Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 52
52
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
Asta Hulda Guðjóns
dóttir — Miiming
Fædd 1. mars 1929
Dáin9.júní 1988
Þann 9. þ.m. barst okkur sú sorg-
arfregn að Ásta Hulda, svilkona
mín, væri látin. Aðeins örfáum dög-
um áður hafði hún, sem svo oft
áður, prýtt samkomu stórfjölskyld-
unnar okkar beggja. Þar sem leiðir
skiljast nú í bili langar mig til að
festa á blað örfá kveðjuorð.
Ásta Hulda var dóttir sæmdar-
hjónanna Guðrúnar Jónsdóttur frá
Möðruvöllum í Kjós og Guðjóns
Ólafs Jónssonar, trésmiðs, sem ætt-
aður var frá Stokkseyri. Hún var
yngst fimm barna þeirra hjóna, sem
upp komust. Markús Hörður lést
fyrir nokkrum árum langt um aldur
fram, en systkinin, Guðfmna, Guð-
mundur og Kristbergur, sjá nú einn-
ig á bak systur sinni með harm í
huga.
Ásta ólst upp við mikið ástríki
og fyrr en varði var litla stúlkan
orðin glæsileg kona. Björt var hún
yfirlitum, hvatleg í hreyfingum,
elskuleg, háttvís og hlý. Hún var
virk í íþróttum og útilífi, ferðaðist
mikið með Farfuglum og var í sýn-
ingarflokkum í skrautsundi og fim-
leikum hjá KR. Söngrödd hafði hún
ágæta, starfaði um tíma í Söng-
sveitinni Filharmoniu og hafði alla
' tíð og ekki síst nú síðustu árin mik-
ið yndi af tónlist.
Systkini Ástu giftust og stofnuðu
sín heimili hvert af öðru. Fjölskylda
Guðrúnar og Guðjóns varð stór,
glaðvær og samheldinn hópur, sem
ég er þakklát fyrir að hafa fengið
að kynnast lítið eitt.
Ásta Hulda tengdist annarri
stórri fjölskyldu þegar hún á af-
mælisdaginn sinn árið 1952 giftist
mági mínum, Bimi Guðmundssyni
klæðskera frá _ Laugarvatni.
Tengdaforeldramir, Ólöf Sigurðar-
dóttir og Guðmundur Ólafsson
kennari á Laugarvatni, tóku þess-
ari föngulegu stúlku opnum örmum
sem og systkini Bjöms, sex að tölu,
og þeirra fjölskyldur. Ásta hafði á
þessum tíma lokið námi í Hús-
mæðraskóla Reykjavíkur, það nám
og hið góða veganesti úr foreldra-
húsum kom að góðu gagni bæði við
heimilisstofnun og umsvifamiki!
heimilisstörf síðar.
Ásta og Björn byijuðu búskap í
húsi foreldra Ástu, en byggðu sér
fljótlega lítið einbýlishús á Hlíðar-
vegi 10 í Kópavogi og þar hefur
heimili þeirra staðið síðan að undan-
teknum nokkmm ámm sem þau
hafa þurft að dvelja erlendis vegna
starfa Bjöms að markaðsmálum.
Fyrst bjuggu þau í Þórshöfn í Fær-
eyjum um tíma og nú síðast í Kaup-
mannahöfn. Hlíðarvegur 10 var
ekki stórt hús þegar ég kynntist
þessu yndislega mágfólki mínu
fyrst, árið 1957, góð tveggja her-
bergja íbúð auk kjallara. En lóðin
var stór og á mjög skemmtilegum
stað í' hinu unga bæjarfélagi. Og
það var gaman að fylgjast með hve
allt óx og dafnaði, Qölskyldan
stækkaði og byggt var við húsið
með miklum myndarbrag. Heimilið
hefur verið einstaklega smekklegt
á allan hátt.
Ásta og Bjöm eignuðust þrjú
börn. Elstur er Ásbjöm, f. 1953,
framkvæmdastjóri starfsemi í fata-
gerð, FASA. Kona hans er Kristín
Guðnadóttir fóstra og synir þeirra
Bjöm og Guðni. Næstur í röðinni
er Guðmundur, f. 1957, læknir við
framhaldsnám í Svíþjóð, kvæntur
Helgu Ólafsdóttur, þeirra börn em
Ema, Bjöm og Ólafur.
Hulda er yngst, f. 1964, gift
Páli Ármann viðskiptafræðingi,
sem síðastliðinn vetur var við fram-
haldsnám í Kaupmannahöfn. Sam-
band mæðgnanna, Ástu og Huldu,
* var mjög náið og gott til þess að
hugsa að þær fengu að njóta návist-
ar hvor annarrar þennan tíma. Eins
og sjá má af þessari upptalningu
er fjölskyldan orðin stór en ekki
aðeins það heldur em bæði böm,
tengdaböm og bamaböm mesta
efnisfólk, sem mikils má vænta af
nú og er fram líða stundir.
Umsvif Bjöms í atvinnulífínu
jukust með ámnum og skiptust á
skin og skúrir eins og gengur.
Reyndist Ásta þar hin styrka stoð
í blíðu og stríðu. Þegar bömin vom
uppkomin starfaði Ásta í nokkur
ár í Landsbankanum o_g hafði af
því mikla ánægju. Areiðanlega
hefði hún gjarnan viljað starfa þar
lengur en sökum búferlaflutninga
var það ekki hægt.
Björn var í fomstusveit Lions-
hreyfíngarinnar um árabil, bæði hér
á landi og á alþjóðavettvangi. Í
sambandi við það ferðuðust þau
hjón mikið um fjarlæg lönd. Á þess-
um vettvangi vom þau ekki aðeins
fulltrúar Lionshreyfíngarinnar
heldur á vissan hátt einnig fulltrúar
íslands og sérlega vel til þess fallin
bæði tvö. Þessu fylgdu einniggesta-
móttökur, mikið annríki og vandi
oft á tíðum, en allt var vel og mynd-
arlega af hendi leyst.
Ásta ræddi gjarnan um það sem
jákvætt var og skemmtilegt og
gladdist með glöðum. Hún var
þakklát fyrir þau lífsins gæði sem
henni höfðu fallið í skaut. En hún
var fremur dul á hugsanir sínar og
bar áhyggjur sínar ekki á torg.
Nú er þessi mæta kona farin á
undan okkur þessa örskotslengd
yfír landamæri lífs og dauða. Við
tengdafólkið söknum hennar sárt.
Sárastur er þó söknuður ykkar
systkina hennar, eiginmanns og
bama. Guð gefí ykkur öllum styrk
til að bera þann harm. Endurminn-
inguna um yndislega konu, sem
fékk að halda reisn sinni til hinstu
stundar, tekur enginn frá ykkur.
Guð blessi ykkur öll.
Á kveðjustundu er hugur okkar
allra fullur þakklætis fyrir sam-
vemna.
En meðan árin þreyta hjörtu hinna
sem horfðu á eftir þér í sárum trega,
þá blómgast enn, og blómgast ævinlega,
þitt bjarta vor í hugum vina þinna.
Og skín ei ljúfast ævi þeirri yfir,
sem ung á morgni lífsins staðar nemur,
og eilíflega, óháð því, sem kemur,
í æsku sinnar tignu fegurð lifir?
Sem sjálfur Drottinn mildum lófum lyki
um lífsins perlu I gullnu augnabliki -
(Tómas Guðmundsson)
Áslaug Eiríksdóttir
Sunnudagurinn 5. júní rann upp.
Ákveðið hafði verið, að afkomendur
Ólafar Sigurðardóttur og Guð-
mundar Olafssonar, kennara á
Laugarvatni, og fjölskyldur þeirra,
rúmlega fjömtíu manns, kæmu
saman til að kveðja Guðbjörgu
mágkonu, en hafði verið hér stuttan
tíma, en var á fömm til Banda-
ríkjanna, þar sem hún hefur búið í
yfír fjörutíu ár. Tilhlökkun var mik-
il og allir vom mjög ánægðir, ungir
sem hinir eldri, þó að í huga okkar
eldri byggi tregi, því mágkona mín
er haldin þeim sjúkdómi, er flestir
bíða ósigur fyrir. Ef til vill fengjum
við ekki að sjá hana aftur í þessu lífi.
Ekkert okkar gmnaði þá að stórt
skarð yrði höggvið í þennan hóp,
aðeins fjómm sólarhringum síðar,
er svilkona mín Ásta Hulda Guð-
jónsdóttir andaðist, langt um aldur
fram. Sá hinn sami vágestur hafði
búið um sig í henni og mágkonu
hennar. Svo lævís er þessi erfiði
sjúkdómur. Við kvöddum elsku
Ástu Huldu ugglaus, auðvitað
myndum við hitta hana fljótlega
aftur, glöð og kát. Hún átti að vísu
að leggjast inn á sjúkrahús þá um
kvöldið, en ótti var ekki í okkur
vegna þess. Hún var í viðmóti glöð,
ljúf og elskuleg eins og alltaf áður.
— En á fimmtudagskvöldið, 9. júní,
var hún öll. „Sorgin gleymir eng-
um.“ Alltaf er verið að sýna okkur
hve stutter bilið á milli heimanna.
Hún Ásta Hulda er svo lifandi
fyrir okkur, birtan og mildin er
umlukti hana ávallt er í huga okk-
ar. Ég minnist margra ánægju-
stunda með fljölskyldum okkar. Ég
minnist er hún ung, hamingjusöm
og falleg brúður, gekk með ástvini
sínum fram kirkjugólfíð. Einnig
minnist ég hennar sem hamingju-
ríkrar móður og síðar ömmu.
Ástu Huldu fylgdi alltaf mildi og
hlýja. Það var notalegt að vera í
návist hennar og illt lagði hún ekki
til nokkurs manns.
Ásta Hulda var hamingjumann-
eskja, átti ástríka foreldra og systk-
ini, yndislegan eiginmann, böm,
tengda- og bamaböm. Öllu hennar
tengdafólki þótti vænt um hana og
mátu hana mikils. Það er mikil
gæfa, að fá að lifa þannig, að vera
umvafín ástríki allra samferða-
manna. Þannig uppskar hún eins
og hún sáði.
Ásta Hulda var mjög trúuð kona,
það fundum við hjónin best, þegar
við þurftum mest á styrk að halda.
Guð veitti henni líka þá miskunn,
að láta hana ekki þurfa að beijast
vonlausri baráttu við hinn illvíga
sjúkdóm. Hann tók hana til sín
áður en hin stranga barátta var háð.
Ástu Huldu er sárt saknað af
okkur öllum. Við erum svo eigin-
gjöm, að við viljum hafa vini okkar
lengi hjá okkur. En það er þó ekk-
ert sjálfsagt, það sjáum við oft.
Innileg samúð til ykkar systkina
Ástu og íjölskyldna, samband ykkar
allra var mjög kært. Elsku Björn
mágur minn og bömin ykkar. Góð-
ur Guð styrki ykkur öll og blessi
ykkur allar minningarnar.
Veri Ásta Hulda kært kvödd og
hafí hún þakkir fyrir samveruna.
„Gakk þú á Guðs þíns fund
glaður á hverri stund.“
Varðveislu víst munt fá,
vemd Drottins himni frá
Ljós í hans líknarhönd,
lýsir um gjörvöll lönd,
græðir vor sorgarsár
signir manns gleðitár.
(P.Hallbj.)
Blessuð veri minning Ástu Huldu
Guðjónsdóttur.
Ásgerður Gísladóttir
Á morgun verður jarðsungin frá
Dómkirkjunni í Reykjavík Ásta
Hulda Guðjónsdóttir, en hún lést á
Landspítalanum 9. júní sl. eftir
stutta sjúkdómslegu. Tæpri viku
fyrir andlát sitt tók hún og Bjöm
Guðmundsson, maður hennar, þátt
í samkvæmi starfsmanna Útflutn-
ingsráðs íslands. Það kvöld gmnaði
engan að hún ætti tæpa viku eftir
ólifaða, því að hún virtist bæði hress
og glöð í anda. Það gmnaði engan
viðstaddra, að hún berðist við
hættulegan sjúkdóm, sem ætti eftir
að draga hana til dauða 6 dögum
síðar. Lífsþróttur hennar virtist
mikill og hamingjan skein úr augum
hennar. Daginn sem Ásta dó átti
ég ánægjulega stund með henni og
Bimi á sjúkrahúsinu. Við töluðum
um sjúkdóm þann, sem hana hijáði
og mikilvægi þess að hún tryði á
bata. Ég dáðist að kjarki hennar
og hugrekki og vissi, að hún mundi
reyna að sigrast á þessum óvænta
vágesti. Þegar ég kvaddi hana, var
ég sannfærður um, að við ættum
eftir að hittast aftur, slík var
lífslöngun hennar. Þegar ég heyrði
af andláti hennar morguninn eftir
trúði ég varla mínum eigin eymm
og fannst þetta ekki geta verið rétt.
Þar sannaðist hið fomkveðna, að
enginn ræður sínum næturstað.
Ég kynntist Ástu fyrst fyrir tæp-
um 10 ámm sem starfsmaður Fé-
lags íslenskra iðnrekenda, en þá var
Bjöm þar í stjóm og síðar varafor-
maður. Það tóku allir eftir Ástu,
þessari myndarlegu, broshým konu
sem vildi öllum vel. Árið 1984 tók
Bjöm við starfí viðskiptafulltrúa
Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins í
Færeyjum, þangað fluttu þau Ásta
og bjuggu sér heimili. I 2 ár unnu
þau að því að auka viðskipti Fær-
eyja og íslands og þó að það hafí
verið Bjöm sem gegndi starfi við-
skiptafulltrúa, þá veit ég að þáttur
Ástu var mikill. Á undanfömum
mánuðum, eftir að ég tók við starfi
framkvæmdastjóra Utflutningsráðs
Islands, hef ég kynnst Ástu betur,
en Björn er viðskiptafulltrúi Út-
flutningsráðs á Norðurlöndum með
aðsetur í Kaupmannahöfn. Þangað
fluttu þau sl. vor og vom búin að
koma sér vel fyrir. Þar var hún á
sama hátt og í Færeyjum fulltrúi
íslenskra útflytjenda og hafði
brennandi áhuga á því, að það ætl-
unarverk tækist að auka útflutning
íslendinga til Danmerkur og ná-
lægra landa. Þótt Ásta hafi ekki
verið starfsmaður Útflutningsráðs
veit ég, að hennar starf skipti mjög
miklu máli. Hún gerði allt sem í
hennar valdi stóð til þess að auka
hróður íslands á erlendri gmndu
og var verðugur fulltrúi íslensks
athafnalífs. Oft var gestkvæmt á
heimili þeirra Bjöms og var þar
tekið á móti íslenskum sem erlend-
um gestum, með miklum glæsibrag.
Fyrir hönd Útflutningsráðs Is-
lands vil ég koma á framfæri þökk-
um til Ástu fyrir hennar þátt í að
kynna ísland og íslenskar afurðir á
erlendri gmndu á undanfömum
ámm. Ég vil jafnframt fyrir hönd
stjómar og starfsmanna Útflutn-
ingsráðs Islands votta Bimi, böm-
um þeirra, tengdabömum og bama-
bömum samúð okkar um leið og
ég læt í ljós þá von, að við Bjöm
eigum eftir að starfa lengi og vel
saman.
Ingjaldur Hannibalsson
Elsku Ásta mín er látin, hún sem
var svo sterk og full af lífskrafti,
hafði aldrei orðið misdægurt og svo
er hún kölluð frá okkur svo að segja
fyrirvaralaust.
Ég kynntist Ástu fyrir 40 ámm,
þá var hún heitbundin eiginmanni
sínum, Bimi Guðmundssyni, er var
við nám í Bandaríkjunum. Við
bundumst sterkum vináttuböndum
frá upphafí og einnig eiginmenn
okkar síðar. Þó fundum okkar hafi
ekki eins oft og áður borið saman
seinustu 3 árin, þar sem þau hjónin
bjuggu erlendis, veit ég, að hugsan-
ir okkar vom alltaf mjög hlýjar
hvorrar til annarrar.
Ásta var falleg kona, sérlega
sterkur persónuleiki og háttprúð í
alla staði. Aldrei átti hún nema góð
orð um samferðamenn sína. Þau
hjón ferðuðust mikið, sérstaklega
eftir að Bjöm tók sæti í Alþjóða-
stjóm Lions. Glæsilegri fulltrúa Li-
onshreyfíngarinnar á íslandi var
vart hægt að hugsa sér.
Ásta og Bjössi áttu alla tíð mjög
fallegt heimili, ég man hve okkur
þótti mikið koma til litlu íbúðarinn-
ar þeirra, í húsi foreldra hennar,
þar sem þau hófu búskap sinn og
alltaf var jafn gott að heimsækja
þau, því svo mikla hlýju og um-
hyggju sýndu þau manni.
Margar skemmtilegar stundir
áttum við saman og síðastliðið vor
heimsóttum við þau hjón í Kaup-
mannahöfn, þar sem þau hafa búið
um tíma vegna starfa Björns.
Ánægjulegt var að Ásta gat verið
viðstödd brúðkaup sonar okkar þ.
4. júní sl. og er minningin um þessa
síðustu samverustund ómetanleg.
Þó hún væri orðin mikið veik þá
og ætti að fara á sjúkrahús daginn
eftir, var stutt í hlýja, fallega bros-
ið hennar.
Ásta var alin upp í stómm systk-
inahópi og var alltaf mjög kært
með þeim og foreldrum þeirra.
Á þessari sorgarstundu get ég
þó huggað mig við, að Ásta átti
mjög góða ævi með manni sínum
og þremur bömum þeirra hjóna og
síðar tengdabömum og bamabörn-
um og veit ég að hún þakkaði Guði
sínum fyrir það.
Eitt af því besta á lífsleiðinni er
að eignast góða vini, en þeim mun
sárara er að skilja við þá í blóma
lífsins, en efst í huga mér er þakk-
læti til vinkonu minnar fyrir vináttu
hennar við mig og fjölskyldu mína.
Hennar er sárt saknað.
Svala Magnúsdóttir
Sólin skín og allt grær og grænk-
ar, það er vor, bjartar nætur og
fegurð kvöldsins er dásamleg.
Síminn hringir, það er mágkona
mín, hún segir: „Þetta er allt búið.“
„Hvað er búið, Dídí?“ „Hún Ásta
er farin, hún er dáin.“ Það varð
löng þögn, ég gat ekki meðtekið
þetta, hvað þá trúað því að hún
Ásta væri dáin, hún sem alltaf var
svo jákvæð og góð, þetta var bók-
staflega ekki hægt, en svona er
lífið. Ásta er einhver sú albesta
manneskja sem ég hef kynnst, aldr-
ei mátti hún heyra neinum hall-
mælt, allt vildi hún bæta og öllum
gera gott, hún var einstök. Ég
kynntist Ástu vel þegar við vorum
saman einn vetur í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur, við vorum tváer í eina
tveggja manna herberginu á heima-
vistinni, svo þá fer ekki hjá því að
maður kynnist allnáið. Seinna hög-
uðu örlögin því þannig að Ásta
varð mágkona mín, ég giftist litla •
bróður hennar, sem hún kallaði
svo, þó hann væri nokkrum árum
eldri. Ásta var yngst af fimm systk-
inum; hún átti eina systur og þijá
bræður. Guðfínna er elst og er gift
Karli Jónssyni, Guðmundur er gift-
ur Kristínu Bjamadóttur, Markús
Hörður er dáinn, en var giftur Sig-
urínu Friðriksdóttur, og Kristberg-
ur er giftur Valgerði Ármanns-
dóttur. Foreldrar þeirra voru Guð-
rún Jónsdóttir frá Möðruvöllum í
Kjós og Guðjón Ólafur Jónsson
ættaður frá Þykkvabæ í Rangár-
vallasýslu.
Það er svo skrítið að vegir okkar
Ástu lágu saman mjög fljótt, _ því
þegar ég var á þriðja ári og Ásta
á öðru, átti ég heima á Hverfis-
götu, en hún á Laugavegi. Einn
góðviðrisdag fórum við í göngutúr
saman til að hitta Guðrúnu vinkonu
mína sem bjó á Laugavegi 27, en
hún var í miklu uppáhaldi hjá mér
eins og ég var hjá henni. Þess vegna
dreif ég mig með Ástu mína til að
kynna hana fyrir „Gurúnu minni“,
eins og ég kallaði hana. Auðvitað
var hafín mikil leit að okkur, en
allt fór vel. Svo skildust leiðir, þang-
að til við hittumst aftur í Farfuglum
og meðal annars vomm við saman
í Þórsmörk í vikutíma að sumarlagi
og bjartri nótt. Seinna höguðu ör-
lögin því svo, að ég giftist bróður
hennar og um svipað leyti giftist
hún manni sínum, Bimi Guðmunds-
syni. Svo næstu ár fóm í bú og
bameignir, og það er svo skrítið
að við eigum báðar tvo drengi og
eina stúlku. Það var oft „glatt á
hjalla", eins og sagt er, þegar öll
bömin komu saman eins og oft var
í þá daga þegar fólk nennti að fara
í heimsóknir og tala saman. Mér
er minnisstætt þegar Hulda litla
dóttir hennar var að búa um dúkk-
urnar, ég held, að ég hafí aldr -i séð
meiri blíðu og umhyggju hjá litlu
bami, að öðmm ólöstuðum. En nú
fer hún bráðlega að vagga sínu
fyrsta bami. Elsku Hulda mín, þá
vantar mikið að hafa ekki elsku
mömmu hjá sér, en ég veit að
mamma þín fylgist með þér, því öll
höfum við ykkur að láni eins og
þú skilur þegar fram líða stundir.
Þú áttir elskulega mömmu og ég
veit að þú gleymir henni ekki og
trú hennar var mikil og hún fær
góða heimkomu. Þú ert heppin að
eiga einnig jafn góðan föður, en
hann er meiri og betri „drengur"
en viða gerist, jákvæðar hugsanir,
eins og hjá móður þinni, sem öllum
vildi það besta.
Við sendum ykkur okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur og vitum að
góður guð geymir hana fyrir okk-
ur, og Bjössi minn, okkar bestu
þakkir fyrir góð kynni og hvað þú
reyndist henni vel.
í öllum löndum og álfum
mörg yndisleg kóngsdóttir býr,
og hátt pæfa bemskunnar hallir
með heillandi ævintýr.
' En viðsjárverð er hún stundum,
veröldin fóstra þín. _
Og hvað stoða hallir og tumar,
ef heimur í táram skín?
(Tómas Guðmundsson)
Vallý