Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 16

Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Getur þátttaka kvenna í stjóramál- um haft áhríf á réttarstöðu baraa? eftir Sólveigv Pétursdóttur Hér fer á eftir erindi, sem Sólveig Pétursdóttir flutti á fundi hægri kvenna í Osló hinn 2. ágúst sl.: Þessari spumingu svara ég ját- andi. Ég tel að þátttaka kvenna í stjómmálum hafi haft og hafí enn áhrif á réttarstöðu bama og mun ég leitast við að rökstyðja svar mitt hér á eftir. Að vísu er „opp- vekstmiljö“ nokkuð víðtækt hug- tak og tekur yfír fleira en réttar- stöðu bama, sem ég mun þó einkum ræða um. Þar er mest stuðst við lagalegan rétt. Þar sem þetta efni er mjög viðamikið verður að tak- marka það, og mun ég aðallega ijalla um áhrif kvenna á þessari öld í íslensku samfélagi. Það er ekki að ástæðulausu, þar sem íslenskar konur fengu ekki kosningarétt til sveitarstjóma fyrr en 1908 og til Alþingis 1915. Ég hef heldur ekki tækifæri til þess hér að fara í gegnum öll þau mál er snerta réttarstöðu bama. Ég mun þó ieitast við að gera nokkra grein fyrir þeim málum sem konur börðust sérstaklega fyrir á fyrri helmingi þessarar aldar, bæði í stjómmálum og eins í gegnum samtök eins og Kvenréttindafélag íslands. Þá mun ég vitna til starfa kvenna á seinni helmingi þessarar aldar, og þá einkum í Sjálfstæðis- flokknum, sem mér er að sjálfsögðu nærtækastur. Sá flokkur er stofnaður 1929 og margar konur hafa byrjað stjóm- málaafskipti sín á hans vettvangi og haft þar mikil áhrif. Enda þótt hér sé um hægri flokk að ræða þá virðist stefna hans stundum hafa einkennst meira af félagshyggju en annarra hægri flokka á Norðurlönd- um, enda er félagsleg vemd einn af homsteinum sjálfstæðisstefn- unnar. Sjálfstæðisflokkurinn á einnig rót sína að rekja til sjálfstæð- isbaráttu íslendinga, sem virðist tengjast svo aftur kvennréttinda- baráttunni og baráttunni fyrir- bættri réttarstöðu bama. Ég mun nú byija á því að gera nokkra grein fyrir því hvemig réttarstöðu kvenna og bama sérstaklega var háttað, allt ffam á 20. öld. Valdhafar höfðu ekki áhuga á réttarstöðu kvenna eða barna! Nú má auðvitað segja sem svo að þátttaka kvenna í stjómmálum hafí byijað löngu áður en þær fengu kosningarétt, því þær hafa auðvitað haft sínar skoðanir og tekið afstöðu og haft þannig óbein áhrif. Konur í hópi landnámsmanna og á þjóðveldisöid skipa ríkan sess í okkar sögum og þær virðast hafa stjómað sínum málum af röggsemi og festu ásamt því að hafa áhrif á gang mála í samfélaginu. En konur og böm vom þó alltaf sett skör lægra en karlar, bæði hvað snerti hjúskap, eignarétt, erfðir o.fl. Þetta kemur m.a. glöggt fram f gömlum lagaákvæðum en þess má geta að enn eru í gildi sum ákvæði Jóns- bókar, sem er lögbók frá 13. öld. Á þeirri öld gengum við undir vald Noregskonungs. Á 17. öld koma dönsk lög og norsk og áfram eftir 18. öld kon- ungsbréf og tilskipanir, sem aðal- lega flalla um málefni kirkjunnar og skattheimtu þeirra konunga sem þá réðu ríkjum á íslandi. Hér er aldrei rætt um stöðu kvenna eða bama, þó fann ég eina tilskipun frá 1771, þar sem heimaskím var leyfð ef heilsu bamsins var hætta búin ef farið yrði til kirkju, en presturinn gat þó neitað að koma. Síðan kemur tilskipun frá 1847 um réttindi prestsekkju eða erfíngja hans. í kjölfar þess, eða 1855, er kveðið á um skyldu embættismanna til að sjá ekkjum sínum borgið. Lögin virðast þannig endurspegla þjóðfélagsþróunina. Réttarstaða barna fram á 20. öld Allt fram á 20. öld kom fram í löggjöf takmarkaður áhugi á því, hvemig foreldrar fæm með böm sín, og hin eina lagavemd, sem böm höfðu gegn misþyrmingum foreldranna, var í refsilöggjöfínni. Samkvæmt norskum lögum (1687) var bömum aftur á móti refsað með arfsmissi og þrælkunarvinnu, ef þau töluðu ótilhlýðilega til foreldra sinna eða bölvuðu þeim. Ef böm réðust á foreldra sína áttu þau dauðarefsingu á hættu. Það er ekki lengra síðan en 1836, að hæstirétt- ur Noregs dæmdi 2 böm í lífstíðar þrælkunarvinnu fyrir að tala ótil- hlýðilega við móður sína. í tilskipun um húsaga 3. júní 1746, 8. gr., er foreldrum heimilað að leggja hend- ur á böm sín og refsa þeim með hrís, og í dönskum lögum 6-5-6 er hjónum heimilað að refsa bömum sfnum fyrir óhlýðni. Aftur á móti var tekið ákaflega léttilega á því, að foreldrar misþyrmdu bömum sínum. Það má því segja að böm hafí verið nær réttindalaus í samfélag- inu allt fram á þessa öld. Það má í þessu sambandi nefna það, að í vetur er fram fóru á Alþingi umræð- ur um sérstakan umboðsmann bama, þá lét ég þess m.a. getið að vid lagadeild Háskóla íslands væri kenndur sérstakur bamaréttur og höfðu þingmenn sumir hveijir aldr- ei heyrt þess getið. Lög um barnavernd Mikil breyting verður á réttar- stöðu bama þegar sett eru lög um bamavemd, því þá er foreldravald skert til muna. Fýrstu bamavemd- arlögin á Norðurlöndum voru norsku lögin frá 1896. í Svíþjóð voru fyrst sett bamavemdarlög árið 1902, en árið 1905 í Danmörku. Á íslandi varð það hinsvegar ekki fyrr en 1930 sem dómsmála- ráðuneytið skpaði 3ja manna nefnd til að: 1) gera tillögur um löggjöf, er styðji heimilin við uppeldi van- gæfra bama og 2) að gera tillögur um aðrar aðgerðir, svo sem fíjálsan félagsskap til vemdar siðferði bama ogunglinga. í nefndinni átti ein kona sæti, Guðrún Lárusdóttir, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins en hún hafði þá einnig setið í bæjar- stjóm í mörg ár. Það sem ein- kenndi hennar stjómmálaþátttöku var baráttan fyrir réttindum þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélaginu. Það er reyndar athyglisvert að við fráfall Guðrúnar 1938, þá minntist Ólafur Thors, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hennar á þann hátt, að barátta hennar ætti að vera sjálfstæðis- mönnum til eftirbreytni og hvatning til að halda áfram á sömu braut. Eftir tillögum þessarar nefndar voru síðan fyrstu heildarlögin um bamavemd sett árið 1932. Kvenréttindabaráttan og stofnun Kvenréttinda- félags íslands. Það má segja að formleg kven- réttindabarátta hafí byijað á íslandi rétt fyrir aldamótin er konur byij- uðu að tala á stjómmálafundum, skrifa í blöð og flytja erindi um réttindi kvenna, ekki síst um menntun þeirra. Baráttan hefst þó fyrir alvöru árið 1907 er Kvenréttindafélag ís- Sólveig Pétursdóttir „í nefndinni átti ein kona sæti, Guðrún Lár- usdóttir, þáverandi þingmaður Sjálfstæðis- flokksins en hún hafði þá einnig setið í bæjar- stjórn í mörg ár. Það sem einkenndi hennar stjórnmálaþátttöku var baráttan fyrir réttind- um þeirra sem minna máttu sín í þjóðfélag- inu. Það er reyndar at- hyglisvert að við fráfall Guðrúnar 1938, þá minntist Ólafur Thors, þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, hennar á þann hátt, að barátta hennar ætti að vera sjálfstæðismönn- um til eftirbreytni og h vatning til að halda áfram á sömu braut.“ lands er stofnað af merkiskonum, sem margar áttu eftir að láta mikið að sér kveða í íslenskum stjóm- málum. Konur í stjómmálum hafa reyndar alla tíð verið mjög nátengd- ar starfsemi félagsins. Kvenfrelsis- baráttan var nátengd baráttu ís- lendinga fyrir sjálfstæði landsins, og skilningur Álþingis á kröfum kvenna um aukið frelsi var næmari en ella mundi hafa verið, vegna þess að frelsishugtakið var þá haft í hávegum vegna bráttu lands- manna við erlent vald. Mestu réttarbætumar, sem unn- ust á þessum ámm fyrir forgöngu kvenréttindafélagsins, aðrar en kosningarétturinn, voru réttur til allra skóla, námsstyrlqa og emb- ætta með sömu skilyrðum og karl- menn, sem varð að lögum 1911. Þetta snertir að sjálfsögðu réttar- stöðu bama, þar sem stúlkur fá sama rétt og drengir. Kvenréttindabaráttan og baráttan fyrir bættri réttarstöðu barna Kvenréttindabaráttan var þannig ekki bara nátengd bar- áttu Islendinga fyrir sjálfstæði, heldur var hún líka nátengd bar- áttunni fyrir bættri réttarstöðu bama. Það er því líklega ekki til- viljun að fyrsta stórmálið, sem kvenréttindafélagið tók upp baráttu fyrir, var krafan um réttarbætur til handa óskilgetnum bömum. Þessa tillögu bar Guðrún Péturs- dóttir upp, þegar á fyrsta fundi eftir að félagið hafði verið stofnað, en hún var móðir Bjama Benedikts- sonar, er síðar varð leiðtogi Sjálf- stæðisflokksins. Var máli þessu oft hreyft og gerðar um það kröfur til Alþingis og haldinn almennur kvennafrmdur árið 1917 um endurbætta sifjalög- gjöf. Varð þetta til þess að sam- þykkt var þingsályktun á Alþingi 1917 í samræmi við þessar kröfur og 1919 lagði ríkisstjómin fram á Alþingi fmmvarps til nýrra sifja- laga: Um stofnun og slit hjóna- bands; Um aðstöðu foreldra til skil- getinna bama og; Um aðstöðu for- eldra til óskilgetinna bama. Lögin um réttindi óskilgetinna bama gengu í gildi 1. janúar 1921 og voru stórkostleg réttarbót. Vafa- laust hafa þau orðið til þess að draga úr barnadauðanum, sem var miklu hærri hjá óskilgetnum böm- um en skilgetnum. Kvennalisti og áhrif kvenna í bæjarstjórn Reykjavíkur Um leið og konur höfðu fengið almennan kosningarátt og kjör- gengi í bæjarmálum, árið 1908, var byijað að sæta þeim réttindum. Fyrst var leitað eftir samvinnu við karlmenn sem brást, og síðan settur upp kvennalisti. Komust þannig 4 landsbyggðinni eftir Jóhönnu Á. Steingrímsdóttur Nú skín sól á heiðum himni og hitinn er eins og á sólarströndum, enda spáðu veðurfræðingamir þessu í gær, vaskurinn á Veður- stofunni hefur því fengið hvfld þennan daginn, stundum verður hann samt að taka við ýmsu, enda væri lítið varið í tilveruna ef ekk- ert kæmi manni á óvart og allt væri hægt að reikna út í köldum staðreyndum. Hér á Norðurlandi skiptir oft skarpt um veður, þ.e.a.s. stórar sveiflur geta verið á hitastigi jafn- vel í júlímánuði. Það fengum við Norðlendingar að reyna síðast- liðna viku, þá var eitt það mesta vatnsveður sem menn muna, hit- inn var tvö til fjögur sig dag eftir dag, þoka lá yfír fjöllum og heið- um, en ef rofaði til svo að sást til fjalla vom þau hvft niður á miðjar hlíðar. En það flæðir fleira en vatns- veður yfír landsbyggðina á sumr- in, þá leysa nefnilega atvinnu- menn í skemmtanaiðnaði land- festar og leita sér fjár vítt um land, ég segi ekki eins og sagt var til foma: — Leita sér flár og frama — því ég get ekki séð að það sé neitt alhliða sjónarmið að vanda vinnu sína á þeim vett- vangi. Ég hef heyrt mann sem hafði atvinnu af því að spila í svokall- aðri hljómsveit segja að menn þyrftu ekki að kunna að spila á hljóðfæri til að vera fullgildir hljómsveitarmeðlimir. Það má kannski spyija sem svo: — Hversvegna er tekið á móti undirmálsmönnum til skemmtana í félagsheimilin? — Því er til að svara að félags- heimilin taka við flestu sem í boði er vegna rekstrarerfíðleika, þau beijast í bökkum flest og sjá fjár- von í hveiju balli þó misjafnlega reynist. Ekki væri sánngjamt að flokka þessa förumenn undir einn hatt því stundum koma góðar hljóm- sveitir sem vanda tii verka og stöku sinnum skemmtikraftar sem koma bröndurum upp fyrir mitti. Þeir sern hafa á boðstólum gott efni eru vel þegnir gestir og vel- komnir. Höfð er eftir konu nokk- urri þessi gullvæga setning: — Misskilingur er hreint sá versti skilningur sem til er. — Eins mætti segja að sjálfskaparvíti væru verstu víti sem til væru og auðvitað er varla hægt að flokka það undir annað en sjálfskap- arvíti að vera ekki kröfuharðari með það sem tekið er inn í félags- heimilin, þar þyrfti auðvitað að gera einhveijar lágmarkskröfur, svo sem að gæta þess að virt væru ákvæði um takmörkun há- vaðaframleiðslu þó ekki væri nú meira. Nú er verslunarmannahelgi nýliðin með þeim ósköpum sem henni fylgja. Aldrei hefí ég skilið hversvegna svo til öll þjóðin þarf að leggja niður vinnu þó að verslunarfólk hafi helgað sér einn frídag. Hversvegna mega þeir ekki hafa hann í friði? Ég hef heldur aldrei getað skil- ið hvers vegna þessari helgi þurfa að fylgja þessi dómadagslæti, það er hreint eins og allt ætli af göfl- unum að ganga. Unglingar sleppa gjörsamlega fram af sér beislinu og virðast forráðamenn þeirra láta sig það litlu skipta. Eftirtektarvert þótti mér þegar unglingsstúlka sagði í viðtali við sjónvarpsmenn í vetur að unglingar þyrftu og vildu meiri afskipti og aðhald frá for- eldrum sínum. Eg held að ástæða væri til að leggja eyru við þeirri rödd. En snúum aftur að verslunar- mannahelgi, helginni þegar allir verslunarmenn eiga að taka sér frí; hún er orðin ein mesta verslun- arhelgi ársins, það er örtröð í öll- um sjoppum og þar er selt allt mögulegt og það er keypt og keypt svo að líklega er um fæstar helgar keypt eins mikið. Nær því öll þjóðin í fríi og það er verslað og verslað á frídegi verslunarmanna. Það er ekki lengur mismæli sem hægt er að brosa að sem maður einn sagði: Hann var staddur í kaupstað á frídegi verslunarmanna, það var fáum árum eftir að sá dagur var tileinkaður verslunarfólki, auðvit- að voru búðir lokaðar, ferðamann viku sér að manninum og spurðu hvers vegna engin búð væri opin. Maðurinn varð undrandi á þessari fávisku og svaraði af bragði: — Hvað er þetta maður, veistu ekki að það er verslunardagur frímanna? Nú eru þessi orð staðreynd og sannleikur, fyrsti mánudagur í ágúst • er verslunardagur frímanna. Jóhanna Á. Steingrímsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.