Morgunblaðið - 15.07.1988, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
37
„Yfirstandandi viðræður Sovétríkjanna og’ Bandaríkjanna hafa leitt í ljós að við erum að fjarlægjast
fjandskapinn." Míkhaíl S. Gorbatsjov, aðalritari Sovéska kommúnistaflokksins, og Ronald Reagan, Banda-
ríkjaforseti, ræða við Sovétborgara á Rauða torginu í Moskvu.
Mig langar til að taka fram að
yfirstandandi viðræður Sovétríkj-
anna og Bandaríkjanna hafa leitt
í ljós, að við erum að fjarlægjast
fjandskapinn og færumst nær
málefnalegu samstarfi og skipt-
umst á reynslu á sviði mannlegrar
velferðar. Þrátt fyrir þá staðreynd,
að við og Bandaríkjamenn erum
afskaplega ólíkir, á hvor aðili um
sig sitt ríkidæmi, sína ávinninga
og á við sín vandamál að stríða,
sem eru bæði afmörkuð og al-
menn.
Spurning: Hvaða áhrif hafa hinar
nýju hugmyndir M. Gorbatsjovs,
aðalritara, sem komið hafa fram
á undanfömum árum, haft á
stefnu sovésku ríkisstjórnarinn-
ar?
Svar: Hugmyndir M.S. Gorb-
atsjovs um aukna lýðræðisþróun í
landi okkar endurspegla ferli, sem
hafði verið lengi í geijun í þjóð-
félaginu og var nauðsynlegt fyrir
þróun þess. Af hinum fjölmörgu
hugmyndum langar mig sérstak-
lega til að leggja áherslu á tillög-
una um að ljúka mótun réttarríkis
og koma á fjölhyggju í skoðunum
og tryggja hagsmuni alls sam-
félagsins. Auðvitað á sósíalískum
grunni, þar sem við höfum engan
veginn í hyggju að víkja út af
þeirri braut, heldur viljum við
styrkja hana og efla á alla lund.
Spurning: Gætuð þér nefnt helstu
hindranir í vegi bætts gagn-
kvæms skilnings milli austurs
og vesturs á sviði mannréttinda-
mála? Sjáið þér fyrir einhveijar
grundvallarbreytingar á næst-
unni?
Svar: Hugtökin um mannrétt-
indin eru ólík í sósíalískum ríkjum
og í kapítalískum ríkjum. Við telj-
um alla flokka mannréttinda jafna,
bæði borgaraleg og pólitísk rétt-
indi svo og félagsleg og efnahags-
leg. Við viðurkennum jafnframt,
að ekki er hægt að framkvæma
þessi réttindi utan ramma þjóð-
félagsins, án ábyrgðar gagnvart
því. Hinn vestræni skilningur á
mannréttindum takmarkast ein-
göngu við borgaraleg og pólitísk
réttindi og nær ekki til félagslegra
og efnahagslegra réttinda.
Auk þess eru sumir á Vesturl-
öndum vanir að skipa öllum fyrir
og telja aðeins að eigin reynsla
skipti máli og það er þröskuldur
í vegi samstarfs á þessu sviði. En
það hafa samt átt sér stað breyt-
ingar í jákvæða átt í þessum efn-
um. Upp á síðkastið hafa Banda-
ríkjamenn byijað að átta sig á því
að umræða um mannréttindi er
tvístefnugata, sem þýðir að vanda-
mál og erfiðleikar eru í öllum
ríkjum og að menn verða að læra
að lagfæra þau með tilliti til
reynslu annarra.
Alþjóðlegt frumvarp um mann-
réttindi gæti orðið góður grund-
völlur gagnkvæms skilnings og
samstarfs. Það ætti fyrst og
fremst að fela í sér alþjóðlega
samninga um mannréttindi, al-
menna yfirlýsingu um mannrétt-
indi o. fl.
Spurning: Hvaða ráðstafanir
gætuð þér nefnt sem gerðar eru
í Sovétríkjunum til að tryggja
meira lýðræði og frelsi?
Svar: Lýðræðisþróun í landi
okkar vex fiskur um hrygg. T.d.
er verið að fullkomna lýðræði í
framleiðslunni, sem kemur aðal-
lega fram í því að kosningar fara
fram um alla yfirmenn í fyrirtækj-
um. Samin hefur verið löggjöf um
einkarekstur. Samþykkt hafa ver-
ið mikilvæg lög um samvinnufyrir-
tæki, sem kveða á um að sam-
vinnueignarform njóti sömu laga-
legu trygginga og ríkiseignarform.
Verið er að ræða og undirbúa
breytingar á refsilöggjöfinni, unn-
ið er að því að gera hana lýðræðis-
legri, milda strangar refsingar og
nema úr gildi óréttlátar greinar.
Mikill hluti sovéskra lögfræðinga
er fylgjandi því að dauðarefsing
verði afnumin.
Verið er að vinna að nýrri kosn-
ingalöggjöf, sem á að tryggja
sannan vilja þjóðarinnar, endur-
spegla allt hagsmunalitróf hennar.
Eins og þegar hefur verið sagt, á
löggjöf okkar að tryggja allar teg-
undir mannréttinda: Bæði félags-
leg og efnahagsleg réttindi (rétt
til starfs, hvíldar, menntunar,
heilsuverndar og félagslegrar
tryggingar), svo og borgaraleg og
pólitísk (málfrelsi, prentfrelsi,
fundafrelsi, mótmælafrelsi, skoð-
anafrelsi, friðhelgi heimilisins,
leynileg bréfaskipti og símtöl o.fl.).
Verið er að móta og taka í gildi
ný lög á öllum sviðum mannrétt-
inda, svo og á einstökum sviðum.
Stórhœkkaóir
Dæmi
1 25% 7,5% 41,6%
dagvextir á á18 mánaöa ávöxtun á
tékkareikningum og verötryggðum Hávaxtabókum,
sparisjóösbókum, reikningum. I . ' f: ■I
SAMVINNUBANKIISLANDS HF.