Morgunblaðið - 15.07.1988, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. JÚLÍ 1988
Minning:
Brynjúlfur Jóns-
son prentari
Fæddur 26. apríl 1914
Dáinn 7. júlí 1988
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tiða.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin strið“.
(V.Briem)
Margar minningar tengdar Binna
frænda koma fram í hugann nú að
leiðarlokum. Okkur systkinunum
gleymast aldrei heimsóknirnar
hans, honum var alltaf fagnað.
Þegar við vorum krakkar stukkum
við alltaf upp í fangið á honum
þegar hann birtist í dyrunum og
okkar böm fögnuðu honum með
sömu gleði.
Binna var alltaf mest í mun að
gleðja aðra, sérstaklega böm. Hann
settist á gólfíð og lék við okkur, las
fyrir okkur eða sagði sögur. Hann
sýndi okkur ótakmarkaða þolin-
mæði og góðvild, síðar nutu bömin
okkar sömu gæðanna og verður það
aldrei fullþakkað.
Ógleymanlegar em allar ferðim-
ar með Binna frænda í bíó, í Ár-
bæjarsafnið, Þjóðminjasafnið,
myndlistarsýningar, leikhús og
seinna ópemr. Margar ferðir vom
famar í Hljómskálagarðinn að
skoða blóm og mynda. Binni hafði
áhuga fyrir ljósmyndun og efla
myndimar hans minningamar.
Aldrei féll skuggi á vináttuna og
mun minningin um góðan dreng
lifa.
Með alúðarþakklæti frá okkur
Sigga og dætmm okkar.
Anna Guðný Árnadóttir
Við fráfall Brynjúlfs Jónssonar,
Binna frænda, sækja að fjölskyldu
minni söknuður og ljúfar minningar
um góðan dreng.
Hann var fæddur í Reykjavík 26.
apríl 1914, sonur hjónanna Jóns
Helgasonar, prentara og fyrri konu
hans Önnu Kristínar Sigurðardóttir.
Vom þau hjón bæði ættuð af Bem-
fyarðarströnd.
Jón Helgason hóf prentnám í
Félagsprentsmiðjunni 1897, lauk
þar námi og hélt síðan til Noregs
til starfa í rúm tvö ár, starfaði eitt
sumar á Seyðisfírði og síðan aftur
í Noregi til 1905, að hann hvarf
heim og gerðist einn af stofnendum
prentsmiðjunnar Gutenberg, rak
með öðmm prentsmiðju í Hafnar-
fírði og síðar á Eyrarbakka, starf-
aði síðan í Reykjavík, setti þar á
stofn eigin prentsmiðju á Berg-
staðastræti 27 árið 1925, Prent-
smiðju Jóns Helgasonar, er hann
rak meðan starfsþrek entist.
Móðir Brynjúlfs, Anna Kristín,
10ÁRAÁBYRGÐ
ALSTIGAR
ALLAR GERÐIR
SÉRSMÍÐUM
BRUNASTIGA O.FL.
Kaplahrauni 7, S 651960
lést í spönsku-veikinni 1918 og
hafði þeim Jóni orðið 7 bama auð-
ið. Létust 4 í æsku, 2 drengir og 2
dætur. Upp komust synimir Bald-
ur, Sigurður og Brynjúlfur, er fet-
uðu allir í spor föðurins, lærðu hjá
honum prentlist og störfuðu við þá
iðn alla sína starfsæfí.
Fjórum ámm eftir lát Önnu
Kristínar gekk Jón að eiga Aðal-
björgu Stefánsdóttur frá Möðmdal
og átti með henni dótturina Helgu,
húsfreyju í Reykjavík.
Tengdamóðir mín, Rannveig
Gunnarsdóttir, og Anna Kristín,
móðir Brynjúlfs, vom bræðradætur.
Var Rannveig vinnukona hjá
frænku sinni í Reykjavík. Einhvem-
veginn æxlaðist það svo að Brynj-
úlfur litli hændist að þessari frænku
sinni og hélt alltaf mikilli tryggð
við hana og böm hennar.
Fyrir nær hálfum fímmta áratug
barst ég inn í fjölskyldu Rannveig-
ar. Kynntist ég þá Brynjúlfí, sem
þar á bæ gekk alltaf undir nafninu
Binni frændi. Var hann aldrei öðm
vísi nefndur af bamabömum Rann-
veigar og okkur Guðnýju, tengda-
bömum hennar, þótt óskyld væmm
Binna. Þetta gilti líka um tengda-
böm okkar og heyrt hefí ég þannig
nafnið hjá tengdabömum frænd-
fólks Binna austur í Bemfirði. Sama
hefír gilt um Guðfínnu Gísladóttur
frá Krossgerði, frænku Binna
frænda, hana Finnu frænku.
Binni frændi var sem sagt fædd-
ur og uppalin í prentverki. Hóf nám
í prentsmiðju föður síns strax og
hann hafði aldur til, 1929, þá nýorð-
inn 15 ára og vann þar óslitið til
1955 en síðan í ísafoldarprent-
smiðju meðan starfsþrek entist.
Hann bar virðingu fyrir starfí sínu
og þoldi illa fúsk. Veit ég að hann
var oft látinn setja vandasama texta
og rithöfunda sem ekki létu sér
lynda óvönduð vinnubrögð í prent-
verkinu. Þykist ég þar til geta nefnt
Thor Vilhjálmsson, en um hann
sagði Binni frændi að þótt Thor
hafí verið kröfuharður og fylgst
grannt með setningu bóka sinna,
hafí sér líkað vel að setja bækur
hans, því Thor væri smekkmaður á
frágang texta.
Eg veit líka að Binni frændi var
vel metinn af stéttarbræðrum og
vinnufélögum. Ég kynntist því best
þegar við hjónin urðum þeirrar
gæfu aðnjótandi að standa fyrir
afmælisveislu er hann hélt á heim-
ili okkar fimmtugur. Mun okkur sá
mannfagnaður seint úr minni líða.
Binni var um margt gæfumaður,
þótt stundum gæfí á bátinn eins
og verða vill í lífsins ólgusjó. Hann
var alinn upp í guðsótta og góðum
siðum, hafði ekki áhuga á hagvaxt-
arfætinum. Veraldarvafstur var
takmarkað við að hafa þolanlega í
sig og á, vissi af eðli sínu og trú
að auðsöfnun er ekki vænleg til
sáluhjálpar, hvorki þessa heims né
annars. Trúmál hans voru mótuð
af siðakenningu trésmíðasonarins
frá Nasaret og pólitíkin af gamalli
íhaldssemi.
Einhvemveginn varð það þó svo
að þótt við Binni frændi værum
ekki alltaf á sömu bylgjulengd gát-
um við alltaf rætt þessi mál í sátt
og samlyndi. Þakka ég það mest
öfgaleysi hans, sem lýsti sér m.a.
í því að í upphafí var Þjóðviljinn
prentaður hjá Jóni Helgasyni og
minntist Binni þess tíma alltaf með
glaðværð og góðvild í ummælum
um starfsmenn blaðsins og mun þar
í þrengslunum á Bergstaðastræti
27 hafa sannast hið fomkveðna að
„þröngt mega sáttir sitja" enda
þótt að óravegur virðist skilja
lífsviðhorf.
Binni frændi hafði yndi af góðum
bókum og þó enn meir af hinu
myndræna. Sótti kvikmyndahús ef
góð mynd var á boðstólum, kunni
vel að fara með myndavél og fylgd-
ist með myndlistinni og iðkaði sjálf-
ur hin síðustu ár, þegar tækifæri
bauðst til að sækja slík námskeið
fyrir áhugafólk. Þessu skylt áhuga-
mál var náttúruskoðun og veit ég
að hann átti gott safn ljósmynda
er hann tók á ferðum sínum, ekki
síst af blómum.
Árið 1936 kvæntist Brynjúlfur
Bryndísi Sigurðardóttur. Þau
skildu. Þeim varð einnar dóttur
auðið, Önnu Kristínar, konu Elísar
Snælands Jónssonar blaðamanns.
Hjá þeim og sonum þeirra átti Binni
notalegt skjól og bjó hjá þeim
síðustu árin, eftir að hjartasjúk-
dómurinn, sem varð honum að ald-
urtila, gerðist of svsðsinn til að
hann gæti búið sínu búi á Berg-
staðastræti 27.
Að leiðarlokum er margs að
minnast frá góðum kynnum. Margt
af þeim á ekki erindi í blöð, en
ekki get ég skilist við þessa grein
án þess að þakka það sem aldrei
verður fullþakkað, en það var sú
vinátta sem hann rækti við bömin
mín, allt frá því þau risu fyrst á
legg og til lokadags. Mér eru ekki
orð tiltæk að lýsa þessu nánar, en
ég veit að bömin okkar Gínu gleyma
ekki Binna frænda meðan þau geta
munað.
Árni Halldórsson
Binni frændi er dáinn, því verður
ekki breytt, en við eigum mikið að
þakka sem fengum að njót sam-
vista við hann-. Binni skipaði sér-
stakan sess hjá okkur systkinunum.
Hann var rólegur maður að eðlis-
fari, yfirvegaður og naut sín best
í góðum félagsskap, Góðmennska,
þolinmæði þrátt fyrir at og amstur,
aðlaðandi framkoma og fas, laðaði
böm að honum. Yngstu systkini
mín, Gunnar, Anna Guðný og Rann-
veig, fengu ríkulega að njóta þess-
ara mannkosta. Hann studdi þau
til þroska og naut þess að sjá þau
vaxa úr grasi. Eftir að þeir bræð-
ur, Binni og Siggi, misstu móður
sína vom þeir mikið hjá Rannveigu
ömmu. Vináttu og skyldleikatengsl
voru ætíð sterk milli þeirra og
mömmu. Pabbi og Binni voru mikl-
ir mátar. Þeir rökræddu oft um
pólitík og voru yfírleitt á öndverðum
meiði, en aldrei brá það skugga á
vináttu þeirra. Frá því ég var
smásnáði og þar til foreldrar mínir
fluttu búferlum til Egilsstaða borð-
uðu þeir Binni og Siggi alltaf heima
á aðfangadagskvöld. Samveran á
jólahátíðinni hefur örugglega mótað
þá nánu vináttu sem var milli Binna
og okkar systkinanna. Binni unni
fögrum listum og fékkst sjálfur við
myndlist. Síðustu árin stundaði
hann myndlistamám sem varð hon:
um uppspretta mikillar ánægju. í
myndlistinni fékk hann útrás fyrir
sköpunargleðina. Við krakkamir
fómm ekki varhluta af þessu hugð-
arefni Binna frænda. í jólagjöf
fengum við áhöld og dúka til að
skera í myndir, síðan þrykkti hann
þær á pappír niðri í prentsmiðju.
Það var ekki síst fyrir áhuga Binna
og hvatningu að Gunnar bróðir
lagði á listabrautina og nam högg-
myndalist. Þeir bræður Binnni og
Siggi vom prentarar að iðn. Nú em
þeir báðir látnir, en heima bíður
legsteinn sem Binni fékk Gunnar
bróður til að gera á leiði Sigga.
Legsteinninn, í mynd bókar, er
táknrænn fyrir ævistarf þeirra
bræðra. Ætlunin var að setja hann
upp næst þegar Gunnar kæmi til
landsins. Binna entist ekki aldur til
þess, en verkið er tákn um þá um-
hyggju sem hann sýndi þeim sem
næst honum stóðu. Með þessum
línum kveð ég Binna frænda með
þakklæti í huga.
Halldór Árnason
í dag fer fram frá Kópavogs-
kirkju útför Brynjúlfs Jónssonar
prentara, sem lést 7. júlí. Hann var
fæddur í Reykjavík 26. apríl 1914,
sonur Jóns Helgasonar prentara og
útgefanda, sem var þjóðkunnur
maður, og fyrri konur hans, Önnu
Kristínar Sigurðardóttur. 15 ára
gamall hóf Brynjúlfur prentnám í
prentsmiðju föður síns og vann þar
til ársins 1955, er hann ræður sig
sem vélsetjara til ísafoldarprent-
smiðju og vann þar þangað til hann
hætti störfum um sjötugsaldur.
í ísafold tókust með okkur Binna,
eins og hann var kallaður af okk-
ur, vinum hans, góð kynni, sem
þróuðust upp í einlæga vináttu milli
okkar og fjölskyldu minnar. Hann
var flestum þeim kostum búinn,
sem best prýða hvem einstakling,
einlægur, hreinskilinn og orðvar um
menn og málefni. Það var auðvelt
að umgangast hann, hvort sem var
á vinnustað eða utan, því hann var
sérstakt ljúfmenni. í öll þau ár, sem
við unnum saman, sá ég hann aldr-
ei skipta skapi. Oft dáðist ég að
honum hvemig hann hélt sálarró
sinni í öllum þeim starfserli og véla-
hávaða, sem fylgir því að vinna á
stómm, fjölmennum vinnustað. Það
hlýtur að vera mikil guðsgjöf að
vera þessum kostum búinn.
Um verkkunnáttu Brynjúlfs er
það að segja, að honum var prent-
listin í blóð borin í fyllstu merkingu
þess orðs, afbragðs góður setjari
og átti auðvelt með að teikna og
skapa fallega prentgripi. Hann var
góður íslenskumaður og sóttust
skáld sérstaklega eftir að hann setti
þeirra verk. Á yngri ámm sótti
hann námskeið í myndlist við Hand-
íða- og myndlistarskólann í
Reykjavík, því listsköpun var mikil
í hans huga, sérstaklega myndlist
og ljósmyndun, og síðustu árin gat
hann sinnt þessu áhugamáli sínu
að fullu í félagsstarfí aldraðra.
Brynjúlfur ferðaðist breitt og vítt
um landið og var mikill náttúm-
skoðari, kunni góð skil á gróðri
þess og varla var sú tijágrein til
sem hann kunni ekki skil á. Af
þessum sökum kunni hann að meta
fegurð íslands fremur en almennt
gerist. Tók hann margar mjög list-
rænar ljósmyndir sem sumar hafa
birst í bókum og tímaritum.
Eina utanlandsferð fór Binni og
þá til Færeyja fyrir allmörgum
ámm og gaf þá út bók um það
ferðalag. Hann hafði í handriti til-
búna til prentunar bókina Bjartir
sumardagar, ferðaþætti með eigin
ljósmyndum og teikningumþ
Sumarið 1973 fór ég undirritaður
ásamt Brynjúlfi og tveimur sonum
mínum norður á Strandir, alla leið
í Ófeigsfjörð, í því fegursta veðri
sem best getur orðið hér á landi.
Þessarar ferðar naut hann í ríkum
mæli, og ritaði grein í tímaritið
Útilíf um þessa ferð.
Brynjúlfur bjó um árabil í húsi
föður síns á Bergstaðastræti 27;
þar litu margir vinir og kunningjar
inn til hans. Alltaf hafði hann eitt-
hvað til að sýna gestum sínum, hluti
sem hann var að föndra við. Gekk
hann þá gjaman með manni út að
stóru gluggakistunni, þar sem hann
geymdi hluta af steinasafni sínu,
og benti þá gjaman á síðustu stein-
völuna sem honum hafði hlotnast.
Svona kom Brynjúlfur fyrir í sínum
einfalda lífsmáta.
Árið 1936 kvæntist Brynjúlfur
Bryndísi Sigurðardóttur, Sigurðar
Brynjólfssonar og Dagnýjar Níels-
dóttur. Bryndís og Brynjúlfur slitu
samvistum. Dóttir þeirra er Anna
Kristín Brynjúlfsdóttir, rithöfundur,
BA í latínu og grísku, gift Elíasi
Snæland Jónssyni, aðstoðarritstjóra
og eiga þau þijá syni. Vil ég votta
þeim hjónum, sonum þeirra og öðr-
um skyldmennum samúð mína og
fjölskyldu minnar. Guð blessi minn-
ingu Brynjúlfs Jónssonar.
Torfi Þ. Ólafsson
Birting afmælis- og
minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri. ~
Athygli skal á þvi vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort Ijóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð
eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar getið. Sama gildir
ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minningargreinar birtist
undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar af-
mælisfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.
Kjörbók Landsbankans L
w Landsba
Sömu háu vextirnir, óháð því hver innstæðan er.
Islands
Banki allra landsmanna