Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 20
20 M0RGUNBLAÐ1Ð, SUNNUDAGIÍJR 19. JÚNf 1988 w DAGVIST BAR\A. AUSTURBÆR Nóaborg — Stangarholti 11 Óskar að ráða fóstrur til starfa nú þegar eða eftir nánara samkomulagi. Frá 1. ágúst er laus staða deildarfóstru svo og staða matráðskonu. Upplýsingar gefur forstöðumaður á staðnum og í síma 29595. NEÐRA-BREIÐHOLT Bakkaborg v/Blöndubakka Forstöðumaður óskast á dagheimilið Bakka- borg frá 1. ágúst. Nánari upplýsingar veitir framkvœmdastjóri á skrifstofu Dagvistar barna, sími 27277. ITOLSKU ALPARNIR MEÐ SIGURÐIDEMETZ Einstaklega áhugaverð 2ja vikna ferð 14. ágúst til Suður-Týról í ítölsku ölpunum. Leiðsögumaður í ferðinni er Sigurður Demetz Franz- son, kunnur söngvari oggleðimaður sem gjörþekkir Týról. Verð kr. 82.590.- í tvíbýli. Innifalið í verði: Gisting með morgun- og kvöld- verði á góðum hótelum í Bozen, nálægt Verona og St. Ulrich. Þægilegur og nýtískulegur rútubíll. Allar skoðunarferðir, þjóðdansakvöld og vínkjallaraheim- sókn. Aðgöngumiði í óperuna í Verona. IHPprHI lð FERÐATILHÖGUN: fi 11 14. ágúst: BelntflugtllSalzburg, r j|^ £ þaðan eklð til Bozen yflr Brenner- ■T' skarð. -lí'-Usk 15. ágúst: Eftirhádegi verður - farið i skoðunarferð um Bozen og Runkelsteinhöllin heimsótt með leiðsögn, 16. ágúst: Eftir morgunverð er haidlð til Eggental, ekið yfir Kar- erskarðið til Canazei, Cortina, Toblach um Pusterdalinn til Boz- en. Þessi hringur er kallaður stóri Dólomitahringurinn. 17. ágúst: Eftir skoðunarferð til Meran verður haldið til Kalt- em, eins helsta vínræktarhéraðs S-Týról. Þar verður boðið upp á vínsmökkun í bestu vínkjöllumm héraðsins. 18. ágúst: Eftir hádegi verður farið til Stilfser Joch. 19. ágúst: Dagsferð til Ritten með toglyftuferð til Unterrittner- hof. 20. ágúst: Fijáls dagur. 21. ágúst: Eftir hádegi skoðunarferð til Sarntheim. 22. ágúst: Eftir morgunverð verður haldið til Padova ogþaðan til Feneyja. Síðan til Verona þar sem farið verður í ópemna og mun AIDA eftir Verdi vera sýnd þetta kvöld. 23. ágúst: Farið frá Verona til St. Ulrich sem talin erein af perlum S-Týról. 24. ágúst: Dagsferð tll Seiseralm. 25. ágúst: Skoðunarferð til Grödnertoch og Wolkenstein. 26. - 28. ágúst: Frjálslr dagar. Góðan tíma fyrir brottför mun fararstjórl, Sigurður Demetz, halda með farþegum og skýra nánari tllhögun ferðarinnar og svarar þá einnig fyrirspurnum. FERÐA Ce+itccd MIÐSTOÐIN Tccu/jU ADALSTRÆTI 9-REYKJAVlK -S. 28133 LISTAHÁTÍÐ £•? í REYKJA V I K í ■ Skemmtidans Listdans Sveinn Einarsson Sýningar Black Ballet Jazz-flokks- ins, sem nú standa yfir í Þjóðleik- húsinu á Listahátíð, hafa allnokkurt skemmtanagildi. Þó heyrði ég það ofan í marga áhorfendur á þeirri sýningu, sem ég sá, að hún olli þeim vonbrigðum. En í réttlætis nafni skal þess einnig getið, að svo voru aðrir, sem ekki gerðu meiri kröfur og virt- ust hrífast með gestunum og voru tilbúnir í taktklapp, hvenær, sem upp á því var stungið. í raun var mest gaman að þeim atriðum, þar sem dansararnir komu til dyranna eins og þeir eru klæddir og ætluðu sér ekki annan hlut en skapa stundargaman, atriði, sem ennfremur hefðu hæft á Broadway eða Hótel íslandi en síður í Þjóðleik- húsinu, og ekki endilega ástæða til að tengja Listahátíð; minna var í það varið, þar sem flokkurinn ætlaði sér meiri metnað, og sá eðli ásetningur, að relq'a sögu dansins fór fyrir lítið, eða að minnsta kosti skilaði hann sér illa yfir til mín. Strax í fyrsta atrið- inu setti að manni efasemdir. Því atriði er í leikskrá fylgt úr hlaði með eftirfarandi orðum: „Oft er haft fyr- ir satt að listir og pólitík eigi ekki saman. Stundum blandast þær þó. Árið 1817 kom borgarstjórinn í New Orleans saman til að ræða, meðal annars, það mikla vandamál, sem svertingjadans var orðinn. Þá breidd- ist vúdútrú óðfluga út. í henni fóru saman afrísk þjóðtrú og kaþólsk dýrlingadýrkun, en athafnir hennar fóru fram á laun með dansi og trommuleik. Borgarstjómin óttaðist leynisamkomur þræla, og óttaðist enn meir, að dulmál trommanna gætu verið fyrirboði uppreisnar. Því velti hún fyrir sér algjöru banni við dansinum, en hætti síðan við. Þess í stað var eftirfarandi reglugerð sam- þykkt: „Þrælum skal eingöngu leyft að koma saman til þess að dansa eða skemmta sér á annan hátt á sunnu- dögum, og þá einungis á þeim opnu svæðum eða opinberu stöðum er borgarstjómin ákveður. Engin slík samkoma skal standa lengur en til sólarlags, en allir þrælar er verða uppvísir að því að safnast saman á öðmm dögum, eða halda dansinum áfram eftir sólarlag á sunnudegi, skulu .. . færðir í betrunarhúsið og sæta þar 10—15 vandarhöggum." Borgarfulltrúamir frómu hafa trú- lega fundið til ánægju eftir þennan fund. Með einni allsherjaryfirlýsingu Morgunblaðið/Einar Falur (sic), og henni mannúðlegri miðað við tíðarandann í þá daga, höfðu þeir kveðið niður leynisamkomumar, sem ótti stafaði af, en jafnframt veitt gleði, dansi og samveruþörf svertingjanna útrás. Þó svo að þeir fengju aldrei að vita það sjálfír höfðu borgarfulltrú- amir stofnað til meira ánægjuefnis þennan dag. Með því að tilgreina fyrir sunnudagskomurnar það svæði, sem síðan ber heitið Congo Square, höfðu þeir skapað í New Orleans samastað fyrir afríska menningu í Nýja heiminum þar sem hún gat skotið rótum, orðið fyrir áhrifum frá öðrum menningarheimum og síðan brotist út sem tónlistarfyrirbæri tutt- ugustu aldarinnar: djass.“ Hversu stórfenglegt efni er hér ekki í alvarlega, listræna sköpun? En úr þessu varð flokknum svosem ekki neitt, og fyrir leikmannssjónum mínum virtust sporin sótt og fengin að láni héðan og hvaðan og fram- reidd í „show“-stíl. Hvílíkur munur var ekki að kynnast alvarlegri vinnu flokks eins og Conjuncto Folklorico á Kúbu, svo vitnað sé til hlýlegrar og stórkostlegrar reynslu undirrit- aðs, þar sem raunverulegar rann- sóknir liggja að baki og síðan af dirfsku skapað á þeim grunni. En þannig var það oft í sýningu Black Ballet jazz (nafnið er reyndar vill- andi, því að við ballett eiga þessi sýningaratriði lítið skylt), að góður vilji varð eftir einhvers staðar á miðj- um vegi: dæmi charleston og jitter- burg-atriðin, þar sem frumsporin eru ekki nýtt sem grundvöllur, sem spunnið er útfrá, heldur byrjað á ein- hveiju óhlutstæðu úrnámi, sem í raun minnti á hvaða sýningaratriði sem er á hvaða skemmtistað sem er. Það var ekki fyrr en í lokin að fór að rofa til, discodansana þar flutti hinn geðfelldi hópur af krafti og eftir- fylgju og ryþminn varð áfengur. Best af öllu voru þó steppatriðin, þar var flokkurinn í essinu sínu og flutti sinn þátt umbúðalaust með kímni og fæmi. Um höfuðpaurinn, Chester Whitmore, segir í skránni að honum sé áskapað að dansa. Það má með sqnni segja og þegar svo vel er dans- að, er dansinn heillandi tjáningar- form. Það má sem sagt hafa nokkra skemmtun af þessari sýningu, þó að hún snerti mann hvergi djúpt. Söng- ur og framkoma Trinu Parks söng- konu var þarna alveg í stílnum, hún hefur góð hljóð , en smekk síður. En mörg dæmi eru um hvernig hægt er að standa að slíku með listrænum kröfum, ég minni á sýninguna Ain’t Misbehaven í New York fyrir nokkr- um árum eða Blues in the Night, sem nú gengur í London. Sýningin í heild vakti þó nokkurn fögnuð og var vel tekið. Þar dró þyngsta hlassið ögun dansaranna sjálfra og fimi, örlæti þeirra og dans- gleði. Og steppatriðin voru frábær. P.s. Hver þýðir dagskrár Listahát- íðar? Þar er traditional útlagt með orðinu hefðbundið. Hingað til hélt ég, að slíkt fyrirbæri hefði verið kall- að þjóðlag á íslensku, þegar lagið er gamalt og höfundur svo gamall, að enginn veit, hver hann er. Svokall- aðar orðabókarþýðingar ættu ekki að sjást í skrám Listahátíðar. um Fossvogsdalinn Auglýst er eftir áhugasömum einstakling- um á Stór-Reykjavíkursvæðinu í undir- búningsnefnd að stofnun samtaka um nýt- ingu Fossvogsdalsins sem útivistarsvæðis. Vinsamlegast hringið í síma 622992 milli kl. 17 og 19 í dag, sunnudaginn 19. júní og skráið ykkur í undirbúningsnefndina. MÖRG MIKILVÆG OG SKEMMTILEG VERKEFNIFRAMUNDAN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.