Morgunblaðið - 15.07.1988, Side 34
Borgarbíó fékk rússn-
eskar myndir gefins
Akureyringar fá smá nasasjón
af rússneskri kvikmyndagerð
næstu sunnudaga. Þegar Yuri
A. Kudinov, viðskiptafulltrúi
Sovétríkjanna á íslandi, var á
ferð á Akureyri fyrir skömmu,
bauð hann Borgarbíói þrjár
rússneskar kvikmyndir, sem Sig-
urður Arnfinnsson, bíóstjóri,
þáði með þökkum.
Sigurður hyggst sýna myndirnar
í kl. 3 næstu sunnudaga án endur-
gjalds þar sem hann sjálfur þurfti
ekki að greiða fyrir þær. Hann
sagðist lítið hafa gert af því að
sýna rússneskar kvikmyndir til
þessa, enda virtist áhugi Islendinga
almennt ekki mikill á þeim. Þó
hefðu menntskælingar gert nokkuð
af því að sýna kvikmyndir austan
að og fengið Borgarbíó til afnota í
því skyni. Til dæmis hefði rússnesk-
ur „Rambó" verið tekinn til sýninga
í vetur, en í þeirri mynd hefðu
Rússamir gert óspart grín að
amerískri kvikmyndagerð og hetju-
dáðum hins ameríska Rambós.
Nýir eigendur að „BiUanum“
Nýlega urðu eigendaskipti á Billjard
sf. Kaupangsstræti 19. Nýju eig-
endumir em Asta Sigurðardóttir,
Kristján Kristjánsson, Erla Sigurð-
ardóttir og Ingólfur Om Amarson.
Á „Billanum", eins og staðurinn er
'gjaman kallaður, eru billjardborð,
pool-borð og spilakassar og er opið
daglega frá kl. 11.00 til 23.30. Á
sumrin er þó ekki opnað fyrr en
kl. 12.00 á laugardögum og sunnu-
dögum. Á myndinni eru þær Ásta
og Erla, en þær sjá um daglegan
rekstur „Billans".
BERNHARDT
Thc Tailor-L<x>k
#
falbe CfLti
Kalmannaföt í miklu úrvali
stakir jakkar og buxur.
s>°
Frakkar, stakkar, peysur, skyrtur,
bolir, hálsbind, sokkar, nærföt
o.m.fl.
Klæðskeraþjónusta.
VERSLIÐ HJÁ FAGMANNI.
Hafnarstræti 92 - 602 Akureyri - Sími 96-26708.
^ Morgunblaðið/Rúnar Þór
Á myndinni eru talið frá vinstri: Elías. I. Elíasson bæjarfógeti, Haraldur Sigurðsson stjórnarformað-
ur Minjasafnsins, Sverrir Pálsson höfundur ritsins, Hörður Geirsson starfsmaður safnsins, Páll
Helgason fyrrverandi formaður stjórnar safnsins, Valgarður Baldvinsson bæjarritari, Ingólfur
Ármannsson menningar- og skólafulltrúi, Jóhannes Sigvaldason formaður menningarsjóðs KEA,
Aðalheiður Steingrímsdóttir safnvörður og Ólöf Jónasdóttir stjórnarmaður í safninu.
Minjasafnið á Akureyri:
25 ára afmælisrit komið út
út er komið rit Minjasafns
Akureyrar í tilefni af 25 ára
afmæli safnsins á síðasta ári.
Sverrir Pálsson hefur tekið
saman og skráð. Ritið telur um
95 blaðsíður samtals og inni-
heldur fjölda mynda. Ritinu er
skipt upp í kafla og er í fyrst-
unni rekinn aðdragandinn að
stofnun Minjasafnsins á Akur-
eyri. Safnið var sett á laggirnar
árið 1962 á 100 ára afmæli
Akureyrarbæjar og var Þórður
Friðbjarnarson ráðinn fyrsti
safn vörðurinn.
í ritinu kemur fram að upphaf
safnsins megi rekja til ársfundar
Mjólkursamlags KEA 8. apríl
1949 þar sem þeir Eiður Guð-
mundsson á Þúfnavöllum og Þór-
arinn Kr. Eldjárn á Tjörn ræddu
um nauðsyn á stofnun einhvers
konar eyfirsks byggðasafns. Ey-
fírðingar vildu því síst verða eftir-
bátar nágranna sinna í Skagafírði
og Þingeyjarsýslu. Þeir Jakob
Frímannsson, Jónas Kristjánsson
og Þórarinn Kr. Eldjám höfðu
lagt það til í nefndaráliti sínu til
stjómar KEA að auk Kaupfélags-
ins þyrftu Akureyrarkaupstaður
og Eyjafjarðarsýsla að minnsta
kosti að eiga aðila að stofnun
safnsins, sem varð úr. Síðla árs
1962 gerði formaður byggða-
safnsnefndar, Jónas Kristjánsson,
sér lítið fyrir og keypti eignina
Kirkjuhvol, Aðalstræti 58, ásamt
eignarlóð, skrúð- og tijágarði, í
eigin nafni, en vinur hans, Jakob
FVímannsson, gekk í persónulega
ábyrgð. Þama hafa þeir Jónas og
Jakob sennilega bjargað málefn-
um safnsins, hagsmunum þess og
jafnvel tilvist þess um ófyrirsjáan-
legan tíma með hiklausum og
drengilegum viðbrögðum, segir
Sverrir meðal annars í afmælisriti
Minjasafnsins á Akureyri.
Akureyrarmót í
frjálsum íþróttum
HIÐ nýstofnaða Ungmennafélag
Akureyrar heldur sitt fyrsta
Akureyrarmót í frjálsum íþrótt-
um á morgun, laugardag 16. júlí.
Mótið fer fram á Akureyrarvelli
Ferðamenn
Akureyringar
Við erum með einu
matvöruverslunina sem
opin erum helgar.
Opið
laugard.
10-17, lúgatil 23.30.
sunnud.
10-21, lúgatil 23.30.
Verið velkomin.
Akureyri, sími 21234.
og hefst kl. 13.00.
Keppt verður í fjórum aldurs-
flokkum 16 ára og yngri. Fyrr í
sumar hélt UFA námskeið í fijáls-
um íþróttum, sem var vei sótt og
hefur stór hópur krakka haldið
áfram æfingum tvisvar í viku í sum-
ar. Þann 23. og 24. júlí verður
meistaramót íslands, 14 ára og
yngri, haldið að þessu sinni á
Húsavík, og vonumst við til þess
að geta sent nokkra keppendur á
þetta fýrsta meistaramót sem UFA
mun taka þátt í. Þó fer það eftir
árangri keppenda á Akureyrarmót-
inu um helgina.
HÓTEL
Dansleikur
laugardagskvöld
Hljómsveitin
Miðaldamenn
leikafyrirdansi.
hótel kea
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Pálmi Guðmundsson útvarps-
sljóri Hljóðbylgjunnar með bréf-
ið góða og snælduna frá Finn-
landi.
Hljóðbylgjan
í Finnlandi
Útvarpsstöðinni Hljóðbylgjunni
á Akureyri barst fyrir skömmu
bréf alla leið frá Finnlandi og
sagðist bréfritari hafa heyrt í
stöðinni heima hjá sér. Bréfrit-
ari, 25 ára gamall rafmagnsverk-
fræðingur, sagðist eiga heima á
lítilli eyju, Kustavi, í suðvestur-
hluta Finnlands, 200 km vestur
af Helsinki. Á eyjunni búa 1.200
manns.
Rafmagnsverkfræðingurinn sendi
ásamt bréfínu 12 mínútna upptöku
úr dagskrá Hljóðbylgjunnar 28. júní
sl. á milli kl. 18.10 og 18.22. Hann
segir styrkinn hafa verið mjög góð-
an, örlitlar truflanir hefðu þó fylgt
yfír til Kustavi. Tónlistina kunni
hann að meta, en sagðist ekki skilja
orð í tungumálinu.
IE
ALLTAF A UPPLEIÐ
Landsins bestu .. ^Opmnartími
opio Lim helgar ftá kl 11.30 - 03.00
PIZZUK Virka daga frá kl. 11.30-01.00