Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19- JÚNÍ 1988 p29 í áttundu hugvekju stendur: „Vertu ekki hrygg sála mín, efast í engan máta nú framar meir um guðs miskunsemi... Og þó að mín náttúra sé flekkuð og fordjörfuð af djöflinum." Fertugasta og sjöunda hugvekja er, Um þá farsæld að sjá og skoða guð í eilífu lífi: „Fyrir þínu augliti fæ ég nægð fagnaðar og gleðilegt líf til þinnar hægri handar æfin- lega.“ Og „Ó! Hvað blessuð farsæld, þar sú allra helgasta þrenning mun uppfylla alla vora hjartans girnd og eftirlangan." Helvíti heitt, huggun fær eytt Eins og fram hefur komið nutu hugvekjur Jóhannesar Gerhards umtalsverðra vinsælda og voru end- urprentaðar níu sinnum, síðast árið 1774. En íslendingar áttu einnig kost á hugleiðingum Gerhards í bundnu formi. Séra Sigurður Jóns- son að Presthólum (f. um 1590, d. 1661) sneri hugvekjunum yfir á rímað mál. Hugvekjusálmar hans komu út samtals tuttugu sinnum á árunum 1652-1843. Menn greinir nokkuð á um skáldskapargildi þessa kveðskapar en það er trúlegt að landsmönnum hafi þótt það hagræði að hafa boðskapinn rímaðan t.d: Ef þú kristin sál athugar, að píslimar, eilífar eiga að vera, því betur lærir þú, að þenkja nú, hvað þungt sé þær að bera. Helvíti heitt, huggun fær eytt. Það bitra bál, brennandi sál, alla tið á að vara. Það er enn til vitnis um hve hug- leiðingar Gerhards voru endingar- góðar að árið 1894 var fertugasta og fjórða hugvekja gefin út í smá- prenti. Huggun fyrír þá sem missa sína ástvini. Hugvekja þessi er ekki í hópi þeirra harkalegri, höfundur er á mildari nótunum og leitast við að líta á bjartari hliðina; fátt er svo með öllu illt að ei boði gott: „Hug- leið nú og sjá, hversu þessi heimur er svo sem á fallanda fót kominn, og fer daglega dags meir og meir hrönandi, svo augljóst er, að ekki muni langt þess að bíða, að hann með öllu kollsteypist og eyðileggist; því skyldir þú þá ekki þakka guði þar fyrir, og samfagna með þínum ástvinum, að þeir eru fyrri en seinna frelstir með einum skaplegum dauða, undan þeirri ógnarlegu hrap- an og því hættusama skipbroti þessa heims, hvers ekki hefði verið gott að bíða.“ Myndir: Bragi Asgeirsson Samantekt: PLE og strangur dómari. Niður undir þeim opið og gapandi helvíti. Innan fyrir í bijóstinu nagandi samviska, hið ytra sá upptendraði kvalanna eldur...“ „Þar munu vera nálægir þeir góðu englamir, sem veija syndugum inn- göngu í sæluna og þeir illu englarn- ir sem þá með sér hrekja og draga í kvölina." Það er að vonum að spurt er: „Nú ef sá réttláti kann naumlega hólpinn verða? Hvar mun sá hinn syndugi birtast?" Svarið má m.a. finna í fer- tugustu og níundu hugvekju. Um þær feikna kvaiir sem þeir for- dæmdu verða að líða í helvftk í helvíti er óútskýranleg mergð og nægð af öllu illu, en þar þvert á móti skortur á öllu góðu ...“ ... í helvíti mun standa óbærileg- ur hiti af eldinum og gnístandi grimd af kuldanum, þar verða sífelld myrk- ur, þar verður svæla og sífelldur harmur, þar verða fyrir sjónum ógn- anlegar myndir djöflanna, þar verður hróp og veinan að eilífu, þar verður þurrkur og þorsti, þar verður ein andstyggileg brennisteinslykt...“ Ölkærum mönnum og matglöðum var ætlað að íhuga: ....þeir for- dæmdu munu enga hugðarhægð þar af hafa. þótt þeir hafi haft sífellt sælgæti öls og matar hér í heimi, því þeir munu þar ei einn vatnsdropa fá að svala á, sínum ósegjanlegum þorsta." Útvaldir til eilífrar sælu Eins og fram hefur komið hug- leiddi hinn þýski guðfræðingur gjaman þá hluti sem ætla má að mönnum hafi þótt nokkuð ónotaleg- ir. — En Gerhard færði stundum ánægjulegri tíðindi í tal; maðurinn var ekki algjörlega fordæmdur, t.d. í fertugustu og níundu hugvekju. Um þá farsæld að skoða guð í eilífu lífi: „. .. þeim rétttrúuðu er fyrir Kristum gefin magt guðs börnum að verða." Og í tuttugustu og fjórðu hugvekju. Ein kristileg umþekking um það hvernig guð hefur fyrirætlað alla þá trúuðu til eilífrar sælu: „Guð útvaldi oss áður en grundvöllur ver- aldarinnar var lagður, en þó útvaldi hann oss alleinasta í Kristó, hvar fyrir, ef þú ert í Kristó fyrir trúna, þá efastu engan veginn þar um, þú ert þá vissulega einn af tölu þeirra útvöldu.“ Gerard farast svo orð í fertugustu og fimmtu hugvekju: „Sonurinn gaf sig sjálfan í dauðann svo hann þyrfti ekki oss að fordæma.“ Til Krists mælir hinn þýski guð- fræðingur: „Þú segir svo sjálfur að sá sem heyrir þitt orð og trúir á þann sem þig sendi, hann hafi það eilífa líf og hann skuli ekki koma fyrir dóminn." Og í níundu hugvekju. Hvernig vér eigum guð aleina að clska, stend- ur: „Elskan til guðs er það teikn, með hveiju guð teiknar þá trúuðu og útvöldu. Engan þann mun guð á efsta degi þekkja fyrir sitt barn sem ekki hefur þetta teikn á sér. Því að trúin, með hverri við aleina vér með- tökum réttlætið og sáluhjálpina er ekki rétt né sönn utan hún hafi á sér stöðugt traust." Wðbótafsgjy j aga ferðir S]_ j ferðíri9.jaif( ,, góð ^ga, þjónustu bestu sóJarstri * Mundu að n agúst • ( fflaí * Sja ví °g 11 oictóbe ’ greiðalukjör * K°mu m, '0Dd Spáaar 5aQta strax/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.