytri skoðunum tengdum hjarta. Síðla árs 1978 hófust ómskoðan- ir á hjarta og f ársbyijun 1979 var tekinn í notkun búnaður til upptöku og greiningar á takttruflunum frá hjarta. Þessar tvær síðastnefndu rannsóknir hafa orðið til hvað mestra framfara á sviði hjartasjúk- dóma á undanfömum einum til ein- um og hálfum áratug. Tækjakostur fyrir þessar rannsóknir hefur verið endumýjaður og mun Gizur hér á eftir skýra nánar frá þeirri starf- semi ásamt fleiru. Eins og áður. greinir hefir umfang starfseminnar stöðugt aukist eftir því sem tækja- kostur og aðstaða hefir leyft. Árið 1981 fengum við búnað til frekari rannsókna á þvagfærum og 1985 vom teknar upp rannsóknaaðferðir til greininga blóðrennslistruflana í slagæðum og bláæðum. Tölvuvæddar hjartarannsóknir Gizur Gottskálksson er sérfræð- ingur í hjartarannsóknum og hann greinir frá því helsta á því sviði þar sem þróun hefur verið mjög hröð að undanfömu: — Hjartarannsóknir hafa aukist mikið á síðustu ámm bæði hvað varðar rannsóknafjölda og rann- sóknategúndir. Áreynslupróf em ein helsta að- ferðin sem við höfum til að stað- festa eða afsanna gmn um krans- æðaþrengsli. Fjöldi áreynsluprófa hefur aukist mikið á síðustu áram, ekki síst vegna þess að mikilvægt er að greina þennan kvilla fyrr en áður vegna nýjunga í meðferð. Þá hefur eftirmeðferð sjúklinga með hjartadrep verið tekin fastari tökum hér við spítalann og það krefst fleiri áreynsluprófa. ■ Guðrún Dóra Erlendsdóttir við hið fullkomna tæki til blóðrann- ■' Hlín Aðalsteinsdóttir deildarmeinatæknir athugar niðurstöður sókna. rannsókna. Síritun hjartarafrits eða svoköll- uð Holterritun til greininga á takt- traflunum hefur aukist talsvert, ekki síst vegna þess áð upptaka þessara rita er nú gerð í vaxandi mæli úti á landi og send okkur til greiningar. Þessi rannsókn er í því fólgin að sjúklingur gengur með upptökutæki, venjulega í einn sólar- hring, og hjartsláttur er tekinn upp á segulband. Þessar upplýsingar em síðan unnar í tölvu sem finnur afbrigði í hjartslætti, flokkar þau og telur. Þá er að nefna raflífeðlisfræði- lega rannsókn á hjartsláttartmflun- um sem við höfum tekið upp hér. Sú tækni kom upp í lok sjöunda áratugarins. Rannsóknin byggist á því að þræddar em rafleiðslur til mismunandi staða í hjartanu til að mæla leiðni og kanna viðbrögð þess við ertingu. Þessar rannsóknir em gmndvöllur sérhæfðrar meðferðar á takttraflunum og hafa stórbætt ■ Egili Einarsson meinatæknir við alnæmisrannsóknir. Myndirnar tóku Bjarni og Börkur. ann af hinu daglega starfi. Verður heldur ekki skilið við deildina án þess að spjalla við þá: Aiikin sjálfvirkni — aukið álag — Starf meinatækna hefur breyst geysilega mikið á síðustu ámm og má einfaldlega tala um byltingu. Gmnnurinn er auðvitað hinn sami en margs konar tækni- væðing auðveldar störfin og flýtir mjög fyrir. Við verðum því að fylgj- ast mjög vel með og meinatæknar em í stöðugri endurmenntun, segja þær Jónhildur Halldórsdóttir yfir- meinatæknir og Hlín Aðalsteins- dóttir deildarmeinatæknir. — Við getum sem dæmi nefnt tæki sem notað er til blóðrannsókna og keypt var fyrir nokkmm ámm. Með því er hægt að gera margs Sjá næstu síðu. r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.