Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 4

Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Flugstöð Leifs Eiríkssonar: Tölvustýrt innrit- unarkerfi væntan- legt síðar á árinu „ÁLAGIÐ í afgreiðslunni er mest 1-2 klukkustundir á dag, en slíkt verður úr sögunni þegar Flug- leiðir taka hið tölvustýrða innrit- unarkerfi í notkun,“ sagði Asgeir Einarsson skrifstofustjóri í Leifsstöð í samtali við Morgun- blaðið vegna fréttar í Morgun- blaðinu á fimmtudag um langar biðraðir í flugstöðinni. Aðspurð- ur um hvort flugstöðin reyndist of lítil sagði Ásgeir að svo vœri ekki. Engin flugstöð væri svo stór að hún fylltist ekki af far- þegum þegar umferð væri sem mest. í frétt Morgunblaðsins kom m.a. fram, að mikil örtröð væri á mestu álagstímum við innritun farþega í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli og um það bil VEÐUR 1000 manns afgreiddir á einni klukkustund þegar mest væri að gera. Flugleiðir hafa nýlega gerst aðilar að Amadeusi, einu bókunar- kerfi evrópskra flugfélaga. Þetta nýja innritunarkerfi verður tilbúið síðar á árinu og verður þá hægt að innrita farþega til brottfarar á öllum afgreiðsluborðum í brott- fararsal flugstöðvarinnar. ©' Morgunblaðið/Einar Falur Bensínstöð Otís á Klöpp rifin IN-NLENT BENSÍNSTÖÐ Olís á Klöpp við Skúlagötu í Reykjavík var rifin í gær. Klöppin var elsta olíustöð á landinu. Byijað var að byggja hana 1926, en þann 10. júní 1928 IDAGkl. 12.00: Heimild: Veðurstofa islands (Byggt á veðurspá kl. 16.15 í gær) VEÐURHORFURIDAG, 13.AGUST1988 YFIRLIT í GÆR: Yfir Grænlandi er 1018 mb hæð en milli (siands oa Noregs er 997 mb lægð. Heldur kólnar í veðri, einkum norðan- lands. SPÁ: Breytileg átt, víöast gola eða síðdegisskúrir á Suðurlandi en annars bjart veður um sunnan og vestanvert landið. Norðaustan gola eða kaldi og skýjað norðanlands og austan og sums staðar þokuloft eða dálítil súld við ströndina. Hiti 9—16 stig, hlýjast suð- vHataiilands:------------------------------------------------- VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA HORFUR Á SUNNUDAG Norðaustan-átt. Skýjað norðanlands og austan og sums staðar dálítil súld, hiti 6—10 stig. Bjart veður að mestu sunnanlands og vestan og 10—15 stiga hiti, þó ef til vill síðdegisskúrir. HORFUR Á MÁNUDAG Það lítur út fyrir svipað veður verði framan af degi, en þykknar líklega upp með austan- eða suðaustan-átt suðvestanlands þegar líður á daginn. x Norðan, 4 vindstig: v Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma \ 0 Hitastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir 3l * V El — Þoka = Þokumóða » , ’ Súld OO Mistur —j- Skafrenningur Þrumuveður & > VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að fsl. tíma hM veður Akureyri 12 alskýjað Reykjavík 13 hálfskýjað Bergen 16 úrkoma Helslnki 19 skýjað Kaupmannah. 19 skýjað Narssarssuaq 10 skýjað Nuuk 8 rlgning Ósló 20 skýjað Stokkhólmur 18 skýjað Þórshöfn 12 alskýjað Algarve 26 heiðakfrt Amsterdam 21 rigning Barcelona 29 láttskýjað Chicago 26 þokumóða Feneyjar vantar Frankfurt 26 skýjað Glasgow 15 skúr Hamborg 21 skýjað Las Palmas 24 hálfskýjað London 21 ekýjað Lo8 Angeles 18 alskýjað Lúxemborg 23 skýjað Madrfd 31 heiðskfrt Malaga 27 rykmistur Mallorca 32 heiðskfrt Montreal vantar New York 28 mistur Parfs 23 skýjað Róm 28 helðskfrt San Dlego 19 alskýjað Winnlpeg vantar var opnuð þar birgðastöð Olíu- verslunar íslands hf. Olía var þá flutt inn með tank- skipum og dælt í birgðatankana á staðnum. Jafnhliða voru fluttir inn skipsfarmar af olíu í jám- og tré- tunnum, til dreifingar á lands- byggðinni. Þann 1. aprfl 1953 var reist birgðastöð í Laugamesi og birgðastöðinni á Klöpp að hluta breytt í bensínstöð. Frá Laugamesi til Klappar lá fjögurra tommu lögn og um hana var dælt gasolíu og svartolíu, sem var síðan dælt frá Klöpp á nýsköpunartogarana og önnur skip við Faxagarð. Olís opnar í dag nýja bensínstöð, verslun og þvottastöð á Klöpp. Frá Aðalgötunni á Siglufirði. Átak hefur verið gert í fegrun bæjar- ins i tilefni afmælisins. Siglufjörður: Afmælisvikan hefst í dag Á ÞESSU ári eru liðin 70 ár frá því að Siglufjörður fékk kaupstað- arréttindi, auk þess sem bærinn á 170 ára verslunarafmæli. í tilefni þessa er efnt til sérstakrar af- mælisviku sem hefst í dag. Hátí- ðarhöldin hefjast með þvi að Vigdfs Finnbogadóttir, forseti ís- lands, kemur f heimsókn til Siglu- fjarðar í boði bæjarstjórnar. Tekið er á móti forsetanum á Siglufjarð- arflugvelli klukkan 10.30 árdegis. Hátíðarsamkoma verður í Siglu- §arðarkirkju klukkan 14, en að henni lokinni verða þijár sýningar opnaðar í bænum. Málverkasýning í Ráð- húsinu, ljósmyndasýning í Slysavam- arhúsinu og í grunnskólanum verður nemendasýning. Brúðuleikhús verð- ur á flölunum við grunnskólann á Norðurgötu klukkan 16, en fyrsta degi hátíðarhaldanna lýkur með unglingadansleik f Alþýðuhúsinu og almennum dansleik á Hótel Höfn. Boðið er upp á flölbreytta afmælis- dagskrá alla daga vikunnar. Hátíðar- höldunum lýkur laugardaginn 20. ágúst. Svíþjóð: Bubba er tekið vel Bubbi Morthens er nú á tón- leikaferðalagi um Svíþjóð með sænsku rokkhþ'ómsveitinni Im- periet og hitar upp fyrir hljóm- sveitina. Fyrir stuttu kom út tveggja laga plata með Bubba f Svfþjóð sem fengið hefur lofsam- legar viðtökur sænskra blaða. I samtali við Morgunblaðið sagði blaðafulltrúi útgáfufyrirtækisins Mistlur að platan, sem á er lagið Moon in the Gutter (Skapar fegurðin hamingjuna?), hefði verið gefin út til að kynna Bubba fyrir áheyrendum Imperiet, þvf ekki hefði verið auglýst að hann myndi leika með hljómsveit- inni. Hann hermdi að platan hefði fengið mjög góðar viðtökur gagnrýn- enda í sænskum blöðum, reyndar mun betri viðtökur en menn hefðu átt von á og að lagið hefði verið valið lag vikunnar í þremur stórblöð- um. Blaðafulltrúinn sagði og að stór plata með Bubba væri væntanleg í september og að þá yrði gefín út önnur smáskífa. Þá væri einnig fyrir- huguð tónleikaferð Bubba um Svíþjóð með eigin hljómsveit.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.