Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B 137. tbl. 76. árg. SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 Prentsmiðja Morgunblaðsins Kominn heim eftir 200 sjó- mílna sigl- ingu á rúmi Þórshöfn, frá Snorra Halldórssyni, frétta- ritara Morgunblaðsins. „Nei, ég hafði alls ekki ætlað mér að sigla rúminu aftur heim til Færeyja." Þetta sagði Færey- ingurinn Jóannes Andreassen í viðtali við fréttamann útvarpsins i Færeyjum á miðvikudag, þegar hann kom til Færeyja eftir að hafa siglt einn um 200 sjómílna leið frá Færeyjum til Hjaltlands- eyja á tvíbreiðu rúmi. Hann lagði af stað frá Þórshöfn föstudaginn 10. júní, kom við í Nólsey og lagði af stað þaðan seinna um kvöldið. Rúmið var sér- staklega útbúið fyrir siglingar, var meðal annars með stefni og utan- borðsvél. Veðrið var gott og engin vandamál komu upp, þótt hann hefði sofnað um stund á leiðinni. Hann sagðist oft hafa fengið yfir sig sjó og í næstu andrá tekist á ioft, en hann komst þó heilu og höldnu til Hjaltlandseyja rúmlega hálfum sólarhring eftir að hann lagði af stað. Jóannes Andreassen sigldi til Hjaltlandseyja til að safna fyrir sundhöll í Nólsey. Áður en hann lagði í þessa ævintýralegu ferð gátu menn meðal annars veðjað um hversu langt hann kæmist eða hvort honum tækist að sigla alla leið. Seinna kom í ljós að flestir bjuggust við því að honum tækist það. Alls söfnuðust um 600.000 krónur færeyskar, eða um 4 millj- ónir íslenskar, vegna siglingarinn- ar. Jóannes sagðist ekki vita hvað yrði um rúmið eftir siglinguna. Hann sagði að nefnd sú sem sér um söfnunina ákvæði hvort rúmið yrði selt eða geymt og haft til sýn- is. Ólíklegt væri þó að það yrði notað eins og ráð var fyrir gert í upphafi — til að sofa í. Stoltur ökumaður Morgunblaðið/Rúnar Þór Börnin á Akureyri fengu góða gesti frá Grænlandi á þjóðhátíðina á föstudaginn. Hér sést einn þeirra og hefur hann fengið að reyna nýjasta glæsivagn bæjarins. Sjá 17. júní-fréttir síðu 3 og 21. Flokkur Gandhis beið afhroð í indversku kosningunum Allahabad, Indlandi. Reuter. Kongressflokkur (I), flnkkur Rajivs Gandhis forsætisráðherra, beið mikinn ósigur í aukakosning- um i borginni Allahabad á Indl- andi i gær. Flestir stjórnarand- stöðuflokkarnir sameinuðust um að styðja Pratap Singh, fyrrum varnarmálaráðherra í stjórn tiandhis, en Singh sagði af sér á síðasta ári og hóf baráttu gegn fjármálaspillingu í landinu. Síðustu tölur bentu til þess að Singh fengi rúmlega tvöfalt fleiri atkvæði en frámbjóðandi Kongress- flokksins en flokkurinn hefur ávallt sigrað í í kjördæminu frá því að Ind- land hlaut sjálfstæði árið 1947. Ósig- urinn er mikið áfall fyrir Gandhi for- sætisráðherra sem átt hefur í vök að veijast að undanfömu vegna ásakana um spillingu í stjórnkerfinu og jafnvel verið orðaður við mútu- hneyksli í sambandi við vopnakaup frá Svíþjóð. Pratap Singh er nú talinn líklegur forystumaður í mögulegri fylkingu stjómarandstöðuafla gegn Gandhi. Singh er 56 ára að aldri og af forn- um höfðingjaættum. í kosningabar- áttunni ferðaðist hann aðallega um á mótorhjóli og hélt ræður á við- hafnarlitlum fundum sem minntu lítt á skrautsýningar stjórnarflokksins er einnig réð yfir miklum bílaflota. Singh sagði í gær er úrslitin voru ljós, að alþýðan hefði unnið sigur á eyðsluklóm valdakerfisins. Almenn- ingur hefði einnig kveðið upp sinn dóm yfir Gandhi og fundið hann sek- an um spillingu. „Kosningaúrslitin sýna að hægt er að fylkja liði gegn stjórnarflokki Gandhis," bætti Singh við. Niðurgreiðsl- um verði hætt fyrir aldamót Toronto, Reuter. RONALD Reagan Bandaríkja- forseti hvatti á föstudag, tveimur dögum áður en fundur leiðtoga sjö helstu iðnríkja heims hefst í Toronto í Kanada, til þess að niðurgreiðslum til landbúnaðar yrði hætt fyrir næstu aldamót. „Afstaða okkar er einföld: Endi verði bundinn á niðurgreiðslur og markaðshöft, sem tröllríða land- búnaðarviðskiptunum, fyrir árið 2000, án nokkurra undantekninga,“ sagði Reagan meðal annars. Hann sagði að niðurgreiðslurnar kosti skattgreiðendur og neytendur í iðnríkjum heimsins um 200 millj- arði dala. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, sem er kominn til Tor- onto, sagði að þetta vandamál væri ekki hægt að leysa með skjótum hætti. Vestur-Þjóðverjar og Frakk- ar telja að ekki sé raunsætt að stefna að því að binda enda á niður- greiðslumar fyrir aldamót. Bretiand: Israela vís- að úr landi London, Jerúsalem. Reuter. BROTTREKSTUR ísraelsks stjórnarerindreka frá Bretlandi, sem tilkynntur var á föstudag, er ekki talinn skaða sambúð ríkjanna til frambúðar að sögn embættis- manna í ísrael. Stjórnarerindrek- inn, Arie Regev, er sagður vera starfsmaður israelsku leyniþjón- ustunnar, Mossad. Starfsmanni frelsissamtaka Palestínumanna, PLO, í London var einnig vísað úr landi á föstudag. Breskir heimildarmenn segja að Regev hafi stjórnað aðgerðum Jórd- aníumannsins Ismaels Sowans sem á fímmtudag var dæmdur í 11 ára fangelsrfyrir að hafa í fórum sínum vopn ætluð starfsmanni PLO í Lond- on. Sowan sagði Mossad hafa fengið sér það verkefni að njósna um meint- an PLO-félaga, Abder Mústafa, sem breska lögreglan álítur að hafi átt þátt í morði eins af andstæðingum PLO í Englandi á síðasta ári. Sowan sagði bresku lögreglunni að hann hefði njósnað bæði fyrir ísraela og PLO. Það vakti reiði breskra stjómvalda að Mossad skyldi ekki gefa breskum yfírvöldum skýrslu um starfsemi Sowans og bijóta þar með samkomu- lag milli ríkisstjórna landanna. Tyrkland: Skotíð á Ozal forsætisráðherra Ankara, Reuter. VOPNAÐUR maður hóf skothríð á Turgut Ozal, forsætisráðherra Tyrklands, þegar hann hélt ræðu á flokksþingi í íþróttahöll í Ank- ara í gær. Kúla lenti í hönd forsæt- isráðherrans og litlu munaði að hann fengi aðra í höfuðið. Árásarmaðurinn skaut af tíu metra færi að ræðupallinum. Að minnsta kosti ellefu manns særðust í árásinni. Öryggisverðir náðu tilræð- ismanninum, sem særðist á hönd. „Árásarmaðurinn skaut tveimur skotum að forsætisráðherranum," sagði Erkal Zenger, blaðafulltrúi Ozals, við fréttamenn. „Forsætisráð- herrann særðist á þumli og ein kúlan fór rétt yfir ræðupallinn." Mikil hræðsla greip um sig meðal þeirra 5.000 stuðningsmanna Ozals sem voru á flokksþinginu. Ozal hélt ræðu sinni áfram fímmtán mínútum síðar við mikil fagnaðarlæti við- staddra. Færeyjar: Bandaríkjaforseti:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.