Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 L I S T A H Á TÍÐ (*? í REYKJAVÍK Að skrifa er eins og að stökkva í Ermasundið Rabbað við Göran Tunström SÆNSKI rithöfundurinn Gör- an Tunström heldur fyrirlestur og les úr eigin verkum í Norr- æna húsinu i dag. Hann er eflaust þekktastur hérlendis fyrir skáldsögu sina Jóiaórat- oriuna sem fékk bókmennta- verðlaun Norðurlandaráðs 1984 og kom út i íslenskri þýð- ingu Þórarins Eldjárns sama ár. Göran Tunström er kvæntur myndlistarkonunni Lenu Cron- quist, sem opnaði sýningu á verk- um sínum í Norræna húsinu í gær. Blaðamaður Morgunblaðsins hitti Tunström að máli og spurði fyrst um hvað fyrirlestur hans í dag fjallaði. „Ég ætla að spjalla svona vítt og breitt um tilurð skáldsagnanna Jólaóratorían og Þjófurinn, en sú bók kom út 1986 og er nú verið að þýða hana á ensku. Svo ætla ég að ræða um líf rithöfundarins utan skriftanna, um nauðsyn þess að ferðast og fleira". Þið hjónin hafið ferðast mjög mikið, telurðu það hafa þroskað þig sem rithöfund? „Já, tvímælalaust. Það er nauð- synlegt að ferðast til að fá nýja sjónvinkla á hlutina. Maður kynn- ist líka heimalandi sínu betur með samanburði við önnur lönd. Ég hef kynnst þróun Svíþjóðar betur með því að skoða Indland, en lesa sagnfræði. I framandi löndum tekur maður hluti sem eru sjálf- sagðir í manns venjulega um- hverfi til nýrrar athugunar". Segðu mér eitthvað um nýjustu bókina þína, Þjófinn. „Eins og flestar mínar bækur byggir hún á munnmælum, ein- hveiju sem ég hef heyrt eða lesið. Það er til saga um ungan mann sem ætlaði að stela Silfurbiblí- unni, sem var skrifuð á Italíu á 6. öld og er eina dæmið um bók á gotnesku máli. Þessi ungi mað- ur komst að því að það var ekki framkvæmanlegt að stela bókinni og snéri sér í staðinn að því að kynna sér allt sem um hana hafði verið skrifað og varð sérfræðingur í öllu sem varðaði gotnesku og Silfurbiblíuna. í skáldsögu minni Þjófnum segi ég þessa sögu á minn hátt. Hún fjallar um ungan snilling sem elskar frænku sína, en hún hefur verið misnotuð af föður sínum og afneitar kynlífi. Ungi maðurinn fer til Uppsala og ætlar að stela Silfurbiblíunni og verða ríkur til að vinna hug stúlk- unnar, en snýr sér í staðinn að námi í gotneskum fræðum. Þaðan fer hann til Italíu þar sem hann finnur skjöl frá þeim tíma sem Silfurbiblían var skrifuð og er gerður að yfirbókaverði í safninu þar sem hún er geymd. Leiðir hans og frænkunnar liggja saman aftur, en þá er hún orðin vit- skert. Þau eignast saman son. Stúlkan fyrirfer sér og í lok bókar- innar kemur í Ijós að maðurinn hefur skrifað þetta allt í fangelsi, bókin er stíluð til dómarans, sem reynist vera sonur fangans. Þetta er tragedía, þroskasaga nk. Orf- eusar sem eyðir lífinu í mislukk- aða tilraun til að heilla sína Evridísi úr Undirheimum. Annars er það ekki efnið sem gerir verk að tragedíu, heldur hvernig er skrifað. Það er tungumálið og hvemig því er beitt sem gerir hluti tragíska eða kómíska". Jólaóratorían hefur verið þýdd á mörg tungumál, heldurðu að beiting þín á tungumálinu komist til skila í þýðingum? „Það er erfitt fyrir mig að segja til um það, ég get ekki lesið nema fá þeirra tungumála sem hún hef- ur verið þýdd á. En ég veit að mállýskumar sem ég nota mikið em óþýðanlegar, svo ég verð bara að vona að þýðandinn finni viðun- andi lausn. Ég hef lesið mörg bókmenntaverk í þýðingum og þótt eitthvað fari kannski forgörð- um er það þó fleira sem kemst til skila. Mér er sagt að Þórarinn Eldjám sé mjög góður þýðandi og ég treysti honum fyllilega til að koma verkum mínum til skila á íslensku. Hann er núna að þýða leikrit eftir mig Chang Eng - síamstvíburarnir, sem verður sett upp hér á næsta leikári". Er jólaóratorían saga fjölskyldu þinnar? „Nei, nei, nei. Hún er alfarið hugarsmíð mín, nema hvað ég heyrði söguna um konuna sem kramdist undir kúnum þegar ég Göran Tunström var mjög ungur og hún þróaðist síðan í höfðinu á mér ámm sam- an. Ég er reyndar sá eini í minni íjölskyldu sem ekki spilar á eitt- hvert hljóðfæri, en Jólaóratorían hefur ekkert með mína fjölskyldu að gera“. Hvað er efst á baugi í sænskum bókmenntum núna? „Ég er nú eiginlega ekki rétti maðurinn til að svara því. Ég les mjög lítið af ungum sænskum höfundum. Ég held að bókmennt- imar séu að verða meira ab- strakt, áhrif frá frönsku bylgjunni í heimspeki og sálgreiningu kannski, en mér finnst tíma mínum betur varið í að lesa góð ljóð eða bækur Dostojevskís, en í að reyna að skilja heimspekipæl- ingar sem eru órafjarri svona gömlum mönnum eins og mér. Ungir bókmenntafræðingar virð- ast líka vera famir að líta á skrif sín sem list, með þeim afleiðingum að þau verða nánast óskiljanleg. Mér finnst eiginlega að það vanti átök í skrif ungra höfunda, ef þú Guameri strengja- kvartettinn held- ur tónleika í dag Guarneri strengjakvartett- inn heldur tónleika í íslensku óperunni í dag. A efnisskránni eru verk eftir Mozart, Janacek og Beethoven. Guameri strengjakvartettinn skipa Amold Steinhardt, fíðluleik- ari, John Dalley, fiðluleikari, Mic- hael Tree, lágfiðluleikari og David Soyer, sellóleikari. Þeir héldu sína fyrstu tónleika sumarið 1964 og hafa síðan haldið á þriðja þúsund tónleika víðsvegar um heim. Efn- isskrá kvartettsins nær yfir 300 ár í tónlistarsögunni, allt frá Ha- ydn til Lutoslawskis. Á þessu starfsári hefur Guarn- eri kvartettinn haldið um 100 tón- leika í Bandaríkjunum og Kanada auk þess sem þeir léku á Vorhátí- ðinni í Prag, þar sem þeir vom sæmdir Smetana verðlaununum, í Japan og Suður-Ameríku. Tón- leikamir á Listahátíð em síðustu tónleikar kvartettsins á þessu Guameri strengjakvartettinn starfsári. Á efnisskránni em Kvartett í G-dúr, K. 387 eftir Mozart, Kvartett nr. 1 (1923) eft- ir Janacek og Kvartett í B-dúr, op. 130 og Grosse fuge op. 133 eftir Beethoven. ert 25 ára og hefur lifað í vern- duðu umhverfi allt þitt líf, frá hverju hefurðu þá að segja?“ Hefurðu lesið einhveija íslenska höfunda og finnurðu til einhvers skyldleika við þá? „Já, ég hef lesið Laxness og mjög skemmtilegar bækur eftir Einar Má Guðmundsson og Pétur Gunnarsson auk þess sem ég hef lesið talsvert af ljóðum eftir íslensk skáld. Mér finnst ég skyld- ur Laxness á vissan hátt við skrif- um báðir um smá samfélög sem spegla allan heiminn og þau vandamál sem smæðin og ein- angmnin valda“. Þú talaðir um að lesa Dostojevskí, hveijir em þínir uppáhalds höfundar? „Fyrsta áfallið sem ég fékk við bókmenntalestur kom þegar ég las Frederico García Lorca. Það er einhver suðræn ólga í verkum hans sem orkar mjög sterkt á mig. Ég elskaði sögur Selmu Lag- erlöf þegar ég var barn, en á unglingsárunum kom í mann mót- þrói og þá varð Rimbaud fyrir- myndin. Dostojevskí og Stendahl getur maður lesið aftnr og aftur svo ekki sé nú minnst á Strind- berg. Hamsun er mér mikils virði og ég er hrifinn af verkum Mar- quesar. Það má eiginlega segja að ég þefi af öllum tegundum bókmennta, en í seinni tíð hef ég mest lesið ljóð. Mér finnst sænsk nútímaljóðagerð mjög áhuga- verð“. Ertu að skrifa skáldsögu? Já, ég er búin að vinna að skáld- sögu í nokkra mánuði, en ég get ekki sagt þér neitt um hana nema að hún gerist í Sunne, eins og margar af sögum mínum. Mér er ómögulegt að tala um verk mín meðan ég er að vinna í þeim. Ég lifi alfarið í þeim heimi sem ég er að skapa. Ég hef stundum haldið því fram að rithöfundar fylli tómið í lífi sínu með því að skapa sér eigin heim til að lifa í. Þegar sá heimur er fullskapaður kemur tómleikinn aftur og þá hefst maður handa við að skapa nýjan. Mér líður hræðilega illa ef ég skrifa ekki í nokkra daga. Þegar ég var 12 ára skrifaði ég í dagbókina mína: „Ég held að rithöfundarferli mínum sé lokið, ég hef ekkert skrifað í tvo daga“. Þetta hefur ekkert breyst og eftir að ég fékk Norðurlandaráðsverð- launin hafa upplestrar, viðtöl og alls kyns auglýsingamennska tek- ið alltof mikið af tíma mínum. Við Lena ætlum að fara til París- ar í haust og búa þar í 6 mánuði og þá ætla ég að skrifa eins og óður maður. Eg hef stundum sagt að skriftir séu eins og að stökkva út í Ermasundið og verða að synda yfir. Það er engin leið til baka“. FB Heimsókn Atla Dam lögmanns Færeyja: Hátíðarveðrið kom í veg fyrir Viðeyjarferð ATLI Dam lögmaður Færeyja lagði leið sína snemma að morgni þjóðhátíðardagsins 17. júni i gamla kirkjugarðinn við Suður- götu þar sem hann lagði blóm- sveiga að leiðum áhafna tveggja færeyskra skipa sem fórust hér við land á þriðja áratugnum. Atli og kona hans Sólvá voru svo viðstödd hefbundin hátíðarhöld 17. júní í Reykjavík, við leiði Jóns Sig- urðssonar og á Austurvelli. Eftir að hafa hlýtt á hátíðar- messu í Dómkirkjunni, fóru lög- mannshjónin í móttöku Steingríms Hermannssonar utanríkisráðherra fyrir erlenda sendimenn í Ráðherra- bústaðnum. Davíð Oddsson, borgarstjóri í Reykjavík, bauð svo þeim Atla og Sólvá Dam til hádegisverðar í Dill- onshúsi í Árbæjarsafni ásamt öðr- um gestum. Að loknum hádegisverði átti samkvæmt dagskrá lögmannshjón- anna að sigla út í Viðey og skoða þar framkvæmdir og uppgröft. Vegna úrkomu og slæms veðurs var hins vegar hætt við þá ferð en í þess stað farið í skoðunarferð um borgina. Áð kvöldi 17. júní hélt svo borg- arstjóri kvöldverðarboð til heiðurs lögmannshjónunum í Höfða. I gær fór Atli Dam lögmaður ásamt Steingrími Hermannssyni, utanríkisráðherra, í laxveiðiferð. Hann heldur í dag til Þingvalla í boði Þorsteins Pálssonar forsætis- ráðherra, en heimsókn Atla Dam lýkur svo á morgun. Hádegisverður á 17. júní var snæddur í Dillons húsi í Árbæjar- safni í boði borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar. Talin frá vinstri Atli Dam, Davíð Oddsson og eiginkona hans, Ástríður Thorarensen koma frá hádegisverði. Morgunblaðið/BAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.