Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 5 Jónsson bóndi Árbæ, Jón Birgir Jónsson, Sólbraut 2, Seltjarnarnesi og Einar Ingvason Karfavogi 3, Reykjavík. Varastjórn skipa: Reynir R. Reynisson og Bergljót Bjarna- dóttir Reykhólum. Endurskoðendur eru þeir: Sigurður Ámundason Reykjavík og Grímur Arnórsson Tindum í Geiradal. I lögum Þörungaverksmiðjunnar er, að ekki má taka mál inn á dag- Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! fllgfgiiittMtoftift HUSA SMIÐJAN SKÚTUVOGI 16 SÍMI 6877 00 Þörungaverksmiðjan: Byggðastofnun eign- ast 40% hlutafjár Starfsmenn íhuga að fara sér hægt við vinnu vegna kjaradeilu við stjórnendur Miðhúsum, Reykhólasveit. B Y GGÐ ASTOFNUN hefur nú eignast 40% hlutafjár í verksmiðj- unni og býðst auk þess að lána 3 milljónir kr. til nýrra hluthafa. I ræðu Guðmundar Malmquist for- stjóra Byggðastofnunar á aðal- fundi fyrirtækisins, sem haldinn var 11. júní sl. kom fram að stofn- unin hefði ekki áhuga á að eiga hlutaféð til langframa og gæti því hlutur Byggðastofnunar orðið til sölu hvenær sem væri. í framsöguræðum þeirra Inga Garðars Sigurðssonar, formanns stjórnar, og Kristjáns Þórs Krist- jánssonar, fyrrv. framkvæmdastjóra fyrirtækisins, kom það fram að árið 1987 er fyrsta heila árið sem Þör- ungaverksmiðjan starfar, en hún var stofnuð 5. júní 1986. Helstu einkenni reksturs verk- smiðjunnar síðastliðið ár voru erfið- leikar í vinnslu á hráefni fyrrihluta þangvertíðar. Erfiðleikamir voru tæknilegs eðlis sem lausn er fundin á. Hins vegar stafaði ónóg þangöflun af úreltum öflunartækjum og óhag- stæðum veðurskilyrðum í september og október. Hægt hefði verið að selja meira af þangmjöli en gert var, ef tækja- kostur hefði verið í lagi. Verð á þangmjöli er nú hækkandi og horfur em góðar um sölu í ár. Heildartekjur vom 58.562.191 kr. Hins vegar var tap á rekstri krónur 5.649.145. Nú em þrír stærstu hluthafarnir þessir: Reykhólahreppur, Kaupfélag Króksíjarðar og Byggðastofnun og em það því þessir þrír aðilar sem ráða ferð þessa fyrirtækis. Stjórn Þörungavinnslunnar er þannig skip- uð: Ingi Garðar Sigurðsson Reyk- hólum, en hann er sá eini úr gömlu stjóminni sem heldur áfram. Aðrir í stjóminni em: Guðmundur Ólafs- son, oddviti Reykhólahrepps, Þórður 0 Ferðafélag Islands: Fjöldi nætur- gesta í Þórsmörk takmarkaður VEGNA hættu á gróður- skemmdum verður fjöldi þeirra sem næturdvöl hafa í Þórsmörk takmarkaður við 350 manns. Þeim sem vilja gista í Langadal næstu helgar er því bent á að fá leyfi hjá Ferðafélagi íslands áður en lagt er af stað í Þórs- merkurferð, segir í frétt frá Ferðafélaginu. Ferðafélag íslands vill vekja athygli ferðamanna á að virða náttúru Þórsmerkur, sýna tillits- semi á tjaldsvæðinu í Langadal og forðast hávaðamengun. Tjald- stæði í umsjón Ferðafélags íslands eru einnig í Endunum og er vist þar heimil eftir því sem rými leyfir. Ferðafélagið hefur „af gefnu tilefni“ sett svofelldar umgengnis- reglur: Akstur bifreiða yfir Krossá fyrir mynni Langadals er óheimil frá kl. 0.30 - 7.00. Á sama tíma er umferð um Langadal óheimil öðrum en dvalargestum í dalnum, svo og er óheimilt að hafa bifreið- ar með ljósum, eða í gangi á bif- reiðastæðinu í Langadal. Morgunblaðið/Sveinn Guðmundsson Ingi Garðar Sigurðsson formaður stjórnar Þörungavinnslunnar og Benedikt Gunnarsson forstjóri. skrá nema að vera búinn að tilkynna vegna voru mál ekki tekin á dag- það stjóm með viku fyrirvara. Þess skrá, sem hinn venjulegi, litli hlut- hafi hafði áhuga á að tala um. Allar kosningar eru ákveðnar fyr- irfram af stærstu hluthöfunum og það eru aðeins þeir sem stjóma meirihluta hlutafjár sem ráða gerð- inni. Á meðan að Þörungavinnslan var við lýði áttu litlu hluthafarnir sinn fulltrúa í stjórninni. Fundarstjóri var Viðar Már Matt- híasson, lögfræðingur félagsins, og ritari fundargerðar var Reynir R. Reynisson, sveitarstjóri. Núverandi framkvæmdastjóri er Benedikt Gunnarsson og sölumaður er Krist- ján Þór Kristjánsson. Blikur eru á lofti um samninga- málin í Þörungaverksmiðjunni, en samningar hafa verið á lausu síðan í byijun maí en lítið hefur gengið saman með samningsaðilum. Sam- kvæmt upplýsingum er þolinmæði starfsmanna að þverra og munu þeir ætla að fara sér hægt ef samn- ingar verða ekki ræddir í alvöru. Sveinn HUSGÖGN í HEIMILISVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR fæst fullt af húsgögnuin. Þar færöu stór og lítil rúm, hjónarúm, einstaklingsrúm og harnarúm. Alls konar stóla, eldhússtóla, stofustóla, klennnu- stóla, litla stóla, har- stóla, sólstóla... Mjúka sófa, liaröa sófa, svefnsófa, langa sófa og stutta. Skápa og liillur færðu í öllum stærðum og gerðum. Lítil borð, sófaborð, kringlótt borð, löng borð, borðstofuhorð, mjó borð, náttborð, glerborð og skrifborð. Auk þessa færðu líka: Fataliengi, vegglampa, litla lampa, stand- lainpa, leslampa, borðlampa, inottur, búsáliöld og margt, margt fleira. HEIMILISVERSLUN HÚSASMIÐJUNNAR Vörur fyrir húsið og heimilið. V|Sp't?S0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.