Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 31

Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988 31 Forsvarsmenn lionsklúbbsins Freys afhenda björgunarsveitinni Ing- ólfi gúmbátinn án mótors en honum var stolið á mánudagskvöld. Gúmmíbátur Freys: Var afhentur þótt mótorinn skorti Lionsklúbburinn Freyr fœrði á miðvikudagskvöld björgunar- sveitinni Ingólfi gúmbát að gjöf, þrátt fyrir að mótor sem fylgja Laufey Bjarna- dóttir SH: Ekkitiláskrá RANGT var farið með nafn mót- orbátsins Laufeyjar Bjarnadótt- ur SH 850, sem sökk norður af Ólafsvík á miðvikudagskvöldið, i frétt Morgunblaðsins i gær. Upphafleg heimild Morgunblaðs- ins hermdi að nafn bátsins væri Laufey Bjamadóttir, en þegar haft var samband við Tilkynningar- skylduna kom í ljós að það nafn fannst hvergi á skrá. Hins vegar var báturinn Laufey Jörgensdóttir VE á skrá og hafði hann haldið til veiða frá Ólafsvík þennan sama dag og því var dregin sú ályktun að misskilnings hefði gætt í upphaf- legri heimild. Skýringin á því að Laufey Bjamadóttir SH var ekki á skrá er sú að eigandinn hafði ný- verið keypt bátinn og umskráningin enn ekki komin fram í skrám. Helgar- námskeið Sri Chinmoy NÚ um helgina verður Sri Chin- moy setrið með námskeið þar sem kynntar verða hagnýtar aðferðir i hugleiðslu, slökun og einbeit- ingu. Námskeið þetta er í sex hlutum og verður haldið í Árnagarði, stofu 201. Það er ókeypis og er öllum heimill aðgangur meðan húsrúm leyfir. Fyrsti hlutinn hefst i kvöld kl. 20. (Fréttatilkynning átti bátnum hafi verið stolið á mánudagskvöld. „Ákveðið var að afhenda bátinn ef það mætti verða til að vekja athygli á þjófn- aðinum,“ sagði Böðvar Ágústs- son, formaður Ingólfs. Mótorinn er um 150.000 kr. virði. Böðvar sagði að fyrir 15 árum hefði lionsklúbburinn Freyr gefir björgunarsveitinni gúmbát með mótor. Tímabært hafi þótt að end- urnýja hann og því hafi félagar í Frey keypt nýjan bát. Hann hafi verið geymdur í læstu skýli ásamt fleiri bátum og hafi verið merktur Ingólfi. „Þjófamir sem brutust inn vissu því vel að hvers eign hann var. Við vonum að þeir eða aðrir sem eitthvað vita um þjófnaðinn, láti okkur vita. Við þurfum á þess- um mótor að halda en munum bíða átekta fyrst um sinn," sagði Böð- var. Jarðarkaup kynnt á opn- unmyndlist- arsýningar TRYGGVI Gunnar Hansen opn- ar í dag, föstudag, myndlistar- sýningu að Tryggvagötu 18. Sýningin verður opnuð kl. 18 með tónlistargjörningi sem Ómanú flytur. Kl. 19 mun Tryggvi kynna jarðarkaup und- ir Snæfellsjökli en nú gefst mönnum kostur á að eignast lóðir undir sumarhús og skóg- rækt á viðráðanlegu verði. Sýn- ing Gunnars verður opin dag- lega kl. 18-22. Sjálfseignarstofnunin Jörð er eigandi lóðanna, sem eru í landi Syðra-Einarslóns. Hægt er að leigja 540 fm. lóðir til 10 ára á kr. 15.000 og 1080 fm. lóðir ævi- langt á kr. 50.000. í frétt frá Jörð segir að útlit og staðsetning húsa skuli vera með samþykki formanns félagsins. Sé ætlunin reisa þyrpingu húsa úr viði og Áheitagangan: Leifur villtist í þoku á Gæsavatnaleið Göngugarpurinn Leifur Leópoldsson, í beinu sambandi við Morg- unblaðið, skömmu áður en hann lagði af stað yfir Sprengisand. LEIFUR Leópoldsson, sem er á göngu yfir hálendið endilangt, til styrktar Krýsuvikusamtök- unum, er nú staddur við Lauga- fell, norð-austan Hofsjökuls. Hann hefur þá lagt að baki um 300 km og á aðra 300 km eftir. Ferðin hefur gengið vel til þessa utan hvað hann villtist í þoku á Gæsavatnaleið og átti í erfið- leikum með að finna kofa í Ki- stufelli þar sem hann hugðist gista. Þegar Morgunblaðið náði tali af Leifi var hann staddur norðan við Tungufell, á leið inn á Sprengi- sand. Hann var þá aðeins á undan áætlun en bjóst við að taka sér aukahvíld á Árnarvatnsheiði til að jafna tímann. „Ferðin inn að Öskju var mjög skemmtileg en á Gæsavatnaleið lenti ég í dálitlum hrakningum. Mér hafði verið ráðlagt að gista í kofa við Kistufell, en þangað voru um 45— 50 km og ekkert vatn að hafa á leiðinni. Eg var því með ríflega af vatni með mér og bar alls um 30 kg byrði á bakinu. Ferð- in gekk sæmilega til að byija með, en svolítið rok var og sandfjúk. Þegar ég átti eftir, samkvæmt áætlun, tveggja til þriggja tíma göngu, skall á þoka og tók ég stefnuna á næsta fjall, sem var dálítið úr leið. Þá var orðið mjög dimmt og ég varð að ganga hægt eftir áttavita næstu tímana. Þegar kom að Kistufelli var langt liðið á nótt, en þá kom í ljós að kofinn var rangt merktur inn á kortið sem ég var með, og var ég þar að leita að honum í nokkra tíma þar til ég gekk fram á tjald, þar sem voru þýsk hjón. Þau gátu vísað mér á kofann, þar sem hann var falinn í dalkrók. Þegar þangað kom, á mánudagsmorgni, hafði ég verið á göngu frá því seint á sunnudags- morgninum, eða í nær sólarhring, og gengið um 70 km leið.“ Að sögn Leifs hefur veður verið mjög gott þangað til hann kom að Öskju, og þar sem hann var þegar blaðamaður ræddi við hann, norðan Tungufells, var súld og slydda. Hann gerði ráð fyrir að verða í Laugafelli í dag, og er hann þá u.þ.b. hálfnaður yfir landið á 15 dögum. Hann kvaðst hafa orðið mjög þreyttur eftir gönguna löngu á Gæsavatnaleið, sem væri lengsta dagleið með þyngsta byrði sem hann hefði gengið til þessa, en nú væri hann úthvíldur og eldspræk- ur. Af hundinum Vaski er það að segja að í Öskju var hann að byija að verða sárfættur og ákvað Leifur þá að skilja hann þar eftir og láta björgunasveitarmenn um að koma honum yfír Sprengisand . Að sögn Snorra Friðrikssonar Welding, starfsmanns Krýsuvíkur- samtakanna, höfðu safnast um ein og hálf miljón króna eftir fyrstu 200 km, en takmarkið er að safna milli 5 og 6 miljónum, eða 10 þús- und krónum á hvern genginn km. Samtökin hafa gefíð út bækling sem dreift verður til 3500 fyrir- taékja um allt land. Þar er starf- semi þeirra og fyrirætlanir kynnt, og þeir sem efu aflögu færir hvatt- ir til að leggja sitt af mörkum til hjálpar þeim unglingum sem ánetj- ast hafa vímuefnum. Skólastjórar og yfirkennarar: Skólanefndir ráði skólastjóra Tryggi Gunnar Hansen. gleri, sem falli að umhverfí með torfhleðslum og gróðri. Markmið Jarðar eru land- græðsla og skógrækt, bygging menningarmiðstöðvar sem beri heitið Islandshof og að gefa félög- um sínum tækifæri á að vinna með náttúrunni og byggja sér hús sem falli að umhverfinu. Þá mun félagið standa að sumarhátíðinni Snæfellsási. KÁRI Arnórsson formaður Fé- lags skólastjóra og yfirkennara telur að skipta eigi Reykjavík niður í nokkur skólaumdæmi undir stjórn skólanefnda skip- uðum fulltrúm foreldra og full- trúa borgaryfirvalda. Hlutverk skólanefndanna yrði að hafa áhrif á stjórn skólanna og ráðn- ingu starfsmanna, þar með talið skólastjóra. Kári sagði að Félag skólastjóra og jrfirkennara hefði ekki tekið afstöðu til þeirra hugmynda, sem fram hafa komið um að skólastjór- ar yrðu kosnir í sérstökum kosn- ingum. Áhugi væri fyrir að fleiri aðilar ættu hlut að ráðningu starfsmanna og hefði hugmynd um skólanefndir fyrst komið fram þegar grunnskólalögin voru end- urskoðuð en var ekki tekin upp hjá fræðsluyfirvöldum í Reykjavík. „Ef auka á samstarf við for- eldra þá tel ég að þeir eigi að hafa fulltrúa i þeim nefndum, sem fjalla um ráðningu starfsmanna," sagði Kári. „Þessir síðustu at- burðir gefa tilefni til að spyija hvort óskir og áhrif foreldra hafí ekkert að segja því þó að foreldrar taki þátt í almennum kosningum, þar sem kosið er til sveitarstjórna, þá hafa þeir ekki áhrif á hveijir sitja í nefndum sveitarfélaganna. Það er augljóst að þetta pólitíska vald, sem hcfur ráðið ráðningum í skólana, tekur lítið mark á óskum foreldra eins og kom fram við ráðningu skólastjóra í Öldusselsskóla. Það er eðlilegt að menn fari þá að velta því fyrir sér hvemig eigi að standa að ráðn- ingu skólastjóra þegar í ljós kemur að foreldrar hafa þar engin áhrif.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.