Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 45

Morgunblaðið - 13.08.1988, Síða 45
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988 45 MADONNA Sögð ástfangin af John Kennedy yngri fcrf** a Þessa dagana verður söng- og leikkonan Madonna þrítug. Fregnir herma að hún sé ekkert alltof ánægð með það hvað tíminn flýgur hratt, né sé allt í toppstandi f ástamálum hennar. Hún er gift leikaranum Sean Penn, en er sögð mjög ástfangin af engum öðrum en John Kennedy yngri. Hún hitti fyrst Kennedysoninn á diskóteki í New York árið 1981, þá óþekkt söngkona, og er sögð hafa kolfallið fyrir honum. Síðan þá hafa þau hitst í ófá skiptin, en Qölskylda hans er ekki sögð hrifin af henni. Þar fyrir utan sem hún líkist Marilyn Monroe vill Kennedy- slektið ekki að sagan endurtaki sig. Það er enda alvitað að hin dáða Marilyn Monroe og John Kennedy eldri áttu í sambandi, sem reyndar er óvíst ttvers eðlis var. Madonna er sögð gera ítrekaðar tilraunir til þess að ganga í augun á Kennedy yngri, og staðurinn sem hún oftast velur til þess er líkams- ræktarstöð sem þau bæði stunda. Heimildir koma frá Lauru Montez sem vinnur við þessa líkamsræktar- stöð, og er ein sagan þessi: Ma- donna fer í leyfisleysi inn í karla- klefann þar sem John Kennedy yngri er fáklæddur á leið í sturtu. Hún leggur báða lófa sína á bringu kappans og segir: „Veistu Johnny, þú gætir breytt góðri stúlku... í vonda." Andrúmsloft þrungið ónefndri spennu, varð víst að engu þegar hann sagði: „takk, en nei takk.“ Heimildir herma að ef eitthvað hefði átt að gerast milli þeirra hefði það gerst þama. Eftir þetta atvik hafí Madonna orðið súr, en sfðan verið í vegi fyrir Kennedy yngri hvar og hvenær sem henni gæflst tækifæri, og þegar Sean Penn er ekki nálægur. Hjónabandið er sagt ekki of gott, og Madonna farin að halda að hún sé ekki ómótstæðileg. Tilraun hennar til þess að líkjast Marilyn Monroe hafl meðal annars verið gerð fyrir John, í þeirri trú að synir feti í fótspor feðranna. Hún hafí í raun aldrei elskað Sean og hafí gifst honum vegna þess að ef ekki fengi hún það besta yrði það næst besta að duga. Laura sem þekkt hefur Madonnu í sjö ár kann fleiri sögur. „Kennedy fólkið hefur alltaf hatað hana, en það hefur ekki stöðvað Madonnu. Hún hefur oft truflað samkvæmi sem haldin hafa verið í íbúð Kennedyömmunnar við Central Park. Ef hún komst ekki í sam- kvæmin, hringdi hún þangað á tveggja mínútna fresti, þar til hann kom sjálfur í sfmann. Þegar Ma- donna var spurð af hverju hún gerði þetta sagði hún að ef hún fengi hann ekki skyldi heldur engin önnur fá hann.“ Madonna á einnig að hafa boðið honum baksviðs á tónleikum í New York. Hún gaf honum kampavín og kyssti hann mömmukossum og síðar fóru þau saman í límósínu á diskótek, þar sem þau hittu Lauru. Hann kyssti Lauru á kinnina og Madonna æstist mjög við það. Þau hurfu þaðan stuttu síðar, en John vildi þó ekki fara heim með Ma- donnu. í kjölfarið af þessum fundi þeirra sagði Madonna opinberlega að hún og Sean væru hætt saman. Hinsvegar viðurkennir Madonna ekkert í fjölmiðlum, og aðspurð segist hún elska Johnny sem vin, en bætir við að hann sé algjört æði. Sean Penn er jú ennþá eigin- maður Madonnu. Hann er sagður ekki hafa grunað neitt um samband hennar og John Kennedy yngri fyrr en á þeim tíma sem hann fór til Móður Johns, Jackie Onassis, og fjölskyldunni líkar ekki við Ma- donnu, er sagt. Thailands til þess að leika í kvik- myndinni „Casualities of War“ með Michael Fox. En Madonna notaði þá tækifærið og hitti John eina ferð- ina enn. Þau skokkuðu saman á ströndinni og sýndust góðir vinir. Mynd náðist af þeim saman, var birt í tímarit vestra og Sean rak auðvitað augun í þegar heim kom. Það er einnig sagt að John Kennedy eigi erfitt með sig í þessu sambandi. Það sé ekki bara Ma- donna sem elti hann. Hann rekst víst stundum á hana „af tilviljun", hann hringi í vini sína sem hafa reynslu, til þess að spyija hvemig það sé að vera ástfanginn af giftri konu, og að hann hafi tilhneigingu til þess að klæða sig svolítið í pönkstíl! Vinir segja að hann hafi verið starandi síðan Madonna kyssti hann fyrir framan alla á samkomu til styrktar eyðni, nú í júlí. En það er svo margt sagt um frægt fólk. Laura segir að lokum: „Gæinn (John Kennedy yngri) er jafn blóð- heitur og gengur og gerist. En þetta er platónsk ást, enn sem komið er.“ Þessi er sagan sem nú gengur og því miður, því miður, er engin mynd henni til sönnunar. Hvað sem Ma- donna er að meina með John Kennedy yngri segja vin- ir Madonnu að samanburður við Marilyn Monroe bæti ekki úr skák. COSPER Það var þessi númer 2 frá vinstri, eða kannski þessi númer 3 frá vinstri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.