Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Umsóknarfrestur á áður auglýstum stunda- kennarastöðum við Fjölbrautaskólann í Breiðholti í rafeindatækni og handmenntum (fatahönnuður eða handavinnukennari) fram- lengist til 27. júní nk. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist skólameistara Fjöl- brautaskólans í Breiðholti. REYKJMJIKURBORG £au&vi Sfödun, Kaffiumsjón Laus er staða við kaffiumsjón í Ártúnsskóla, 80% starf. Upplýsingar í síma 673500 og í heimasímum hjá skólastjóra 53454 og yfirkennara 45861. Smurt brauð Smurbrauðsdömu vantar í hálft starf. Vinnu tími frá kl. 6.00 f.h. Góð laun. Upplýsingar í síma 71667. Sveinn bakari. Húsavík- Sérkennarar Menntamálaráðuneytið. Laus staða Styrkþegastaða við Stofnun Árna Magnús- sonar á íslandi er laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 15. júlí nk. Menntamálaráðuneytið, 14.júní 1988. m/s Herjólfur Undirstýrimaður Undirstýrimaður óskast til afleysinga á m/s Herjólf. Viðkomandi þarf að hafa atvinnuskír- teini Bb-1 (certificate of competency Bb-1) til skipstjórnar á farþegaskipum, varðskipum og flutningaskipum. Hér er aðeins um að ræða afleysingar í fjar- veru undirstýrimanna. Upplýsingar veitir Jón R. Eyjólfsson skip- stjóri í síma 985-21040 og eftir kl. 17.00 í síma 98-12117. Herjólfurhf., Vestmannaeyjum. Sölu- og markaðs- mál - ábyrgðarstarf Viðskiptamenntun/tæknimenntun/ framhaldsnám erlendis skilyrði Leiðandi, sérhæft þjónustufyrirtæki í borg- inni, í atvinnugrein sem er í örum vexti, stöð- ugri þróun og mikilli samkeppni, vill ráða starfs- mann til starfa að sölu- og markaðsmálum. Starfið er laust strax en hægt er að bíða til haustsins eftir réttum aðila. Viðkomandi á möguleika á ábyrgðarmiklu stjórnunarstarfi innan árs. Skilyrði er viðskipta- eða tæknimenntun ásamt framhaldsnámi erlendis, t.d. aðili sem er að Ijúka námi. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á markaðsmálum og búa yfir stjórnunarhæfileikum. Allur vinnuaðbúnaður er eins og best verður á kosið og góð laun eru í boði fýrir réttan aðila. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrif- stofu okkar í fullum trúnaði. Frestur til að skila umsóknum er til 1. júlí nk. OiðntTónsson RÁÐGJÖF & RÁÐNI NGARÞJON USTA TÚNGOTU 5. I0l REYKJAVÍK - PÓSTHÓLF 693 SÍMI 621322 Heildverslun óskar að ráða starfskraft til þess að sjá um allt sem viðkemur banka- og tollskjölum, inn- heimtu, annarra snúninga og jafnframt al- mennra skrifstofustarfa. Viðkomandi þarf að hafa bílpróf, en fyrirtæk- ið leggur til bílinn. Umsóknir er tilgreini aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. júní merktar: „B - 8115“. Myllan - kaffihúsið íKringlunni Óskum að ráða starfsfólk í framreiðslu strax. Upplýsingar veitir yfirmaður á staðnum. Kennarar Almenna kennara vantar í Hjallaskóla í yngri og eldri deildir, auk þess vantar kennara í heimilisfræðum og tónmenntun. Upplýsingar veitir skólastjóri í síma 42574 eða skólafulltrúi í síma.41988. Skólafulltrúi. Störf á viðhaldsverk- stæði skipadeildar Sambandsins Skipadeild Sambandsins auglýsir eftir eftir- farandi starfskröftum til starfa á viðhalds- verkstæði á Holtabakka: 1. Rafvélavirkja/rafvirkja með reynsju í almennum rafmagnsviðgerðum, til við- halds á frystigámum, rafmagnslyfturum og almennu.viðhaldi á húsum á svæðinu. 2. Starfskrafti til að annast almenna þjón- ustu á lyfturum og öðrum tækjum félags- ins, svo sem að smyrja o.fl. Æskilegt að umsækjendur geti hafið störf sem fyrst. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá starfs- mannastjóra. SAMBANDISL. SAMVINNUFEIAGA STARFSMANNAHALD Einn sérkennara vantar að barnaskóla Húsavíkur næsta skólaár. Nánari upplýsingar um starfið og þá fyrir- greiðslu sem í boði er, veitir skólastjóri í símum 96-41660 og 96-41974 Skólanefnd Húsavíkur. Hrafnista Hafnarfirði Hjúkrunarfræðingar óskast í sumarafleysing- ar og til frambúðar. Starfsfólk vantar í aðhlynningu, ræstingu og býtibúr. Nánari upplýsingar gefur hjúkrunarfram- kvæmdastjóri, Ragnheiður, í síma 54288. Vistheimilið Bjarg á Seltjarnarnesi vantar nokkra starfskrafta til heimilisstarfa. Upplýsingar gefur hjúkrunarfræðingur í síma 612090 milli kl. 16.00 og 19.00 virka daga. HLfÐABÆR Markvisst starf Deildarstjóri á dagdeild Hlíðabær, þjónustudeild Múlabæjar er dag- deild fyrir fólk með einkenni um heilabilun (Alzheimer syndrom). Heimilið tók til starfa í byrjun árs 1986. A heimilinu starfar nú iðjuþjálfi, hjúkrunarfræðingur, sjúkraliðar og annað starfsfólk með fjölbreytta reynslu í heilbrigðisþjónustu. Forstöðumaður er félagsráðgjafi. í störfum deildarinnar er unnið markvisst að færnisþjájfun einstakl- inganna, bæði á andlegu og líkamlegu sviði. Við auglýsum nú stöðu deildarstjóra sem annast gæti stjórnun heimilisins. Skilyrði er að viðkomandi hafi hjúkrunarfræðimenntun og/eða menntun og starfsreynslu á sviði öldrunar- eða geðheilbrigðisfræða. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi að baki reynslu í starfsmannastjórnun, skipulagi verkefna og sé reiðubúin(n) að hrinda í fram- kvæmd nýjum hugmyndum sem fallið gætu að markmiðum heimilisins. Um er að ræða fullt starf á dagvinnutímabili. Umsóknum, sem tilgreini menntun og fyrri störf, sendist forstöðumanni Múlabæjar sem einnig gefur nánari upplýsingar, sími 687122, alla virka daga. Umsóknarfrestur er til 30.06 ’88.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.