Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 Rætt við Sigríði Ingvarsdóttur formann barnaverndarráðs Þegar í harðbakkann sló hjá fólki í uppeldismálunum var í gamla daga viðkvæðið: „Það væri réttast að senda barnaverndamefnd á þig.“ Og þá varð sá brotlegi lafhræddur og bætti iðulega ráð sitt. Svo magnað var orðspor barnaverndarnefnda á þeim tíma. Síðan komu félagsfræðingar, sálfræðingar og félagsráðgjafar til sögunnar og þá fengu nefndirnar að ýmsu leyti fræðilegra yfírbragð. Enn í dag eimir þó eftir af hinu forna grýluhlutverki barnavemdaryfírvalda. En er það aðalhlutverk þeirra að ráðast inn á heimili fólks og taka af því börn þess ef það hagar sér ekki eins og vera ber? HrnÖgm Sigríöur Ingvarsdóttirformaður barnaverndarráös. bammmdammdir? Sigríður Ingvars- dóttir héraðs dóm- ari í Kópavogi er formaður bama- vemdarráðs, sem hefur yfirnumsjón með starfi barna- verndarnefnda í landinu. Um hlutverk bamavemd- arnefnda hefir hún þetta að segja: „Hlutverk bamavemdarnefnda er m.a. að fylgjast með aðbúnaði bama. Ef bamavemdamefnd fær upplýsingar um að einhveiju sé ábótavant varðandi umhirðu bams þá ber henni að kanna það mál. Athuga hvort tilefni sé til afskipta bamaverndamefndar og þá hvernig þeim afskiptum skuli háttað. Stund- um nægir að leiðbeina foreldrum með eitthvað sem hefur farið úr- skeiðis en stundum er miklu meiri aðgerða þörf. í sumum tilvikum er skipaður tilsjónarmaður með heim- ilinu og á hann þá gjarnan að leið- beina fólki um heimilishald og bamauppeldi. Ef þetta dugir ekki þarf stundum að grípa til alvarlegri aðgerða, svo sem að taka bam af heimili eða svipta foreldra forsjá. En fyrst og fremst eiga nefndimar að styðja fólk til þess að geta haft bömin sjálft, það er gengið út frá því að bömum sé hollast að alast upp hjá sínum foreldrum ef þess er nokkur kostur. En eru allar barnaverndar- nefndir í landinu jafn vel starf- hæfar? Það er gert ráð fyrir að starf- andi séu barnavemdarnefndir i hverjum hreppi og í hvetjum kaup- stað. Aðstæður á þessum stöðum geta verið mjög ólíkar. A stærri stöðunum eru miklu meiri mögu- ieikar á að fá sérfræðinga til að vinna fyrir nefndirnar. Eins eru þar miklu meiri möguleikar á sérfræði- legri aðstoð af ýmsu tagi. Á minni stöðunum em möguleikar á slíku miklu minni. Sérfræðileg aðstoð er hins vegar mjög nauðsynleg í mörg- um málum sem barnaverndarnefnd- ir hafa til umíjöllunar. Þetta eru oft mjög erfíð og flókin mál að greiða úr. Er fólk viyugt að segja til ef það verður vart við illan aðbúnað barna? Það er mjög misjafnt. Fólk getur lent í þeirri aðstöðu að eiga mjög erfitt með að gera upp við sig hvort það er til hins betra eða verra að láta bamaverndamefnd vita um erfiðar aðstæður bams. Samkvæmt lögum um vemd barna og ung- menna er lögð sérstök skylda á þá sem hafa með börn að gera í þess- um efnum. Þessi skylda hvílir m.a. á kennurum, prestum, læknum, hjúkmnarkonum, lögreglumönnum, félagsráðgjöfum og sálfræðingum. Að auki er öllum mönnum skylt að tilkynna til yfirvalda ef þeir vita til að bam er í sérstakri hættu eða aðbúnaði barns er mjög ábótavant. En auðvitað getur verið erfítt fyrir fólk að meta slíkt. Geta menn tiikynnt um slíkt án þess að forráðamenn barnsins fái að vita hver tilkynnir? Þeir sem starfa við þessi mál em bundnir þagnarskyldu því þessi mál snerta mikið einkahagi fólks. Það þarf að sýna fram á mjög ríka hags- muni ef farið er fram á aðgang að upplýsingum sem eiga að fara leynt. Yfirleitt er engin ástæða til að gera uppskátt hver hefur tilkynnt. Hins vegar verða þeir sem vinna að þess- um málum að gæta þess mjög vand- lega að staðreyna upplýsingar og taka ekki við hvaða uppiýsingum sem er eins og þær væm algildar. Það verður að afla ömggra heimilda fyrir því að einhvetju sé raunvem- lega mjög ábótavant í umönnun bams. Hvaða hæfileikum þarf fólk að vera búið til þess að teljast hæft til þess að sitja í barna- verndarnefnd? Nefndarmenn þurfa að vera kunnir að grandvarleik og kunna sem best skil á málum sem barna- verndarnefndum er ætlað að fjalla um. I kaupstöðum á að leitast við að kjósa lögfræðing í barnaverndar- nefnd. I Reykjavík eiga sjö menn sæti í barnaverndarnefnd, í öðmm kaupstöðum fímm menn, en utan kaupstaða em þrír menn í barna- verndarnefnd. Venjulega er farið eftir því ákvæði í lögunum sem kveður á um að velja skuli þá menn í bamaverndamefndir sem þekk- ingu hafa á bömum og bamaupp- eldi. Það fólk sem þannig er valið er þó ekki endilega með próf sem lýtur að uppeldisfræðum. Það er rétt að taka það fram að þessi störf em mjög vandasöm og erfíð og oft á tíðum er nefndarfólkið illa undir það búið að takast á við vemlega erfíð mál. Það geta alveg jafnt kom- ið upp erfið mál á fámennum og afskekktum stöðum eins og í þétt- býlinu þar sem sérfræðingar em til staðar. Gerist slíkt getur það verið mjög vandasamt við að fást fyrir fólk sem ekki hefur þá sérþekkingu og reynslu sem kemur að gangi í erfiðum málum. Úrvinnsla barna- verndarmála er yfírleitt í mjög góðu lagi hjá fjölmennum kaupstöðum. Kostar starfsemi barnavernd- aryfirvalda mikla peninga? Það er á ábyrgð sveitarfélaganna að sjá barnaverndarnefndum fyrir nægjanlegu fjármagni til að kosta starfsemi þeirra. Það er svolítið mismunandi hve mikið fé sveitarfé- lögin em tilbúin að reiða af hendi í þessu skyni. Bamaverndarráð er rekið á kostnað ríkissjóðs og fjár- framlög til þess em ákvörðuð í fjár- lögum. Hver er munurinn á barna- verndarráði og barnaverndar- nefndum? Barnavemdamefndirnar starfa á vegum sveitarfélaganna eins og fyrr sagði en valdsvið barnavemd- arráðs nær til alls landsins. Það hefur eftirlit með bamavemdar- nefndunum og er það sem við köll- um æðra stjórnvald. Ráðið hefur leiðbeiningarskyldu og eftirlits- skyldu hvað snertir nefndirnar. Ákvörðunum barnaverndarnefnda má skjóta til barnaverndarráðs til endanlegrar úrlausnar. Koma mörg mál til kasta barnaverndarráðs? Það em nokkuð mörg mál sem þangað koma og þau ber að með ólíkum hætti. Það er mjög mismun- andi hvað þarf að leggja mikla vinnu í hvert og eitt mál. Yfírleitt em það lang erfíðustu málin sem barnaverndarráð ijallar um. Hvernig mál koma helst fyrir barnaverndarráð? Lang flest málin em varðandi töku barna af heimilum eða svipt- ingu forsjár og svo umsagnir í for- sjárdeilumálum. Svo koma alls kon- ar önnur erindi frá stjómvöldum, umsagnir um lagafmmvörp sem varða börn o.þ.h. Er fólki yfirleitt mjög illa við afskipti barnaverndarnefnda af málum sinum? Já, þó það sé kannski full mikil alhæfíng að segja að það sé yfir- leitt þannig. Þetta era óneitanlega afskipti af málum sem varða ein- kalíf manna. Auðvitað vill enginn að höfð séu afskipti af því sem mönnum er friðheilagast. En það er hins vegar af sérstökum ástæð- um sem þessi afskipti koma til. Það má segja að þama stangist á réttur fólks til að fá að ala böm sín upp eftir eigin höfði og svo réttur barn- anna til að búa við viðunandi að- stæður. Þegar foreldrarnir geta ekki séð til þess að börn þeirra búi við viðunandi aðstæður þá grípa yfirvöld í taumana. Kemur oft til þess að taka þarf börn af heimilum sínum? Það kemur stundum fyrir og í hvert skipti sem það er gert er það mjög hastarleg aðgerð. En það er aldrei gert nema um sé að ræða brýna nauðsyn og er það í samræmi við það sem lögin kveða á um. Þeg- ar bam er tekið af heimili sínu er því yfirleitt komið í fóstur og það er mjög áríðandi að vel sé að slíku staðið, bæði að velja fósturforeldra og búa þá undir að taka barnið. Oft er framkvæmdin sú að böm em fyrst sett í fóstur í þijá mánuði til reynslu en síðan er þeim komið í endanlegt fóstur, yfírleitt til 16 ára aldurs, hafí reynslan sýnt að það sé baminu fyrir bestu að vera áfram á fósturheimilinu. Það er talið mjög mikilvægt fyrir börn að hafa vissan stöðugleika og það er óheppilegt fyrir böm að þvælast mikið á milli heimila. Böm eiga rétt á að vera um kyrrt á því heimili sem þau eiga þó það sé ekki endilega hjá kynfor- eldmm þeirra. Kemur fyrir að starfsmönnum barnaverndamefnda stafi hætta af reiðu fólki sem hefur verið svipt forræði barna sinna? Það er oft erfitt að útskýra fyrir fólki hvað svona aðgerðir þýða. Það skiptir miklu máli fyrir starfsfólk að gera það með þeim hætti að fólkinu sé hjálpað til að skilja hvers vegna þessum hastarlegu aðgerðum er beitt og fá það til að sætta sig við þær. Fólk á svo möguleika á að skjóta málum sínum til bama- verndarráðs ef það unir ekki úr- skurði barnaverndarnefndar. Hvernig gengur að fá stálpuð- um börnum fósturheimili? Eftir því sem ég best veit þá gengur það nokkuð vel. Það virðist alltaf vera til fólk sem er tilbúið að opna sín heimili fyrir þeim börn- um sem þurfa á því að halda. Hins vegar vantar tilfinnanlega rann- sóknir á því hvernig þau úrræði gefast sem beitt er þegar börn em tekin af heimilum sínum og þeim komið í fóstur. Er það hlutverk barnavernd- aryfirvalda að annast fræðslu um uppeldismál? Nei ekki beinlínis, en hins vegar eiga barnavemdarnefndirnar að hafa nána samvinnu við aðra sem fjalla um börn og bamauppeldi, svo sem kennara og fóstmr og fólk í heilsugæslustörfum. Barnaverndar- nefndir og barnaverndarráð geta sett fram tillögur til stjómvalda um úrbætur varðandi böm og uppeldi þeirra og eiga að gera það sam- kvæmt lögum. Aðal fræðslan um barnaverndarmál er sú fræðsla sem barnaverndarráð veitir barnavernd- arnefndunum. Það hefur verið gert með því að halda námskeið og gefa út leiðbeiningabæklinga. Þá má einnig nefna að nú í sumar verður haldið norrænt bamaverndarþing hér á landi og þar er á boðstólum margvíslegur fróðleikur um þessi mál. Þetta þing sækja Norður- landabúar og þar á meðal milli eitt og tvö hundmð Islendingar. Hvað telur þú að megi bæta í starfsemi barnaverndaryfir- valda? Þetta má skoða í Ijósi þess að þróun er mjög ör í barnavernd. Það sem er gott og gilt í dag er kannski ekki nægilega góð bamavemd á morgun. Það þarf stöðugt að fara fram endurskoðun á því hvernig að þessum málum er staðið. Ég held að það sem gæti talist brýnast í dag sé að það komi til meiri sér- þekking. Þetta em vandasöm mál eins og fyrr sagði og bæði erfitt mat á þeim rannsóknum sem þarf að gera og mat á því hvaða úrlausn- ir em bestar í hveiju og einu til- viki. Eins þyrfti almenningsálitið að breytast. Menn þyrftu að vita meira um störf barnaverndarnefnd- anna því þær geta ekki einar sér og einangrað unnið í þessum mál- um. Stuðningur almennings þarf að koma til og tilkynningaskylda almennings við nefndirnar er mjög mikilvæg. Það er nauðsynlegt að fólk viti hvað felst í þessari skyldu og hvernig á að bera sig að telji það nauðsynlegt að hafa samband við barnaverndarnefnd. Viti menn af tilvikum þar sem afskipti barna- verndarnefndar ættu að koma til þá ættu þeir að snúa sér til félags- málastofnunar eða barnaverndar- nefndar í því umdæmi sem viðkom- andi barn á heima. Textl: Guðrún Guðlaugsdóttir Ljósmynd/Morgunblaðið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.