Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 39
39 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Fjölskyldan stoð mín og stytta EITT af „nýiri nöfnum“ í frjáls- íþróttum á íslandi er Martha Ernstdóttir i ÍR. Hún hefur ekki fengið mikla athygli fjölmiðla, en á hana þó syo sannarlega ski- Uð, því hún er ein bjartasta von íslendinga i langhlaupum um þessar mundir. Hún á íslandsmet kvenna í hálfmaraþoni, 1 klst, 20 mín og 40 sek, sem hún setti í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrra og á jafiiframt brautarmet Reykjavíkurmaraþons í skemmt- iskokki kvenna, 24 mín 42 sek. Það væri því ekki úr vegi að ræða við hana um feril hennar og fyrirætlanir nú þegar hún er að ljúka strangri þjálfun fyrir hálft Reykjavíkurmaraþon. Martha var fyrst spurð að því hvenær hún hóf hlaupin. „Það má eiginlega segja að ég hafi byrjað á röngum enda, því að hlaupáferill minn hófst í raun þegar ég var beðin að taka þátt í Bikar- keppninni í fijálsum íþróttum 1984, þá nítján ára gömul. Ég keppti fyr- ir Ármann, en Stefán Jóhannsson þjálfari Ármenninga hvatti mig til að taka þátt í þessu hlaupi." Hafðirðu ekki haft nein af- skipti af íþróttum fyrir bikar- keppnina? „Jú, ég æfði sund í fjögur ár, en hætti því þegar hlaup- in náðu tökum á mér. Sundið reynd- ist nokkuð góður grunnur, t.d. hvað þol varðaði, en þó vantaði nokkuð upp á að fætumir væru nógu sterk- ir fyrir hlaupin. Síðan hef ég reynt að æfa hlaup eins mikið og ég get, þó féllu æfingar að mestu leyti nið- ur síðasta vetur vegna þess að ég eignaðist bam í fyrra.“ Heyrst hefur að þú hafir aldr- ei verið í betra formi heldur en fyrir hálfmaraþonið nú og ætlir þér stóra hluti. „Jú, það er rétt. Ég byijaði að vísu ekki að hlaupa fyrr en í maí og hef æft mjög vel í sumar. Ég hef fengið mikinn stuðning frá fjöl- skyldu minni, því dijúgur tími hefur farið í æfíngamar. Eg er einnig með mjög góðan þjálfara, Gunnar Páll Jóakimsson; það er nauðsyn- legt ef ná á góðum árangri. Margt annað spilar svo inn í, t.d. em krakkamir sem ég hleyp með frá- bærir og góður félagsandi í hópn- um. Ég hljóp 55-75 km á viku í sum- ar, og hljóp þá 6 daga vikunnar. Nú er ég sem sagt komin í topp- form og stefni á góðan tíma.“ Finnst þér áhugi kvenna á langhlaupum vera að aukast hér á Iandi? „Ég á í raun erfítt með að segja til um það. Mér sýnist þó áhuginn fyrir að líkamsrækt og skokki hafa aukist mikið með skokkbylgjunni sem gengur yfir okkur íslendinga. Áhuginn fyrir að æfa stíft finnst mér hins vegar standa nokkuð í stað. Ég vona þó að þetta eigi eftir að breytast svo að við verðum fleiri í þessu. Það vantar tilfínnanlega kvenfólk í félögin. Svo verður að segjast að það hefur verið gert meira fyrir strák- ana, þeir em miklu oftar sendir á mót erlendis og yfírleitt íjallað meira um þeirra íþróttir. Mér fínnst REYKJAVÍKURMARAÞONIÐ Martha Emstdóttir. þó eins og þetta sé að breytast hjá Frjálsíþróttasambandinu." Að lokum, þér hefur verið lýst sem sannri keppnismanneskju sem gefst ekki upp þó að á móti blási. Þarf svona þijóskt fólk til að ná einhveijum árangri rþess- ari íþrótt? „Já, það er mjög mikilvægt að vera harður við sjálfan sig og bók- staflega nenna að leggja eitthvað á sig. En um fram allt verður maður að hafa gaman af því sem maður er að gera. Það er meginforsenda fyrir góðum árangri." Pastaveisla og hátíðar- kvöldverður ÞAÐ er siður í maraþonhlaupum um allan heim að halda pasta- veislu (pasta party) daginn fyrir hlaupið. Einnig þykir tilheyra að halda hátíðarkvöldverð, svokall- aðan gala„dinner“ að kvöldi keppnisdags. Þeir sem standa að Reykjavík- urmaraþoninu láta ekki sitt eftir liggja og halda mikla pastaveislu laugardaginn 20. ágúst kl. 19.00 á Hótel Borg. Á matseðlinum er pasta með sósu og salati, sneisafullt af kolvetnum fyrir átökin daginn eftir. Með matnum verður borið ískalt vatn að hætti hússins. Pastaveislan er einnig hugsuð sem óformlegur rabbfundur þar sem keppertdur skiptast á upplýsingum. Hátíðar- kvöldverðurinn verður svo kl.19:30 þann 21. ágúst í veitingahúsinu Naustinu. Þar verður borin fram þríréttuð máltíð, sannkallaður maraþonmatur. Um kvöldið verður svo dansleikur í Hollywood frá 21:00 til 1:00. Væntanlega verða sumir af maraþonhlaupararnir orðnir heldur framlágir þá. Úrval tekur á móti pöntunum í málsverðina og dansleikinn til 20. ágúst. Verði er stillt í hóf. Stefni hátt í hálf- maraþoninu í ár SIGURÐUR P. Sigmundsson, FH- ingurinn knái var um árar- aðir okkar allrafremsti lang- hlaupari og á enn íslandsmetið í maraþonhlaupi, sem hann setti í Berlín árið 1985. Hann er nú búsettur á Akureyri og starfar sem framkvæmdastjóri Iðnþró- unarfélags Eyjafjarðar. Siðan i Berlín 1985 hefur hann lækkað flugið nokkuð, en tekið þó nokkra spretti af og til. 1986 hljóp hann hálfmaraþonið á 1:08.09, fyrstur íslendinga og lenti i 2. sæti i Gamlárshlaupi ÍR í fyrra. Hann er því til alls vís Sigurður var fús til að rabba um feril sinn og maraþonmál hér á landi. „Ég ólst upp að Hörgslandi, rétt hjá Kirkjubæjarklaustri. Ég fékk snemma áhuga á íþróttum og vor- um við strákamir í sveitinni sífellt að reyna með okkur í alls kyns íþróttagreinum. Okkur áskotnaðist meðal annars forláta skeiðklukka sem við notuðum mikið við alls kyns mælingar. Fótboltinn var þó ætíð aðaláhugamálið. Aðstaða þar til að iðka íþróttir var nú ekki upp á marga físka og varð það ekki fyrr en ég fluttist til Hafnarfjarðar á þrettánda ári að ég fór að æfa íþróttir af kappi og keppti þá m.a.í ýmsum unglingahlaupum. Ég var í mörgu á þessum árum, en upp úr sextán ára aldri fóru hlaupin að taka yfírhöndina. Ég hafði æft með ÍR fram að því en þegar fijálsí- |--------------------------------- þróttadeild FH var endurvakin 1972 gekk ég í hana og hef verið í því félagi æ síðan. Sautján ára fór ég síðan að æfa hlaup reglulega." Varstu í stuttu vegalengdun- um til að byija með? • „Já, ég byijaði í millivegalengdunum, 800 og 15.00 m, en átján ára komst ég í landsliðið og var þá kominn upp í 5000 m hlaup og 3000 m hindrun- arhlaup. 1982 tók ég þátt í fyrsta alvarlega maraþoninu, í Wolver- hampton, og hljóp á 2:27.03. Eftir það fór ég að hlaupa maraþon á hveiju ári. Ég tók yfirleitt þriggja mánaða undirbúningstímabil. Eftir hlaupin tók maður því rólega, hljóp lítið í mánaðartíma á eftir. Svo rann upp ólympíuárið 1984. Besti tími minn þá var 2:21.20, eftir maraþonhlaup í London þá um vorið. Ólympíulágmarkið var þá 2:18.00, þannig ég var býsna ná- lægt því. Ég setti íslandsmet í maraþon- hlaupum öll árin frá 1981-1985, síðasta íslandsmetið stendur enn, en þá hljóp ég í október 1985 í Berlín á 2:19.46, sem er núgildandi íslandsmet. Eftir það fór ég að verða svolítið þreyttur, maður var í fullri vinnu samhliða hlaupunum og miklir peningar fóru í að ferðast eins og maður gerði. Mér virðist sem mikið áhugaleysi ríki í garð íþróttamanna og gildir það ekki ein- ungis um okkur hlauparana. Þau voru mörg fögru orðin sem féllu um styrki til æfingaferða erlendis en fá voru efnd. Ég vildi helst vera ákveðinn tíma í þjálfun á stöðunum áður en ég keppti, en það varð ég að gera á eigin kostnað." Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Sigurður P. Sigmundsson. Þú ætlar að taka þátt í hálfu Reykjavikurmaraþoni í ár, ekki satt? „Jú, ég hef æft nokkuð vel í sum- ar, en síðasta vetur æfði ég fremur lítið. Ég hef að jafnaði hlaupið um 50 km á viku í sumar og er það þó mjög lítið miðað við það sem ég æfði þegar ég var upp á mitt besta, en þá hljóp ég allt upp í 120 km á viku, allt árið. Ég vonast til að ná vegalengdinni (21,1 km) á um 1 klst og 13 mín, (Sigurður á einnig íslandsmetið í hálfmaraþoni, 1:07.09, innsk. blaðam.). Það er óljóst hvað síðar gerist hjá mér, en eitt er þó víst að ég mun ætíð hlaupa mér til ánægju.“ Hver er framtíð maraþonsins hér á landi? „Hvað hlut Reykjavíkurmaraþonsins varðar hef ég í raun aðeins gott eitt um það að segja. Knútur Óskarsson og starfsfólk Ferðaskrifstofunnar Úr- vals hafa staðið að þessum málum með prýði og má ég til með að hæla Knúti og Gunnari Páli Jóak- imssyni fyrir hve vel þeir hafa stað- ið að framkvæmd hlaupanna. Bjart- sýnin og þorið hafa einkennt storf þeirra öðru fremur enda frumkvöðl- ar á þessu sviði. Hiaupið sjálft er því í góðum höndum og á mikla framtíð fyrir sér. Að vísu myndi mig langa til að sjá breiðari hóp erlendra hlaupara, en til þess þyrfti meira íjármagn. En það er aðeins útfærsluatriði. Hvað ungu hlaupara okkar varð- ar verð ég að segja að þar er enn sem komið er ekki um marga af- reksmenn í maraþonhlaupum að ræða. Ég sé ekki fram á að íslands- met mitt verði slegið á næstunni en ég bind þó miklar vonir við nokkra hlaupara sem standa nú fremst í vegalengdum eins og 5000 m og 10 km. Þar má nefna Má Hermannsson, Jóhann Ingibergsson og Frímann Hreinsson. Þeir eiga framtíðina fyrir sér og einhver þeirra á vonandi eftir að stunda lengstu hlaupin, eins og maraþon, sem aðalgrein. Framtíð íslenskra kvenna í mara- þoni er eiginlega bjartari. Það eru a.m.k. tvær konur sem gætu farið út í maraþonhlaup með góðum ár- angri, þær Martha Emstdóttir og Ragnheiður Ólafsdóttir. I langhlaup þarf þijósku, aga og einbeitni og það er ekki fyrir hvem sem er að ná langt í íþróttinni. Mér sýnist íslenskt maraþon eiga eftir að blómstra eftir nokkur ár og hef- ur Reykjavíkurmaraþonið gert sitt og rúmlega það til að vekja áhuga almennings á þessari íþrótt." SJÁ BLS: 52. Skemmtiskokk eða hálft maraþon? Menn spyija oft:,;Á ég að þora í hálft maraþon, eða á ég að láta mér nægja að fara í skemmtis- kokkið?" Þessu er erfitt að svara því það er þjálfun undanfarinna vikna 'og mánuða sem mestu ræð- ur. Gamla reglan um að menn geti komist skammlaust þrisvar sinnum lengri vegalengd en þeir eru vanir er enn í fullu gildi. Ef einhver á hins vegar eftir að skrá sig og er enn í óvissu um þetta atriði þá er hann/hún sennilega ekki í nógu góðri þjálfun til að takast á við lengri vegalengdina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.