Morgunblaðið - 13.08.1988, Page 53
MORGUNBLAÐŒ) IÞROTTIR LAUGARDAGUR 13. ÁGÚST 1988
KNATTSPYRNA / 2. DEILD
Baráttaá
Sauðárkróki
Tindastóll fékk þijú dýrmæt stig
í gærkvöldi eftir sanngjaman
sigur gegn Eyjamönnum. Leikurinn
bar þess augljós merki að hvorugt
aaaamam íiðið mátti við að
Frá tapa stigum, barátt-
Bimi an var geysileg, en
Bjömssyni 3-1 sigur heima-
á Sauðárkróki manna hefði gefið
réttari mynd af viðureigninni.
Tindastóll átti mun meira í fyrri
hálfleik og sótti stíft. Leikmennim-
ir sköpuðu sér fjögur mjög hættuleg
marktækifæri, sem öll fóm forgörð-
um, en eitt mark sá dagsins ljós.
Eftir hlé tóku Eyjamenn völdin,
vom mun meira með knöttinn, en
Gísli Sigurðsson, markvörður, kom
í veg fyrir að þeir skomðu.
Tindastóll - IBV
2 : 1 (1:0)
Mörk Tlndastóls: Guðbrandur Guð-
brandsson (10.) og Eyjólfur Sverrisson
Maður leiksins: Gísli Sigurðsson,
Tindastóli.
„ _ Morgunblaðið/Sverrir
Orn Valdimarsson átti ágætan leik með Fylki í gærkveldi. Hann var samt ekki eins lánsamur nú og á móti Víði, en
þá skoraði hann fjögur mörk.
Fylkir með 11 stiga forskot á Víði
Árbæingarnir hafa staðið sig vel í sumar og eru nær öruggir með sæti í 1. deild
FYLKISMENN eru nú sama
sem komnir upp í 1. deild eftir
nauman sigur á Þrótti, sem nú
gerist þaulsetið á botni deild-
arinnar. Frammistaða Fylkis-
liðsins hefur svo sannarlega
verið glæsileg f sumar, og hef-
ur það nú 11 stiga forskot á
Víði, sem er í þriðja sæti.
I að var hins vegar ekki að sjá
á leiknum í gær að þar væri
KristinnJens
Sigurþórsson
skrífar
tilvonandi fyrstu deildar lið að leika
gegn þriðju deildar kandídötum.
Framan af leiknum
áttu Þróttarar jafn
mikið, ef ekki meira,
í leiknum, en tókst
samt ekki að skapa
sér afgerandi marktækifæri, þrátt
fyrir góða baráttu.
Leikmenn Fýlkis voru ekki eins
sannfærandi í leik sínum, og gegn
Víði á dögunum, þegar þeir sigruðu
þá 5:1. Sóknaraðgerðir þeirra voru
fálmkenndar og ómarkvissar. Þeir
fengu þó eitt dauðafæri um miðbik
fyrri hálfleiksins, er Jón Bjami
Guðmundsson komst einn inn í víta-
teiginn, lék á markvörðinn, en skaut
síðan himinhátt yfír.
Sigurmark Fylkis kom svo á 70.
mínútu, og var það Jón Bjami Guð-
mundsson, sem fylgdi góðri fyrir-
gjöf vel eftir, og hamraði knöttinn
upp í netið. Eftir þetta mark lifnaði
svolítið yfír leik liðsins, sem verið
hafði fremur daufur fram að þessu.
Þriðja deildin blasir nú við Þrótt-
umm, sem hafa verið alveg einstak-
lega lánlausir í mörgum leikja sinna
í sumar. Þeir hafa verið yfír í léikj-
um lengi vel, en síðan hefur and-
stæðingunum tekist að jafna, eða
sigra með eins marks mun. Geta
liðsins er því kannski ekki alveg í
samræmi við stöðu þeirra í deild-
inni, en svo virðist, sem falldraugur-
inn svonefndi hafí ákveðið að fylgja
þeim eftir, og gæti reynst þeim
erfitt að hrista hann af sér.
KORFUKIMATTLEIKUR / URVALSDEILD
Grindavík gerir stér-
samning við Atlantik
„Þetta er stærsti auglýsinga-
samningur sem gerður hefur
verið innan körfuknattleiks-
ins,“sagði Ægir Ágústson
formaður körfuknattleiksdeild-
ar UMFG eftir að hann undirrit-
aði í gær auglýsingasamning
við Ferðaskrifstofuna Atlantik,
sem felur í sér merkingar á
öllum búningum deildarinnar
bæði karla og kvenna í öllum
aldursflokkum auk þess sem
skilti verða sett upp í íþrótta-
húsinu í Grindavík og fánar
utan dyra.
Ægir sagði að þessi samningur
skipti sköpum fyrir deildina
þar sem fjárhagurinn hefði oft ver-
ið í jámum og allar fjáraflanir þung-
Krístinn Bene-
diktsson
skrífar
frá Gríndavik
ar.
„Við erum að fá
toppþjálfara á næst-
unni og bindum við
miklar vonir við
hann svo það er mikill hugur í okk-
ur hér í Grindavík.
Við byijum vertíðina með körfu-
knattleiksskóla 1. september þar
sem tveir þekktir bandarískir þjálf-
arar leiðbeina, þeir Jim Dooley fyrr-
um þjálfari landsliðsins og ÍR og
Dick Ross fyrrum þjálfari
Grindavíkur. Þeir munu kenna öll-
um aldurshópum auk þess sem
þjálfarar munu fá góða tilsögn og
verður þáttökugjaldinu stillt mjög
í hóf en slíkt er mögulegt þar sem
þeir munu gefa deildinni alla vinnu
sína.“
Morgunblaóið/Kr. Ben.
Eftlr undirskrift samningsins tókust þeir í hendur Ægir Ágústson formaður
körfuknattleiksdeildar UMF_G og Böðvar Valgeirsson framkvædastjóri Atlant-
ik.Til vinstri er Sigurður Ágústson umboðsmaður Atlantik í Grindavfk sem
hafði forgöngu um samninginn og Guðjón Jónsson framkvædarstjóri körfuknatt-
leiksdeildar UMFG.
FráJóni
Halldórí
Garóarssyni
iÞýskalandi
íÞtémR
FOLK
JEAN Maríe Pfaff, sem er
samningsbundinn hjá Bayern
Munchen til næsta árs hefur verið
á höttunum eftir nýju liði til að leika
með. Það hefur þó
ekki gengið eins vel
hjá honum og hann
bjóst við. Uli Höe-
ness, framkvæmda-
stjóri, Bayern, og forseti félagsins
Scherer, höfðu lofað honum að-
stoð, en nú hafa þeir sagt honum
að hann þurfí að mæta á næstu
æfingu með Bayern, sem verður á
þriðjudag. Leikmenn Bayern eru
hins vegar mjög óhressir með þetta,
og hefur fyrirliðinn Klaus Augent-
haler, sagt að best væri fyrir
Pfaff, að láta ekki sjá sig á æfíng-
um. Pfaff hefur gagnrýnt liðið og
sagt að það sé ekki sama toppliðið
og það var. Þá hafði þjálfari Bay-
ern, Jupp Haeynckes, hins vegar
lýst því yfir að Pfaff, yrði bara
varamarkvörður í vetur, og það vildi
hann ekki sætta sig við. Aðalmark-
vörður liðsins verður hins vegar
Raimond Aumann og hefur hann
sagt að Pfaff sé velkominn á æÚ*'
ingar, hann ógni sér ekkert.
■ ROLF Schafstall, þjálfari
Bayern Uerdingen, og þar með
Atla Eðvaldssonar áður fyrr, var
tekinn ölvaður undir stýri á dögun-
um. Hann var dæmdur í þriggja
mánaða skilorðsbundið fangelsi,
sviptur ökuleyfi í 9 mánuði og sekt-
aður um 10 þúsund mörk.
■ Erích Ribbeck, framkvæmda-
stjóri HSV er farinn að gagnrýna
þjálfara liðsins, Reimann, og er
greinilega óánægður með stöapn
hans. Hann segir þjálfarann ekki
ná þvf besta út úr liðinu. Bendir
hann til dæmis á, að stjömur liðs-
ins, Manni Kaltz og Von Heesen,
fyrirliði, sýni ekki það sem í þeim
býr.
■ PILLULÆKNIR v-þýska
landsliðsins, Heinz Liessen, er
hættur. Ástæðan er sú að hann
segir leikmenn ekki fara að ráðum
sínum, og taki ekki inn þau lyf og
vítamín, sem hann ráðleggi þeim.
Littbarski sagðist til dæmis bara
henda þessum töflum, og það eru
ekki beint meðmæli með Liessen,
sem þá er mjög virtur á sínu sviði.
■ Dassajev, sovéski landsliðs-
markvörðurinn frægi, er nú sagðuf^—
vera með tilboð frá HSV, og hljóð-
ar það upp á 1.9 milljón þýskra
marka
UKNATTSPYRNULIÐ Kölnar
er nú á keppnisferðalagi á Ítalíu,
og í fyrradag kepptu þeir við AS
Roma, sem Rudi Völler, leikur
með. Köln sigraði með tveirnur
mörkum gegn einu,' og skoruðu
Povlsen og Allofs mörk Þjóð-
veija. Fyrir Roma skoraði Völler.
■ JURGEN Kohler, landsliðs-
bakvörðurinn þýski, getur tekið
gleði sína á nýjan leik, því vinkona
hans er á batavegi, eftir að botn-
langinn sprakk í henni.
KNATTSPYRNA / 2.DEILD
„Fengum engar viðvaraniru
- segir Hörður Júlíusson, formaður knattspymudeildar KS
Hfl ér skilst, að aganefnd KSÍ
■VI hafi ákveðið bannið á okkur
vegna kvartana eftirlitsdómara
um um ólæti á öllum heimaleikjum
okkarí sumar. Þetta eru yfirleitt
smáatriði, sem gert er mikið úr.
Það er hins vegar ekki fyrr en
nú, sem við erum látnir vita af
þeim umkvörtunum og þá með
þessum hætti. Okkur finnst skorta
samband af hálfu KSÍ, því að 'við
fengum engar viðvaranir", sagði
Hörður J úlíusson, formaður
knattspymudeildar KS, i samtali
við Morgunblaðið.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær, dæmdi aganefnd
KSÍ 2. deildar lið KS til að leika
næsta heimaleik sinn, sem er gegn
UBK, í meira en 100 km fjarlægð
frá Siglufírði vegna ósæmilegrar
hegðunar áhorfenda þar undan-
farið.
Hörður Júlíusson sagði, að
KS-ingar hefðu óskað þess, að fá
frekari gögn frá KSÍ um málið
en ekki fengið nema að takmörk-
uðu leyti. KS tekur ákvörðun um
það á mánudag, hvar leikurinn
gegn UBK fer fram en að sögn
Harðar hefur Siglfirðingum þegar
verið boðinn völlur í umræddri
fiarlægð.
Mikill hugur er í Siglfirðingum
vegna þessa máls og er búist við,
að hundruð manna fylgi KS-liðinu
þangaö, sem leikurinn við UBK
fer fram. Jafnframt þykir mörg-
um Siglfirðingum súrt í broti, að
þetta leiðindamál skuli koma upp
einmitt um þessar mundir þegar
í hönd fer hátíðarvika vegna 70
ára afmælis bæjarfélagsins.
%
Körfuknattleiks-
' skóliHauka
Körfuknattleiksdeild Hauka verður með körfuknatt-
leiksskóla fyrir drengi og stúlkur 7-14 ára.
Kennsla fer fram í Haukahúsinu 15.-20. ágúst sem
hérsegir:
7,8og9áradrengir.........kl. 9.00-10.30
11 áraogyngri, stúlkur...kl. 10.30-12.00
lOoglláradrengir.........kl. 13.00-14.30
12,13ogl4ára.............kl. 14.30-16.00
Innritun fer fram í Haukahúsinu 15. ágúst i fýrstu
tímum hvers aldursflokks.
IngvarS. Jónsson, iþróttakennari.