Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 24

Morgunblaðið - 13.08.1988, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Umbótastefna Gorbatsjovs Sovétleiðtoga: Vinnuálagið skýtur for- ystunni skelk í bringu Moskvu, Reuter. Umbótastefna Gorbatsjovs og vinnuálagið sem af henni hlýst skýtur sumum forystumönnum kommúnistaflokksins á lands- byggðinni skelk í bringu, að því er málgagn sovéska kommúni- Mannréttindanefnd SÞ til Kúbu: Pyntingaklefar faldir fyrir fangelsisheimsókn - að sögn fulltrúa Bandarðganna í nefndinni Washington. Reuter. BANDARÍSKUR embættismaður sagði á miðvikudag að kúbönsk yfirvöld væru að reyna að breiða yfir pyntingar í fangelsum lands- ins. Fyrirhuguð er heimsókn sendinefndar á vegum mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna í september dl að skoða aðstæður Gaza-svæðið: Palestínu- maður skotinn Tel Aviv, Jerúsalem. Reuter. ENN einn Palestinumaður hefur látíð lifið í óeirðum á Gaza-svæð- inu. ísraelskir hermenn skutu Pa- lestínumann til bana og særðu annan í flóttamannabúðum á hemumda Gaza-svæðinu, þegar flóttamennimir réðust á hervörð, að sögn talsmanns hersins. Maðurinn sem lést hét Riad Suleiman Abu Mandil og var 23 ára gamall. Að sögn hersins hafði hann tekið þátt i mótmælum gegn ísrael og árásum á hergæslumenn í flótta- mannabúðunum. Á síðustu átta mán- uðum hafa 250 aðrir Palestínumenn fallið í óeirðum á herteknu svæðun- um. Bandarískur gyðingur sem aflar upplýsinga fyrir jafnréttisnefnd araba í Bandarílqunum fékk ekki að fara inn á Vesturbakkann frá Jórdan á fimmtudag. Hann var stöðvaður af ísraelskum hermönnum sem sögð- ust hafa fundið and - ísraelskan áróð- ur í fómm hans. Að sögn talsmanns neftidarinnar var maðurinn einungis með blaðaúrklippur á sér sem fjöl- luðu um átök fsraela og araba. Ell- efú öðrum starfsmönnum nefndar- innar var leyft að fara til Vestur- bakkans og þar munu þeir dvelja hjá palestínskum fjölskyldum. í fangelsum á Kúbu. Armando Valladares, fulltrúi Bandaríkjamanna I mannréttinda- nefnd SÞ, greindi frá því að á ljós- myndum sem smyglað hefði verið út úr Combinado del Este-fangelsinu í Havana megi sjá hvar unnið sé við að hylja inngöngudyr pyntingaklefa. Segir hann að á myndunum, sem teknar voru í mars á þessu ári, sjá- ist hvar verið er að ijarlægja hurðir og múra upp í götin á pyntingaklef- um fangelsisins. Valladeres, sem sat í fangelsi á Kúbu fram til ársins 1982, sagði að mannréttindanefndin yrði að reyna að afla sér upplýsinga um breytingar sem gerðar hefðu verið á fangelsum á Kúbu áður 'en farið yrði til Kúbu í september. „Þeir geta reynt að hylma yfir pyntingar en þeim tekst ekki að fela þjáningar almennings á Kúbu,“ sagði Valladeres, sem telur heimsókn sendinefndarinnar vera sigur fyrir mannréttindahreyfingar um allan heim. staflokksins, Pravda, skýrði frá í gær. Pravda nefnir sem dæmi um þetta að hugmyndafræðingar átta flokksráða hafi sagt af sér í Prímorskíj, austast í Sovétríkjun- um, vegna ótta við umbætumar. í foiystugrein á forsíðu blaðsins seg- ir að fregnir hafi borist frá nokkrum svæðum Sovétríkjanna um að um- bætur, sem komið hafi verið á að undanfömu, séu að buga starfs- menn flokksins. „í skýrslum frá landsbyggðinni kemur berlega í ljós að nýjar kröfur skapa óvissu og ráðaleysi meðal starfsmanna flokksins, þar á meðal leiðtoga hans,“ segir Pravda. Blaðið segir að í nokkmm tilvikum hafi starfsmenn flokksins sýnt að þeir „hræðist umfang komandi verk- efna.“ í Prövdu segir ennfremur að ástandið sýni hversu mikilvægt það sé að velja rétta menn til forystu- starfa innan flokksins til að koma umbótastefnu Míkhafls Giorbatsjovs Sovétleiðtoga í framkvæmd. Um- bótastefna Gorbatsjovs hefur þegar leitt til breytinga í forystu flokks- ins. Fréttastofan Tass skýrði frá því í síðustu viku að leiðtogi komm- únistaflokksins í Novosíbírsk-hér- aði, Aleksander Fflatov, hefði verið vikið úr stárfi, en Leoníd Brezhnev, fyrrum Sovétleiðtogi, skipaði hann f starfið fyrir tíu árum. Tass skýrði ekki frá ástæðunni fyrir brottvikn- ingu Fflatovs en andófsmenn í Moskvu segja að hann hafi verið afturhaldssinnaður og andsnúinn umbótum. Ólympíuleikarnir í Seoul: Gerðarleg bjórflaska Tuborg-flaskan fræga, sem er 26 metra há og vegur 27 tonn, hefur um langt skeið staðið við Tuborg-verksmiðjurnar í Heller- up í Kaupmannahöfn. Flaskan var sett upp á Ráðhústorginu fyr- ir réttum hundrað árum til að minna á mikla iðnaðar- og land- búnaðarsýningu sem þá var haldin í borginni en síðar flutt til Hellerup. Fyrir skömmu var hún flutt um stundar sakir aftur á torgið i tilefni af 150 ára afmæli sambands danskra iðnrekenda. Það tók fimm daga að flytja flöskuna. S-Kóreumeim vilja ganga inn með Norðanmönnum Lausanne, Seoul. Reuter. SUÐUR-Kóreumenn samþykktu í gær að ganga samhliða Norður- Kóreumönnum við setningu Ólympíuleikjanna þar i borg eftir mánuð ef Norðanmenn breyta ákvörðun sinni um að hundsa leik- ina. Alþjóðaólympíunefndin (IOC) lagði i fyrradag til að gengju saman við setningar- og lokaathöfn leikjanna i Seoul. IOC lagði til að íþróttamennim- nefndanna í fyrradag og barst já ir gengju inn undir fánum beggja ríkja en að fyrir göngunni færi fánaberi með Olympíufánann. Hugmyndinni var komið á fram- færi við formenn kóresku ólympíu- kvætt svar frá Sunnanmönnum í gær. Norður-Kóreumenn hafa sagst ætla að sniðganga leikina þar sem IOC hefði ekki komið til móts við kröfu þeirra um skiptingu leikj- anna milli kóresku ríkjanna. Höfn- uðu þeir lokatilboði IOC snemma á árinu en að því búnu sagði Juan Antonio Samaranch að IOC og Suður-Kóreumenn hefðu teygt sig miklu lengra en eðlilegt gæti talizt í þeirri von að Norðanmenn tækju þátt í leikunum. Lokaboðið stendur enn, sagði í tilkynningu IOC í fyrradag, en það gerir ráð fyrir Sovétríkin: Minningar eiginkonu skáldsins Mandelshtam birtar opinberlega Moskvu, Reuter. MINNINGAR Nadezhdu Mandelshtam, þar sem lýst er hörm- ungunum sem hún eigpnmaður hennar urðu að þola á Stalín- tímanum, voru í fyrsta sinn birtar opinberlega í Sovétríkjunum I gær. Bókin var gefin út á Vesturlöndum árið 1970. í heild á næsta ári. Osíp Mandelshtam er talinn - vera eitt af fremstu skáldum sinnar kynslóðar. Hann lést í fangabúðum í grennd við Vladívo- stok í desember árið 1938, sjö mánuðum eftir að hann var hand- tekinn. Nadezhda (nafnið þýðir von á rússnesku), kona hans, varðveitti verk Osíps eftir að sov- éska öryggislögreglan handtók hann og rak hana á brott frá Moskvu. Hún starfaði sem ensku- kennari í skólum úti á landi og ágústhefti tímaritsins Júnost eru birtir fyrstu 24 kaflamir úr bók Nadezhdu „Von gegn von“ (Hope against Hope), þar sem segir frá lífí hennar og eigin- manns hennar, skáldsins Osíps Mandelshtams, frá því þau kynnt- ust árið 1919 þar til hann var handtekinn árið 1938. Bókin hef- ur gengið leynilega milli manna í Sovétríkjunum en þetta er f fyrsta sinn sem kaflar úr henni eru birt- ir opinberlega. Sovéskir útgefandi hefur í hyggju að gefa bókina út lifði alla tíð í þeirri von að geta gefið út verk manns síns í Sov- étríkjunum. Nadzedhu var leyft að snúa til Moskvu árið 1964, þar sem hún hóf að rita minningar sínar. Fyrra bindið „Von gegn von“ kom út á vesturlöndum árið 1970, og hið síðara, „Brostnar vonir", árið 1974. Nadezhda lést árið 1980. Tímaritið Júnost nefnir ekki síðara bindi æviminninganna. Birting úr verkum Nadezdhu þykir marka tímamót í Sovétríkj- unum og er talið vera stórt skref í átt að auknu ritfrelsi. Birtingin er talin vera enn eitt dæmið um árangurinn af „glasnost“-stefnu Míkhafls Gorbatsjovs. Inngang að minningarköflun- um sem birtust í Junost ritar stærðfræðingurinn, Míkhaíl Polí- vanov, sem hitti höfundinn árið 1962, þegar hún var enn í útlegð í bænum Tarúsa. Hann dregur upp fagra mynd af lífi Nadzedhu og lofar hana fyrir að geyma verk skáldsins sem hann segir að hafi ritað ljóð sem kostuðu hann lífið vegna þess að honum hafi ekki verið gerlegt að rita á annan veg við þær aðstæður sem honum voru búnar í heimalandi sínu. því að keppni Ólympíuleikanna í bogfimi, borðtennis og að hluta til í knattspymu og fleiri greinum, færi fram í Pyongyang, höfuðborg Norður-Kóreu. Kóresku ríkin hafa ákveðið að setja á laggimar sameiginlega þingnefnd, sem kemur saman í landamæraþorpinu Panmujon 17. ágúst næstkomandi til þess að gera uppkast að griðasáttmála og ræða um hugsanlega þátttöku Norðanmanna í Ólympíuleikun- unm. Stærstu fyr- irtæki EB Brusnol. Frá Kristófor M. KrUtinssyni, fréttaritnra Morgunblaðsins. ÞÝSKA viðskiptablaðið Handels- blatt birti nýlega lista yfir 100 stærstu fyrirtæki innan Evrópu- bandalagsins. í samanburði við bandarísk fyrirtæki þykir þau evrópsku skorta sérhæfingu sem talið er stafa af sérstökum mark- aðsaðstæðum þeirra. Tvö stærstu fyrirtækin eru Shell í Hollandi og BP á Bretlandi. í hópi tíu stærstu fyrirtækjanna eru þijár bflarverksmiðjur, Daimler-Benz, Volkswagen og Fiat. Af öðrum fyrir- tækjum í tíu efstu sætunum má nefna Póst og Síma í Þýskalandi, Siemens og Unilever. Einungis fyrir- tæki frá sjö af tólf aðildarríkjum EB komast á listann yfir 100 stærstu fyrirtækin, flest eru frá Vestur- Þýskalandi, Bretlandi og Frakklandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.