Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 4
rjjrj t T/TT/#T T o crr 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 Seðlabankinn: Verðtrygging á skammtrniainnlán Morgunblaðið/Sigurgeir Pjármálaráðherra sótti Vestmanneyinga heim fyrir skömmu og þá var samningur hitaveitunnar og rikisins undirritaður. Taldir frá vinstri: Arnaldur Bjarnason, bæjarstjóri, Jón Baldvin Hannibals- son, fjármálaráðherra, Eiríkur Bogason, veitustjóri og Ragnar Óskarsson, forseti bæjarstjórnar. Vestmannaeyjar: Hraunhitaveitan heyrir sögunni til innan skamms Hitaveitan mun nýta afgangsorku frá Landsvirkjun Fjármálaráðherra hefur fyrir hönd ríkisins gert samning við bæjarstjórn Vestmannaeyja um yfirtöku þess fyrrnefnda á skuld- um hitaveitu Vestmannaeyja að upphæð 89 milþ'ónir króna gegn því að bærinn leggi hitaveitunni til aðrar tekjur að upphæð 4,2 milljónir árlega á verðlagi í ársbyijun 1987 til loka samningstím- ans árið 2011, en þá er gert ráð fyrir að hitaveitan verði skuldlaus. Þessi samningur er samhljóða lítið er eftir af nýtanlegum hraun- þeim samningum sem áður hafa verið gerðir við Hitaveitu Akur- eyrar og Hitaveitu Akraness í kjölfar athugunar hitaveitunefnd- ar á skuldamálum hitaveitnanna á árunum 1986 og 1987. Ástæða þess að ekki hefur verið gengið frá málum veitunnar í Vest- mannaeyjum fyrr en nú er að beðið hefur verið eftir niðurstöð- um athugunar á framtíðarorkuöfl- un hennar, en til þessa hefur hún byggst á hraunhita. Ljóst er að hita og að kostnaður við nýtingu hans fer ört vaxandi og því hafa tekist samningar við Landsvirkjun um kaup á afgangsorku til upphit- unar. Unnið er að byggingu kyndistöðvar til þess verkefnis og í samningnum er gert ráð fyrir því í lánsfjárlögum að ríkissjóður ábyrgist lán að upphæð 45 millj- ónir króna til byggingar hennar, til kaupa á rafskautskatli og til skuldbreytingar annarra eldri og óhagstæðari lána. Að sögn Eiríks Bogasonar, veitustjóra í Vestmannaeyjum, er gert ráð fyrir að upphitun með rafmagni hefjist í september. Til að byrja með fást sex megawött, sem er um helmingur þess afls sem veitan þarf, en nægt afl þeg- ar styrkingu á spennuafli í Búr- fellsvirkjun er lokið síðari hluta næsta árs. Þá sagði Eiríkur að verið væri að sameina hitaveitu og rafmagnsveitu í Vestmanna- eyjum og væntanlega vatns- veituna einnig og stefnt að því að sameiningunni yrði lokið um áramótin. Hann sagði að miklar vonir væru bundnar við að sam- einingin skilaði sér í ódyrari rekstri veitnanna. Verkfræðistofnun HÍ um niðustöðu Rannsóknarstofnimar byggmgaríðnaðaríns: Burðarþol húsanna stenst samkvæmt íslenskum staðli Finna má að hönnun húsanna segir Ragnar Sigbjörnsson SEÐLABANKINN hefur ákveðið að heimila verðtryggingu spari- fjár sem hefur skemmri bindi- tíma en tvö ár. Verðtrygging nýrra fjárskuldbindinga til skemmri tíma en tveggja ára er óheimil frá og með 1. júlí en Seðlabankinn getur, að fengnu samþykki viðskiptaráðherra, Ný útgáfa af Færey- inga sögu NÝ textafræðileg útgáfa af Fær- eyinga sögu er komin út hjá Stofn: un Arna Magnússonar á íslandi. í þessari nýju útgáfu Færeyinga sögu er texti prentaður stafrétt eftir handritum og eftirritum. Gerð er grein fyrir varðveislu sögunnar, rímum sem ortar eru af efni hennar og tilraun gerð til að grafast fyrir um heimildir sög- unnar, skriflegar og munnlegar, segir I frétt frá Stofnun Arna Magnússonar. Færeyinga saga gerist í Færeyjum á tfmabilinu frá miðri tíundu öld og fram á þá elleftu og fjallar einkum um færeyska höfðingjaætt sem nefnd var Götuskeggjar. Aðalpersón- ur sögunnar eru Þrándur Þorbjamar- son í Götu, sem barðist gegn Noregs- konungum og Sigmundur Brestisson í Skúfey, sem átti í höggi við Þránd. Færeyinga saga hefur ekki varð- veist ein sér í handriti eða sem sjálf- stæð saga í safnhandritum, heldur einungis í sundurlausum köflum sem hefur verið skotið inn í sögur af Ól- afi Tryggvasyni og Ólafí helga. í þessari nýju útgáfu Færeyinga sögu, sem Ólafur Halldórsson hefur gengið frá, er texti prentaður stafrétt eftir handritum, í fyrri hluta sögunnar tveir og þrír textar á hverri blaðsíðu og orðamunur neðanmáls við texta sem er til í fleiri handritum en einu. Kaflar þeir sem Snorri Sturluson tók upp í ólafs sögu helga eru prentaðir stafrétt eftir eftirritum af Kringlu með orðamun neðanmáls úr öllum handritum Ólafs sögu helga sem hafa textagildi. í inngangi, sem er 260 bls. með efniságripi á ensku og skrám, er gerð grein fýrir varðveislu sögunnar, bæði í handritum sem voru notuð við útgáfuna og síðari alda eftirritum sem frá þeim eru runnin. Einnig er gerð grein fyrir rímum sem voru ortar af efni sögunn- ar á 15. öld og tilraun gerð til að grafast fyrir um heimildir sögunnar, bæði skriflegar og munnlegar. Að lokum er fjallað um aldur sögunnar, en líklegast er að hún hafi verið sam- in á fyrstu áratugum 13. aldar. veitt innlánsstofnunum heimild til verðtryggingar sparifjár. Hefur bankinn heimilað verð- tryggingu á svokallaða óbundna og bundna skiptikjarareikninga, þ.e. reikninga þar sem bomir eru saman nafnvextir og vísitölubinding á ákveðnu tímabili. Einnig má verð- tryggja sparireikninga með minnst 6 mánaða bindingu, en innistæður á verðtryggðum sparireikningum með skemmri gilditíma en 6 mán- uði verða aðeins verðtryggðar áfram eftir 1. júlí þar til eigendur taka innistæður sínar út. Bönkum er heimilt að verð- tryggja orlofsreikninga og einnig verða skylduspamaðarreikningar ungmenna hjá Byggingarsjóði ríkissins verðtryggðir. Vinnuhópur á veg’um Tónabæjar VINNUHOPUR á vegum félags- miðstöðvarinnar Tónabæjar tekur að sér margvisleg verkefni i sum- ar fyrir borgarbúa og fyrirtæki, og gerir i þau föst verðtilboð. Garðhreinsun, gluggaþvottur, timburvinna, hreingemingar og til- tekt á lóðum er meðal þess sem hóp- urinn getur leyst af hendi, segir ( frétt frá Tónabæ. Vinnuhópur Tóna- bæjar starfar í tengslum við íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur. Hann er skipaður 16 unglingum á aldrinum 15-17 ára og tveim verkstjórum, en skiptist í einingar eftir verkefnum. Þetta er fímmta sumarið sem vinnu- hópurinn starfar. Verkfræðistofnun Háskóla íslands hefur kannað burðarþol húsanna við Eldshöfða 14, 16 og 18, Skipholt 50C, Suður- landsbraut 22 og 24 og Réttar- háls 2 og komist að þeirri niður- stöðu að þau standist jarð- skjálftaálag samkvæmt íslensk- um staðli lST 13, jafnvel þótt miðað sér við háan svæðisstuð- ul. Könnunin var gerð að beiðni borgarverkfræðings og bygg- ingafulltrúa Reykjavíkur í kjöl- far skýrslu frá Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins, þar sem burðarþol húsanna er talið áfátt. Ragnar Sigbjömsson fram- kvæmdastjóri Verkfræðistofnun Háskóla Islands sagði að mikill eðlismunur væri á húsunum og að finna mætti að hönnun þeirra. „En ég hef reynt að túlka gildandi reglur eins og þær verða best skildar og meta hvort húsin stand- ist þær og mér virðist svo vera í öllum tilvikum," sagði Ragnar. „Það em að vísu vissir hlutir, sem ég hefði mælt með að væru öðruv- ANNA Liisa Piipari, menningar- málaráðherra Finnlands, kemur til íslands á morgun, 20. júni, i boði menntamálaráðherra og dvelst hér til 23. júni. í för með ráðherranum verður sonur henn- ar, Jika-Petteri Piipari, Mati Gu- stafson, deildarstjóri í finnska menntamálaráðuneytinu, og Irm- eli Niemi, prófessor. ísi leystir. Varðandi jarðskjálftana, þá virðist mér öll húsin standa samkvæmt ÍST 13, jafnvel á hærri svæðum. Ég held því að í flestum tilvikum verði að telja jarðskjálfta- þol húsanna viðundandi og ég hef ekki beina vísbendingu um að eig- endur húsanna þurfi að óttast að þeirra hús sé verra en önnur.“ í skýrslunni er fjallað lítillega um jarðskjálftahættu í Reykjavík og hugsanleg áhrif Suðurlands- skjálfta. Þar er komist að þeirri niðurstöðu að ólíklegt sé að húsin hrynji, þar sem jarðskjálftaáraun mun að ölium líkindum verða inn- an við 60% af reikningslegri burð- argetu við verstu aðstæður. „Þannig að það er ekki ástæða fyrir fólk að vera með mjög mikinn ótta en það er samt gott að vita Gestimir munu ferðast um Suður- land og jafnframt heimsækja söfn í Reykjavík og fleiri menningarstofn- anir. Þá mun finnski ráðherrann eiga viðræður við Birgi ísl. Gunnarsson, menntamálaráðherra, um samskipti Finna og íslendinga á sviði menning- armála og vísinda. (Fréttatilkynningf) af þessu,“ sagði Ragnar. „Óvissan liggur að vísu í því að eginleikar íslenskrar steinsteypu eru lítt þekktir. Þeir hafa ekki verið rann- sakaðir nægjanlega að mínum dómi.“ Hæfileika- keppni í hljóð- færaleik áhugamanna Hæfileikakeppni i hljóðfæra- leik áhugamanna verður haldin á Hótel Borg dagana 5.-7. júlí. Af þeim sem sækja um þátttöku í keppninni verða 20 manns valdir úr sem flytja munu tvö af sínum bestu lögum. Æskilegt er að annað lagið sé frumsamið þó það sé ekki gert að skilyrði og mun dómnefnd velja besta frumsamda lagið ásamt hæfileikaríkasta flytjandanum. Undankeppni verður kvöldin 5. og 6. júlí en 7. júlí fer fram úrslita- keppnin. Verðlaun eru í boði og verða þau auglýst síðar. Ákveðið hefur verið að leita sam- komulags við fjölmiðla að senda út keppnina. Hótel Borg stendur að þessari keppni en framkvæmdastjóri henn- ar er Jón Valgeir Bemharðsson. Innritun og nánari upplýsingar um keppnina verður dagana 20.-23. júní. • l LISTAHÁTIÐ Dagskráin í dag K1 14.00 íslenska óperan Guameri strengjakvart- ettinn K1 14.30 Þjóðleikhúsið Black Ballet Jazz 5. sýning K1 17.00 Norræna húsið Göran Tunström fyrirlestur og upplestur úr eigin verkum K1 18.00 Háskólabíó Sinfóníuhljóm- sveit íslands Debra Vander- linde, sópran Stjómandi Gil- bert Levine Aukasýning á Black Ballet Jazz VEGNA mikillar aðsóknar á sýningar Black Ballet Jazz hefur Listahátíð ákveðið að efna til aukasýningar í Þjóð- leikhúsinu i kvöld, sunnudag, klukkan 20. Verður þessi aukasýning 6 sýning hópsins. Uppselt er á fimm fyrstu sýningamar, „upp í rjáfur" í Þjóðleikhúsinu, eins og Sonja B. Jónsdóttir starfs- maður Listahátfðar orðaði það f gær. Hún sagði einnig að sýn- ingin hefði hlotið sérstaklega góðar viðtökur. Finnskur menningar ráðherra í heimsókn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.