Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 9 I 3. sunnudagur eftir trinitatis. Lúk. 15,1.-10. HUGVEKJA eftir séra GUÐMUND ÓLA ÓLAFSSON Og enn er veizla o g fagnaður Hvflíkt annríki! Kvöldmáltíðinni miklu er varla lokið — og alls ekki, því að þeir, sem sóttir voru út á stræti og götur, í gerði og út á brautir, eru ekki á förum. Og nú eru þar ekki einungis fátækir, örkumla, blindir og haltir, heldur streyma nú að allir tollheimtu- menn og bersyndugir. Það er eins og þeim þyki mest nýlunda að heyra kenning meistarans. Og svo eru komnar leitir, ekki sauðburð- arannir né haustsmölun í köldu hreti, heldur er nú leitað að einum sauð, trúlega vanmetakind, sem ekki fylgdi öðrum. Og fyrr má nú vera óðagotið, því að nú er hlaupið frá veizlunni, — eða öllu heldur hjörðinni, og hún skilin eftir í óbyggðinni. Ekki er nú fyr- irhyggjan. En hvað um það? Sauðurinn finnst, og lúinn er hann. Hann virðist ekki fær að fylgja hirðin- um. Hann er borinn á herðum, eins og höfðingi, líklega létt byrði og indæl. Og varla er fyrr heim komið en boðið er til nýs fagnað- ar, kallað á vini og granna: „Sam- gleðjizt mér, því að ég hef fundið sauðinn minn, sem týndur var!“ — Það virðist vera gott nágrenni í þeirri sveit. Hver er sá týndi sauður? Hví eru hinir skildir eftir í óbyggðinni? Þekkir þú þennán fagnað, sem Júsús segir frá, gleðina í himnin- um? Ýmsum sögum fer nú af því, hversu skemmtilegt sé í húsi Guðs. Margir segja þar fámennt og dauflegt í meira lagi. Sumir telja presta andlaus dauðyfli, aðr- ir segja messuna komna úr þeirri fomöld, að hún og þeir, sem að henni laðast, hljóti að vera nátt- tröll og steingervingar. Þó er það nú svo, að þessum liðlega hundrað prestum í landinu, sem að sjálf- sögðu eru ekki nema moðreykur á móti einum sæmilega mönnuð- um skóla í þéttbýli, tekst með engu móti að venja fólk með öllu af kirkjugöngum. Trúlega er messað í einum áttatíu til hundrað kirkjum á landinu á hveijum sunnudegi. Og þótt þeir séu flesta aðra daga að jarðsyngja einhver guðsböm, þá er eins og lítið fækki í hjörðinni. Meira að segja er ekki ólíklegt, að fleira fólk sæki kirkju á íslandi nú en fyrir hálfri eða heilli öld. Það er einnig efamál, að nokkrir þeir, sem boða til mannfunda hér, aðrir en söfnuðir, nái til jafn margra og jafn oft, að skólum frátöldum. En þeir geta beitt skyldunni. Unga fólkið, sem kveðst vilja vera kristið, en ekki geta unað sér í fomöldinni, er ekki margt. Og sá söfnuður, sem það nær til, er harla fámennur, ef hann er borinn saman við „gamla fólkið", sem sækir „gömlu kirkjuna" sína. Nei, veizla Guðs og fagnaður er með öðmm hætti en annar gleðskapur. Þar gleðst sá týndi sauður, sem fór villur vegar, missti sjónar af hirði sínum og hjörðinni í einhverri grastó eða fláka, sem var þó ekkert nema hjómið eitt í eyðimörkinni, — blin- daðist í sandmekki, svalt og þraut að kröftum, reyndi að hlaupa og jarma, missti síðast alla von, var að hverfa í sandinn, er hann loks heyrði kallið. Þar var kunnug raust, og öllu var borgið. Og þar er hirðirinn góði, sem þegar kenndi sviðans og saknað- arins, þegar einn var horfínn — og þá sá, sem helzt var vesæll og hjálparþurfí. Og nú em báðir komnir heim. Hafir þú verið annað tveggja, eða hvort tveggja, sá týndi sauður og vinucigóða hirðisins, þá þekk- irðu gleðina í húsi Guðs. Þá fær enginn prestur spillt fögnuði þínum, engin fornöld. Þú ert fyrir augliti Guðs. Þú ert að fagna með hirðinum, sem lagði allt í sölurn- ar, var þess albúinn að fóma sér fyrir hinn eina. Þú heyrir orð hans. Þú gengur að borði hans, þiggur líf þitt úr hendi hans, á meðal vina, systkina. Þá verða gamlir sálmar og tónar ekki fram- andi, heldur gamlar gersemar, því að þú veizt, að þú ert að syngja með þeim, sem gengnir em inn til gleðinnar miklu og eilífu. Því að þeir em einnig hin mikla hjörð. Hann, góði hirðirinn, er aldrei glaðari en þegar hann etur með tollheimtumönnum og syndurum, vitjar sjúkra, sem þurfa læknis, finnur týndan sauð, fellur um háls þeim bróður eða syni, sem var týndur og dauður. Hann lagði líf sitt á metaskálar fyrir þig. Hann gleymir þér ekki, sleppir þér ekki. „Þeir skulu aldrei að eilífu glat- ast, og enginn skal slíta þá úr hendi minni.“ Jóh. 10,29. m UPPLÝSINGAFUNDUR HJÁ EDB-SKÓLANUM |Her inn á lang A. flest heimili landsins! EDB-skólinn í Noregi býður öllum þeim, sem áhuga hafa, til fundar á Hótel Sögu mánudaginn 20. júní kl. 18.00. Mötuneyti, hótel og veitingastaðir brauð- og kryddrasp til í 5 -10 og 25 kg pakkningum. Skipholti 1. Sími 23738. Um það bil 15 þúsund Islendingar hafa treyst Fjárfestingarfélaginu fyrir sparifé sínu undanfarin ár! Þeir, sem hafa fjárfest í Kjara- bréfum eru tryggðir gegn verðbólgusveiflum þjóðfélagsins. Á bak við Kjarabréfin stendur Verðbréfasjóðurinn hf, stœrsti verðbréfasjóður landsihs, en sjóð- urinn dreifir áhcettu sinni með kaupum á bréfum ríkis og sveitar- félaga, bankaábyrgðum, sjálf- skuldarábyrgðum, bréfum stórfyr- irtœkja og fasteignatryggðum bréfum. Á verðbólgutímum eru Kjara- bréfin öruggur og arðbœr kostur. Þar af leiðandi hafa Kjarabréfin skilað umtalsverðum vöxtum umfram verðbólgu, eins og sést greinilega á línuritinu. FJARFESTINGARFEIAGIÐ • Hafnarstræti 7,101 Reykjavík 0 (91) 28566 Kringlunni, 103 Reykjavík 0 (91) 689700 Ráðhústorgi 3, 600 Akureyri 0 (96) 25000 Ofangreint línurit sýnir mánaðarlega hækkun umreiknaða til árshækkunar. Símsvari ALLAN SÓLARHRINGINN í síma 28506. Upplýsingar um daglegt gengi Kjarabréfa, Markbréfa, Fjölþjóðabréfa og Tekjubréfa Gengi: 16. júní 1988; Kjarabréf 2,935 - Tekjubréf lr446 - Markbréf lr527 - Fjölþjóðabréf 1A268
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.