Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 grædd á annan líkamann, heldur voru þau tengd honum með leiðsl- um. Hafði öpunum áður verið kennt að tjá sig með því að depla augun- um og með þeim fylgdu þeir líka læknunum eftir um herbergið. Til- raunir sýndu, að greind apanna hafði í engu skerst og eitt höfuðið beit dr. White í þumalfingurinn. Sumir apanna lifðu í heila viku en allir áttu þeir við öndunarerfið- leika að stríða. „Af mannúðar- ástæðum létum við þá deyja,“ segir dr. White, „en hve lengi hefðu þeir getað lifað ef við hefðum ráðið yfir þeirri tækni, sem nú er kunn? Ár- angurinn var þó undraverður. Ap- amir eða apahöfuðin virtust jafnvel greindari laus við líkamann og með því að kæla einn apaheilann komum við í veg fyrir, að lánslíkaminn hafn- aði honum. Við komumst að því, að heilinn glatar ekki greindinni þótt hann sé vísindamenn í Evrópu, Ameríku, ísrael og Sovétríkjunum að flytja höfuð eða heila á milli dýra en það var fyrst með tilraununum í Cleve- land, að raunverulegur árangur náðist. Árið 1943 sagði bandaríska tíma- ritið Life frá því, að sovéska vísinda- manninum Trofim Lysenko hefði tekist að nema höfuð af hundi og halda því lifandi en Lysenko þessi varð mjög frægur á þeim tíma þeg- ar Sovétmenn þóttust alltaf hafa orðið fyrstir til þessa eða hins. I áratugi var hann talinn einn fremsti vísindamaður Sovétríkjanna en 1964 kváðu sovéskir vísindamenn hins vegar upp úr með, að hann hefði verið svikahrappur og morð- ingi. Orðrómur hefur verið um, að sovéskir vísindamenn hafi notað afganska fanga við tilraunir sínar með heilaflutning en White, sem White hefur miðlað sovéskum vísindamönnum af þekkingu sinni en hana hyggjast nota við geimrannsóknir. Vakir það fyrir þeim að senda geimfara í kuldadái langt út í geiminn og vekja aftur með útvarpsmerkjum. White er hér með einum starfsbróður sínum rússneskum. kældur. Að vísu vitum við ekki hvemig unnt er að girða fyrir of- kælingu en við getum kælt heilann í klukkustund að því marki, að öll rafvirkni stöðvist — að eiginlegum heiladauða — og komið honum af stað aftur. Rússamir lögðu mikla áherslu á þetta atriði því að þeir stefna að því að kæla heila geim- fara í löngum geimferðum." White segir ennfremur, að til- raunimar í Cleveland hafi hagnýtt gildi fyrir læknisfræðina. „Við gæt- um til dæmis Ijarlægt æxli úr heila með því að kæla hann og komist þannig hjá að nota varasöm and- storknunarefni. “ Siðferðileg álitamál Þetta er allt gott og blessað seg- ir Chet Fleming en þeir, sem ætla að stunda höfuð- eða heilaflutn- inga, eiga ósvarað ýmsum spurn- ingum. „Hvað gerist í raun þegar höfuð- ið er skorið af tilraunadýri og því haldið lifandi? Hve lengi getur eða á slíkt höfuð að lifa? Þjáist það eða er það tilfínningalaust? Finnur það til í líkamanum, sem það hefur misst, eins og menn, sem misst hafa útlim? Ef vísindamenn geta gert skepn- unum þetta hvað þá með menn, sem eru dauðvona vegna sjúkdóma eða meiðsla? Skyldu einhveijir þeirra vilja gangast undir svona aðgerð og hvaða áhrif hefur hún á skap- höfn þeirra og tilfinningalíf? Og hvað með íjölskyldur þeirra?“ segir Fleming. Fyrri tilraunir Athuganir á heila- eða höfuð- flutningi hafa farið fram alveg síðan um aldamótin 1800 þegar franski læknirinn J. V. Laborde skráði tilraunir sínar til að koma nýafhöggnum höfðum sakamanna á skrokka af stórum hundum. Frá 1910 og fram til 1964 reyndu 25 sinnum hefur verið boðið til fyr- irlestrahalds í Sovétríkjunum, seg- ist aldrei hafa orðið var við neitt misjafnt. Erfiðasti þröskuldurinn í vegi þeirra, sem fást við tilraunir með höfuð- og heilaflutning, er mænan því að hana verður að sjálfsögðu að taka í sundur. Þótt unnt væri að græða höfuð á annan líkama gæti viðkomandi ekki hreyft sig því að líkaminn tæki ekki við neinum skipunum frá höfðinu. White segist þó bjartsýnn á, að þessi þröskuldur verði yfirstiginn. Dr. Robert White var í langan tíma eini talsmaður þess, að tilraun- ir yrðu gerðar með höfuð- og heila- flutninga, en hann er þó kunnur fyrir ýmis önnur störf og hefur meðal annars verið nefndur sem líklegur nóbelsverðlaunahafí í lækn- isfræði. Hann er opinber tauga- skurðlæknir Jóhannesar Páls páfa og hefur tekið við margs konar við- urkenningu úr hendi ríkisstjórna víða um heim. Komið ekki nálægt Cleveland! Mörgum þykja áðurnefndar til- raunir hans samt heldur óhugnan- legar og sem dæmi má nefna, að í bandarísku mótorhjólatímariti voru lesendurnir varaðir við að leggja leið sína um Cleveland. Þar væri dr. White á næsta leiti á höttunum eftir líkömum heiladauðra mótor- hjólakappa. Þeir eru þó til, sem trúa á þessa framtíðartækni, t.d. þau fyrirtæki, sem taka að sér að djúpfrysta ný- Iátna menn með það fyrir augum, að seinna verði unnt að þíða þá, vekja til lífsins og lækna. Eitt slíkt fyrirtæki í Los Angeles frystir að- eins höfuðin. Dr. White er yfirmaður tauga- sjúkdómadeildar Borgarsjúkra- hússins í Cleveland og vinnur aðal- lega með heilaskaddað fólk. Hann er hættur tilraunum með afskorin dýrahöfuð og takmarkar rannsóknir sínar við dýraheila. „Ég hef alltaf notað staðdeyfingu til að koma í veg fyrir, að dýrin finni ti!,“ segir White, „en mér hef- ur fundist það dálítið ónotalegt að vita af augunum í afskornum höfð- unum fylgja mér eftir um herberg- ið. Ég gleymi heldur aldrei apahöfð- inu, sem beit mig.“ 39 ■■nhmnhmhnnmhmmmhhmmmnmhnmbnnmmhihmmmhnhmnmhnhmhmí LADA STATION 5 g. LADA 1200 Lada bílar 2800seldir ’87 LADA SAFIR mé?.\ m&v. i \ i 1 __„V;- „ „-r Sk H \ __ -»«8&~<ÚÉ8ÍÍli. 1300, KR. 259.000,- J Hugsaðu málið Ef þu ert í bilahugleiðingum,ættir þú að lesa þessa auglysingu tvisvar. Ræddu við sölumenn okkar um kosti LADA bílanna og vinsælu greiðslukjörin. Afgreiðslu- tíminnn er 2-4 dagar. Við eigum einnig úrval notaðra LADA bíla. Beinir símar: Nýir bilar sími: 31236 Notaðir bilar sírrn: 84060 Opið laugardaga frá 10-16 Festið bflakaup - forðist hækkanir BIFREIÐAR & LANDBÚNAÐARVÉLAR Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 68121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.