Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 Eg er sá sem stofnadi flokkinn HafÖi aldrei í hyggju að stofna grasrótarhreyfingu - segirMogens Glistrup í viÖtali við MorgunblaðiÖ VIÐTAL: PÁLL PÁLSSON MYNDIR: ELSA MARÍA ÓLAFSDÓTTIR Laugardagskvöldið 30. janúar árið 1971 lýsti viðurkenndasti sérfræðingur Dana í skatta- rétti yfir því í sjónvarpinu að „skattsvikarinn í dag væri hliðstæður hetju andspyrnuhreyf- ingarinnar á stríðsárunum. Báðir ynnu hættu- legt starf í þágu þjóðar sinnar.“ Mogens Glistrup — „Hér hefur lengi vantað stöðugan meirihluta og það er einmitt ástæðan fyrir því hversu illa hefur gengið þrátt fyrir ágæt ytri skilyrði.“ Stuttu síðar sagði þessi skattasérfræðingur, sem átti þá og rak stærsta lög- fræðifyrirtæki Danmerk- ur, frá því í útvarpsþætti, að hann greiddi engan tekjuskatt þrátt fyr- ir að fyrirtæki hans velti árlega hundruðum milljóna. Þessi stóryrti maður var að sjálfsögðu Mogens Glistrup — og yfirlýsingar hans mörkuðu hvort tveggja í senn; upphaf einna lengstu málaferla í danskri réttar- sögu og upphaf eins umdeildasta flokks í dönskum stjórnmálum, Framfaraflokksins. Glistrup-málaferlin stóðu yfir í tæp 11 ár, þeim lauk sumarið 1983 með því að hann var sendur í fangelsi, gjaldþrota og sviptur bæði lögmanns- og þingmanns- réttindum sínum. Glistrup og fylgismenn hans héldu alla tíð fram sakleysi hans, sögðu ákærurnar upplognar til þess eins að koma honum pólitískt fyrir kattamef (þess vegna hefði tekið svo langan tíma að fá botn í málið), dómurinn þar af leiðandi pólitískt réttarmorð, sem hefði auk heldur gengið meira útá að sýkna og réttlæta ófullkomið skatta- kerfi, en sakfella hann sem glæpa- mann. Nú nú, útsmoginn skattsvikari eða pólitískur píslarvottur; Glis- trup sat inni í eitt og hálft ár, hélt sínu striki, fór á stómmála- fundi í helgarleyfum.úr fangelsinu, og í fyrstu þingkosningunum eftir að honum var sleppt úr haldi síðastliðið haust fékk hann þing- sætið sitt aftur. Framfaraflokkur- inn jók þá þingmannafjölda sinn úr 3 i 9, bætti svo um betur í kosningunum um daginn og hefur núna 16. Nokkrum dögum eftir að Poul Schlúter myndaði minnihluta- stjórn íhaldsflokksins, Venstre og Radikale venstre, hitti ég Mogens Glistrup á skrifstofu hans í þing- húsinu, Kristjánsborgarhöll. Ýms- um þykir Schlúter hafa sniðgengið Framfaraflokkinn við stórnar- myndunina og ég byijaði því á að spyrja Glistrup hvernig honum lit- ist á nýju ríkisstjórnina: „Á þingi sitja 179 þingmenn, sem þýðir að það þarf 90 þing- sæti til að mynda meirihluta. Þessi ríkisstjóm hefur 70 þingsæti, sem er að sjálfsögðu ekki nóg og þar með eru möguleikar á allskyns meirihlutamyndunum í þinginu eftir málefnum, því 90 atkvæði eru 90 atkvæði hvort sem ríkis- stjórnin er með eða ekki. Svo ein- falt er það.“ — Olli það ykkur ekki vonbrigð um að vera ekki með í ríkisstjórn- inni? „Vonbrigði okkar snúast fyrst og fremst um það hversu miklum tíma hefur verið eytt í ekki neitt, því það eru svo mörg alvarleg vandamál sem krefjast skjótrar úrlausnar. Það skiptir ekki máli hver fer með ríkisstjómarvaldið, því það sem allt snýst um er að hóa saman 90 atkvæðum." — Vilja hinir flokkamir ekki starfa með ykkur í ríkisstjórn? „Okkur þykir ríkisstjómarsam- starf áhugavert ef það felur í sér 90 eða fleiri þingsæti, annars ekki. Við höfum 16 atkvæði á þinginu og þau vega hvort sem við greiðum með eða á móti málum. Þetta er í samræmi við það umboð sem kjósendur gáfu okkur, við höfum ekki meira vald en það og sama gildir auðvitað fyrir alla flokkana." — Verður stjómin langlíf? „Það fer eftir því hvort þeir fá hagstæða útkomu í skoðanakönn- unum. Ef þeir fá það þá efna þeir til kosninga, ef ekki reyna þeir að sitja áfram. En í jafn litlu landi og Danmörku ræðst þetta allt svo mikið af þróuninni í alþjóðamálun- um. Ef við fengjum 7 verðhrun í röð eða rosahækkun á olíuverði yrði þetta erfitt fyrir okkur öll, en ef við njótum áfram þeirra hagstæðu skilyrða sem heimurinn hefur skapað okkur að undanförnu þá verður léttara að vera í stjóm. Það eru semsagt alþjóðamálin sem ráða mestu um hvaða skilyrði menn starfa við, en ekki neina að litlu leyti við sjálf.“ — Eru þessar sífelldu minni- hlutastjómir ekki vandamál? „Jú, þú getur rétt ímyndað þér. . . Hér hefur lengi vantað stöðugan meirihluta, og það er einmitt meginástæðan fyrir því hversu illa hefur gengið þrátt fýr- ir ágæt ytri skilyrði." — Helduðu að þetta verði svona áfram? „Það geta alltaf komið snöggar sveiflur í því hveijum fólk greiðir atkvæði sitt, en ég þykist samt sjá ákveðna tilhneigingu í þá átt að eftir næstu kosningar munum við fá meirihlutastjórn saman- standandi af íhaldsflokknum, Venstre, Mið-demókrötunum og Framfaraflokknum. Þegar við tök- um þessa flokka saman þá hafa þeir á síðustu árum jafnt og þétt verið að nálgast það að fá meiri- hluta. Samkvæmt síðustu skoð- anakönnunum vantar okkur að- eins tvö þingsæti uppá, og þess vegna finnst mér líklegt að við náum meirihlutanum í næstu kosningunum.“ — Ef við snúum okkur þá að upphafi stjórnmálaferils þíns. Þú kvaddir þér hljóðs með ákveðnum yfirlýsingum í sambandi við skattapólitíkina... „Ja, ef við lítum nokkra áratugi til baka, þá höfðum við stöðugar meirihlutastjórnir hér í Danmörku. Til dæmis leiddu kratarnir ríkis- stjómir í 15 ár, frá 1953—1968. En þeim gekk ekki alltof vel og maður var að vonast til að fá ann- arskonar meirihluta. Þá kom til sögunnar meirihlutastjórn ná- kvæmlega sömu flokka og mynda núverandi ríkisstjórn, nema þá fór fyrst verulega að syrta í álinn fyr- ir okkur, því þetta reyndist vera þræðileg stjórn með þungum sköttum og öðrum ófögnuði. Ég rak þá stærsta lögfræðifyritæki landsins, sem veitti mér, auk menntunar minnar bæði hér heima og í Bandaríkjunum, mikla innsýn í það sem var að gerast í þjóð- félaginu. Og ég gerði mér grein fyrir því að það var orðið bráð- nauðynlegt að fá nýtt stjórnmála- afl til sögunnar, annars færi danska þjóðin í hundana — og stofnaði þá þessa hreyfingu sem varð uppistaðan í Framfaraflokkn- um. Én allir stjórnmálaflokkar, sem ætla sér að starfa af ein- hverri alvöru verða að taka afstöðu til allra mála; landbúnaðarmála, fiskveiði, félagsmála, samgangna, skatta og svo framvegis. Ég hafði þannig aldrei í hyggju að stofna grasrótarhreyfingu umhverfis eitt ákveðið mál, skattapólitíkina, heldur alhliða stjórnmálaflokk. En ég vissi líka að til þess að ná varan- lega til almennings yrði ég að varpa sprengju í stjómmálaum- ræðuna. og það sem ég gerði var að ganga fram fyrir skjöldu og afhjúpa hið spillta skattakerfi, sem var og er fyrst og fremst þannig úr garði gert að það hjálpar ríka fólkinu til að verða enn ríkara, en það var líka nóg til að starta fram- farahreyfingunni." — Hver er þá kjarninn í stefnu Framfaraflokksins? „Það mikilvægasta er að Dan- mörk verði áfram gott land að búa í. Það sem ógnar okkur mest, og er það vandamál sem danskir stjómmálamenn ættu að geta ráð- ið bót á, er hin gífurlega erlenda skuldasöfnun. Og það verður að mínum dómi einungis leyst með því að framleiða meira til útflutn- ings. En til þess að geta það þurf- um við að fá meira af vinnuafli okkar í framleiðsluna, sem þýðir að við eigum að skera niður ríkis- geirann og hlúa að einkageiranum. Þá fyrst munum við koma reglu á efnahag okkar og þegar því tak- marki er náð höfum við skapað jarðveginn fyrir hamingju fólks hér í landi. Nú getum við ekki sett það í lög að fólk eigi að vera hamingjusamt eða hindrað fótbrot eða botnlangabólgu og þar fram- eftir götunum. En við ættum að geta skapað grundvallarskilyrði fyrir hamingju fólks næstu 50—60 árin, sem eru sá tímarammi sem maður á að vinna að í pólitík." — Hver er þá munurinn á Framfaraflokknum og íhalds- flokknum, sem vill einnig skera niður ríkisgeirann? „Hann er einfaldlega sá að Framfaraflokkurinn vill að allir hafí það gott, íhaldsflokkurinn að íhaldsmen hafi það gott.“ — Hveijir kjósa Framfara- flokkinn? „Ja, samkvæmt þeim könnun- um sem gerðar hafa verið undan- farin ár virðist það vera tiltölulega breiður þverskurður dönsku þjóð- arinnar. Til dæmis í nýafstöðnum kosningum þegar við bættum við okkur um það bil 180.000 atkvæð- um, þá komu flest þeirra frá kröt- unum, næstflest frá íhaldsflokkn- um, síðan Sósíalíska þjóðarflokkn- um og svo Venstre — þ.e. fjórum stærstu flokkunum í sömu röð. Við eigum semsagt ekki einhvern ákveðinn nágrannaflokks sem við rænum atkvæðum frá, heldur dreifist þetta jafnt á alla línuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.