Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 13.08.1988, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 Minning: Jónína Sigurjóns- dóttir, Byggðarhomi Fædd 20. októberl911 Dáin 10. júlí 1988 Jónína, eða Lóa eins og hún var oftast nefnd, var á sjötugasta og áttunda aldursári þegar hún lést í Sjúkrahúsi Suðurlands. Sunnudagsmorguninn 10. júlí sl. lauk Lóa sinni jarðvistargöngu og hóf nýtt líf í öðrum heimi. Það var hennar trú. Við sem fengum að kynnast þess- ari dagfarsprúðu og glaðlegu konu vitum að hún gerði sér ekki háar hugmyndir um betra líf eftir dauð- ann. Hún trúði því að með æðru- leysi og góðum gjörðum famaðist mönnum vel í allri framtíð. Þannig hagaði Lóa lífí sínu alla tíð. Hún var fædd að Kringlu í Grímsnesi, yngst 10 systkina. For- eldrar hennar voru Siguijón Gísla- son frá Heimalandi í Hraungerðis- hreppi og Jódís Sigmundsdóttir frá Kambi í Villingaholtshreppi. í Grímsnesinu ólst Lóa upp og var Kringla henni ljúf í minningunni. Heimilið var ekki ríkt af gulli og silfri en það var auðugt af öllu öðru. Siguijón og Jódís voru bændur sem yrktu jörð sína af natni og gáfu bömum sínum það sam jörðin gaf. Stórir víxlar á framtíðina voru ekki teknir sem afkomendur áttu að greiða síðar. Þau skiluðu bömum sínum skuldlausum til framtíðar. Lóa fór ung að vinna fyrir sér, að heiman fór hún rík af góðu at- læti foreldra sinna og systkina. Hún breytti alla tíð í samræmi við sitt uppeldi, hún gerðist bónda- kona og tók aldrei meir af landinu en það sem landið gaf. Skynsemin réði ríkjum í öllum hennar athöfn- um. Fyrir rúmum 50 árum kom Lóa að Byggðarhomi í Flóa og gerðist þar kaupakona. Heimilið að Byggð- arhomi var fjölmennt og gekk hún þar í öll störf. Yngsti sonur Byggðarhoms- hjóna, Geir Gissurarson var um þær mundir að taka við búi foreldra sinna og svo fór að hann treysti engum betur til að stíga þetta skref með sér en ungu kaupakonunni úr Grímsnesinu. Hugir þeirra og hend- ur féllu saman til allra góðar verka upp frá því. Lóa eignaðist góðan eiginmann sem hún elskaði og dáði til hinstu stundar. í Byggðarhomi átti hún láni að fagna, hún eignaðist gott heimili sem hún gerði enn betra með per- sónu sinni. Lóa og Geiri eignðust fimm böm sem öll eru gift. Gissur búsettur á Selfossi, Úlfhildur búsett í Mosfells- bæ, Hjördís búsett í Reykjavík, Gísli bóndi í Byggðarhomi og Biynhildur búsett á Selfossi. Bamabörnin eru orðin 17 talsins og eitt langömmubam. Ég kynntist Lóu fyrir rúmum tuttugu árum þeg- ar ég fór að venja komur mínar að Byggðarhomi. Hún tók mér vel og er ég henni þakklátur fyrir það. Ég komst fljótt að því að tónlist var hennar áhugamál, hún unni vandaðri tónlist hvaða nöfnum sem hún nefndist. Hún var næm fyrir öllu sem vel var gert. Lóa var tengdamóðir mín og hún var einnig vinur minn, hún gaf mér svo margt sem gott er að minnast nú þegar hún er gengin. Hún leit á lífíð með raunsæjum augum en var glettin og skemmtileg þegar það átti við, hún laðaði að sér menn og málleysingja. Vinahópurinn var stór, kom það glöggt í ljós þegar hún var lögð til hinstu hvílu að Laugardælum. Vinir og vandamenn allstaðar af landinu gerðu sér ferð til að fylgja henni síðasta spölinn. Ég hafði orð á því við góðan vin Byggðarhomshjóna að mér hefði þótt fjölmennt við útförina. Ég undra mig ekki á því, sagði hann, hún var þannig kona og þetta var þannig heimili. Þessi orð þurfa ekki frekari skýringar við. Þetta var þannig heimili, sem Lóa gæddi svo mildum blæ, veröld sem hún leifði okkur að kynnast. Okkur sem minn- umst hennar með þægilegum og ljúfum minningum.. Kristján Einarsson, Selfossi Hrefna Ingólfs- dóttir — Minning Fædd 22. júlí 1948 Dáin 29. júlí 1988 Tveir áhrifamestu og yndisleg- ustu þættir mannlífsins em hin fagra sumartíð og æskan. Við Is- lendingar tölum alltaf fyrst um veðrið við hvert viðmót, og látum óspart í ljós ánægju okkar og hrifn- ingu Jiegar veðrið er blítt og fag- urt. Astæðan fyrir þessu mun vera sú, að lengst af hefíir dugandi fólk byggt þetta, oft nefnda harðbýla land, þar sem veður getur komið úr öllum áttum, af hinum ýmsu gerðum á einum og sama sólar- hringnum: Þessu hefur hið vökula auga hins vinnandi manns mátt fylgjast með í aldanna rás. Einnig hitt að aðalatvinnuhættimir til lands og sjávar voru háðir veðrum og vindum. Því þarf engan að undra þótt að hin athafnasama þjóð gledd- ist fögru veðri og góðu, sú gleði er oss í blóð borin. Hinn sólargeisl- inn var æskan, unga fólkið bömin fögur og glöð allt í kringum okkur, ánægjan sem þau hafa veitt okkur verður aldrei mæld með vog. Þessir fegurstu forgangsþættir lífsins koma fyrst í hugann þegar ég sest niður við ritvélina og hyggst minnast Hrefnu Ingólfsdóttur. Óll minning henni tengd minnir á þessa tvo þætti lífsins. Það var á björtum vordegi sem foreldrar hennar Ing- ólfur Þórðarson og Friðrika Jóns- dóttir komu fyrst í okkar heimahlað á Eystra-Miðfelli með bömin sín tvö Grétar 11 ára og Hrefnu að verða 8 ára vorið 1956. Þetta fólk var okkur ókunnugt þá, en bauð af sér góðan þokka við fyrstu sýn. Erindið var að biðja okkur hjón fyrir Grét- ar, sem sumardreng, þetta var upp- hafið að nánum og góðum kynnum við þetta fólk, á meðan líf þeirra hjóna entist og síðan þau hlýju kynni sem er við afkomenduma og þeirra fólk. Ingólfur var þá og í árafjölda skipstjóri á hvalveiðiskip- unum, átti því marga ferð um Hval- fjörðinn og að bryggju í hvalstöð- inni. Það lá því einkar vel við að fylgjast með innkomu hvalskipanna frá Miðfelli, þaðan sást vel til þeirra sigla Qörðinn. Á tveggja tíma fresti töluðu hvalveiðimennimir í talstöð- ina, á það tal var hlýtt, veiði og annað skrifað í bók, og það í mörg ár, svo ekkert fór á milli mála; það var auðvelt að sjá út tímann til að komast á bryggjuna. Þetta var ein aðalástæðan fyrir því að Friðrika og Hrefna vom hjá okkur á Mið- felli oft mikinn hluta sumarsins. Stundum fór Friðrika með manni sínum í veiðiferð og varð þá Hrefna stundum eftir hjá okkur, eða þegar vel viðraði, að hún fékk að fara sjóferð líka. Við sögðum stundum í gríni að yngsta bam þeirra hjóna væri búið að vera einu ári lengur á Miðfelli en það var gamalt, vegna þess að móðirin var það mikið á Miðfelli þegar hún gekk með dreng- inn. Hann hlaut nafnið Pétur Haf- steinn, var látinn heita nafni frænda Ingólfs, sem fórst með skipi sínu við Færeyjar á þessum árum, hann var mikill fjölskylduvinur í þessari fjölskyldu. Ég gleymi aldrei hve Hrefna litla varð harmi slegin þegar andlátsfregnin barst alveg að óvör- um, við sátum öll við snæðing á hátíðisdegi þegar síminn hringdi og bað um Ingólf, það var svipleg fregn. Litli drengurinn Pétur, sem bar nafn horfna frændans var hjá okkur í mörg sumur, mig minnir til 17 ára aldurs. Ég man hann sagði þegar pabbi hans sagðist vera búinn að ráða hann annað í vinnu „svo það verður þá ekkert sumar hjá mér ef ég verð ekki á Mið- felli...“ Þessari fjölskyldu fylgdi glað- værð og góðvild til allra svo allir á heimilinu urðu heillaðir af þessu fólki. í okkar fjölskyldu vom mörg böm og sum á sama aldri og böm þeirra hjóna, því myndaðist glaðvær 'V» t ÍL og góður félagsskapur með þessu unga fólki. Aldrei minnist ég að ólæti eða ófriður fylgdi þessu unga elskulega fólki, hitt verður mér lengi minnistætt hversu þetta var glaðvær og samstilltur bamahópur, sem naut þess innilega að eiga ómældar gleðistundir saman í sveit- inni. Þessi samvera er upphafíð að góðri vináttu, sem lengi verður við- haldið ætla ég að vona. Hrefna var glaðvær og góð stúlka, mjög dáð sem eina stúlkan í fjölskyldunni, þá ekki síst af föður sínum og öll- um. Þau komu oft til okkar og stoppuðu Jón Kjemlf og Hjálmfríð- ur kona hans, (afi og amma Hrefnu), á meðan hún lifði. Þau létu oft í ljósi hrifningu sína og ánægju yfír þessu góða samfélagi þessa unga fólks, þau gerðu svo sannarlega ekki uppá milli okkar bama og þeirra. Allar em þessar minningar okkur einkar kærar. Það er reyndar listin að lifa, að fólkinu megi koma vel saman og taka tillit hvert til annars. Þegar þessara samverustunda er minnst gæti maður ályktað að þetta sé afar ein- falt mál, og ég held að ef fólk vill lifa glöðu frjálsu og yndislegu mannlífi þá séu öll skilyrði til þess á okkar dásamlega friðarlandi. Þessir hugljúfu hugrenningar úr sjóði minninganna, hljóta að koma fyrst I hugann þegar ég minnist Hrefnu Ingólfsdóttur. Hún var 43 Kveðjuorð: Sigurður Hreinn Erlingsson Fæddur 3. október 1968 Dáinn 28. júlí 1988 Siggi var hann ætíð kallaður, eða Siggi Erlings. Þennan unga mann höfum við þekkt frá því er hann var smábam. Við kynntumst foreldrum hans, Jakobínu Theódórsdóttur og Erlingi Guðmundssyni haustið 1965. Veturinn 1966 bjuggum við í sam- félagi með sonum okkar í Kópavogi. Erlingur og Sölvi sátu saman í Stýrimannaskólanum og útskrifuð- ust þá um vorið. Var að vonum mik- ill samgangur á milli íbúða og lærðu þeir félagar mikið saman þennan vetur. Hefur ætíð haldist mikill og náinn vinskapur á milli okkar, sem aldrei hefur borið skugga á. Eftir skólaslit um vorið skildu leið- ir um stund. Við fluttum til Akra- ness, en þau til Tálknafjarðar. Tæp- um þrem árum síðar fluttum við til Tálknafjarðar og var gleði okkar mikil yfír því að geta hist oftar og endumýjað vinskap fjölskyldnanna. í millitiðinni höfðu þau misst annan son, Sigurð eldri, sem var með okkur í Kópavogi, en hann drukknaði 5 ára gamall. Fyrsti sonur þeirra dó koma- bam. Sár sorg hafði barið að dymm hjá þeim og um svipað leyti varð Sigurð- ur, bróðir Jakobínu, komungur efni- spiltur úti, þar fyrir vestan. En þá kom bjartur rauðhærður sólargeisli, Sigurður Hreinn, inn í líf þeirra. Siggi var sannkallaður sólargeisli foreldra sinna, hann fæddist 3. októ- ber 1968. Snemma kom í ljós að þetta var dugnaðarstrákur sem ætíð vildi bjarga sér sjálfur. Alltaf var hann mannkostum búin, sem hún átti kyn til. Allt var þetta traust fólk, heiðar- legt, dugmikið kjamafólk, sem batt vináttu sína órofa tryggðarböndum, slíkra vina er gott að minnast. Hrefna átti góður brautargengi að mæta, fyrst í föðurgarði, þar sem allur frami var í boði, einnig eftir að hún giftist sínum eiginmanni, Finni Jóhannssyni smíðameistara, miklum drengskapar- og dugnaðar- manni, sem kunni vel að meta kosti konu sinnar og reyndist mikill og góður heimilisfaðir. Hann reisti þeim með eigin hendi stórt og fal- legt íbúðarhús í Mosfellsbæ. Hús- móðirin lagði sinn metnað í að búa þeim gott heimili og fallegt. Þannig verður árangurinn þegar gott dug- andi fólk vinnur saman af samstillt- um hug og vilja. Þeim hjónum fæddust þrír efnilegir synir, sá elsti er að stofna sitt heimili með ungri konu og farinn að heiman, hann heitir Ingólfur, næstur er Jón Andri og fermdist í fyrra, yngstur er Valdimar 6 ára. Ég frétti að Hrefna hefði sýnt æðruleysi og hugrekki í sínum veikindum, það var henni líkt. Það er kannski af eigingimi að hryggjast þegar ský dregur fyr- jr sólu á miðjum fögrum degi, eins og nú hefur gerst. En þessar mann- legu tilfínningar verða vart af okk- ur máðar. Söknuðurinn er sár þegar litið er yfír farinn veg, þessi unga elskulega kona er kvödd frá sínum ástvinum, og það á morgni lífsins má segja, foreldramir féllu báðir frá með stuttu millibili á góðum aldri, sumir mega sætta sig við þung örlög. Hinu má ekki gleyma að lífíð er að láni, það er annar sem ræður vegferð okkar, þar verður engu um breytt. Hvenær sem á móti blæs biðjum við hann ráða, því skyldum við þá undrast hans vilja. Þetta er allt óráðin spuming, sem ekki verður svarað að sinni. Hitt ber að muna að við stöndum í þakkarskuld fyrir það góða sem okkur hefur hlotnast í lífinu, hvort heldur sem við njótum þess lengur eða skemur. Eg bið ástvinum Hrefnu Ingólfsdóttur allrar blessun- ar. Ég bið þann sem lífíð gaf að hugga, styrkja og bæta skaðann. Blessuð sé minning góðrar konu. Valgarður L. Jónsson brosandi þótt brosið væri dulúðugt, því dulur var hann um sínar innctu tilfinningar. En seiglan var alltaf til staðar og hann komst það sem harSt ætlaði sér. Siggi var vinfastur og traustur, enda sýndi það sig að í sumar var honum falin formennska á bát frá Tálknafirði og gekk veiðin mjög vel hjá honum. í haust ætlaði hann f Stýrimannaskólann í Reykjavík og var ákveðinn f að gera sjómennsku að ævistarfí sínu. Hann var búinn að sækja um húsnæðis- stjómarlán til fbúðarkaupa og var búinn að fá vilyrði fyrir því. Þetta sannar að Siggi hugsaði stórt og framkvæmdi það. Þann 28. júlf sl^. vorum við stödd á heimili þeirra þeg- ar bræðumir Siggi, Teddi og vinir þeirra undirbjuggu ferðalag til Vest- mannaeyja, var það hinsta ferð Sigga. Við töluðum um það á heim- leiðinni að við hefðum aldrei séð hann svona bjartan og fallegan. Þannig munum við minnast hans með geislandi bjarta brosið. Elsku Minna, Elli, Teddi og Gummi. Við vonum að Guð gefi ykkur styrk í sorg ykkar. Við trúum þvf að Siggi hafi lokið skóla sfnum í þessari jarð- vist og að hann hafi verið kallaður til æðri starfa. Guð gefí að allar góðu minningamar um sólargeislann ykkar lýsi ykkur um ókomna framtíð. Ragnheiður og Sölvi Hann Siggi er dáinn! Þessu er erfítt að trúa og enn erfíðara að sætta sig við það. Enn eitt tilgangs- laust slys, sem að þessu sinni snertir okkur djúpt, því að við höfðum þekkt og okkur þótti vænt um Sigga eins langt aftur og við munum. Hvers vegna hann, sem var svo ungur átti eftir að gera svo margt og alltaf var tilbúinn að hjálpa öðrum með alla hluti? Við höfðum verið leikfélagar frá því að við vorum smástrákar, hann var snar þáttur af daglegu lífi okkar og vináttan hélst óbreytt þótt fjar- lægð skildi að. Þótt hann sé horfínn okkur úr þessu lffi mun minning hans lifa í hugum okkar, minning þess sem engum vildi illt. Foreldrum hans og bræðmm vott- um við samúð okkar. Jón Ingi og Bjarni Blóma-og W skreytingaþjónusta ® ™ hvertsemtilefnider. GLÆSIBLÓMIÐ GLÆSIBÆ, Álfhcimum 74. sír
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.