Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 57
RR9Í mÚT. .01 5ÍIJDAQUVIMt18 ’ ,QIGEAJflMUOHOM MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 88 57 Garry Christian Morgunblaðia/Einar Falur Listahátíðarpopp Morgunblaðið/BAR Á fimmtudag' og föstudag var haldið í Laugardalshöll hefðbundið Listahátíðarpopp, sem haldið var með bresku hljómsveitunum The Christians og The BIow Monkeys, auk fimm islenskra hljómsveita. Aðsókn var með dræmasta móti á fimmtudag, áheyrendur voru ekki nema 800 til 1.000, sem þykir ekki mikið í húsi sem tekur vel á sjötta þúsund, en á föstudag töldu aðstand- endur tónleikanna að áheyrendur hefðu verið vel á fjórða þúsund. Tón- leikamir á fimmtudag voru þó áhuga- verðari hvað tónlistina varðaði, en ekki er það alltaf tónlistaráhugi sem dregur fólk á tónleika. Fimmtudagskvöld Eins og áður sagði var fremur fá- mennt í Laugardalshöll á fimmtudags- kvöldið, þegar The Christians komu fram. Fyrst hljómsveita á sviðið var hafnfirska sveitin Kátir piltar og önn- ur sveit var Síðan skein sól, studd af Sigurði söngvara Centaur og munn- hörpuleikara. Næst á eftir Síðan skein sól átti að vera Strax, en þar sem ekki var nema einn hljómsveitarmeð- limur á staðnum þegar til átti að taka ákváðu hljómleikahaldarar að The Christians myndu koma næstir á svið. Christian-bræður eru þeir Garry, sem syngur, og Russell, sem leikur á saxófón og syngur bakraddir. Þeirra hægri hönd og rúmlega það er Henry Priestman, sem semur ðll lög sveitar- innar og marga texta og leikur að auki á hljómborð, saxófón og gítar (til skiptis). Hljómsveitin hóf leik sin á Forgotten Town, fyrsta laginu af þeirra fyrstu hljómplötu. Það var vel flutt og í því var vel áberandi aðal hljómsveitarinnar, þétt, sæt röddun sem á ekki lltið skylt við bandaríska soul-tónlist sjötta áratugarins. Næsta lag var One In a Million, sem einnig er af hljómplötu þeirra og var einkar vel flutt líkt og fyrsta lagið. ... and That’s Why kom næst, síðan Say it Isn’t So og síðan breytti sveitin um takt og tók fyrir gamlan Ray Charles slagara, Rocking Chair Blues. Seint verða Christians verðlaunaðir fyrir flutning á því lagi, en það sem mest skiptir er að þeir höfðu gaman af að flytja það og áheyrendur af að hlusta, sem er jú fyrir mestu. Næsta lag kann ég ekki að nefna en þar á eftir fluttu bræðumir og Henry Priestman lagið Farewell Kiss acappella, þ.e. án undir- leiks. og mátti þá vel heyra hvað radd- irnar voru vel æfðar saman. Flutning- ur lagsins tmflaðist um stund, því áheyrendur sem klöppuðu taktinn voru famir að klappa heldur hratt og það tók tíma fyrir þá að hægja á sér, en á meðan gerði Garry Christian að gamni sínu. Á eftir laginu lét hann þau orð falla að hann hefði haft mik- ið gaman af þessari íslandsför og að honum likaði betur við landið eftir því sem hann sæi meira af þvl. Hann bætti því við að þetta væri ekkert smjaður, honum llkaði það vel við landið að svo gæti farið að hann sett- ist hér að, en á hinn bóginn gæti eins farið að hann gerði það ekki. Næsta lag, Born Again, þekktu likast flestir áheyrenda af viðtökunum að marka Dr. Robert og I því fór sveitin á kostum I vel teygðri útsetningu. Á eftir fylgdi fyrir- taks lag af plötunni fyrmefndu, An Ideal World, sem fjallar um ástandið I Suður-Afríku, siðan When the Finger Points og Save a Soul in Every Town. í flutningi When the Finger Point, hvarf Garry í hóp áheyrenda og söng lagið þaðan við mikla hrifningu um leið og hann dansaði við nærstadda. Að loknu seinna laginu þakkaði hljóm- sveitin fyrir sig og fór baksviðs. Áhorf- endur vildu þó meira og fengu Christ- ian-bræður á svið aftur. Hljómsveitin tók þá upp þráðinn þar sem frá var horfíð, lokakafli Save a Soul in Every Town var endurfluttur og síðan Hoov- erville. Aftur fór hljómsveitin baksviðs og aftur var hún kölluð á svið. Þá komu lögin Sad Song og svokölluð 12“ gerð upphafslags tónleikanna, Forg- otten Town, löng útsetning, en ekki langdregin, með miklum hljóðgerfla- syrpum. Þá loks fékk hljómsveitin að hverfa á brott og hafði þá leikið I hartnær hálfa aðra klukkustund. Þá var klukkan 20 mínútur yfir eitt og þá komu slakir kynnar kvöldsins á svið og boðuðu að Strax væri næst; að sveitin kæmi á svið eftir 10 mínút- ur. 10 mínútumar urðu 15, 20, 25, 30, 35, 40 ... og þá fór ég eins og megnið af áheyrendum. Eftir vom i salnum fáeinir áheyrendur og starfs- menn, samtals kannski um 100 til 150 manns. Föstudagskvöld Það var öllu betri mæting á tónleika Blow Monkeys, eins og áður sagði. Á undan Blow Monkeys léku Bjarni Ara- son og Búningamir, Hunangstunglið og Strax. Ekki náði ég í Laugardals- höllina nema í þá mund að Strax var að ljúka við dagskrá sína, en ekki vöktu þau tvo eða þijú lög sem ég heyrði trega vegna kvöldsins sem leið. Dr. Robert kom á svið með sveit sína nálægt hálf tólf, glerfinn i tau- inu, i teinóttum gráum jakkafötum með vesti. Allt var úthugsað og rautt bindið passaði við rauðan vasaklútinn sem stóð hæfílega langt uppúr btjóst- vasanum á jakkanum. Hann gerði sér far um að líta sem best út og átti það til að sleppa úr gítargripum til að geta lagað hárið, auk þess sem hann dro greiðu upp úr vasanum öðm hvom. Vakti framkoma hans öll mikla hrifningu, en steininn tók þá fyrst úr þegar hann dansaði á leifturhraða eft- ir sviðinu i einu laginu. Hann gerði þó meira en að dansa og syngja, því hann sýndi það að hann er þokkaleg- asti gítarleikari. Hljómsveitin fór rólega af stað með When Will I Find a Way, en næsta lag var öllu fjömgra og vakti mikla hrifn- ingu, lagið Digging Your Scene, sem var all vinsælt í Bretlandi fyrir tveim ámm eða svo. Nsest var lagið Check- ing Out af síðustu plötu sveitarinnar, en Dr. Robert leitaði líka lengra og flutti m.a. lag af fyrstu plötu hljóm- sveitarinnar, Dime in a Bottle, sem var með minni poppkeim en flest ann- að sem hann og hljómsveit fluttu þetta kvöld. Onnur lög vom It Doesn’t Have to be This Way, sem vakti mikla hrifn- ingu, Don’t Give it Up, Rise Above og tónleikunum lauk á laginu The Day After You. Ekki vom áheyrendur sátt- ir við að fá ekki meiri tónlist og heimt- uðu meira með látum. Hljómsveitin kom og aftur á svið og lék þá fyrir- taks útgáfú á gamla Curtis Mayfíeld laginu Superfly og lauk síðan tónleik- unum á lagi sem ég kann ekki að nefna, en alls léku Dr. Robert og hans menn í um klukkustund. Tónleikunum var lokið og ballið tók við. Texti: Ámi Matthíasson Kirsten Wolf ráðin prófessor í íslensku við Manitoba-háskóla UNG dönsk kona, dr. Kirsten Wolf, var nýlega ráðin sem for- seti og prófessor við íslensku- deild Manitoba-háskóla í Winnipeg í Kanada. Hún er þriðji prófessor íslenskudeildar- innar síðan hún var stofnuð árið 1950. Alls sóttu átta um stöðuna. Dr. Kirsten Wolf, sem er tuttugu og átta ára gömul, lauk BA-prófí í íslensku og norsku frá Háskóla ísiands árið 1981 og meistaraprófi í íslensku frá University College í Lundúnum árið 1982. Kirsten varði doktorsritgerð sína við Uni- versity College á siðasta ári, en hún fjallaði um gyðingasögu. Stofnun Árna Magnússonar mun innan tíðar gefa út Gyðingasögu með formála Kirstenar en hún hefur unnið að því samhliða dokt- orsritgerðinni að undirbúa útgáfu sögunnar. Kirsten hefur unnið að rann- sóknum við Stofnun Áma Magnús- sonar í Reykjavík, hún kenndi íslensku og dönsku við Madison- háskólann í Wisconsin í Banda- ríkjunum 1986-87 og hefur siðan starfað við forn-íslensku orðabók- ina hjá Árnastofnun í Kaupmanna- höfn. Kirsten sagði í samtali við Morg- unblaðið að hún hefði fengið áhuga á íslensku þegar hún fór til íslands í sumarfrí þrettán ára að aldri og líkað mjög vel. Eftir að hafa lokið stúdentsprófí í Danmörku fluttist hún til Islands og vann um skeið á kaffistofu Norræna hússins. Eft- ir að hafa verið eitt ár í íslensku fyrir útlendinga við Háskóla ís- lands hefði hún innritast í íslensku- deildina. „Ég hlakka mikið til þess að hefja störf við Manitoba-háskól- ann,“ sagði Kirsten. „Ég verð ein í þessu og því vafalaust mjög mik- ið að gera. Þetta er ekki einungis kennsla sem um er að ræða heldur einnig samskipti við íslendinga á þessu svæði. Það er mikill áhugi á íslensku í Manitoba. Ég fór þang- að í viðtal i janúar og talaði þá við Vestur-Íslendinga. Það var mjög sérstakt að heyra hvemig þeir töluðu íslensku," sagði Kirst- en. Hún sagði að upphaflega hefði hún átt að byija 1. júlí nk. en vegna þess hve langan tíma það tæki að fá dvalarleyfí myndi hún líklega ekki heíja störf fyrr en í lok júlí. Alls voru átta umsækjendur um forseta- og prófessorsstöðuna við íslenskudeild Manitoba-háskóla, þar af þrír íslendingar. Kirsten varð eins og áður sagði hlutskörp- ust en það tók dómnefndina eitt ár að gera upp hug sinn. Dóm- nefndin tók þá ákvörðun að mæla með einum af islensku umsækjend- unum en deildarforseti tungumála- deildar mælti með Kirsten Wolf. Háskólaráð Manitoba-háskóla staðfesti síðan ákvörðun deildar- forseta fyrir nokkrum vikum . Prófessorsstaða í íslensku var sett á laggimar við Manitoba- háskóla árið 1950 og er tilskilin doktorsgráða eða sambærilegt nám. Ekki _er hægt að setja sem skilyrði að íslendingur sé ráðinn í stöðuna þar sem slíkar takmarkan- ir vegna þjóðernis stangast á við kanadisku mannréttindaskrána. Islenskudeildin var_ í upphafi Qármögnuð af Vestur-íslendingum sem stofnuðu sjóð er þeir gáfu Mani-toba-háskóla. Háskólinn hafði áður skuldbundið sig til þess að stofna deildina ef til kæmi a.m.k. 150.000 dala framlag frá almenningi. Mun meira safnaðist og lagði ríkisstjóm íslands m.a. töluverða upphæð í sjóðinn. Til þess að styrkja stöðu deildarinnar var söfnun hafín í sjóðinn á ný fyrir nokkmm árum og stendur hún enn. Má segja að fjárhagsleg staða deildarinnar sé nú mjög ör- ugg, en Manitoba-háskóli greiðir einnig hluta rekstrarkostnaðar. í háskólanum er að finna annað stærsta íslenska bókasafnið i Vest- urheimi, en það stærsta er í Com- ell-háskólanum í Bandaríkjunum. í íslenskudeildinni geta stúdent- ar tekið íslensku til BA- eða meist- aragráðu. Nám til BA-gráðu tekur þtjú ár en til BA Honour-gráðu íjögur ár. Kennd er jafnt nútimaís- lenska sem fom-íslenska en til meistaragráðu er einungis kennd fomíslenska. í námi til meistara- gráðu er náið samstarf við ensku-, þýsku- og klassisku máladeildim- ar. Dr. Finnbogi Guðmundsson, landsbókavörður, sem var fyrsti prófessorinn við deildina, var skip- aður árið 1951 og gegndi starfínu í fímm ár eða til ársins 1956. Þá tók við starfínu Haraldur Bessason og starfaði hann við Manitoba- háskóla til ársins 1987. Haraldur gegnir nú stöðu forstöðumanns Háskólans á Akureyri. í Winnipeg er mikill fjöldi fólks af islensku bergi brotnu og má nefna sem dæmi að talið er að i borginni Winnipeg einni séu um 60.000 manns af íslenskum ætt- r Morgunblaðid/Júlíus Sigurður Sveinsson leikur í skák sinni á móti Judit Polgar. Landsliðið tapaði fyrirPolgar Handknattleikssamband ís- lands og Skáksamband íslands hafa i samvinnu sett á markað nýtt skyndihappdrætti sem þeir kalla Fjarkann. Það er nýstofnað fyrirtæki Handknattleikssam- bandsins og Skáksambandsins, Mark og mát, sem hefur veg og vanda af happdrættinu. Á miðunum er taflborð og er skaf- ið af reitunum sextán. Undir eru myndir og ef ljórar eru eins er vinn- ingur á miðanum, að verðmæti 60, 120, 500, 2.000 eða 10.000 krónur. Stærsti vinningur er bifreið að verð- mæti 580 þúsund krónur. 17. júní síðastliðinn efndi Hand- knattleikssambandið til kynningar á Fjarkanum og tefldu landsliðsmenn Qöltefli við ungverska skák- meistar- ann Judit Polgar í Verslunarbankan- um í Bankastræti. Landsliðsmenn máttu allir lúta í lægra haldi fyrir skákmeistaranum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.