Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
Litið inn á Rannsóknadeild Borgarspítalans
-4
!
Rannsóknadeild Borgarspítal ans tók fyrir nokkru í gagnið
nýtt tæki til hjartarannsókna sem gefur möguleika á betri
og hraðari greiningu ákveðinna hjartasjúkdóma. í tilefni
af því átti Morgunblaðið viðtal við nokkra starfsmenn
deildarinnar. Verður hér greint frá starfsemi hennar, hinu
nýja tæki og öðru sem þar fer fram. Yfirlæknir deildarinnar
er dr. med. Eggert Ó. Jóhannsson sem starfað hefur við
deildina frá upphafi. Hann lýsir í nokkrum orðum helstu
þáttum starfseminnar en nfjar fyrst upp nokkur atriði úr
sögu hennar:
— Rannsóknadeild Borgarspítalans tók til starfa á
haustmánuðum 1962 í húsnæði Heilsuvemdarstöðvar
Reykjavíkurborgar. Þar var þá fyrir lyflækningadeild undir
stjóm dr. med. Óskars Þ. Þórðarsonar. Deildimar vom
báóar fluttar í núverandi húsnæði hér í Borgarspítalanum
í árslok 1967.
— Við deildina starfa fimm læknar í fullu starfi eða
hlutastörfum. Stefán Jónsson og Gizur Gottskálksson sinna
klínískri lífeðlisfræði, Guðmundur I. Eyjólfsson sér um
blóðmeinafræði, Haraldur Briem og Sigurður
Guðmundsson sjá um sýklarannsóknir og sjálfur er ég
sérfræðingur í lækningarannsóknum og sé nú mest um
meinefnafræði og sinni stjómunarstörfum. Þá er
lyfjafræðingur starfandi við deildina, Leifur Franzson, og
hefir hann umsjón með hormóna- og lyfjamælingum. f um
það bil eitt ár hefir aðstoðarlæknir líka starfað á deildinni.
Mannekla
— Dagleg rannsóknastörf vinna
meinatæknar undir stjóm yfir-
meinatæknis og deildarmeina-
tækna. Meinatæknamir bera hita
og þunga starfseminnar og er oft
mikið á þá lagt vegna manneklu
en á síðastliðnu einu og hálfu ári
hefir vantað mikið á að stöður séu
fullskipaðar. Á síðasta sumri urðum
við af þessum sökum að loka tíma-
bundið þeirri starfsemi er sinnir
rannsóknum vegna blóðgjafa eða
frá júní til ársloka og sýklarann-
sóknum í þijá mánuði. Aðeins dugn-
aður og ósérhlífni meinatæknanna
fleytti okkur yfir þessi vandræði.
Ástandið er nú ívið betra, en við
erum kvíðin því sagan gæti endur-
tekið sig þar sem aðsókn að náms-
braut í meinatækni við Tækniskóla
íslands, sem áður var mikil, hefir
á síðustu árum hraðminnkað. Mikið
hefír þó verið gert til þess að auka
og bæta námið enda útskrifast
meinatæknar nú með BS-gráðu.
Auk áðumefndra starfa tveir rit-
arar á deildinni, þrjár stúlkur í af-
greiðslu og aðrar þijár annast ýmis
aðstoðarstörf.
Deildin annast nánast allar rann-
sóknir fyrir aðrar deildir spítalans
og má segja að svo til allir sjúkling-
ar sem inn á Borgarspítalann koma
þurfi einhveija rannsókn hjá okkur.
Niðurstöður rannsókna og mælinga
sem hér eru gerðar að beiðni lækna
leggja síðan grundvöll að sjúkdóms-
greiningu og viðeigandi meðferð.
Auk þessa er mikið um ýmiss konar
rannsóknir á utanspítalasjúklingum
er koma hingað einkum á morgnana
til próftöku og fylgir því umfangs-
mikil starfsemi.
Heildarfjöldi rannsókna á síðasta
ári var kringum 375 þúsund þar
af um 20% hjá sjúklingum utan
spítalans. Megnið af rannsóknum
og mælingum fer fram á venjuleg-
um dagvinnutíma.
Nú er stundum sagt að margs
konar lítt nauðsynlegar rannsóknir
séu framkvæmdar á sjúklingum
með tilheyrandi kostnaði — kemur
slíkt fyrir á þessari deild?
Nauðsynlegar rannsóknir
— Auðvitað er ekki hægt að úti-
loka slíkt en ég held þó að reyndir
læknar biðji almennt ekki um annað
en nauðsynlegar rannsóknir. Lækn-
ar held ég að viti að margar rann-
sóknir eru dýrar og þeir gera sér
það ekki að leik að safna alls konar
ónauðsynlegum upplýsingum.
Er deildin vel á vegi stödd hvað
varðar aðbúnað og tæki?
— Við erum nokkuð vel stödd
hvað varðar tæki þó að alltaf sé
þörf nýkaupa og endumýjunar eldri
tækja. Tækjabúnaður til hjarta-
rannsókna er hér mjög fullkominn
eins og Gizur mun lýsa hér á eftir.
Tæki til blóðmeinafræðirannsókna
var síðast endumýjað fyrir 5 árum
og er það mjög fullkomið en dýrara
í rekstri en nýrri tæki. Það hefir
sparað okkur og losað vinnukraft
meinatækna til annarra starfa.
Sjálfvirk tæki fyrir meinefnafræði
eru orðin mjög hlaðin verkefnum
og ráða ekki við mikið meira en
þeim er ætlað núna. Úr þessu þarf
fljótlega að bæta, þannig að fleiri
tegundir rannsókna verði um leið
gerðar sjálfvirkt.
Við fáum á þessu ári lítið fé til
tækjakaupa, því önnur ekki síður
nauðsynleg starfsemi þarf líka sitt,
til dæmis röntgendeild sem þarf að
endumýja sumt af dýmm tækja-
búnaði sínum. Þú spyrð um að-
búnað, ef þú ert að spyija um að-
búnað starfsfólks þá er hann orðinn
slæmur. Samfara auknum umsvif-
um í rannsóknastarfsemi hefir
ávallt verið þrengt að aðbúnaði
■ Eggert Ó. Jóhannsson yfirlæknir rannsóknadeildar Borgarspítal-
ans.
■ Gizur Gottskálksson er hér við hið nýja ómskoðunartæki sem
getur meðal annars mælt blóðflæði i hjartanu og sýnt það í lit á
skerminum.
■ Guðmundur I. Eyjólfsson við smásjána.
starfsfólks uns hann er nú orðinn
illviðunandi. Við erum þá komin að
sameiginlegum vanda þjónustu-
deilda spítalans, þær búa núorðið
allar við meiri eða minni húsnæðis-
þrengsli og sumar meiri en Rann-
sóknadeild.
Deildin er allvel tölvuvædd og
vorum við snemma á ferðinni með
það, byijuðum í júní 1968. Við höf-
um þó dregist aftur úr og nú þarf
átak til þess að ná því sem best
gerist í notkun tölvu á deildinni.
Hvað með aðstöðu til annarra
rannsókna?
— Við getum ekki bætt við okk-
ur rannsóknum nema að fá fleiri
starfsmenn. Við höfum óskað eftir
heimild fyrir einni stöðu, til dæmis
iyfjafræðings, í áhætturannsókna-
stofunni. Rannsóknir á áhættusýn-
um hafa aukist og vinnuálag er
orðið mikið. Tækin sem notuð eru
við þessar rannsóknir eru hins veg-
ar langt frá því að vera fullnýtt.
Með mannskap til viðbótar ykist
afkastageta deildarinnar verulega á
rannsóknum vegna alnæmis og lifr-
arbólgu þannig að Borgarspítalinn
gæti eins og áður einn annast þess-
ar rannsóknir fyrir allt landið. Þetta
hlýtur að vera ódýrasta og einfald-
asta lausnin á þessu mikla máli.
Haraldur Briem og Sigurður
Guðmundsson sinna smitsjúkdóm-
um og sýklafræði og starfa bæði á
Rannsóknadeildinni og legudeild-
um. Þeir greina frá helstu þáttum
starfs þeirra:
Áhættusýni
— Við höfum umsjón með mót-
efnamælingu áhættusýna vegna
alnæmis- og lifrarbólguveiru en
þetta er eini staðurinn á landinu
þar sem mæling á þessum áhættu-
sýnum hefur farið fram frá því í
nóvember 1985. Mælingar á mót-
efnum gegn alnæmisveiru hófust í
Bandaríkjunum vorið 1985 svo við
vorum nokkuð fljót að taka við
okkur hérlendis. Fljótlega byijuðu
síðan hjá Blóðbankanum mælingar
á sýnum frá blóðgjöfum.
Þessi starfsemi er orðin allum-
fangsmikil hjá okkur og er fjöldi
mælinga á mótefnum gegn alnæm-
isveiru frá upphafi kominn á 10.
þúsund. í ársbyijun 1987 jukust
þessar mælingar mjög mikið en nú
eru þær kringum 400 á mánuði.
Hingað til hafa greinst 40 einstakl-
ingar með smit af völdum veirunnar
og þar af 5 með alnæmi. Fólk get-
ur komið hingað og óskað eftir
mælingu vegna alnæmisveirunnar
og rætt við okkur um niðurstöðu
prófsins. Það kemur því í hlut okk-
ar Sigurðar að ræða við fólkið.
Þeim sem smitaðir eru er síðan
boðið eftirlit og meðferð sérfræð-
inga í smitsjúkdómum og ónæmis-
fræði ýmist hér á Borgarspítala eða
Landspítala.
Haraldur segir að milli 80 og 90%
þessara mælinga séu frá fólki sem
kemur í fyrsta sinn en alltaf er
nokkuð um að fólk komi aftur í
mælingu. Fyrst í stað kom aðallega
fólk úr áhættuhópum, t.d. hommar,
en Haraldur segir að þeim fari