Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 21

Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1-3. ÁGÚST 1988 21 Vandinn mikli eftir dr. Benjamín H. J. Eiríksson •• Onnur grein Undanfarið hefur dr. Magni Guð- mundsson skrifað talsvert um pen- ingamál. Þessi skrif hefi ég reynt að leiða hjá mér, þar sem flókin skrif hans um mjög svo alvarleg mál eru lítið annað en margtugginn misskilningur hans og þráhyggja, sem fáir eða engir hagfræðingar taka undir, sem vonlegt er. Fyrir hálfu fjórða ári birtist grein eftir hann í Tímanum (8.2. 1985), sem ég fann mig knúinn til að svara (Mbl. 16.3. 1985). Einhvem veginn fannst mér að ég gæti með góðri samvizku leitt seinni skrif hans hjá mér. Ég hafði sagt mína skoðun á viðhorfum hans. En nú sé ég að Framsóknarflokkurinn, og þá fyrst og fremst formaður hans, Steingrímur Hermannsson utanrík- isráðherra, virðist hafa tekið kenn- ingar dr. Magna upp á arma sína, og boðar misskilning hans, og mér liggur við að segja mgl, jafnvel hreinar blekkingar, sem einhvers- konar frelsunarhagfræði fyrir þjóð- ina, í raun og vem fyrir SÍS. En ég held að hinn umbúðalausi kjami þessa máls sé einfaldur: SÍS á bágt. Samvinna bændanna um verzlun, um kaup og sölu, hefir tekið fer- legri myndbreytingu. Hún er orðin að forstjórasamvinnu, sem er stór- veldisdraumar ábyrgðarlítilla manna og tilheyrandi valdabrask. Undirstaðan er lítið skilvirkt verzl- unarfyrirkomulag, embættis- mannarekstur kaupfélaganna, sem getur vel gengið innan síns ramma, vegna hins bundna sambands með- lima kaupfélaganna, sem þýðir ör- ugga viðskiptavini með takmarkað- ar kröfur. Samkeppnin er oft lítil eða engin. Úti í hinum stóra heimi stóru forstjóranna, þar þolir þessi embættismannarekstur ekki hinn harða aga samkeppninnar. Þama ríkir ekki samvinna heldur sam- keppni. Og eftir því sem verzlun landsmanna hefir orðið frjálsari, og minna þurft að sækja til skrifstofa með pólitískar ieyfisveitingai', eftir því hafa kaupfélögin þurft að búa við örar vaxandi samkeppni nær og fjær. Eins og nú er komið gengur þetta ekki nógu vel hjá SÍS. Það er nú þegar farið að tala um hugsanlegt gjaldþrot, manna á meðal. Sú ósk er því áleitin, að komið verði að nýju á því ástandi að SÍS fái að endurgreiða hveija krónu tekna að láni með 50 aurum. Þetta virðist vera hinn óskemmtilegt sannleikur í málinu. Tilsýndar sýnist þetta að vera á bak við fum Steingríms. Þannig verður skiljanlegt að for- ingjum Framsóknarflokksins finnist boðskapur dr. Magna hreint af- bragð, fyrst og fremst afnám verð- tryggingarinnar. En ég vara menn við kenningum hans. Satt að segja er það furðulegt, að menn, sem ættu að muna liðna tíð, skuli hlusta á kenningar dr. Magna. Ég ætla að byija á því að taka dæmi um rökfærslu dr. Magna. í grein sinni Lánskjaravísitala og verðlagsþróun (Mbl. 10.2. 1988) segir hann að lánskjaravísitalan sé stórvirkari verðbólguhvati en kaup- gjaldsvísitalan. Hann segir: „Hækk- un kaupgjaldsvísitölu veitir honum (launþeganum) kjarabót, en hækk- un lánskjaravísitölu um sömu pró- sentustig getur aukið húsnæðis- kostnað hans um meira en kjarabót- inni nemur." Fyrst er nú það að uppbót sam- kvæmt vísitölu kemur á allt kaup- gjaldið, útgjöld samkvæmt láns- kjaravísitölu aðeins á þann hluta þess sem fer til endurgreiðslu á lánum. Sfðan tekur dr. Magni dæmi. Þrátt fyrir skilvísar greiðslur hefur veðlán — meðalveðskuld af íbúð þessa áratugar — segir dr. Magni, hækkað í 35% verðbólgu, úr 1.800 í 6.860 þúsund krónur á fimm árum. Lántakinn hefir greitt í vexti og afborganir 1.854 þúsund krónur. Samt hefir lánsupphæðin meir en þrefaldast á þessum fimm árum, að nafninu til, má bæta við, því að krónumar fara smækkandi. í þessa frásögn vantar ekkert nema botninn. En væri hann með, myndi málstaður dr. Magna gufa upp og allur hans háværi málflutn- ingur með. Það vantar sem sé að segja frá hinni hliðinni, kaupgjald- inu, tekjunum sem eiga að standa undir gjeiðslunum. Hvað líður þeim í 35% verðbólgu og kaupgreiðslu samkvæmt vísitölu? Eftir fyrsta árið hefir kaupið hækkað úr 100 í 135, og þannig áfram. Eftir 5 ár hefír kaup skuldarans hækkað nok- umveginn 4,5 sinnum. Skuldin hafði rúmlega þrefaldast í krónum talið, sísmækkandi krónum. Ástæð- an til þess að hún hefir aðeins rúm- lega þrefaldast, þótt kaupgjald skuldarans samkvæmt vísitölu hafi margfaldast með fjórum og hálfum, er sú, að hann hefir greitt vexti og afborganir í 5 ár. Staða skuldarans stefnir í vonleysi, segir dr. Magni. Staða hans er nokkumveginn eins og hún var, óbreytt að mestu, segi ég, nema hvað hann skuldar minna. Það ætti ekki að saka að geta þess í leiðinni, að þeir sem eru með lán frá Húsnæðisstofnun ríkisins þiggja milljarða í gjafír frá skattgreiðend- um í gegnum þá stofnun, þar sem öll hennar lán em með gjafaskilmál- um. Allt þetta hefir gerzt á eðlilegan hátt, að svo miklu leyti sem svona viðskipti geta verið eðlileg í mikilli verðbólgu. Satt að segja held ég að þessi útkoma sé ákaflega fáum undrunarefni, nema dr. Magna. Þetta eru heilbrigð viðskipti við óheilbrigt peningakerfi. Á hvem hátt er peningakerfið óheilbrigt? Það er óheilbrigt að því leyti að krónan gegnir ekki þeim hlutverkum tveimur sem hún á að gera, og gerir undir venjulegum kringumstæðum, heibrigðum kring- umstæðum, sem við svo köllum. Það er heilbrigður myntfótur að peningarnir séu í senn verðmælir, verðstuðull hagkerfisins og gjald- miðill. Hið fyrra er það, að ákveðin upphæð svarar til sömu verðmæta á mismunandi tímum, ef frá er tal- in sú hægfara breyting sem stafar af uppgötvunum eða álíka fram- förum sem breyta, venjulegast auka, framleiðnina. Peningarnir hafa ákveðið, nokkumveginn fast, verðgjldi, sem miða má við og reikna með. Einkum gildir þetta um hin skemmri tímabil viðskiptalífs- ins. Hið síðara er það, að peningam- ir séu teknir gildir í öllum greiðsl- um, séu lögeyrir. En þá er ekkert sagt um verðgildi þeirra. Þá er krónan aðeins króna. Við mikla hækkun verðlagsins missir krónan hluta af verðgildi sínu, en reiknast eftir sem áður króna í öllum við- skiptum, þangað til verðtrygging kann að taka við. Hve langan tíma það getur tekið er ómögulegt að segja til um. Hér á landi tók það áratugi. Mönnum var mörgum sárt um þetta tákn íslenzks sjálfstæðis, krónuna, fullgilda krónu. Verðlagið er aðeins ranghverfan á verðmæti peninganna. Þar sem viðskipti eru yfírleitt skipti á verð- mætum, þá er augljóst að króna sem gildir eitt í dag og annað á morgun missir hlutverk sitt sem verðstuðull viðskiptalífsins. Það verður að meta hana sjálfa á ein- hvem gildan mælikvarða eins og önnur verðmæti, og hann blasir við í ranghverfu krónunnar sjálfrar, verðlaginu. Það má taka meðaltal verðlagsins, vísitölu. Menn taka að meta fjárhæðir til verðmætis með vísitölu, vísitölu verðlags, oftast smásöluverðlags. Þegar menn fara að blanda þessa visitölu, til dæmis með byggingarvísitölu, þá er strax kominn grundvöllur fyrir deilur deilusjúkra manna, í rauninni um mál sem skiptir oftast ekki svo miklu. Fræðimenn sem fást við þessi mál hafa auðvitað séð og skilið þetta fyrir löngu, og þarf ekki fræðimenn til. Það er leitt að dr. Magni skuli ekki enn farinn að skilja þetta, svo ótrúlegt sem það er. Þetta er svona nokkumveginn eins og hin lífseiga deila um pró- sentustigin. Meinlokur geta staðið býsna djúpum rótum. Ég vona að lesandinn átti sig á því, að öll hin mikla gagnrýni dr. Magna, sem hann byggir á hug- myndum sínum um hlutverk láns- kjaravísitölunnar, svífur í lausu lofti, þar sem hún er grundvölluð á botnfastri meinloku hans um áhrif hennar á einn þátt útgjalda laun- þegans. Hann skrifar eins og allar tekjur launþegans fæm í greiðslur af lánum, og að hann fái engar launahækkanir. Sálarástand dr. Magna sést kannski skýrast af því, að hann kallar verðtrygginguna „lævíst kerfi" til þess að tryggja spariíjár- eigendur. Hið lævísa við kerfið virð- ist samkvæmt hans skoðun vera það, að kaupsýslumenn verðtryggi á þennan hátt, til þess að varðveita verðmæti eigna sinna, í æðandi verðbóigu, eins og aðrir. Hann virð- ist eiga við vömlán sem þeir veiti og þessháttar. En að því er varðar sjóði þeirra, þá hélt ég að það væri ekki svo auðvelt fyrir þá, þar sem peningar á skammtímareikningum bankanna væm ekki verðtryggðir. Fullyrðing dr. Magna um það að lánskjaravísitalan hafi alið verð- bólguna er að mínu áliti röng, í versta falli óhóflegar ýkjur. Og að því er varðar andbragð (feed-back) framfærsluvísitölunnar, þá bentum við Ólafur Bjömsson prófessor á það fyrirbrigði fyrir tæpum 40 ámm. Settum viðeigandi lagfær- ingu í gengislækkunarfrumvarpið 1950, sem Alþingi síðan samþykkti. Ég hefi áður talið að lánskjara- vísitalan væri ekki að öllu leyti heppilega saman sett. Af pólitískum ástaeðum væri hyggilegra að hafa sömu verðlagsvísitöluna fyrir láns- kjörin eins og fyrir aðrar launa- og verðlagsviðmiðanir, fyrst og fremst til að losna við þras. Það virðist útbreidd skoðun, að verðtrygging og lánskjaravísitala sé eitt og hið sama. Menn hafa oftar en einu sinni athugað með að breyta til, en ekki orðið af, af vel skiljanlegum ástæð- um. Þeim hefír ekki þótt taka því. Hvar hundurínn liggur grafinn sást glöggt 1983, þegar kaup- greiðsla samkvæmt kaupgjaldsvfsi- tölu var afnumin. Á mjög skömmum tíma gufaði mest af verðbólgunni upp. Það var engin lánslq'aravísitala stöðvuð, það er einfaldlega kaup- Dr. Benjamín H. J. Eiríksson „Það er stundum jarm- að um það, að verð- bólgan hafi á sínum tíma náðst niður á kostnað launþega. Hún fyllist seint sálin lýð- skrumaranna. Þegar kaupgjaldið hefir verið keyrt langt upp fyrir það sem atvinnuvegirn- ir þola, er þá ekki rétt leiðrétting, að færa það niður aftur? Af hverju þarf að draga annað í rauninni óviðkomandi inn í myndina?“ gjaldið, höfrungahlaupið, sem var stöðvað. Þessi sannleikur er í fullu gildi í dag. Talið um lánskjaravísi- töluna sem hinn mikla verðbólgu- vald, er að mestu skynjunar- og skynsemisvilla. Hitt er svo annað mál, að verð- bólguberserkimir fóru að kunna illa við sig, I ástandi sem var farið að líkjast heilbrigðu ástandi þjóðfé- lagsins. Sannleikurinn var öllum of augljós til þess að hægt væri að ganga beint framan að honum. En þeim tókst að smygla vísitölu- greiðslunum inn um bakdymar. Það varð að koma í veg fyrir að verðlag- ið lagaði sig eftir kaupgjaldinu. Þetta tókst þeim með hinum svo- kölluðu rauðu strikum. Það sótti því fljótt í gamla horfið, og þar emm vér nú. Dr. Magni talar um það, að með því að afnema lánskjaravisitöluna opnist möguleiki á því að ná endan- lega tökum á verðbólgunni. Skelfi- lega finnst mér þetta bamalegt tal. Veit hann ekki, að með einu verk- falli er hægt að kollvarpa öllum fallegum og rétt hugsuðum fyrir- ætlunum yfirvalda, hægt að koll- varpa hvaða paradfsarástandi efna- hagsmálanna sem væri í þessu litla þjóðfélagi, svo eitthvað sé nefnt. Þótt sjómenn eða hafnarverkamenn geri verkfall á vesturströnd Banda- ríkjanna, þá veit þjóð þeirra varla af því. Geri sömu aðilar verkfall á voru landi setur ótta að allri þjóð- inni. Hún veit að svo mikið er í húfi. Eitt verkfall nægir til að stöðva aðdrætti þessarar eyþjóðar, svo að eitthvað sé nefnt. Hefir dr. Magni ekki minnsta hugboð um það hversvegna atvinnurekendur, ríkis- stjóm og Alþingi haga sér eins og þau gera? Veit hann ekki að þessir aðilar, sem bera þunga ábyrgð, em í nær samfelldri úlfakreppu, vegna ófullkomins stjómskipulags, sem gefur niðurrifsöflunum ótrúleg tækifæri og ótrúleg völd, oss öllum til stórtjóns? Væm launþegar og foringjar þeirra, verðbólguberserkimir, að hugsa um þjóðarhag — og sam- kvæmt minni persónulegu sannfær- ingu um hina raunvemlegu hags- muni verkalýðsins — þá myndi fyrsta stóra skrefið til heilbrigðara atvinnulífs, heilbrigðara þjóðlífs, vera lækkun alls kaupgjalds. Eini maðurinn sem ég hefí séð að hafí þorað að minnast á lækkun kaup- gjaldsins er Guðmundur Magnússon prófessor. Eins og nú er komið væri lækkun miklu hollari lækning en enn ein gengislækkunin, sem annars verður að sjálfsögðu óum- flýjanleg fyrr eða síðar. Veizlan og óráðsíufylliríið er búið að sinni. Hækkun kaupgjaldsins í kjölfar nýrrar gengislækkunar væri enn eitt gönuhlaupið. Það er stundum jarmað um það, að verðbólgan hafi á sínum tíma náðst niður á kostnað launþega. Hún fyllist seint sálin lýðskmmar- anna. Þegar kaupgjaldið hefir verið keyrt langt upp fyrir það sem at- vinnuvegimir þola, er þá ekki rétt leiðrétting, að færa það niður aft- ur? Af hveiju þarf að draga annað í rauninni óviðkomandi inn í mynd- ina? En auðvitað myndi margt lækka sjálfkrafa með almennri lækkun launanna, þótt þær lækkan- ir gætu tekið nokkum tíma. Hve mikið? Það myndi fara eftir hinum raunvemlega tilgangi. í rauninni skiptir það ekki öllu máli, hve mikið. Trúlega myndi 15% vera mikil lækning og sennilega nægja útflutningsatvinnuvegunum, eink- um þar sem óhjákvæmilegt er að lækka fiskverð að minnsta kosti í takt við kaupgjaldið í landi. Mikið yrði þetta þjóðinni hollara sálarbað en ný gengislækkun. Hver vill taka verðbólguberserkina réttu taki? Og hver vili lækka kórsöng hinna sefa- sjúku í dagblöðunum og skriffinn- um Þjóðviljans? Hver vill hengja bjölluna á köttinn? Höfundur varáður um árabil ráðunautur ríkisstjómarinnar í efnahagsmálum ogsiðar banka- sljóri Framkvæmdabanka íslands. Jón Óskar „ Allar greinar með og mótí hugmyndinni um eyðileggingu þessa tjarnarsvæðis með stór- byggingu hljóta að vera til í Borgarskjalasafni.“ Ósvífni og lygi eftirJón Óskar Furðulegur „annáll" um bygg- ingu ráðhúss í Reykjavík birtist í Morgunblaðinu 8. júlí sl. Mér barst ekki ljósrit af þessum „annáli" fyrr en f byijun ágúst (eða fyrir þrem dögum) og hef þvf ekki fyrr getað hrakið lygina, en í inngangsorðum að þessum svokallaða annáli stend- ur eftirfarandi: „Athygli vekur að í júní 1984 er hugmynd að ráðhúsi á Bámlóð fyrst kynnt í dagblöðunum en fyrsta dag- blaðsgrein gegn ráðhúsi birtist 17. júlí árið 1987." Þetta er lygi. Og ég kalla það sínu rétta nafni, því allar greinar með og móti hugmyndinni um eyði- leggingu þessa tjamarsvæðis með stórbyggingu hljóta að vera til í Borgarskjalasafni. Annað væri ósvinna. Grein eftir mig gegn fyrrnefndri staðsetningu ráðhúss birtist í Þjóð- viljanum sama dag og sfðustu borg- arstjómarkosningar fóm fram, og allir vita að það var ekki 17.júlí 1987, en yfirskriftin var „Perla Reykjavíkur". Greinina hafði ég áður sent dagblaðinu, „DV“, en þar var henni stungið undir stól. Þann- ig var virðingin fyrir málfrelsinu þar á bæ, og þess vegna sendi ég Þjóðviljanum greinina, þ.e.a.s. ég varð að endurvinna hana eftir uppk- asti, því ég hafði trúað svo blint á mál- og ritfrelsið á íslandi að mér datt f fyrstu ekki annað í hug en greinin yrði birt í „óháða“ dag- blaðinu. Aðrar blekkingar f þessum dæmalausa „annáli“ hef ég ekki tök á að gera athugasemdir við, stadd- ur erlendis, en mér sýnist þar allt í samræmi við það sem hér hefur verið um getið og falla vel að því siðferði sem einkennt hefur þær aðferðir sem notaðar hafa verið gegn borgumm Reykjavíkur í þessu máli, þar sem að blasa við náttúm- spjöllin, og hæfir yfirskriftin: Osvífni og lýgi. París 6. ágúst 1988. Höfundur er rithöfundur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.