Morgunblaðið - 19.06.1988, Qupperneq 33
8861 'ÍMÚl .61 HUOAaUMVfUg .aiaAJflMUOflOM
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 19. JÚNÍ 1988
Litið inn á Rannsóknadeild Borgarspítalans
fækkandi og öðrum fjölgandi. Fólk
sem komið hefur að eigin ósk í
mælingu getiir hringt til læknanna
og fengið að vita niðurstöður en
Haraldur segir það of algengt að
fólk bidji ekki um niðurstöður próf-
anna. Rannsóknir á lifrarbólguveiru
A og B við deildina hafa leitt í ljós
að meðalnýgengi smits af völdum
þessara veira, þ.e. ný sjúkdómstil-
felli, síðastliðin tvö ár er um 6 á
100 þúsund íbúa á ári.
— Annað starf okkar hér eru
almennar sýklarannsóknir og við
erum í nánu samstarfi við Rann-
sóknastofu Háskólans í sýklafræði.
Hér er sinnt um 10 þúsund sýnum
árlega. Fyrir utan þjónusturann-
sóknir við sjúkradeildir er stundað
gæðaeftirlit á sýklalyfjum og
grunnrannsóknir á áhrifum sýkla-
lyfja. Við störfum því nokkuð jöfn-
um höndum á Rannsóknadeildinni
og legudeildum þar sem við fylgj-
umst með sjúklingum okkar.
Lífeðlisfræði
mannslíkamans
Gizur Gottskálksson og Stefán
Jónsson starfa á sviði klínískrar
lífeðlisfræði. Stefán greinir í nokkr-
um orðum frá starfínu gegnum árin:
— Rannsóknir á sviði klínískrar
lífeðlisfræði hófust árið 1972. Það
H Meinatæknar hafa í mörgu að snúast. Frá vinstri: Una Guðnadóttir, Elín A. Björgvinsdóttir, Svargo
Pedersen og Jónhildur Halldórsdóttir yfirmeinatæknir.
batahorfur sjúklinga með erfiðar
truflanir. Við hófum þessar rann-
sóknir í nóvember 1986 og er fjöldi
þeirra nú kominn nokkuð á þriðja
tuginn. Þær krefjast sérhæfðs
starfsfólks og eru nokkuð tímafrek-
ar. Það er því mikilvægt að nota
þær aðeins þar sem líklegt er að
þær komi að verulegu gagni við
greiningu og meðferð þessara sjúkl-
inga.
Að síðustu vil ég nefna nýjasta
tækið sem við fengum um síðustu
áramót. Þar er um að ræða n\jög
fullkomið tæki til ómskoðana á
hjarta. Það hefur einnig útbúnað
til rannsókna á flæði í hjartanu sem
kemur að miklu gagni við greiningu
og eftirlit á sjúklingum til dæmis
sjúklingum með lokugalla. Þá hefur
tækið tölvubúnað sem sýnir flæði
blóðsins í lit sem gefur ítarlegri
upplýsingar um rennslið. Ómskoðun
er hættulaus rannsókn sem má
endurtaka svo oft sem kosið er og
hefur dregið stórlega úr þörf hjarta-
þræðinga vegna hjartasjúkdóma
annarra en kransæðaþrengsla og
takttruflana.
Eggert Jóhannsson minntist á
starf meinatæknanna hér að fram-
an og sagði þá bera hitann og þung-
Sl
ár og næstu tvö árin var keypt
nokkuð af tækjum til að fram-
kvæma þær. Er starfsemin hófst
höfðu rannsóknir sem þessar ekki
verið gerðar hér á landi í umsjón
sérmenntaðra lækna. Fyrstu árin
vann ég í hlutastöðu og naut aðstoð-
ar meinatækna eftir þörfum. í upp-
hafi voru rannsóknategundir fáar
og tengdust einkum athugunum á
starfsemi hjarta og öndunarfæra
en einnig á nýrum og meltingarfær-
um. Með auknum og endumýjuðum
tækjabúnaði hefur rannsóknateg-
undum flölgað mjög og heildarfjöldi
rannsókna farið ört vaxandi. Frá
upphafi hefur mestur fjöldi rann-
sókna verið bundinn hjarta og
blóðrásarkerfi og var til að byija
með einkum um að ræða hjartaraf-
ritun við áreynslu ásamt ýmsum
ytri skoðunum tengdum hjarta.
Síðla árs 1978 hófust ómskoðan-
ir á hjarta og f ársbyijun 1979 var
tekinn í notkun búnaður til upptöku
og greiningar á takttruflunum frá
hjarta. Þessar tvær síðastnefndu
rannsóknir hafa orðið til hvað
mestra framfara á sviði hjartasjúk-
dóma á undanfömum einum til ein-
um og hálfum áratug. Tækjakostur
fyrir þessar rannsóknir hefur verið
endumýjaður og mun Gizur hér á
eftir skýra nánar frá þeirri starf-
semi ásamt fleiru. Eins og áður.
greinir hefir umfang starfseminnar
stöðugt aukist eftir því sem tækja-
kostur og aðstaða hefir leyft. Árið
1981 fengum við búnað til frekari
rannsókna á þvagfærum og 1985
vom teknar upp rannsóknaaðferðir
til greininga blóðrennslistruflana í
slagæðum og bláæðum.
Tölvuvæddar
hjartarannsóknir
Gizur Gottskálksson er sérfræð-
ingur í hjartarannsóknum og hann
greinir frá því helsta á því sviði þar
sem þróun hefur verið mjög hröð
að undanfömu:
— Hjartarannsóknir hafa aukist
mikið á síðustu ámm bæði hvað
varðar rannsóknafjölda og rann-
sóknategúndir.
Áreynslupróf em ein helsta að-
ferðin sem við höfum til að stað-
festa eða afsanna gmn um krans-
æðaþrengsli. Fjöldi áreynsluprófa
hefur aukist mikið á síðustu áram,
ekki síst vegna þess að mikilvægt
er að greina þennan kvilla fyrr en
áður vegna nýjunga í meðferð. Þá
hefur eftirmeðferð sjúklinga með
hjartadrep verið tekin fastari tökum
hér við spítalann og það krefst
fleiri áreynsluprófa.
■ Guðrún Dóra Erlendsdóttir við hið fullkomna tæki til blóðrann- ■' Hlín Aðalsteinsdóttir deildarmeinatæknir athugar niðurstöður
sókna. rannsókna.
Síritun hjartarafrits eða svoköll-
uð Holterritun til greininga á takt-
traflunum hefur aukist talsvert,
ekki síst vegna þess áð upptaka
þessara rita er nú gerð í vaxandi
mæli úti á landi og send okkur til
greiningar. Þessi rannsókn er í því
fólgin að sjúklingur gengur með
upptökutæki, venjulega í einn sólar-
hring, og hjartsláttur er tekinn upp
á segulband. Þessar upplýsingar
em síðan unnar í tölvu sem finnur
afbrigði í hjartslætti, flokkar þau
og telur.
Þá er að nefna raflífeðlisfræði-
lega rannsókn á hjartsláttartmflun-
um sem við höfum tekið upp hér.
Sú tækni kom upp í lok sjöunda
áratugarins. Rannsóknin byggist á
því að þræddar em rafleiðslur til
mismunandi staða í hjartanu til að
mæla leiðni og kanna viðbrögð þess
við ertingu. Þessar rannsóknir em
gmndvöllur sérhæfðrar meðferðar
á takttraflunum og hafa stórbætt
■ Egili Einarsson meinatæknir við alnæmisrannsóknir.
Myndirnar tóku Bjarni og Börkur.
ann af hinu daglega starfi. Verður
heldur ekki skilið við deildina án
þess að spjalla við þá:
Aiikin sjálfvirkni —
aukið álag
— Starf meinatækna hefur
breyst geysilega mikið á síðustu
ámm og má einfaldlega tala um
byltingu. Gmnnurinn er auðvitað
hinn sami en margs konar tækni-
væðing auðveldar störfin og flýtir
mjög fyrir. Við verðum því að fylgj-
ast mjög vel með og meinatæknar
em í stöðugri endurmenntun, segja
þær Jónhildur Halldórsdóttir yfir-
meinatæknir og Hlín Aðalsteins-
dóttir deildarmeinatæknir.
— Við getum sem dæmi nefnt
tæki sem notað er til blóðrannsókna
og keypt var fyrir nokkmm ámm.
Með því er hægt að gera margs
Sjá næstu síðu.
r