Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 13.08.1988, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Vesturbakkinn: Svíþjóð: Gagnabankar leyni- þjónustu rannsakaðir Stokkhólmi. Frá Erik Liden, fréttaritara Morgunblaðsms. SÆNSKA tölvueftirlitið hefur ákveðið að kanna leynilegar skrár sænsku leyniþjónustunnar, sem hafa að geyma upplýsingar um þús- undir Svia. Tölvueftirlitið var sett á laggim- ar árið 1973 en í millitíðinni hefur það aldrei fylgst með upplýsinga- og gagnasöfnun sænsku leyniþjón- ustunnar, SÁPO, samkvæmt upp- lýsingum Mats Börjesons, fram- kvæmdastjóra þess. Eftir miklar umræður í Svíþjóð að undanfömu um leynilega gagna- söfnun hefur hins vegar verið ákveðið að tölvubankar leyniþjón- ustunnar skuli grannskoðaðir. Böijeson segir að beðið verði með skoðunina þar til úr því fæst skorið hvort ríkisstjóm jafnaðarmanna skipar sérstaka rannsóknamefnd, sem annað hvort yrði skipuð þing- mönnum eða óbreyttum tx>rgumm. Nefnd af því tagi myndi þó að öllum líkindum koma til með að leita að- stoðar sérfræðinga tölvueftirlitsins. Borgaralegu blöðin hafa krafízt þess að annað hvort verði nefnd af þessu tagi eða stjómarskrámefnd sænska þingsins falin rannsókn á gagnabönkum sænsku leyniþjón- ustunnar er hafa að geyma per- sónulegar upplýsingar um sænska borgara. V estur-Þyskaland: Bandarískum herflugvélum í Hessen verð- ur ekkí fjölgað Frankfurt. Reuter. YFIRVÖLD í sambandsrikinu Fulltrúar PLO og Jórdaníu ræða áhrif sambandsslitanna Lundúnum, Túnis, Amman. Reuter. VIÐRÆÐIJR fulltrúa Jórdana og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) um þá ákvörðun Husseins konungs að slíta formlegu sambandi við Pal- estinumenn á Vesturbakka Jórdanár hófust í gær, að sögn talsmanns forsætisráðuneytis Jórdaníu. Mahmoud Abbas, meðlimur i fram- kvæmdanefnd PLO, er í forsæti fyrir sendinefnd PLO og forsætisráð- herra Jórdaníu, Zeid al-Rifa’i, er fulltrúi Jórdana. Þessar viðræður eru hinar fyrstu milli þessara aðila síðan Jórdanir ákváðu að slita tengsl sín við Vestur- bakkann í lok júlí. Viðræðumar munu snúast um áhrif þess að Jórd- anir hætta að taka ábyrgð á 850.000 íbúum herteknu svæðanna í ísrael og láta PIX) hana í hendur. Einnig verður rætt um pólitísk áhrif þessara sambandsslita á málstað Palestfnu- manna og hvemig sambandi Jórdana og Palestínumanna verði háttað í framtíðinni. Hussein konungur sagði á sunnu- dag að ákvörðunin um að slíta sam- bandi við Vesturbakkann væri stað- festing á því að Jórdanir teldu PLO vera eina löglega fulltrúa Palestínu- manna og stuðningur við vilja þeirra til að stofna sjálfstætt ríki. Yassir Arafat hitti Muammar Gaddafí Líbýuleiðtoga i Trípólí á fímmtudag til að ræða áhrif sam- bandsslitanna, að sögn útvarpsins í Líbýu. Stjómvöld í Líbýu lýstu þvf yfír á miðvikudag að þau myndu greiða laun þeirra manna sem misstu vinnuna vegna ákvörðunar Husseins. Gaddafí lýsti sig fusan til að taka að sér efnahagslega ábyrgð frá þeim degi sem Jórdanir hættu að greiða launin. Fjárútlátin nema um einni milljón Bandaríkjadala á mánuði. ísraelsmenn höfnuðu þessu tilboði og sögðu það fáránlegt. Leiðtogar PLO hittust í Túnis í gær til að undirbúa neyðarfund í hinu útlæga palestínska þjóðarráði vegna sambandsslita Jórdana. Alsír- menn hafa samþykkt að fundurinn verði haldinn þar en ekki hefur verið ákveðið hvenær hann verður haldinn. Á fundinum verður líklega tekin ákvörðun um það hvort mynduð verði útlagastjóm og hvort lýst verði yfír stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínu- araba. Hessen í Vestur-Þýskalandi hafa hafnað beiðni Bandaríkjamanna um að fleiri herþyrlum og her- flugvélum verði komið fyrir í flugstöð Bandaríkj manna í ríkinu. Talsmaður stjómarinnar í Hess- en tilkynnti blaðamönnum á mið- vikudag að stjómin hefði einróma hafnað beiðni Bandaríkjastjómar um að tæplega tvö hundruð her- þyrlum og eftirlitsflugvélum yrði komið fyrir í flugstöð Bandarííq'a- manna í borginni Wiesbaden. Talsmaðurinn sagði að stjómin óttaðist að sú aukna flugumferð sem staðsetning fleiri flugvéla í Wiesbaden hefði í för með sér myndi hefta um of farþegaflug til og frá Frankfurt en flugvöllurinn þar er sá stærsti í Evrópu. Hessen-stjómin tekur þó ekki lokaákvörðun í þessu máli heldur þýska vamarmálaráðuneytið sem getur hnekkt niðurstöðum ein- stakra sambandsrílqa. Berlínarmúrinn 27 ára: Þjóðflutningar milli austur- blokkar og V-Þýskalands Þeir sem viija taka á móti öllum sem vilja flytjast til Vestur-Þýska- lands eiga á hættu að viðhorfí þeirra sé líkt við útþenslustefnu Hitlers sem framfylgt var undir slagorðinu: „Þjóðveijana heim í ríkið". Hinir, sem vilja takmarka straum innflytjenda, eru sakaðir um kynþáttamismunun með því að viija frekar Pólveija af þýskum ættum en tamfla frá Sri Iæika. Theo Sommer nefnir fímm at- riði sem vert er að hafa í huga í þessu sambandi. í fyrsta lagi má líta á flóttamennina sem nú sækja vestur sem síðustu fómarlömb Hitlers: Hann riðlaði því jafnvægi sem ríkti í Mið-Evrópu milli ólíkra þjóðflokka. Sigurvegarar stríðsins hröktu síðan Þjóðveija á brott frá aldagömlum heimaslóðum í Aust- ur-Evrópu. Virða verður rétt þessa fólks til að velja sér sama- stað. í öðru lagi eiga þeir sem sýnt geta fram á þýskan uppruna sinn rétt á að setjast að í Vestur- Þýskalandi. Þeir eru ekki síður Þjóðveijar en núverandi ríkis- borgarar í Sambandslýðveldinu. í þriðja lagi er sá ótti ástæðu- laus að mati Sommers að Vestur- Þjóðveijar geti ekki tekið við hin- um nýja straumi. Eftir stríðið komu 11 milljónir manna til Vest- ur-Þýskalands úr þýsku austur- héruðunum og 3,5 milljónir manna flúðu hemámssvæði Sov- étmanna sem síðar varð Þýska Aiþýðulýðveldið. Undanfarin tíu ár hefur hálf miiljón manna kom- ið frá Austurblokkinni til Vestur- Þýskalands. Þar við bætast fímm milljónir aðfluttra verkamanna frá Tyrklandi og víðar. Hver getur haldið því fram að Vestur-Þýska- land hafí liðið fyrir þennan inn- flutning? í fjórða lagi væru ekki hundrað í hættunni jafnvel þótt þær 3,2 milljónir manna af þýskum ætt- um, sem enn búa austantjalds, flyttust vestur. Flestir þeirra eru ungir og bammargir og hafa ekki Vestur-Þjóðveijar kvartað yfír því að þjóðin sé að deyja út? f fímmta lagi þarf umhyggja fyrir þýskættuðum íbúum austan- tjaldslanda ekki að þýða að flótta- menn úr þriðja heiminum þurfí að sitja á hakanum. Til saman- burðar má nefna að menn hætta ekki alveg að hugsa um óskylda menn þótt þeir beri umhyggju fyrir bágstöddum úr eigin fjöl- skyldu. Spumingin er því einungis hvemig eigf að fjármagna og skipuleggja innflytjendastraum- inn. Theo Sommer telur að þær 649 milljónir marka sem varið er til innflytjendamála á þessu ári f fjárlögum hrökkvi hvergi nærri til. Hann spyr að lokum hvort hræðslan og nískan séu virkilega meiri en bróðurþelið; hvort virki- lega eigi að reisa nýjan múr, 27 árum eftir að Berlínarmúrinn kom til sögunnar til að stöðva þá sem beðið hafa allan þennan tíma eft- ir brottfararleyfí. Hann spyr hvort loka eigi hinu opna þjóðfélagi í Vestur-Þýskalandi. Á ÁRUNUM áður en Berlínarmúrinn var reistur var stöðugur straumur fólks frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands. Siðustu vikumar og dagana fyrir 13. ágúst 1961 óx straumurinn enn, daglega fluttust tvö til þijú þúsund manns vestur. Nú 27 árum síðar stendur straumurinn aftur vestur svo að líkjá má við þjóðflutninga, segir Theo Sommer, ritstjóri vestur-þýska viku- blaðsins Die Zeit, í forystugrein í tilefni afmælis múrsins. Búist er við 200.000 flóttamönnum og innflytjendum frá austantjalds- löndum til Vestur-Þýskalands í ár. Háværar raddir em nú uppi í Iandinu um að ekki sé hægt að taka öllu lengur við þessum fólksfjölda. Er verið að reisa nýjan múr til að stöðva strauminn vestur?, spyr Theo Sommer. Víða hefur vestur-þýskum íþróttahúsum verið breytt í svefnskála fyrir innflytjendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.