Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 EVROPUKEPPNI UET" L A N DSLIÐA 1988 Reuter V-Þjódverjar fagna marki. Andreas Brehme, Jiirgen Klinsmann og Rudi Völler, sem skoraði bæði mörk v-þýska liðsins. Rudi Völler hetja Vestur-Þjóðveija RUDIVÖLLER var hetja Vest- ur-Þjóðverja er hann skoraði bæði mörk þeirra gegn Spán- verjum og sló þá síðarnefndu út úr keppninni. „Það kom okk- ur á óvart hvað Spánverjar léku framarlega fyrstu 15 mínúturn- ar. Eftir það náðum við yfir- höndinni og héldum henni út allan leikinn," sagði Franz Bec- kenbauer, þjálfari Vestur- Þýskalnds, eftir leikinn. Beckenbauer var ánægður með leikinn. „Það var sérstaklega ánægjulegt að Rudi Völler tækist svo vel upp. Það hafði verið gagn- rýnt fyrir keppnina að ég valdi hann í hópinn en sú gagnrýni er að baki og hann sannaði það í þessum leik að val hans var réttmætt," sagð Beckenbauer. Völler, sem ekki hafði skorað í síðustu sex leikjum landsliðsins var mjög ánægður eftir leikinn. „Mig langaði að sýna Beckenbauer og vestur-þýsku þjóðinni að það hafði V-Þýskaland - Spánn 2 : 0 Evrópukuppni landsliðs. Munchem, föstudagur 17. júní: Mörk V-Þýskalands: Rudi Völler 2 (30. og 51. mín.) Gul spjöld: Martin Vazquez, Rafael Gordillo og Victor, Spáni. Matthias Herget og Olaf Thon, V-Þýskalandi. Áhorfendur: 72.308. V-Þýskaland: Eike Immel, Jiirgen Kohler, Matthias Herget, Uli Borowka, Andreas Brehme, Pierre Littbarski (Wolfram Wuttke 02. mín.) Lothar Matthaus, Olaf Thon, Wolfgang Rolff, Jiirgen Klinsmann (Frank Mill 85. mín.), Rudi Völler. Spánn: Andoni Zubizarreta, Tomas, Genardo Andrinua, Manuel Sanchis, Jose Antonio Camacho, Michel, Martin Vazquez, Victor, Rafael Gordillo, Jose María Bakero, Emilio Butragueno (Julio Salinas). Reuter Rudl Völler sýndi það gegn Spán- veijum, að töframátturinn er enn í skónum hans. Margir hafa deilt á að Völler- væri í v-þýska liðinu, en Bec- kenbauer, landsliðsþjálfari V-Þjóð- vetja, hefur látið þær raddir sem vind um eyru þjóta. veirð rétt að velja mig i liðið og mörkin gátu ekki komið á betri tíma,“ sagði Vöiler. Miguel Munoz, þjálfari Spánveija, var ekki ánægður með sína menn. „ Við vorum ólánsamir í þessum leik. Okkur tókst ekki að nýta færi okk- ar en það gerðu Þjóðveijar hins vegar. Við áttum að fá vítaspyrnu þegar 15 mínútur voru til leiksloka, en það hefði sjálfsagt ekki breytt rniklu," sagði Munoz. Tvö frábær mörk Völler skoraði fyrra markið rétt fyrir leikhlé. Pierre Littbarski gaf góða sendingu fyrir markið á Júrg- en Klinsmann sem sendi á Völler sem setti knöttinn hægra megin við Andoni Zubizareta í markið með hægri fæti. Síðara markið og rothöggið gaf Völler Spánveijum síðan í byijun síðari hálfeiks. Það mark kom eftir stórkostlegan undirbúning Lothar Mattheus. Hann lék á tvo varnar- menn Spánveija inn að markteig og gaf síðan knöttinn með hæl- spymu til baka á Rudi Völler sem var á auðum sjó og skoraði af ör- yggi af 15 metra færi. Völler var nálægt því að gera sitt þriðja mark stuttu síðar er hann skallaði fyrir- gjöf frá Wolfram Wuttke rétt yfir. Vestur-Þjóðveijar, sem leika í und- anúrslitum í Hamborg á þriðjudag- inn, léku sinn besta leik í langan tíma og verða að teljast sigur- stranglegir í keppninni með svona áframhaldi. Matthaeus, sem hafði ekki náð sér á strik í leikjunum við Itali og Dani, var yfirburðamaður á vellinum gegn Spánveijum og sýndi hversu megnugur hann er. Spánveijar fengu sín marktæki- færi, en heppnin var ekki með þeim að þessu sinnni. Jose Maria Bakero fékk þrívegis góð marktækifæri og eins var vítaspyrnulygt af því er Vicktor var felldur inn í vítateig þegar 15 mínútur voru til leiksloka. Staðan Lokastaðan í A-riðli: V-Þýskaland...3 2 1 0 5:1 5 ítalia........3 2 1 0 4:1 5 Spánn.........3 1 0 2 3:5 2 Danmörk.......3 0 0 3 2:7 0 Varamennirnirgerðu mörkin: „Héldum jólin í Þýskalandi oggáfum gjafir“ - sagði Sepp Piontek, þjálfari Dana, eftirtapið gegn ítölum „VENJULEGA höldum við jól í desember, en að þessu sinni var hátíðin íjúní — við gáfum gjafir í öllum þremur leikjun- um,“ sagði Sepp Piontek, þjálf- ari Dana, eftir að lið hans hafði tapað 2:0 fyrir ítölum í Köln og þar með ekki fengið stig í úr- slitakeppni Evrópumótsins. Danir höfðu á brattann að sækja í úrslitunum og voru endan- lega úr keppni á þjóðhátíðardag Islendinga. Um uppgjöf var samt ekki að ræða, liðið lék sóknarleik gegn ítölum, en átti við ofurefli að etja. Varamennimir gerðu mörkin „Jafnvel þegar hann kemur kaldur inná er hann strax kominn inn í leikinn," sagði Azeglio Vicini, þjálf- ari Itala, um Altobelli, sem gerði fyrra markið í sinni fýrstu snert- ingu. Altobelli, sem lék sinn 60. landsleik, lyfti yfir Peter Schmeic- hel í markinu eftir sendingu frá Gianluca Vialli. Vialli setti einnig upp seinna mark- ið eftir að hafa leikið á tvo mót- heija og varamaðurinn De Agostini var ekki í erfiðleikum með að skora. Sanngjam sigur „Danirnir voru erfiðari viðfangs í fyrri hálfleik, en okkur gekk betur eftir hlé og sigurinn var sanngjam. Sálfræðilega var þetta erfiðasti leikur okkar í keppninni til þessa, því við hefðum getað dottið út,“ sagði þjálfari ítala. Italir gerðu sér grein fyrir mikil- vægi leiksins og í raun var aldrei spurning um hvort liðið sigraði, heldur hvenær fýrsta markið kæmi. Danir voru bæði þreyttir og áttu einnig við meiðsli að stríða, en ítal- ir voru komnir til að sigra. „Þetta hefur verið erfitt hjá okkur, en leikmennirnir börðust vel. Hins vegar er erfitt að leika gegn ítölum, við gerðum mistök og í svona keppni er refsað fyrir slíkt," sagði Morten Olsen, fyrirliði Dana, sem lék sinn 99. landsleik og ætlar að leika enn eitt ár með Köln áður en hann snýr sér að þjálfun. Ítalía - Danmörk 2 : O Evrópukeppni landsliða. Köln, fóstu- dagur 17. júní. Mörk Ítalíu: Alessandro Altobelli (67. mín.) og Luigi de Agostini (88. mín.). Dómari: Bruno Galler frá Sviss. Áhorfendur: 60.500. Ítalía: Water Zenga, Giuseppe Ber- I gomi, Franco Baresi, Riccardo Ferri, Paolo Maldini, Carlo Ancelotti, Gius- eppe Giannini, Roberto Donadoni (Lu- igi de Agostini 85. mín.), Femando de Napolí, Gianluca Vialli, Roberto Man- cini (Alessandro Altobelli 65. mín.). Danmörk: Peter Schmeichel, Lars Olsen, Björn Kristensen, Ivan Nielsen, Morten Olsen (Klaus Berggreen 68. mín.), John Jensen, Per Frimann (Kim Vildort 58. mín.), Jan Heintze, Michael Laudrup, John Eriksen, Flemming Povlsen. Reuter Roberto Mancini sést hér leika á danska leikmanninn Flemming Povlsen.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.