Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 38

Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 38
RANNSÓKNIR Á HEILAFLUTNINGI EEG Sysrem MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 „Apahöfðunum í Cleveland var ekki víxlað þannig, að þau væru grædd á annan líkama, heldur voru þau tengd honum með leiðslum. Hafði öpunum áður verið kennt að tjá sig með því að depla augunum og með þeim fylgdu þeir líka læknunum eftir um herbergið.... eitt höfuðið beit dr. White í þumalflngurinn. Eftir Ron Laytner „ Sovétmenn hyggjast notfæra sér bandaríska tækniþekkingu til að frysta menn og senda í könn- unarleiðangur langt út í óravídd- ir himingeimsins. A Vesturlönd- um er hins vegar búið að drepa frekari rannsóknir á þessari tækni í dróma með málavafstri fyrir dómstólunum." Höfundur þessara orða er dr. Robert White, kunnur taugaskurð- læknir í Bandaríkjunum og mesti sérfræðingur, sem um getur, í heila- flutningi en einhvern tíma í framtíð- inni getur sú aðgerð jafngilt nokk- urs konar framlengingu á manns- ævinni. Dr. White segir, að Sovét- menn ætli sér hins vegar að nota þessa tækni í þágu geimrannsókna. Sl. 20 ár hafi saga NASA, Banda- rísku geimferðastofnunarinnar, ein- kennst af miklum sigurvinningum og alvarlegum hnekki einnig, Chal- lenger-slysinu, en í allan þennan tíma hafí Sovétmenn verið að búa sig undir raunverulegar geimferðir. Verða geimfarar frystir? „Með því að nota heilakælingar- tæknina, sem ég kenndi þeim,“ seg- ir dr. White, „ætla Sovétmenn að frysta lifandi geimfara og senda síðan langt út í geiminn. Þegar tími þykir til kominn er hægt að þíða hann og vekja með útvarpsmerkj- um. Frumheijar bandarískra geim- rannsókna báðu mig einu sinni að kanna hvort einangraður manns- heili þyldi betur en allur líkaminn það harðræði, sem þá var talið fylgja því að fara á braut um jörðu, og hugsanlega hefðu rannsóknir af þessu tagi getað leitt til mannaðra ferða langt út í geim. Þegar Rússar urðu svo fyrri til og sendu Júríj Gagarín á loft lagði NASA þessa hugmynd á hilluna." White segir, að bandarískar rannsóknir á heilaflutningi muni líklega einskörðast við það eitt að framlengja mannsævina en óttast þó, að jafnvel þær verði stöðvaðar. „Á sama tíma og Sovétmenn hafa tekið forystuna í geimnum getur einn einasti lögfræðingur lokað okkur inni í rykugum réttarsal." Einkaleyf i setur strik í reikninginn Patrick Kelley, 35 ára gamall lögfræðingur, sem notar jafnan höfundamafnið Chet Fleming, hef- ur bandarískt einkaleyfi nr. 4.666.425 en það er fyrir teikning- ar eða hönnun vélar til að viðhalda lífinu í höfðum dýra eða manna eftir að þau hafa verið skilin frá líkamanum. Fleming, sem er einnig verkfræðingur að mennt, hefur þó ekki smíðað slíka vél og segist raun- ar ætla að bíða eftir því, að Sovét- menn eða Japanir geri það. I vélinni, sem Fleming hefur teiknað, eru tengd saman þau tæki, sem nú þegar hafa veríð smíðuð — gervinýra, hjarta- og lungnavél og önnur, sem flytja að næringarefni eða fylgjast einfaldlega með og samhæfa starfsemi hinna tækj- Dr. Robert White er brautryðjandi í heilaflutningi og trúir því, að i' framtíðinni verði unnt að framlengja mannsævina með því að fiytja heilann í nýlátnum mönnum fannan Ifkama. þess vegna lítinn mat og lítið súr- efni,“ segir dr. White og bætir því við, að undirbúningur Sovétmanna undir geimferðir byggist á nýjum uppgötvunum í læknisfræði, heila- einangrun og -flutningi, svokallaðri endurlífgun. Hún felst meðal ann- ars í því kæla eða allt að því frysta líkami manna, sem eiga sér annars ekki lífsvon vegna slyss eða sjúk- dóms, og lífga þá við þegar búið er að bæta skaðann. Lífinu haldið I Brezhnev „Hinni hálfleyndu Endurlífgun- arstofnun í Moskvu tókst vel til með Leoníd heitinn Brezhnev, leið- toga Sovétríkjanna, sem reis upp í hvert sinn sem hann var sagður látinn," segir dr. White. „Læknar, sem starfa við stofnunina, sögðu mér, að þeir hefðu gengið einum of langt í að halda lífinu í Brezhnev eftir eitt hjartaáfallið. Var honum þá loksins leyft að deyja þegar þeim skildist, að það væri tilgangslaust að koma hjartanu aftur af stað eft- ir að heilinn hafði liðið mikinn súr- efnisskort." Dr. White trúir því, að Sovét- menn muni taka forystu í líffæra- flutningi og segir, að þeir hafi mik- inn áhuga á að halda lífinu ef svo má segja í heiladauðum mönnum. Hafí þeir þá í hyggju að frysta þá °g geyma til að læknar geti síðar notað ýmsa líkamshluta þeirra. Dr. White segist ekki skilja hvað fyrir Fleming vaki með því að ein- oka rannsóknir á heilaflutningum. „Hann segist hafa orðið sér úti um einkaleyfíð af mannúðarástæðum en hann er aðeins 35 ára gamall. Næstu 20 árin gæti þessi lögfræð- ingur deilt og drottnað yfír rann- sóknum okkar og grætt á því mikið fé.“ ^ „Eg er ekki að reyna að binda hendur vísindamanna,“ segir Flem- ing, „en einkaleyfíð bannar þó heila- flutning án míns samþykkis. Ég mun aðeins heimila aðgerðir, sem læknanefndir hafa lagt blessun sína yfir með tilliti til siðferðilegra álita- White, sem er kaþólskur og tíu barna faðir, er opinber taugalæknir Jóhannesar Páls páfa og segir, að hvorki hann nó Pállpáfi IV hafi fundið að tilraunum hans. „Það err miklu fremur, að þeir hafi sýnt þeim áhuga,“ segir White en ætla má, að þessar tilraunir geti orðið guðfræðingum og andlega þenkjandi mönnum erfitt úrlausnarefni. „Þegar heilinn deyr hverfur einnig hin mannlega vitund. Ef hann hins vegar lifir áfram, jafnvel utan Ifkamans, er vitundin, maðurinn, lifandi. Það má því segja, að með heilaflutningi séum við að flytja sálina sjálfa." Á myndinni er White með Jóhannesi Páli páfa. mála og þeirra þjáninga, sem þær geta haft í för með sér.“ Fleming segir raunar, að einkaleyfið sitt komi alls ekki í veg fyrir rannsókn- ir, miklu heldur, að það auðveldi hugsanlegar aðgerðir. Apahöfðum víxlað Dr. Robert White gerði merkilega aðgerð í Cleveland árið 1971 en þá víxlaði hann höfðum nokkurra Rhesus-apa og olli jafnt hneykslun sem hrifningu lækna og vísinda- manna. Var þessari aðgerð haldið leyndri fyrir almenningi til að dýra- vemdunarmenn risu ekki upp á aft- urfætuma. Dr. White segist ávallt hafa lagt áherslu á mannúðlegar tilraunir á dýmm en „fimm mínútna skemmdaræði getur gert að engu vísindalegar rannsóknir í tvo ára- tugi. Með tilraunum á dýmm hefur verið unninn bugur á barnaveiki, lömunarveiki og öðmm sjúkdómum og vegna þeirra höfum við insúlín, opinn hjartaskurð og líffæraflutn- inga og vonumst til að sigrast á krabbameini, alnæmi og alzheim- ers-sjúkdómnum“. Apahöfðunum í Cleveland var ekki víxlað þannig, að þau væm Dr. Robert White varði mörgum árum í að teikna og hanna vél, sem haldið gæti lífinu í apahöfðum eftir að þau hefðu verið skilin frá líkamanum. Lögfræðingurinn og verkfræðingurinn Chet Fleming varð þó fyrri til að fá einkaleyfi fyrir slíku tæki. Lét hann þessa grunnteikningu fylgja einkaleyfisumsókninni. „Það má líkja vél, sem heldur lífínu í höfðinu og heilanum," segir Fleming, „en nú þegar er búið að smíða tæki, sem geta komið í staðinn fyrir flesta hluta hans.“ Dr. White segir, að fyrir fímm milljónir dollara geti hann og hans menn smíðað vél til að halda lífinu í afskomu höfði. „Tæknin er fyrir hendi en einkaleyfí Flemings er eins og ljón í veginum." Afskorið mannshöfuð við stjórn Fleming segist hafa sótt um einkaleyfíð til að koma í veg fyrir grimmilegar og gagnslausar til- raunir. Hann segist þó vilja, að rannsóknir á heilaflutningi haldi áfram og er sammála Sovétmönn- um um að tæknin skuli notuð í þágu geimferða. Hann hefur skrifað þrjár vænar bækur um lögfræði og eina um höfuðflutning og leggur sjálfur til, að í geimförum framtíð- arinnar verði vélmenni eða vélknún- ir armar, serri stjómað verði af mannshöfði. Yrði það aftur tengt búnaði, sem héldi því á lífí, og þyrfti að sjálfsögðu miklu minni næringu og súrefni en geimfari í heilu líki. „Fleming veit ekki á hvem hátt vélamar slitna eða ganga úr sér eða hvemig hrörnun blóðsins er háttað. Það vita hins vegar Sovét- menn ög ætla þess vegna að senda lifandi menn í sínar geimferðir, menn, sem eru í kuldadái og þurfa Verðuf unnt að flytja vituiidina ur enram líkama í annan? i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.