Morgunblaðið - 15.07.1988, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
13
Póstur og sími:
Peter Mönnnig í Neanderdals-
safninu sem er nálægt Köln.
Neanderdals-maðurinn í jakka-
fötunum tengist hugmyndafræði
listamannsins.
Peter
Mönnig
sýnir í
Nýlista-
safninu
LOKSAUMAVEL
KR. 34.923 stgr.
Gunnar Ásgeirsson hf.
Suðurlandsbraut 16 - Simi 69 16 00
Þjónustan hækkar um 15%
ÞJÓNUSTA Pósts og síma hækkar að meðaltali um 15% á morgun,
laugardaginn 16. júlí. Hækkun þessi er tilkomin vegna breytinga á
almennum forsendum frá síðustu fjárlagagerð, eins og nýgerðum
kjarasamningum og gengisfellingu. í frétt frá Pósti og síma segir
að fjárlög 1988 geri ráð fyrir að greiðslustaða stofnunarinnar verði
í jafnvægi í lok ársins, en þrátt fyrir þessa hækkun mun staðan
verða neikvæð um 150 milljónir króna í árslok, .
Sem dæmi um hækkanir á þjón-
ustu Póst og síma nú má nefna að
stofngjald síma hækkar úr 6650
krónum í 7710 krónur. Skrefið
hækkar úr 1.90 krónum í 2.21
krónu og stofngjald farsíma hækk-
ar úr 7300 krónum í 8470 krónur.
Símgjöld til útlanda hækka einn-
ig. Þannig hækka símtöl til Norður-
landa úr 45 krónum mínútan í 50
krónur. Símgjöld til Bretlands
hækka úr 51 krónu í 57 krónur og
símgjöld til Bandaríkjana hækka
úr 92 krónum í 103 krónur mínút-
an. Meðaltalshækkun símgjalda til
útlanda er 12% en hér innanlands
um 16%.
Sem dæmi um hækkun póst-
burðargjalda má nefna að 20 gr.
bréf innanlands og til Norðurlanda
hækkar úr 16 krónum í 18 krónur
og síðan í 19 krónur þann 16. októ-
ber n.k.. Póstburðargjöld til annara
Evrópulanda hækkar úr 21 krónu
í 24 krónur. Innborgunargíróseðill
hækkar úr 25 krónum í 30 krónur.
'\4o&j(Saú
Sww
REYKJAVÍK
Veitingasalurinn
Lundur
Ódýrir réttir
Borðapantanir í síma
689000
ÞÝSKI myndhöggvarinn Peter
Mönnig opnar í dag, 15. júlí, sýn-
ingu í Nýlistasafninu, Vatnsstíg
3b, í Reykjavík. Peter er fæddur
árið 1955 og stundaði nám við
Listaakademíuna í Dusseldorf og
Royal College i London. Hann
hefur haldið sýningar í New
York, London , Lausanne og
París, en býr í Köln og New
York.
í frétt frá Nýlistasafninu segir
að verk Peters Mönnig séu unnin
með hrárri efnismeðferð. Tjáning-
araðferð sem eigi rætur í alþjóðlegu
umhverfi iðnborga og séu tækni og
hraði nútímans áleitnir þættir í
verkum hans.
Sýningin verður opin laugardaga
og sunnudaga frá kl. 14— 20 og
virka daga milli kl. 16— og 20.
Henni lýkur 31.júlí.
Nú er útsala á svínakjöti
t.d.:
Svínagrillpinnar ca. 1 50kr./stk. Svínalæri SlíJkr./kg
Svínakótilettur 787kr./kg
Grillið svínakjöt -
það besta á grillið
■œmt? _ _ .
mm®' Garðabæ,
sími656400