Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 28
28 HUGVEKJUR JÓHANNS GERHARDS: Ýmsum þykir siðferði íslendinga fara hrakandi. Er bent á ýmislegt þessari fullyrðingu til stuðnings. Aukinn drykkjuskapur, upplausn Qölskyldna og heimila, lausung og jafnvel siðleysi í kynferðismálum. Margvíslegar orsakir eru tíndar til, fyrir þessu ófremdarástandi, en þó fer ekki hjá því að þverrandi iðkun og virðing fyrir kristindómnum sé þar ofarlega á blaði. Á sautjándu og átjándu öldinni voru Heilagar hugvekjur Jóhanns Gerhards vinsælt lestrarefni. Þeirri bók var ætlað að „ . . .uppörva og upptendra þann innra mann til sannarlegrar guðrækni og góðs siðferðis.“ Vinsæll öndvegishöfundur Þorlákur Hólabiskup Skúlason (1597-1656) þýddi hugvekjumar og komu þær fyrst út á Hólum 1630. Hugvekjumar urðu mjög vinsælar hér á landi enda margsinnis endur- prentaðar. Þýski guðfræðingurinn Jóhann Gerhard (1582-1637) var einn af öndvegishöfundum lútersks rétt- trúnaðar. Hugvekjur hans birtust á flestum tungum norðurálfu. Boð- skapurinn mun hafa þótt nokkuð í harðara lagi því hugvekjumar gengu lengi vel undir nafninu „Glerhörðu hugvekjumar." I hugvekjum Gerhards skiptast á sálarkvalir, sekt og dauði, og svo huggunarlindir trúarinnar. Lífsýn þessa heims er ekki björt og horfum- ar í því lífi sem á eftir kemur næsta tvísýnar. Hvað er maðurinn? Fyrsta hugvekjan er Um rétta og sanna þekking syndanna: „Þú heil- agi herra og réttláti dómari. Mér eru alla tíð fyrir hugskotssjónum mínar syndir. Og ég hugsa á hveijum degi um þinn stranga réttlætisdóm, því dauðinn hangir mér yfir höfði jafnan á hverri stundu." Gerhard hafði takmarkað álit á mannskepnunni, í tuttugustu hug- vekju stendur m.a: „Hvað er maður- inn? Hann er í fyrsta andstyggðar- legt blóðs-sæði, saurendasekkur og maðkafæða. Maðurinn fæðist til þrældóms en ekki til herradóms, til ómaks en ekki hvíldar, til sorgar en ekki gleði.“ Sálarháski í tuttugustu og sjöundu hugvekju. Um slægð og umsátur djöfulsins er m.a. ritað: „Hugsaðu um fyrir þér kristin sála, í hvað stórum háska þú ert stödd, fyrir sakir ákefðar og umsáturs þíns mótstandara djöfuls- ins %..“ „í öllum hlutum þurfum vér að sjá við djöfullegum svikum og um- sátrum. í velgengninni vill hann lokka oss til hofmóðs og drambsemi en í mólætinu til víls og örvænting- ar...“ „Sjái hann nokkurn vera glaðvær- an og lyftugan í sinni náttúru, þann hinn sama ástundar hann að fella í losta- synd, óhófsemi og ofneyslu.“ Ljótir lestir holdsins Jóhann Gerhard fer mörgum orð- um um það hvemig menn skulu varast lostasyndir. I þrítugustu og sjöundu hugvekju segir: „Sá sem vill vera herrans kristiréttur læri- sveinn, honum ber að stunda upp á heilagt skírlífi og hreinlífi...“ „Líkamir vorir eru musteri heilags anda, hvar fyrir vér ættum vel að varast, að taka ekki limi Kristí og gjöra þá að limum hórunnar. Látum oss stunda til að halda oss við guð Drottinn vom með trúnni og skírlífinu, svo vér verðum einn andi með honum, en forðumst að halda oss til hórkvennanna svo vér verðum ekki eitt hold með þeim ...“ „Saurlífís þeirra í Godómaborg var hefnd með eldi og brennisteini, sem Drottin lét rigna af himnum yfír þá. Svo upptendrar einnig guð, syndar- bruna óleyfilegrar elsku með eilífu báli helvískra kvala, hvert bál aldrei útsloknar, heldur uppgengur reykur þeirra kvala um allar aldir eilífðar- innar. ..“ Hinn þýski guðfræðingur gefur nokkrar ráðleggingar lesendum til stuðnings við ástundun skírlífisins: „ .. .hugsaðu ekki um þann stutta tíma, á hveijum að synd holdsins varir, svo sem um þann eilífa óþijót- anlega tíma, á hveijum slíkrar holds- ins lyftingar verður hefnd. Ástundaðu að uppfræðast í skiln- ingi guðlegra orða og þá mun þér sýnast ljótir lestir holdsins. Taktu þér alljafnt fyrir hendur að iðja, því að í önn og iðju kann freistarinn ekki svo á þig að orka.“ Lífið eymd og ströffun Jóhann Gerhard verður tæpast ásakaður um að útmála þennan heim í of björtum litum. í þrítugustu og áttundu hugvekju, Um það hversu fallvallt þetta vort líf sé, má lesæ „Getnaður vor er saurugur og óhreinn af syndinni. Pæðingin aum og eymdarfull. Lífið eymd og ströff- un. Dauðinn kvöl og þrenging." Að þessari samantekt lokinni ligg- ur því beint við: „. .. ef þú gimist að ná því eilífa lífí, þá leitaðu eftir því af öllu hjarta í þessu stundlega og fallvalta lífínu." í næstu hugvekju er hnykkt á þessum boðskap: „Elskaðu ekki sála mín, neitt af því sem í heiminum er, því heimurinn mun fyrirfarast og allir þeir hlutir sem í honum eru munu með eldi uppbrenndir verða.“ Gerhard gefur mönnum nokkur heillræði, m.a. í fertugustu og þriðju hugvekju. Um daglega umþekking dauðans-. „Hugleið þú hvemig allur líkaminn afmyndast og ófegrast í dauðanum, og svo muntu hæglegar geta lítilsaktað allt veraldarinnar skart og pijál...“ „Hugsaðu um þá rotnun sem þú hefur þér að vænta, eftir þinn dauða, og svo muntu hæglegar þar með geta dempað holdsins dramb og metnað." Nægð af öllu illu Mönnum hefur þótt hollt að hug- leiða fertugustu og fímmtu hug- vekju. Um þann síðasta dóm: „Þar mun upp yfir þeim aumu mann- skepnum sem fyrir þann dómsút- skurð koma, vera einn vægðarlaus Sannarleg guðrækni og gott siðferði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.