Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
25
Morgunblaðið/Einar Falur
Hollenska myndlistarkonan
Saskia de Vriendt fyrir framan
eitt verka sinna
Saskia de
4?
Góðan daginn!
FÁST í NÆSTU VERSLUN POTTÞÉTTAR
Vriendt sýn-
ir í Svörtu
á hvítu
SÝNING á verkum hollensku
listakonunnar Saskiu de Vriendt
var opnuð í gallerí Svart á hvítu,
Laufásvegi 17 í gær. Þetta er í
annað sinn sem verk hennar eru
sýnd hér á landi, en hún tók þátt
í samsýningu í Nýlistasafninu
árið 1986.
Saskia stundaði nám við Ríkis-
akademíuna í Amsterdam frá 1983
til 1986 og býr og starfar í Amst-
erdam. Hún hefur sýnt verk sín í
Hollandi, Danmörku og Finnlandi.
Efniviðinn í myndir sýnar sækir
hún í landslag og náttúrufyrirbæri
og síðan hún fór sína fyrstu ferð
um ísland árið 1983 hafa myndir
hennar að mestu snúist um form
og fyrirbæri íslenskrar náttúru. Hér
er þó ekki um eiginlegar landslags-
myndir að ræða heldur er landslag-
ið notað á frjálslegan hátt til að
draga fram stemmningar og tilfinn-
ingar.
Sýningin samanstendur af mál-
verkum og grafík og stendur til 3.
júlí. Gallerí Svart á hvítu er opið
frá kl. 14 til 18 alla daga nema
mánudaga.
(Fréttatilkynning)
Prestafélag
íslands 70 ára
PRESTAFÉLAG íslands verður
70 ára á þessu ári en félagið
var stofnað 1918. Afmælisins
verður fyrst og fremst minnst
með því að mánudaginn 20. júní
funda félagsmenn í Fella- og
Hólakirkju um starfskjör
presta. Hefst sá fundur kl. 9.00
árdegis og stendur fram eftir
degi.
í október 1986 var gefin út
álitsgerð nefndar sem kirkjumála-
ráðherra skipaði til að fjalla um
starfskjör presta. í vetur hafa átta
starfshópar víðs vegar um landið
unnið að því að móta stefnu í
kjaramálum á grundvelli þessarar
skýrslu. Munu fulltrúar þessara
hópa flytja framsöguerindi á fund-
inum og síðan verða almennar
umræður og afstaða tekin til þess
hvernig starfínu skuli haldið
áfram.l
Þennan sama dag verður svo
hátíðarsamkoma í Neskirkju kl.
18.00. Þar munu gestir frá presta-
félögum Norðurlanda flytja kveðj-
ur og útnefndir verða heiðursfé-
lagar. Seinna um kvöldið verður
sameiginlegur kvöldverður félags-
manna.
Þriðjudaginn 21. júní verður svo
aðalfundur Prestafélags íslands
haldinn í Fella- og Hólakirkju og
hefst hann kl. 13.00.
Á GOODYEAR
KEMST ÉG HEIM
Á Grand Prix S
nýturöu akstursins til
fulls.
Jafnvel á miklum hraöa
heldur Grand Prix S
sólinn föstu sambandi
viðveginn.
Ég kemst heim á
Goodyear.
GOOD'fYEAR
Enn er drjúgur spölur
eftir. Bíllinn rennur
Ijúflega. Sáralítil
umferð. Bráöum veröur
þú heima.
Grand Prix S. Þú
skynjar þau. Hljóðlát.
Örugg snerting við
veginn. Notalegt.
Dekkin grípa vel í
beygjunum. Og þú ferð
framúr.
Traustur og vandaður
bíll á Grand Prix S.
Hvernig sem ekið er.
Smáspölur eftir. Hættu
ekki á neitt. Þér miðar
vel áfram.