Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 31
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 Útgefandi vnÞlfiftife Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoðarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, ÁrniJörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngiJónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Askriftargjald 700 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 60 kr. eintakið. Islenzkur blær á Listahátíð Ihvert sinn, sem Listahátíð er hald- in hefjast umræður um fyrirkomu- lag hennar og dagskrá. I eina tíð þótti framlag íslenzkra listamanna í lágmarki. Úr því var bætt. Seinni árin hefur verið haft á orði, að ekki hafi tekizt að fá jafn þekkta lista- menn til að koma hingað eins og í upphafí. Að svo miklu leyti, sem sú athugasemd kann að vera á rökum reist, er skýringin sennilega sú, að stjóm Listahátíðar hefur ekki heimild til að taka á sig skuldbindingar til lengri tíma en tveggja ára þ.e. á milli hátíða. Erlendir listamenn eru hins vegar yfirleitt búnir að ganga frá verkefnum sínum nokkur ár fram í tímann, þannig að erfítt er að fá heimskunna listamenn til íslands með svo skömmum fyrirvara. Þetta er skipulajgsatriði, sem hægt er að ráða bót á. I því felst að sjálfsögðu að ríki og Reykjavíkurborg, sem eru bak- hjarlar Listahátíðar, taki á sig þær skuldbindingar, sem í því felast. En eru ekki allir sammála um, að Lista- hátíð verður haldin hér til frambúð- ar? En hvað sem því líður er ljóst, að oftast hefur tekizt vel til, og marg- ir merkir listamenn gist landið, sem annars hefðu ekki átt erindi hingað — og þá ekki sízt nú. Þótt íslenzkir áhorfendur hafi að sjálfsögðu mikinn áhuga á að fá á Listahátíð heimskunna Iistamenn á ýmsum sviðum, skiptir ekki síður máli, að hátfðin verði vettvangur fyr- ir bæði gamalt og nýtt í íslenzkri list. Menningarlíf stendur hér með mikl- um blóma og fjölbreytni þess er nán- ast ótrúleg, þegar fámenni þjóðar okkar er haft í huga. Það er líka athyglisvert, að þessi grózka í listum er á svo mörgum sviðum samtímis, í tónlist, leiklist, myndlist, bókmennt- um o.fl, en bókmenntirnar eru rót- grónasta og langþekktasta listgrein okkar og ekkert hefur borið hróður landsins eins og þær, bæði fyrr og síðar. Að sjálfsögðu er þessi menning- arstarfsemi misjöfn að gæðum. Þó sýnir reynslan okkur, að mat samtí- mans er oft mjög ólíkt mati framtí- ðarinnar. Ein frægasta ópera, sem samin hefur verið er La Boheme, eftir Puccini. Talið er, að fáar óper- ur, ef nokkrar, séu settar upp jafn oft nú á tímum og La Boheme. Þeg- ar þessi ópera var frumsýnd í lok síðustu aldar undir stjóm Arturo Toscanini, fékk hún slæmar móttök- ur. Gagnrýnandi eins virtasta dag- blaðs á Ítalíu, La Stampa, taldi, að þetta verk Puccinis myndi ekki marka djúp spor í óperusöguna. Sennilega verða gagnrýnendur oftar að at- hlægi, þegar seinni tíma menn leggja dóm á það, sem liðið er, en flestir aðrir! íslenzk tónlist, myndlist, bók- menntir og leiklist hafa sett svip á Listahátíð nú, sem fyrr, en bæði Silki- tromman og Þrymskviða hafa sprot- tið úr Listahátíð auk merkra tónverka nú. En nýjar listgreinar hafa einnig komið við sögu þessarar hátíðar. Þannig var nýr íslenzkur ballet sýnd- ur og nýjar íslenzkar kvikmyndir voru frumsýndar. Kvikmyndagerð er ný listgrein hér. Grózkan á því sviði hefur verið með ólíkindum, þótt mikl- ir ijárhagslegir erfíðleikar hafi haft neikvæð áhrif á framtak kvikmynda- gerðarmanna okkar. íslenzkir áhorf- endur hafa mikinn áhuga á íslenzkum kvikmyndum og sjónvarpsmyndum. Skoðanakönnun sýndi t.d. að þegar Glerbrot Kristínar Jóhannesdóttur var sýnt í Ríkissjónvarpinu um hvíta- sunnuna horfðu um 63% á myndina, þeirra sem svöruðu. Kristín er merki- legt myndskáld og hefur eins og ung- ir starfsbræður hennar lyft kvik- myndalist, sem til skamms tíma var óþekkt á Islandi, inn í íslenzkan veru- leika, sem er sérstæður, þótt hann hafi ávallt verið í nánum tengslum við alþjóðlega listsköpun. Þetta unga fólk hefur þannig lyft Grettistaki á skömmum tíma, rétt eins og mynd- listarmennirnir í upphafi þessarar aldar og það er skemmtilegt til þess að vita, að einn þessara fullhuga, Hrafn Gunnlaugsson, er mótandi dagskrárstjóri við íslenzka sjónvarp- ið. Þá eigum við einnig því láni að fagna að vel menntaðir og áhugasam- ir ungir menn, Erlendur Sveinsson og Guðbrandur Gíslason, hafa veitt Kvikmyndasafni og Kvikmyndasjóði íslands forstöðu og unnið sitt starf af smekkvísi og alúð. Það var því vel til fundið hjá Lista- hátíð að veita sérstök verðlaun fyrir kvikmyndahandrit og nokkum fjár- stuðning til þess að gera stuttar myndir eftir þeim handritum. Að vísu má segja, að skynsamlegra hefði ver- ið að veita verðlaun fyrir eitt handrit. og þá þeim mun myndarlegri fjár- stuðning til gerðar einnar stuttrar kvikmyndar. Kostnaðurinn við gerð slíkra mynda, þótt stuttar séu, er svo mikill, að framlag Listahátíðar til þessara kvikmynda dugði ekki til, ef marka má ummæli sumra verðlauna- hafa í blaðaviðtölum. En hvað sem því líður er fróðlegt að sjá niðurstöðuna. Höfundar hafa lagt mikinn metnað í gerð þessara litlu mynda. Lárus Ýmir Óskarsson er þegar kunnur kvikmyndaleikstjóri bæði hér og á öðmm Norðurlöndum. En þær Brynja Benediktsdóttir og María Kristjánsdóttir hafa hingað til starfað innan leikhússins. Brynja Benediktsdóttir á þar áratugastarf að baki, m.a. sem leikstjóri við Þjóð- leikhúsið en kveður sér nú hljóðs með eftirminnilegum hætti við kvik- myndagerð. Kvikmynd hennar, sem byggð er á handriti Erlings Gíslason- ar, er sú þessara þriggja mynda, sem mest er lagt í, segir sögu og vekur upp andrúm liðins tíma af mikilli vandvirkni. Kvikmynd Maríu Kristj- ánsdóttur, sem gerð er eftir handriti Steinunnar Jóhannesdóttur, sýnir einnig, að hún á erindi við þetta til- tölulega nýja listform í okkar menn- ingarlífí. Með þessum hætti hefur Listah.átíð orðið til þess, að nýtt fólk hefur kom- ið fram á sjónarsviðið í íslenzkri kvik- myndagerð og verður spennandi að fylgjast með framtaki þess á næstu árum. Það á einmitt að vera eitt af verkefnum Listahátíðar að ýta undir nýjungar f íslenzku menningarlífi og það hefur tekizt með ágætum að þessu sinni. Kosning innlends þjóð- höfðingja fór fyrst fram á Alþingi 17. júní 1941, þegar Sveinn Björnsson sendiherra var kjörinn ríkisstjóri. Sú ráðstöfun var bein afleiðing hemáms Dan- merkur og þeirra ákvarðana, sem Alþingi tók eftir það og leiddu til þess að stjóm landsins færðist hingað frá Kaupmanna- höfn. Þegar Sveinn Björnsson var kjörinn ríkisstjóri greiddu 44 þingmenn af 49 at- kvæði (einn þingmaður var erlendis, annar sjúkur og þrír ekki á fundi) og hlaut Sveinn 37 atkvæði. Eftir að ákveðið var að landið skyldi verða lýðveldi var gengið til forsetakosninga á fundi sameinaðs Al- þingis á Þingvöllum 17. júní 1944. At- kvæði féllu þannig að Sveinn Bjömsson ríkisstjóri hlaut 30 atkvæði, Jón Sigurðs- son frá Kaldaðamesi 5 atkvæði, en 15 seðlar vom auðir. Var þessi háttur hafður á við kjör fyrsta forseta lýðveldisins vegna þess að ákvæði stjómarskrárinnar um að forseti skyldi kosinn af þjóðinni allri í beinni kosningu vom ekki komin til fram- kvæmda. Gilti kjörið í sameinuðu þingi í eitt ár, því að lögum samkvæmt skyldi forseti kjörinn í fyrsta sinn almennri kosn- ingu síðasta sunnudag í júní 1945. Var Sveinn Björnsson þá sjálfkjörinn og aftur 1949. Eftir fráfall Sveins Bjömssonar í árs- byijun 1952 var efnt til forsetakosninga sumarið 1952 og þá kepptu þeir Ásgeir Ásgeirsson, sr. Bjami Jónsson og Gísli Sveinsson. Bar Ásgeir sigur úr býtum og var hann sjálfkjörinn 1956, 1960 og 1964. Sumarið 1968 kepptu þeir Kristján Eldjám og Gunnar Thoroddsen í forsetakosningum með sigri Kristjáns og var hann síðan sjálf- kjörinn 1972 og 1976. Til þriðju almennu forsetakosninganna var síðan gengið 1980 og vom frambjóðendur þá fjórir: Vigdís Finnbogadóttir, Guðlaugur Þorvaldsson, Pétur Thorsteinsson og Albert Guðmunds- son. Vigdís náði kjöri og var sjálfkjörin 1984 en stendur nú frammi fyrir því fyrst forseta íslands, að kosið er um embættið, þrátt fyrir að forseti gefi kost á sér til endurkjörs. Líklegt er, að engum þeirra, sem stóðu að því á Alþingi á sínum tíma að setja stjómarskrárákvæðin um kjör forseta Is- lands, hafí boðið I gmn, að tekist yrði á um embættið með þeim hætti, sem nú er gert. Verður að segja það eins og er, að framboðið gegn Vigdísi Finnbogadóttur er ekki unnt að taka alvarlega. Þykir vafa- laust flestum lítt við hæfí að stofna til kosninga um forsetaembættið á þessum forsendum, en öll beygjum við okkur að sjálfsögðu fyrir þeim lýðræðislegu reglum, sem er að fínna í stjómarskrá okkar. Flokkur mannsins sem í raun stendur á bak við framboð Sigrúnar Þorsteinsdóttur er sérkennilegt pólitískt fyrirbrigði, sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá þorra kjósenda. Sýnist flokkurinn starfa með það að leiðarljósi, að í stjómmálum kunni drop- inn líka að hola steininn og svo geti farið að lokum, að það margir slysist til að ljá frambjóðendum flokksins fylgi, að þeir nái því markmiði að komast í einhveijar trún- aðarstöður. Sýnist borin von að Sigrún Þorsteinsdóttir fái stuðning til setu að Bessastöðum eða komist nálægt því. Á meðan reglunum um framboð til embættis forseta íslands er ekki breytt, sættir löggjafínn sig við að til framboðsins sé stofnað með þeim hætti sem nú er gert. Enn eru í gildi reglurnar sem settar vom í 5. gr. stjómarskrárinnar 1944, að for- setaefni skuli hafa meðmæli minnst 1.500 kosningabærra manna og mest 3.000. Þegar þessi ákvæði vom sett vora íbúar landsins helmingi færri en núna. Og þóttu þetta „nokkuð strangar kröfur um með- mælendafjölda forsetaefna" á sínum tíma, eins og fram kom í umræðum á Alþingi. Og var tilgangurinn greinilega sá að hefta marklaus framboð til æðsta embættis þjóð- arinnar, enda var mönnum og er annt um virðingu þess. Deilt um fyrirkomulag Sé gluggað í Alþingistíðindi frá fyrri hluta árs 1944 og litið á þær umræður, sem urðu um ákvæði stjómarskrárinnar varðandi forsetakosningar, sést, að þing- menn vom ekki á einu máli um fyrirkomu- lag kosninganna. Hitt vildu hins vegar allir, að þannig væri staðið að vali forseta að fullrar sæmdar yrði gætt. Fyrir samein- aðri stjómarskrámefnd beggja þingdeilda lágu tillögur um að forseti skyldi kjörinn af Alþingi en ekki þjóðinni allri. Nefndirn- ar breyttu þessu ákvæði og völdu þjóð- kjör. Þá var deilt um það, hvort orða ætti reglumar þannig, að sá einn væri réttkjör- inn forseti, sem hefði hreinan meirihluta á bak við sig, þannig að kosið yrði oftar en einu sinni, ef með þyrfti. Niðurstaðan varð sú, að sá yrði kosinn forseti sem flest atkvæði hlyti og útskýrði Eysteinn Jóns- son, framsögumaður sameinaðra stjómar- skrámefnda, þessa tillögu á þennan veg í framsöguræðu: „Nefndin vill taka það sérstaklega fram, að hún leggur til, að sá verði kosinn for- seti, sem flest hefur atkvæði, í trausti þess, að þjóðin hafí þroska til þess að dreifa ekki úr hófi fram atkvæðum sínum við forsetakjör. Ég fyrir mitt leyti lít svo á, að þegar menn vita fyrir fram, að að- eins eitt kjör á sér stað, — aðeins einu sinni kosið, — og sá, sem flest fær at- kvæði, verður rétt kjörinn, þá ætti að mega gera ráð fyrir því, að landsmenn sameinuðu sig fyrir fram í fáa hópa um frambjóðendur til forsetakjörs, en teldu sér ekki hag né sóma í því að dreifa at- kvæðum á menn, sem litlar líkur væm til, að kæmust að. Það bæri ekki vott um mikinn þroska hjá þjóðinni, ef þannig væri á málum haldið. Hitt væri virðulegra, að menn reyndu fyrir fram að gera sér grein fyrir kosningalíkum og fylktu sér um þá frambjóðendur, sem vitanlega hefðu verulegt traust með þjóðinni." í forsetakosningunum 1980 sýndi sig að atkvæði geta hæglega dreifst á íjóra frambjóðendur og unnt er að ná kjöri með um það bil þriðjung atkvæða að baki. Hitt hefur einnig sýnt sig, að sú staðreynd hefur engu breytt um getu þess, er kjörinn var, til að sameina meginþorra þjóðarinnar að baki sér og öðlast traust hennar með störfum sínum. Þannig kemur í ljós, að þroski þjóðarinnar til að styðja við bakið á forseta sínum er fyrir hendi, þótt hún vilji hafa úr fleiri en tveimur eða þremur frambjóðendum að velja, þegar til kosn- inga kemur. í umræðum á þingi um fyrir- komulag við forsetakosningar var Jakob Möller andvígur þjóðkjöri forseta meðal annars á þeirri forsendu, að forsetinn væri valdalaus, eða eins og Jakob sagði: „Mér virðist að kosning valdalauss for- seta, eins og gert er ráð fyrir í fmm- varpinu, geti í rauninni ekki verið almenn þjóðarkosning. Það er ekki ætlast til þess, að hann hafí neina sérstaka stjómmála- stefnu, og hann getur þess vegna ekki boðið sig fram til forsetaembættisins sem stjómmálaleiðtogi. Og mér er spum, hvemig slík kosningabarátta meðal þjóðar- innar á að fara fram, þar sem ekki er slíku til að dreifa. Það er auðsætt hins vegar, að gera mætti ráð fyrir því, að forsetaefni verði boðin fram fleiri en eitt og fleiri en tvö við sömu kosningar, og kosningabar- átta hlýtur þá að verða. Er þess vegna ekki sjáanlegt, að kosningabaráttan geti snúist um annað en persónueiginleika for- setans. Og það er vissulega ákaflega óheppilegt að stofna til slíkra kosninga um forseta, sem fyrirsjáanlegt er, að ekki geta snúist um annað en persónueiginleika forsetans. Hitt fínnst mér alveg liggja í hlutarins eðli, að deila megi um, hvort fara eigi að dæmi Bandaríkjamanna og ætlast til þess, að forsetinn sé stjórn- málaleiðtogi og hafi þá viss völd í sam-' bandi við það.“ I þessari ræðu sagði Jakob Möller einn- ig að hann teldi það rétt, að það væri nokkuð almennur vilji kjósenda, að forseti yrði þjóðkjörinn. Þá sagðist hann einnig sannfærður um, að þegar fram í sækti, yrðu forsetaefni við þjóðkjör borin fram af flokkunum og til forsetaefna kjörnir harðvítugustu flokksmenn, sem mest ítök eiga meðal kjósenda. „En ég hygg, að þeir, sem fastast fylgja þjóðkjöri nú, geri a 8s 88ftí IMÚl .01 JJUDAQUMMUB ,QI(3A.iaMUOROM _.______ MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 31 REYKJAVÍKURBRF.F Laugardagur 18. júní Morgunblaðið/KGA það af því, að þeir álíti, að það sé einkum þetta, sem hægt sé að forðast með þeim hætti, að forsetinn verði þjóðkjörinn," sagði Jakob. Með því að velja þau Kristján Eldjám og Vigdísi Finnbogadóttur til forseta sýndi meirihluti kjósenda, að hann vill „ópólitíska" forseta en ekki þá, sem hafa haft afskipti af stjórnmálum. Þá er athygl- isvert, að af þeim fjómm sem sóttust eftir embættinu 1980 var aðeins einn, sem hafði tekið þátt í stjómmálum, Albert Guð- mundsson. Raunar er Ásgeir Ásgeirsson hinn eini íjögurra forseta íslands, sem tekið hafði beinan og virkan þátt í stjóm- málum, áður en hann var kjörinn til for- seta. Forsetinn og valdið Eins og fram kemur í orðum Jakobs Möll- ers hér að ofan fannst honum meðal ann- ars ástæðulaust að efna til þjóðkjörs um forseta íslands vegna þess að hann væri valdalaus. Þau orð hans eiga við rök að styðjast, að úr því forseta er ekki falið umboð frá þjóðinni til að vera oddviti fram- kvæmdavaldsins með sama hætti og t.d. Bandaríkjaforseti kunni að orka tvímælis að skjóta kjöri hans til þjóðárinnar. Líklega geta flestir orðið sammála um, að sú ákvörðun að fela þjóðinni þetta vald í stað þess að láta þingmenn kjósa forseta hefur leitt til þess að aðrir hafa valist í æðsta embætti þjóðarinnar en ella. Með þessum orðum er ekki verið að kasta rýrð á neinn heldur aðeins minnt á, að sjóndeildarhring- urinn er oft allur annar innan veggja þing- hússins heldur utan þeirra. Þá hefur það líklega jafnan verið svo, að vilji meirihluta þingmanna hefur hneigst í aðrar áttir en háttvirtra kjósenda á þeim tíma, þegar forseti hefur verið valinn. Til þeirrar kosningabaráttu um forseta- embættið sem nú er háð var stofnað með- al annars á þeirri forsendu, að forseti ís- lands ætti að beita neitunarvaldi gegn lög- um og koma þannig í veg fyrir framgang mála. Málflutningur af þessu tagi byggist á ranghugmyndum um forsetaembættið. í umræðum um stjómarskrána á Alþingi 1944 var nokkuð rætt um 26. grein henn- ar, þar sem er að fínna ákvæðið um að forseti geti neitað að skrifa undir lög. Björn Þórðarson forsætisráðherra vildi að vald forseta í þessu efni yrði meira en sam- þykkt var að lokum og í þingræðu lýsti hann efni 26. gr. meðal annars með þeim orðum, að í raun væri sama hvort forseti undirskrifaði lög eða ekki: „Ef hann undir- skrifar lög, öðlast þau gildi, geri hann það ekki, öðlast þau samt gildi, en til frambúð- ar þó því aðeins, að þjóðin hafi samþykkt þau að viðhafri þjóðaratkvæðagreiðslu. — Það er ekki um synjunarvald forseta að ræða hér, heldur er það þjóðin, sem segir til um það, hvort lög eigi að hafa framtíð- argildi eða ekki,“ sagði Björn Þórðarson og bætti við: „Það er svo fyrir mælt, að Iög skuli lögð fyrir þjóðina svo fljótt sem auðið er. Þetta er vel mælt. En ég hygg, að forseti hafi ekkert vald til að ákveða hér um, og ef ríkisstjórnin er samtaka um að vera ekki fljót til í þessu efni, þá mun Alþingi ekki sjá ástæðu til að skipta sér af því.“ í riti sínu Stjómskipun íslands segir Ólafui Jóhannesson, að ákvæðið í 26. grein stjómarskrárinnar sé óvenjulegt eða jafn- vel einstætt. Telur hann, að varla þurfi að reikna með lagasynjun af hálfu forseta eins og þessi grein stjórnarskrárinnar sé úr garði gerð, en ef til hennar kæmi væri óhjákvæmilegt að setja lög um þjóðarat- kvæðagreiðsluna. í ritgerð um lögkjör for- seta íslands segir Bjami Benediktsson: „Forseti hefur að vísu rétt til að synja fmmvarpi staðfestingar, en það getur leitt til þess, að ráðherra eða ríkisstjórn segi af sér, og verður forseti þá að útvega nýja ríkisstjóm til þess, að stjóm ríkisins verði haldið við með löglegum hætti.“ Á þeim rúmlega 40 áram, sem liðin em síðan embætti forseta íslands kom til sög- unnar, hefur enginn þeirra, er embættið hafa skipað, beitt synjunarvaldinu í 26. grein stjómarskrárinnar, enda er beiting þess miklum annmörkum háð og leiðir til mikilla árekstra á milli forseta annars vegar og Alþingis og ríkisstjómar hins vegar, sem þjóðin dregst síðan inn í vegna ákvæðanna um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þar að auki er ákvæðið samið með það fyrir augum, að undirstrika valdaleysi for- setans. Með allt þetta í huga er það í senn barnaskapur og misskilningur að reka kosningabaráttu gegn Vigdísi Finnboga- dóttur á þessum forsendum. Hættan við málflutning andstæðinga Vigdísar er sá, að hann leiði til ranghugmynda um grund- vallaratriði stjómskipunar okkar. Þeir sem una ekki núverandi stjómarfari verða að snúa sér að því að koma fram breytingum á stjómskipun landsins og forsetaembætt- inu sjálfu með breytingum á stjórnar- skránni en ekki með því að efna til óvina- fagnaðar og sundra þjóð sem er nógu sund- urlynd fyrir, eins og sagði í forystugrein Morgunblaðsins á þriðjudag. í febrúar sl. urðu umræður um það, hvort þiggja ætti boð til forseta íslands frá sovéskum yfírvöldum um að heim- sækja Sovétríkin. Hér skulu málavextir ekki raktir; Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra lagðist gegn því að boðið yrði þegið en Steingrímur Hermannsson utanríkis- ráðherra vildi að forseti færi, þótt fyrir- vari væri skammur. Eins og kunnugt er þáði forseti íslands ekki boðið. Sólveig Jónsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, ræddi við Vigdísi Finnbogadóttur forseta íslands í þætti, sem var sendur út 4. apríl sl. Þar var komið inn á vald forseta íslands með- al annars í þessari spumingu Sólveigar: En þá vaknar sú spuming í sambandi við heimboðið til Sovétríkjanna, hvað ræður forsetinn mikið hvað hann gerir sjálfur? Og Vigdís Finnbogadóttir svaraði: „Forsetinn ræður nú í raun og vem al- veg hvað hann gerir sjálfur. Að sjálf- sögðu, í þessu landi frelsis og mannrétt- inda. En forsetinn mundi auðvitað — ef forsetinn legði áherslu á það — þiggja heimboð, að fara í heimsókn til einhvers ríkis og legði á það ríka áherslu, þá dreg ég það í efa að verði staðið á móti því. Hitt er svo annað mál að forseti hefur mjög náið samstarf við forsætisráðherra og ríkisstjórnina og ber að sjálfsögðu öll mikilvæg atriði varðandi erlendar heim- sóknir undir ríkisstjórnina og leitar ráða hjá ríkisstjóminni. Og það er að sjálfsögðu af hinu góða. Við komum aftur að þessu, — það er gott að forseti er ekki einleikari í þjóðfélaginu, heldur vinnur með sinni þjóð fyrst og síðast, með lýðræðiskjörnum fulltrúa — fulltrúum — þjóðarinnar, enda sjálfur lýðræðiskjörinn." A.' „Á þeim rúmlega 40 árum, sem liðin eru síðan embætti forseta Islands kom til sögunnar, hefur enginn þeirra, er emb- ættið hafa skipað, beitt synjunar- valdinu í 26. grein stjórnarskrárinn- ar, enda er beit- ingþess miklum annmörkum háð og leiðir til mik- illa árekstra á miili forseta ann- ars vegar og AI- þingis og ríkis- sljórnar hins veg- ar, sem þjóðin dregst síðan inn í vegna ákvæðanna , um þjóðarat- kvæðagreiðslu. Þar að auki er ákvæðið samið með það fyrir augum, að undir- strika valdaleysi forsetans. Með allt þetta í huga er það í senn barnaskapur og misskilningur að reka kosninga- baráttu gegn Vigdísi Finnboga- dóttur á þessum forsendum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.