Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.06.1988, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988 3 Hátíðarhöldin á þjóðhátíðardaginn Morgunblaðið/Einar Falur Nýstúdentar bera blómsveig að minnisvarða Jóns Signrðssonar. Fyrir aftan eru Vigdís Finnbogadóttir forseti íslands og Þorsteinn Pálsson forsætisráðherra. v Morgunblaðið/ÓI.K.M. Skátar og Lúðrasveitin Svanur fóru fyrir skrúðgöngunni frá Hallgrímskirkju. Litríkar regnhlífar á lofti í Reykjavík Haldið upp á daginn í glamp- andi sól og hita á Austfjörðum HÁTÍÐARHÖLDIN 17. júní fóru vel fram um allt land en veður setti strik í þau um sunn- an- og vestanvert landið. Fyrir austan og norðan var hins veg- ar besta veður. Það blés ekki byrlega fyrir Sunnlendinga á sjálfan þjóðhátíð- ardaginn. Sunnan strekkingur og rigning settu svip sinn á hátíðar- höldin og að sögn lögreglunnar í Reykjavík var auðsýnilega færra fólk í bænum en oftast áður og stoppaði það styttra við. Töluverð- ur fjöldi fylgdist þó með í mið- bænum þar sem skemmtiatriðin fóru fram og voru litríkar regn- hlífar hvarvetna á lofti. Dagskráin hófst kl. 10 með því að Magnús L. Sveinson forseti borgarstjómar lagði blómsveig að leiði Jóns Sigurðssonar í kirkju- garðinum við Suðurgötu. Við Austurvöll lagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, blómsveig frá íslensku þjóðinni að minnis- varða Jóns Sigurðssonar og Þor- steinn Pálsson forsætisráðherra flutti ávarp. Á Lækjartorgi var fjöldi manns eftir hádegið með spenntar regn- hlífar að hlýða á skemmtidagskrá og borða pylsur og sælgæti. Með- al annarra söng Valgeir Guðjóns- son af hjartans list og hvatti hann áhorfendur til að hreyfa sig í takt við tónana til að ná hrollinum úr sér. I Hallargarðinum skemmti yngsta kynslóðin sér ágætlega yfir skrítnum persónum í Brúðubílnum og sumir léku mini- golf þó vindar réðu því meir hvar kúlan lenti en fæmi. Sumir brugðu sér út á úfna tjömina í róðrabát. Kvöldskemmtun var í Lækjar- götunni og var fámenni þar enda komið slagveður. Þar komu fram ýmsar íslenskar hljómsveitir og leikið var á fullum styrk til kl. 1. Uppselt var hinsvegar á tón- leika Listahátíðar i Laugardals- höll. Skin og skúrir Á Akranesi vom dagskráatriði flutt inn í íþróttahúsið vegna veð- urs. Þar var geysigóð stemning, að sögn lögreglunnar á Akranesi, „húsið sneisafullt og dansleikur langt fram á nótt.“ Sömu sögu er að segja frá Ísafírði. Þar vom dagskráratriði flutt inn í hús vegna veðurs en allt gekk þó prýðilega fyrir sig, að sögn lög- reglu. Ibúar á Austurlandi fögnuðu hins vegar þjóðhátíð í glampandi sól og hita. Á Egilsstöðum stóð íþróttafélagið fyrir skemmtun og fór hún vel fram í fögm veðri. Á Husavík tók fjöldi manns þátt í hátíðarhöldunum sem fóm fram í besta veðri. Þar léku Skriðjöklar fyrir dansi langt fram á nótt í félagsheimilinu. Hátíð á Hrafnseyri Á Hrafnseyri við Amarfjörð, á fæðingarstað Jóns Sigurðssonar, hefur sú hefð skapast að haldin sé hátíð þar til minningar um Jon Sigurðsson. Sú hátíð hefur farið fram frá því að kapella staðarins var vígð 3. ágúst 1980 af Sigur- bimi Einarssyni þáverandi biskupi íslands. Þann dag var safn Jóns Sigurðssonar einnig opnað og var það fyrsta embættisverk Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands að opna safnið. Hátíðarræðu á Hrafnseyri flutti Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra og Halldór Kristjánsson frá Kirkjubóli flutti fmmort kvæði. Að dagskrá lok- inni bauð Hrafnseyramefnd gest- um til fagnaðar. Börnin fylgdust af athygli með Brúðubilnum í HaUargarðinum. Morgunblaðið/Ól.K.M. Ól.K.M. Götuleikhúsið Auðhumla 88 var með uppákomu í miðbænum. Morgunblaðið/Ól.K.M. í Hljómskálagarðinum fengu allir sem þess óskuðu andlitssnyrt- ingu í öllum regnbogans litum. Morgunblaðið/Helena Leikurinn er alltaf skammt undan hjá ungviðinu. Það var ólíkt umhorfs á Egilsstöðum en á Suðvesturhorninu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.