Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
Óeðlilegt að skylda bankana
til að kaupa ríkisskuldabréf
— segir formaður Sambands ísl. viðskiptabanka
„RÍKISSJÓÐUR er í samkeppni
við bankana á fjármagnsmarkað-
inum og því er mjög óeðlilegt að
skylda bankana til að kaupa
ríkisskuldabréf,1* sagði Stefán
Krafla:
Jarðslgálftar
halda áfram
Jarðskjálftahrinan við Kröflu
hélt áfram i gær eins og verið
hefur undanfarna daga og land
ris enn.
Engin regla segir til um að gos
fylgi hrinum sem þessari en afar
grannt er fylgst með gangi mála
meðan fjöldi skjálfta er eins mikill
og raun ber vitni. Um það bil
fímmtíu skjálftar mældust við
Kröflu í gærdag.
Pálsson, bankastjóri Búnaðar-
bankans og formaður Sambands
islenskra viðskiptabanka, í sam-
tali við Morgunblaðið. „Við gerð-
um fjármálaráðuneytinu grein
fyrir þessari skoðun okkar og
aðvöruðum það með bréfi 17.
desember sl. þegar það lá fyrir
í lánsfjáráætlun að bankarnir
keyptu skuldabréf af rikissjóði
fyrir 1.200 milljónir króna á
þessu ári sem síðar urðu reyndar
að 1.260 milljónum króna,“ sagði
Stefán.
„Ríkisstjómin hefur ekki svarað
þessu bréfí en Seðlabankinn kom
fram fyrir hönd ríkissjóðs og leitaði
eftir samkomulagi við bankana í
júní sl. um kaup þeirra á ríkis-
skuldabréfum," sagði Stefán.
Bankamir hafa engin ríkis-
skuldabréf keypt á þessu ári en í
fyrra keyptu þeir slík bréf fyrir
1.650 milljónir króna. í ríkisstjóm-
inni hefur verið rætt um að hækka
verði bindiskyldu banka hjá Seðla-
bankanum kaupi þeir ekki ríkis-
skuldabréf fyrir 1.260 milljónir
króna á þessu ári eins og gert var
ráð fyrir í lánsfjáráætlun.
„Bindiskylda á bankana er hag-
stjómartæki sem stendur á bak við
gjaldeyrisvarasjóð en ekki einvörð-
ungu til að fjármagna ríkissjóð,"
sagði Stefán. „Það væri eðlilegra
að ríkissjóður aflaði fjár á almenn-
um markaði heldur en með því að
skylda bankana til að kaupa ríkis-
skuldabréf og ekki hefur verið
minnst á að skylda fijálsu verð-
bréfasjóðina til að kaupa þau.
Bankamir vilja ekki loka fyrir
kaup á skuldabréfum af ríkissjóði
þegar lausafjárstaða þeirra leyfír
það. Vegna mikils þunga atvinnu-
veganna á bönkunum myndi það
hins vegar skapa erfíðleika í
lausafjárstöðu þeirra gagnvart
Seðlabankanum eins og nú standa
sakir," sagði Stefán.
VEÐURHORFUR í DAG, 15. JÚLÍ 1988
YFIRLIT í GÆR:
Við austurströnd landsins er dálítill hæðarhryggur sem þokast
austur en vaxandi 1000 mb. lægð á suðvestanveröu Gænlands-
hafi hreyfist norðaustur í átt til landsins. Hiti verður víðast 10—16
stig.
SPÁ: Suðaustan stinningskaldi eða allhvasst um allt land. Rigning
á Suður- og Vesturlandi og einnig lítilsháttar á Norður- og Norð-
austurlandi. Hiti 9—14 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA
HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg breytileg átt og skýjað víða
um land. Sums staðar smáskúrir eða dálftil súld, einkum þó við
ströndína. Hiti 6—14 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Hægt norðlæg átt. Skýjað og dálítil súld
við norðurströndina en þurrt og víða lóttskýjaö syðra. Hiti 5—15 stig.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12:00 í gær að ísl. tíma
Akureyrl Reykjavík hiti S 8 ve&ur alskýjað léttskýjað
Bergen 15 léttskýjað
Helsinki 23 léttskýjað
Kaupmannah. 17 rigning
Narssarssuaq 13 alskýjað
Nuuk 3 rignlng
Ósló 16 skýjað
Stokkhólmur 19 léttskýjað
Þórshöfn 10 skýjað
Algarve 22 heiðskírt
Amsterdam 14 úrkoma
Aþena vantar
Barcelona 20 þokumóða
Chicago 28 skýjað
Feneyjar 21 þokumóða
Frankfurt 14 skúrir
Glasgow 13 rigning
Hamborg 15 skýjað
Las Palmas vantar
London 13 skýjað
Los Angeles 18 léttskýjað
Luxemborg 11 skúrir
Madríd 18 heiðskírt
Malaga 23 þoka í grennd
Mallorca 23 léttskýjað
Montreal vantar
New York 23 heiðskírt
Paris 14 skýjað
Róm 22 þokumóða
San Diego 18 alskýjað
Winnipeg - 13 heiðskírt
Hraðakstur:
Morgunblaðið/Júlíu8
Pierre Schmit, háttsettur foringi í Frönsku heiðursfylkingunni,
sæmir Albert Guðmundsson foringjanafnbót heiðursfylkingarinn-
ar á heimili franska sendiherrans í gær. Til vinstri er eiginkona
Alberts, Brynhildur Jóhannsdóttir.
Þeir gætu ekki sýnt
mér meiri heiður
- segir Albert Guðmundsson, sem
hefur verið sæmdur foringjanafn-
bót í Frönsku heiðursfylkingunni
„ÞAÐ þykir mjög eftirsóknar-
vert að vera meðlimur Frönsku
heiðursfylkingarinnar, hvað þá
að vera hækkaður í tign. Þeir
gætu ekki sýnt mér meiri heið-
ur,“ sagði Albert Guðmunds-
son, alþingismaður, sem 1 gær
var sæmdur foringjanafnbót
(officier) í Frönsku heiðurs-
fylkingunni. Albert hafði áður
verið sæmdur riddaranafnbót
heiðursfylkingarinnar.
„Frakkar hafa alltaf sýnt mér
mikla velvild og virðingu, allt frá
því er ég var búsettur í Frakkl-
andi á árunum um og eftir 1950,“
sagði Albert. „Ég hef alltaf haldið
góðu sambandi við þá og þeir
hafa sýnt mér margvíslegan
sóma. Eg er nú heiðurskonsúll
fyrir þá og heiðursfélagi í „Allian-
ce Francaise" og þeir hafa sæmt
mig þremur frönskum orðum. Þá
er ég einnig heiðursborgari í
Nissa. Þessi upphefð í heiðurs-
fylkingunni er þó mesti heiður
sem þeir hafa sýnt mér fram til
þessa," sagði Albert.
Það var Pierre Schmit, sem er
mjög háttsettur innan Frönsku
heiðursfylkingarinnar, sem sæmdi
Albert foringjanafnbótinni á
heimili franska sendiherrans í
gær, þar sem haldinn var hátí-
ðlegur þjóðhátíðardagur Frakka.
22 teknir á Selfossi
LÖGREGLAN á Selfossi tók i
fyrradag 22 ökumenn fyrir of
hraðan akstur á leiðinni
Reylyavík—Selfoss. Þessi fjöldi
er í mesta lagi en yfirleitt hefur
lögreglan tekið á milli 10 og 20
ökumenn daglega fyrir að virða
ekki hraðatökmörkin á þessari
leið í sumar.
Ökumennimir 22 voru teknir á
hraðaríum 100 til 120 km á klukku-
stund en hraðatakmörkin eru sem
kunnugt er 90 km. Jón Guðmunds-
son yfirlögregluþjónn á Selfossi seg-
ir að það sé ástæða til þess að
hvetja ökumenn að halda sig á lög-
legum hraða á þessari leið og virða
að öllu leyti umferðarreglur.
Annað atriði sem Jón vill sérstak-
lega taka fram er að ökumenn virði
stöðvunarskylduna sem er á vega-
mótunum við Hveragerði. „Við kom-
um þessari stöðvunarskyldu á þar
sem mörg ljót slys urðu á þessum
vegamótum áður. Við æskjum þess
að sú skylda sé virt af ökumönn-
um,“ segir Jón Guðmundsson.
Minningarsjódur Helgxt Jónsdóttur
og Sigurliða Kristjánssonar:
Styrkir að upphæð
2 millj. kr. veittir
STJÓRN Minningarsjóðs Helgu
Jónsdóttur og Sigurliða Krist-
jánssonar hefur ákveðið að veita
10 styrki að upphæð 200 þúsund
krónur hver.
Samkvæmt erfðaskrá hjónanna
Helgu Jónsdóttur og Sigurliða
Kristjánssonar, kaupmanns, var
stofnaður sjóður til styrktar efnileg-
um nemendum í verkfræði- og
raunvísindum. Stofnfé sjóðsins var
ákveðinn hluti af eignum þeim er
þau létu eftir sig, en heimilt er
skv. skipulagsskrá að veita styrki
af þeim vöxtum sem sjóðurinn ber.
Eyðublöð vegna styrkumsókna
fást á aðalskrifstofu Háskóla ís-
lands og ber jafnframt að skila
umsóknum þangað.
Umsóknarfrestur er til 25. ágúst
nk. og er fyrirhugað að tilkynna
úthlutun fyrir 10. september.
Á sl. ári voru veittir 10 styrkir
að upphæð 150 þúsund krónur hver.
Alls bárust 42 umsóknir um styrki
úr sjóðnum. Þau sem styrki hlutu
voru:
Amór Þórir Sigfússon, líffræði,
Ámi Geirsson, vélaverkfræði, Ár-
mann Ingólfsson, iðnaðarverkfræði,
Börkur Arnviðarson, efnaverk-
fræði, Eva Yngvadóttir, efnaverk-
fræði, Guðjón Hermannsson, tölv-
unarfræði, Guðmundur A. _ Guð-
mundsson, líffræði, Halldór Péturs-
son, byggingarverkfræði, Ingimar
Ragnarsson, byggingarverkfræði
og Ólafur Guðmundsson, jarðeðlis-
fræði.