Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 23

Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 23 Nýju reglurnar um ráðningu lektora: Ráðherra ekki bund- inn af dónrnefndaráliti Tæknileg mistök við reglugerðarbreytingu, segir Háskólarektor Menntamálaráðherra og há- skólarektor eru ekki sammála um það hvaða reglur gildi um skyldur þær, er álit dómnefnda á umsækjendum um lektorsstöð- ur leggja menntamálaráðherra á herðar. Breyting á reglugerð um ráðningu kennara við Háskóla íslands, sem gekk i gildi í septem- ber 1987, gerir ráð fyrir að skylt sé að skipa dómnefndir við allar embættisveitingar lektora, dós- enta og prófessora. Áður gilti það ekki um lektora. Hins vegar leggur texti reglugerðarinnar ekki ráðherra þær skyldur á herðar að hann megi aðeins ráða í lektorsstöðu mann, sem hefur fengið fullan hæfnisdóm dóm- nefndar. Slíkt hefur hins vegar gilt um prófessora og dósenta. Háskólarektor segir að þetta misræmi sé vegna tæknilegra mistaka við reglugerðarbreyt- inguna; af hálfu Háskólans, sem gerði tillögur um breytingarnar, hafi verið ætlast til þess að veit- ing allra embættanna yrði háð sömu skilyrðum. Menntamála- ráðherra segist hins vegar skilja reglugerðina eins og hún standi. I upphafi þeirrar greinar reglu- gerðarinnar, sem fjallar um dóm- nefndir og skipan í kennarastöður, var áður gert ráð fyrir að til að dæma hæfi umsækjenda um dós- ents- og prófessorsstöður bæri að skipa þriggja manna nefnd þar sem menntamálaráðherra, viðkomandi háskóladeild og háskólaráð skipuðu einn nefndarmann hver. Á síðasta ári var svo orðinu „lektorsstöður" bætt við. Óbreytt stendur hins veg- ar málsgreinin: „Álitsgerð nefndar- innar skal höfð til hliðsjónar, er embættið er veitt, og má engum manni veita prófessorsembætti eða dósentsstarf við háskólann, nema meiri hluti nefndarinnar hafi látið í ljós það álit, að hann sé hæfur til þess.“ Þarna er ekki minnst á lekt- orsembætti. Birgir Isleifur Gunnarsson, menntamálaráðherra, segir að sinn skilningur á reglugerðinni sé sá, að ráðherra sé ekki bundinn af dómnefndarálitinu þegar um veit- Háskólarektor segir að tæknileg mistök hafi orðið við reglugerð- arbreytingu ingu lektorsembætta er að ræða. Ráðherra segist hafa borið þetta undir Qölda lögfræðinga, sem stað- festi þennan skilning. „Sá misskiln- ingur virðist vera uppi að sömu ákvæði gildi nú að öllu leyti um lektora og um prófessora og dós- enta. Svo er hins vegar ekki,“ sagði Birgir ísleifur í samtali við Morgun- blaðið. Hann sagði að ákvæðið um að dómnefndir skyldi skipa við veit- ingu lektorsembætta, og að ráðu- neytið ætti þar aðild, ætti að koma í veg fyrir að ráðherra þyrfti að ganga í bága við dómnefnd, en ómögulegt væri þó að spá um framtjðina. „Það þyrfti helst að endurskoða allar þessar reglur í samráði við Háskólann," sagði menntamálaráðherra. „Það væri auðvitað ekki heil brú í því að ætla að hafa dómnefndir í öllum tilvikum, sem síðan væru ekki háðar sömu skilyrðum," sagði Sigmundur Guðbjarnason háskóla- rektor. „Það sést vel af upphafi greinarinnar hvað við er átt, og það hefur verið litið svo á að allar dóm- nefndir sem skipaðar eru eftir 15. september 1987 séu sömu skilyrð- um háðar.“ Rektor sagði að lögfróðir menn Menntamálaráðherra segir það misskilning að öll sömu ákvæði gildi um lektora og um prófess- ora og dósenta. í Háskólanum hefðu kynnt sér þetta mál. „Þetta getur bara farið á einn veg, það er ljóst hvað við var átt,“ sagði Sigmundur. „Við tókum eftir þessu í vetur, er breytingin hafði verið gerð, en töldum að leiðrétting á þessu mætti bíða næstu reglu- gerðarbreytingar. Einhvers staðar hefur það fallið niður að sama gilti um lektora og aðra, en við höfum ekki rakið hvar það gerðist, hvort það var hjá okkur eða annars stað- ar.“ Að sögn Sigmundar eru það oft- ast deildir háskólans eða háskóla- ráð, sem hafa frumkvæði að reglu- gerðarbreytingum, en menntamála- ráðherra sér hins vegar um að koma þeim í framkvæmd. Það hefur ekki bein áhrif á skip- an Hannesar H. Gissurarsonar í lektorsembætti við félagsvísinda- deild þótt ósamkomulag sé um túlk- un á reglugerðinni. Dómnefnd um hæfi umsækjenda um stöðuna var skipuð áður en umrædd reglugerð- arbreyting tók gildi. Hins vegar hefur háskólaráð átalið það að menntamálaráðherra hafí kosið að beita valdi sínu þvert á anda þeirra laga, sem nú séu í gildi, með því að ganga á svig við álit dómnefnd- arinnar. Erfiðleikar hjá SBK: Ferðum til Reykjavíkur fækkað Keflavík. REKSTUR Sérleyfisbifreiða Keflavíkur hefur gengið erfið- lega á undanförnum árum og nú hefur verið gripið til þess ráðs að fækka ferðum á milli Keflavík- ur og Reykjavíkur. Þá hefur Steindór Sigurðsson hótelhaldari og sérleyfishafi í Njarðvík gert Keflavíkurbæ tilboð í rekstur SBK næstu tvö árin. Vilhjálmur Ketilsson bæjarstjóri í Keflavík sagði í samtali við Morgun- blaðið að fækkun farþega ætti stærstan þátt í hinum erfíða rekstri. Farþegum hefði fækkað að jafnaði um 15% á ári síðustu tvö ár og enn stefndi í fækkun. Því hefði verið ákveðið að fækka ferðum um tvær á dag í sumar, en ætlunin væri að bæta við ferðum aftur í haust. Vil- hjálmur sagði að ekki hefði verið tekin afstaða til tilboðs Steindórs Sigurðssonar, en fundur yrði haldinn í dag þar sem þetta mál yrði tekið fyrir. Árið 1985 flutti SBK 125.925 farþega, árið 1986 voru farþegarnir 114.849 og árið 1987 var farþega- fjöldinn 100.455. Fyrstu flóra mán- uðina í ár voru farþegar 30.195, árið 1987 voru þeir 37.762 og árið 1986 voru farþegamir 42.135. Í apríl flutti SBK aS jafnaði 16 far- þega í ferð, árið 1987 voru þeir 21 en árið 1986 voru þeir 25 að jafnaði í hverri ferð. - BB Símar 35408 og 83033 AUSTURBÆR Bragagata Kleifarvegur Óðinsgata Laugarásvegur39 staka talan og uppúr Síðumúli Hverfisgata 63-115 Blönduhlíð Eskihlíð Njörvasund Kjartansgata Barðavogur VESTURBÆR Kvisthagi Neshagi Hjarðarhagi 44-64 FOSSVOGUR Goðaland UTHVERFI Hraunbær-raðhús Fríhöínin kemur fil þín Þú hallar þér aftur í sœtinu, það er nóg pláss fyrir fœturna ■ Og svo koma flugfreyjurnar með frfhöfnina tll þín.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.