Morgunblaðið - 15.07.1988, Síða 36
36
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
T
Mótun réttarríkis á
sósíalískum grunni
Viðtal við Júríj Reshetov, aðstoðardeildarstjóra við deild velferð-
ar- og menningartengsla í utanríkisráðuneyti Sovétríkjanna
í tilefni leiðtog’afundarins i
Moskvu í lok maimánaðar ósk-
aði Morgnnblaðið eftir viðtali
við Júríj Reshetov, aðstoðar-
deildarstjóra við deild velferð-
ar- og menningartengsla í ut-
anríkisráðuneyti Sovétríkjanna.
Reshetov starfaði á árum áður
í sovéska sendiráðinu í
Reykjavík en hélt héðan til Dan-
merkur. Skrifstofa APN-frétta-
þjónustunnar á Islandi hafði
milligöngu um að koma spurn-
ingunum á framfæri við Res-
hetov og rúmum mánuði siðar
bárust svör hans. Eftirfarandi
spurningar voru lagðar fyrir
Júríj Reshetov:
1. Þér störfuðuð í Reykjavík
á árum áður. Hvað er yður
minnisstæðast frá þeim tima
sem þér dvölduð á Islandi?
2. Vilduð þér rekja í stuttu
máli feril yðar frá því þér fóruð
frá íslandi þar til þér tókuð við
stöðu yfirmanns deildar vel-
ferðar- og menningartengsla
við sovéska utanríkisráðuneyt-
| ið?
3. Okkur skilst að staða þessi
sé ný af nálinni. í hveiju er starf
yðar fólgið. Takið þér t.a.m.
þátt i viðræðum við erlenda
embættismenn og gildir hið
sama um fundi leiðtoga risa-
veldanna?
4. Hvaða áhrif hafa hinar
nýju hugmyndir, sem Míkhail
Gorbatsjov, aðalritari Komm-
únistaflokks Sovétríkjanna,
hefur kynnt á undanförnum
árum, haft á stefnu ríkisstjórn-
ar Sovétríkjanna á sviði mann-
réttindamála?
5. Gætuð þér í almennum orð-
um lýst helstu hindrunum í vegi
aukins skilnings milli austurs
og vesturs á sviði mannréttinda-
mála? Sjáið þér fyrir einhveijar
grundvallarbreytingar á næst-
unni?
6. Steingrímur Hermannsson,
þáverandi forsætisráðherra ís-
lands, hitti Míkhaíl Gorbatsjov,
aðalritara Kommúnistaflokks
Sovétríkjanna, að máli í Moskvu
í marsmánuði 1987. Hann kvað
Gorbatsjov hafa tjáð sér að
brátt myndu ibúar Sovétríkj-
anna njóta meira frelsis en íbú-
ar Vesturlanda. Teljið þér þetta
rétt og ef svo er hvaða ráðstaf-
anir getið þér nefnt, sem gripið
hefur verið til í heimalandi yð-
ar, til að tryggja aukið frelsi?
Eins og sést á meðfylgjandi
samtali, sem Vladislav Balashov
skráði, eru nokkrar spurningar
hans ekki alveg samhljóða þeim
sem Morgunblaðið sendi. En hér
birtist samtalið frá APN í heild:
Spurning: Þér voruð í Reykjavík
fyrir nokkrum árum. Hvað er
yður minnisstæðast frá þeim
tíma sem þér dvölduð á íslandi?
Svar: Einhvern tíma stakk
kennari minn, M. Steblin-Kam-
enski, patríarki norrænna fræða í
Sovétríkjunum, upp á því við mig
að ég helgaði mig íslenskunámi.
Því miður tókst mér ekki að Iáta
þessa ósk hans. rætast að fullu.
En ég verð að segja að ísland
hefur alltaf verið mér ofarlega í
huga.
Eg man landið vel, svo og fólk-
ið, sem ég kynntist þar. Mér finnst
ég enn vera nemandi Þórbergs
Þórðarsonar og man tíða fundi
mína með honum og Margréti,
konu hans. Hann er í mínum huga
hinn skýri persónugervingur al-
heimssálarinnar og jafnframt
hinnar íslensku sálar, sem er ein-
stök. Bækur hans fylgja mér hvert
sem ég fer.
Mér fannst þjóðfélagsleg
reynsla hins íslenska réttarríkis,
þar sem mannlegir eiginleikar
voru ætíð mest metnir, afar merki-
leg. „Með lögum skal land
byggja," segja Islendingar.
Spurning: Gætuð þér sagt í
stuttu máli frá ferli yðar frá því
Júríj Reshetov
þér fóruð frá íslandi og þar til
þér tókuð við þeirri stöðu, sem
þér gegnið í dag?
Svar: Eftir að ég fór frá ís-
landi, starfaði ég í Danmörku.
Síðan var ég við nám við Dipló-
mata-akademíuna og varði
kandídatsritgerð um ijölskyldu-
tengsl í Svíþjóð. Síðan lagði ég
stund á þjóðréttarfræði og aðal-
lega á mannréttindi.
Á miðjum áttunda áratugnum
var ég fulltrúi á ráðstefnunni um
öryggi og samvinnu í Evrópu. ís-
lenska sendinefndin var fámenn
og á öðru stigi ráðstefnunnar, sem
haldin var í Genf, komst Einar
Benediktsson, sendiherra Islands
í Sviss, ekki yfir að sitja í öllum
nefndum og undimefndum._ Þá fól
hann mér að vera fulltrúi Islands
á fundum fyrstu umræðunefndar
um samstarfsreglur. Ég man líka
að ég hitti Matthías Johannessen
á lokastigi ráðstefnunnar. Við
ræddum nokkur mál og síðan
skrifaði hann um það í Morgun-
blaðið.
Frá 1975-1980 starfaði ég við
Mannréttindadeild SÞ í Genf og
síðan um sex ára skeið við Ríkis-
og réttarstofnun Vísindaakademíu
Sovétríkjanna. Ég varði doktors-
ritgerð um alþjóðlega glæpi, sem
ég tel vera hættulegustu mann-
réttindabrotin.
Spurning: Þér tókuð ekki alls
fyrir löngu við þessari stöðu. í
hverju er starf yðar fólgið? Tak-
ið þér þátt í viðræðum við opin-
bera gesti erlendis frá, t.d. á
fundum leiðtoga stórveldanna?
Svar: Ég er búinn að vera að-
stoðaryfirmaður við deild velferð-
ar- og menningartengsla í eitt ár.
Þetta er ný deild við utanríkisráðu-
neytið, sem á að framkvæma
stefnu hins nýja hugsunarháttar
og perestrojku á sviði mannlegrar
velferðar innanlands og á alþjóða-
vettvangi.
Innanlands gengur þessi stefna
út frá nauðsyn þess að þróa lýð-,
ræði og glasnost, sjálfsstjórnun
þjóðarinnar. Á alþjóðasviðinu er
gengið út frá því að samstarf á
sviði mannlegrar velferðar sé ein
af undirstöðum friðar og alþjóða-
öryggis.
Deild þessi hefur með höndum
endurbætur á sovésku löggjöfinni.
Verið er að samræma hana al-
þjóðlegum skuldbindingum okkar
á sviði mannréttindamála. Deildin
sér einnig um að þróa tengsl við
erlenda mótaðila okkar, þar á
meðal Bandaríkjamenn. Þegar
haldnir eru fundir utanríkisráð-
herra og leiðtogafundir, eru venju-
lega settir á stofn starfshópar, sem
fjalla um mannlega velferð og þar
gegnir deildin leiðandi starfi.
Hópganga íþróttafélaga á sumarhátíð ÚÍA.
Morgunblaðið/Björn Sveinsson
Sumarhátíð Úí A á Egilsstöðum
Egilsstöðum.
ÁRLEG sumarhátið Ungmenna- og íþróttasambands Austurlands
verður haldin á Eiðum dagana 15.—17. júlí. Sumarhátið UÍA er
fyrst og fremst íþróttahátíð þó ýmislegt sé sér til gamans gert á
hátið sem þessari annað en að keppa í íþróttum. Dansleikur verður
í tjaldi á laugardagskvöld og á sunnudag er sérstök hátiðardag-
skrá. Heiðursgestur á þessari sumarhátið verður Stefán Þorleifs-
son frá Neskaupstað.
Yngstu aldurshóparnir setja
jafnan mikinn svip á þessa hátíð,
en keppt er í flestum greinum
frjálsra íþrótta, knattspyrnu, sundi
og fleiri greinum. Einnig er keppt
í starfs-
íþróttum svo sem línubeitingu,
dráttarvélaakstri, jurtagreiningu
og að leggja á borð.
Þetta er í þrettánda skipti sem
sumarhátíð UIA er haldin, og seg-
ir Hrafnkel! Kárason, formaður
sambandsins, að hún hafi augljós-
lega sannað gildi sitt, því sífellt
fleiri taki þátt í henni, bæði sem
keppendur og áhorfendur og nú
stefni í metþátttöku. Hér sé um
íþróttahátíð unga fólksins að
ræða. Hér fái það tækifæri til að
reyna sig við jafnaldra sína. í öðru
lagi sé þetta samvera þeirra eldri
með æskunni í gleði og leik, og
það sé foreldrunum nauðsynlegt
að vera með börnunum nú á tímum
þegar fólk er sífellt matað á af-
þreyingarefni án nokkurrar fyrir-
hafnar. UÍA vinnur sífellt að því
að bæta aðstöðuna á íþróttasvæði
sínu á Eiðum og undanfarin þrjú
ár hafa verið gróðursettar þar
1.300 tijáplöntur til að gera meira
skjól á svæðinu og gera það meira
aðlaðandi til hverskonar útiveru
og mótahalda. Nú í vor var sam-
bandinu færð rausnarleg gjöf er
hjónin Sigríður Kjerúlf og Einar
Pétursson á Egilsstöðum afhentu
skógræktarráði UÍA 140 aspir
sem gróðursettar voru á Eiðum.
Trén voru um meters há og höfðu
hjónin ræktað þau í gróðurreit
sínum hér á Egilsstöðum. Laus-
lega áætlað má gera ráð fyrir að
verðmæti þessarar gjafar sé um
65.000 kr., en fyrir æskuna, sem
á eftir að njóta skjóls af þessum
trjám í keppni og leik um ókomin
ár, er hún ómetanleg.
- Björn
Savvas í
Lækjartungli
DANSARINN og skemmtikraft-
urinn Sawas Kyriakou frá Bret-
landi er nú staddur á íslandi.
Hann kemur fram í Lækjartungli
og Biókjallaranum dagana 15.-24.
júlí.
Sawas sýnir nokkurskonar vél-
mennadans og leikræn atriði, sem
fengin eru að láni úr kvikmyndum
um njósnarann 007, James Bond.
Sýninguna nefnir hann „Robotic
Danee 007“. Sawas hefur áður kom-
ið hingað til lands, en hann ferðast
víða með sýningar sýnar, bæði til
borga í Evrópu og Japan. Þá vann
hann hæfileikakeppnina „National
Welch Telent Contest" í ágúst á
síðasta ári.
Auk sýninga Sawas Kyriakou
sýnir sænskur flokkur, Guys’n’dolls
svokallað „drag show“ í Lækjar-
tungli og Bíókjallaranum. Skemmti-
staðurinn Lækjartungl ákveðið að
haga því þannig í sumar, að þegar
einn aðgöngumiði er keyptur fær
viðkomandi annan miða fríann, sem
hann getur notað hvenær sem er
fram til 1. september nk.
Sawas Kyriakou.