Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 2
 <41 ^/U{)flO)4 MORGUNBLAÐH), LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Ferðakostnaður ríkisins: Niðurskurður í næstu fjárlögum — segir Jón Baldvin Hannibalsson 1ÓN BALDVIN Hannibalsson fjármálaráðherra segir að ráðu- neytíð muni gera tillögur um að fara að fordæmi Jóhönnu Sig- urðardóttur með niðurskurð á ferðakostnaði ráðuneyta. Muni þessar tillögur verða hafðar tíi hiiðsjónar við fjárlagagerð fyrir næsta ár. í þeim fjárlögum segir Jón Baldvin að ráð verði gert fyrir niðurskurði ferðakostnaðar um sama hlutfaU og náðst hefur í félagsniálaráðuneytinu. „Það er verið að vinna að þessu máli. Við erum nú að safna saman upplýsingum og í framhaldi af því verða gerðar tillögur um að farið verði að fordæmi Jóhönnu," segir Jón Baldvin í samtali við Morgun- blaðið. „Við ætlum okkur að skera þenn- an kostnað niður við trog og tillög- ur þess efnis eiga að liggja fyrir við fyrstu gerð fjárlaga fyrir næsta ár. Þessi niðurskurður verður ein af forsendum ,§árlaga.“ Aðspurður um hvort hann eigi von á áð geta skorið þennan kostnað niður um sama Hlutfall 'ng félagSmálaráðu- neytið hefur gert, eða §órðung, segir Jón Baldvin það leik einan. Sem kunnugt er af fréttum Morgunblaðsins er ferðakostnaður ríkisins nú vegna innan- og utan- landsferða opinberra starfsmann ó bilinu 600-750 mllljónir króna. Ef tekst að skera niður þennan kostn- að um fjórðung þýðir það spamað upp á 150 milljónir króna að lág- marki. Aðalverktakar: Greiddu 500 milljóiiir í arð ÍSLENSKIR aðalverktakar greiddu um 500 miljjónir króna í uppsafnaðan arð á siðasta ári. Hagnaður eftír skatta var um 518 miljjónir króna, eða fímmtungur af veltu. Þetta kemur fram I skýrslu starfshóps sem Steingrím- nr Hermannsson utanríkisráð- herra skipaði til að lomna verkta- kastarfsemi á Keflavíkurfiugvelli og kynnt var í gær. Ráðherra kveðst ekki hafa gert upp hug ninn hvort breytinga sé þörf & verktakastarfseminni. Af þeim hugmvndum sem reifaðar eru í skýrslunni kveðst hann hrifnastur af því að íslenskir aðalverktakar verði gerðir að abnenningshluta- félagi. Stolið frá söngfóUdúr Fiensborg áítaJiu FÉLAGAR i kór Flensborg- arskóla komn heim úr ítaiiu- ferð á föstudag. Þar urðu kórfélagar fyrir þvi að stolið var frá þeim. Það gerðist þegar kórinn var að snæða nestíð sitt í dagsferð tíl Róm- ar á fyrstu yiku ferðarinnar, Páls Malmbergs for- „Það var stoliö úr rútunni okkar bæði §ármunum, ferða- tékkum, greiöslukortum og fatnaði á meðan við vorum i garði skammt firá að borða nestið okkar. Bílstjórinn beið hjá rútunni og sá yóshært fólk fiara inn í hana. Hann var að- eins búinn afi vera með okkur I einn dag og var því ekki far- inn að þekkja okkur og hétt því aö þetta væru einhveijir úr hópnum," sagöi Páll. „Þau virt- ust vita hvafi þau voru að gera því það var aðeine stolið dóti sem lá í sætunum og á gólfinu. Það var stolið myndavél, linsu og um 20.000 krónum í lausafé. Oðru verðmæti náðu þeir ekki. Þetta var á frídegi svo þjófam- ir náðu hvorki að nota kortin né ferðatékkana. Það er því ekki hægt að segja að þetta hafi verið tilfinnanlegt tjón fyr- ir neitt okkar. Rómarferðin var samt ónýt því það sem eftir var af deginum fór í skýrslutökur hjá lögreglunni." Fimm hugmyndir um breytingar á skipulagi verktakastarfseminnar koma fram í skýrslunni. Sú hugmynd sem lengst gengur er ættuð frá Verk- takasambandinu. Það hefur lagt til að allar framkvæmdir á vegum vam- arliðsins verði boðnar út en sérstök stofnun, „Innkáupastofnun vamar- liðsframkvæmda", sjái um samskipti milli vamarliðsins og undirverktaka. Starfshópurinn finnur marga ann- marka á þessari hugmynd, meðal annars afi Bandarikjamenn og Atl- antshafsbandalagið sætti sig ekki við að skipta við nýjan mQlilið. Þá ertaiið mögulegt að fiölga hlut- höfum, annaðhvort með þvf að bjóða hópi verktaka hlut f íslenskum aðai- verktökum ellegar að 20-40% hluta- bréfa núverandi eigenda verði boðin föl á almennum markaði. Þannig yrði komið til móts viö þá gagnrýni sem aðaiverktakar hafa orðiö fyrir en einokunarstaða félagsins yrði enn við lýði. ; - Fjóröa hugmyndin er afi íslenskir aðaiverktakar bjófii undirverktökum hiuta verkefna sinna. Fimmta leiðin er aukið aðhald gagnvart aöalverk- tökum en báðar hugmyndimar eru faáðar ákvörðunum utanríkisráðherra á hveijum tSma. Sjá bls. 22. Moryunblaðið/Sigurgeir Jónasson Ungir Vestmanneyingar bjarga lundapysjum ER LÍÐA tekur á ágústmánuð fá böm í Vestmannaeyjum ærið verkefni við að bjarga ósjálf- bjarga lundapysjum sem flogið bafa á ljósin í bænum þegar skyggja tekur. Gjárnan taka foreldramir líka þátt I hjálpar- starfínu og máþá sjá heilu fjöl- skyldurnar á hlaupum við að góma pysjuraar. Ljósmyndari Morgunblaðsins var fjölskyldu einni í bænnm samferða niður í fjöru og náði myndum af þvi þegar 132 pysjum var sleppt á haf út. Þær vom fangaðar víðsvegar um bæinn á einum og hálfum tima kvöldið áður. Á hinni myndinni býður Páll Magnús Guðjónsson Steinunni Hödd aðstoð sina við að koma pysjufarmi í pappakassa á leið- arenda. Margeir og Jón L. með svart í síðustu uniferðinni TVÆR biðskákir vom tefldar á Skákþingi íslands I gær og lauk báðum með jaf ntefli. Margeir Pét- ursson tefldi við Karl Þorsteins en Þráinn Vigfússon við Davíð Ólafsson. Margeir og Jón L. Áma- son em efstir á mótinu fyrir síðustu umferðina, sem tefld verð- ur í dag, með 8V2 vinning. í dag hefur Margeir svart á móti Ásgeiri Þór Amasyni, bróður Jóns. Davíð Ólafsson stýrir hvítu mönnunum á móti Jóni. Standi hvorki Margeir eða Jón L. uppi sem sigurvegari heyja_ þeir fjögurra skáka einvígi um Islandsmeistara- titilinn. Hann féll Margeiri i skaut á Grundarfirði árið 1986 og varði hann titilinn á Akureyri í fyrra. Karl Þorsteins og Hannes Hlífar Stefánsson eru jafnir I 8.-4. sæti með 7 vinninga en Þröstnr Þór- hallsson kemur næstur með 5V2 vinning. Skákþingið fer fram I Hafnarborg, lista- og menningar- miðstöð Hafnarfjarðar. Umferðin hefet kl. 14.00 í dag. Ríkisútvarpið: Hrafn í fjög- urra ára leyfi Á framkvæmdastjómarf undi Rikisútvarpsins s.l. föstudag var ákveðið að veita Hrafni Gunn- laugssyni iaunalaust leyfí frá starfi dagskrárstjóra innlendrar dagskrárgerðar frá næstu ára- mótum til áramóta 1992— 1993, eða næstu fjögur árin. Tímanum ætlar Hrafn að verja til fram- leiðslu islensku óperunnar Vild- vaka. Komið hafði fram eindregin ósk frá tónlistarstj órum Norðurlanda um að Hrafn tæki að sér að vera fram- leiðandi íslensku sj ónvarpsóperunnar Vikivaka, fyrir hönd Nordvision, og mun Hrafn taka við því verkefni, auk þess sem hann mim vinna að öðrum verkefnum fyrir norrænu sjónvarps- stöðvamar á sviði leikstjómar og handritagerðar. í samtali vifi Morgunblaðið sagðist Hrafn hafa orðið við þeirri ósk tón- listarstjöranna að taka að sér að vera . framleiöandi Vikivaka fyrir hönd RikÍBÚtvaipsmB, þar sem mikið væri .í húfi að Islendingar fylgdu fast eftir sinum hlut í þessu sam- starfi og að vel tækist til. „Auk þess gefur leyfið mér tækifæri til að ein- beita mér að ieikstjóm og handrit- asmíö, en mér hafa borist möig til- boð um slfk verkefni frá frændum okkar," sagði Hrafn. NÚ EKU í undirbúningi i fjár- málaráðuneytinu regiur sem gefa launafólki kost á að senga um tekju- og eignaskattsskuldir skuldir sínar fram að stað- greiðsiuárinu. Samkvæmt þeim verða felld niður 30% af skuld- inni ef samið er um að greiða hana upp fyrir áramót. Þessi greiðslukjör munu einungis ná til skattskulda iaunþega og engar svipaðar aðgerðir era fyrirhug- aðar hvað varðar skattskuldir sjálfstæðra atvinnurekenda. Þá er unnið að þvi að ná samkomu- lagi við sveitarfélög um að þau veiti samskonar fyrirgreiðslu hvað varðar útsvar. Samkvæmt reglugerðardrögun- um geta umsækjendur óskað eftir því við ríkissjóð að gera upp skuldir sínar með femum hætti: Fyrsti kosturinn er að menn greiði upp skuld sina meö þremjöfn- um greiðsium fyrir áramót. Þeir sem óska eftir því að gera upp vanskilin meðþessum hætti fá felld niður 30% af skuldinni eins og hún er með dráttarvöxtum þann 1. september 1988. Jafnframt veröa ekki reiknað- ir vextir af skuldinni á tímabiiinu frá 1. september 1988 til 15. desem- ber 1988. Annar kosturinn er að skuldin verði greidd með níu jöfnum mánað- arlegum greiðslum. Sú fyrsta verður 15. október 1988 og sú siðasta 15. júrií 1989. Þeir sem óska eftir því að gera upp vanskilin með þessum hætti fá felld niður 15% af skuld- inni og ekki veiða reiknaðir vextir af skuldinni á greiðslutímabilinu. Þriðji kosturinn er að skuldin verði greidd með skuldabréfi til þriggja ára. Þá mun rikissjóður ekki fella niður neitt af skuldinni né af dráttarvaxtum. Skuldabréfið skal bera 1,5% vexti og vera verðtryggt miðað við iánskjaravísi1.ölu. íjórði kosturinn er að greiða skuldina upp með verðtryggðu skuldabréfi til fimm ára sem beri 3,5% vexti. Innheimtukostnaður verður felld- ur niður i öllum þeim tilvikum þar sem samið er um upgjör á skuldum við ríkissjóð samkvæmt þessum reglum. Snorri Olsen, deildarstjóri í fjár- málaráðuneytinu, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þó að í drögunum væri talað um 30% tiiðurfeliingu á skuldinni vaari í öllum tilvikum um dráttarvexti að ræða. Þetta næði einungis til skattskulda fyrir stað- greiðsluárið og hefðu þær hækkað um mun meira en 30% vegna drátt- arvaxta. Fjármálaráðuneytið hefði líka talið það ósanngjamt að sund- Nýjar reglur um uppgjor á gömlum skattskuldum laimafólks: 30% niðurfelling á heildarskuld ef gert er upp fyrir áramót urliða skuldimar I dráttarvexti og höfuðstói og veita einungis afsiátt af dráttarvöxtum. Slíkt kæmi verst niður á þeim sem hefðu verið dug- legir að borga skuldir smar niður og ættu kannski einungis eftir sjálf- an höfuðstóiinn. Hann sagði rikið, áætla að það hefði útistandandi tæpa 2 miHjarða króna hjá samtals um 800 einstakl- ingum. Inni í þessari upphæð væru einnig einstaklingar með eigin rekstur og væri erfitt afl áætla hve stór hluti skuldarinnar væri vegna venjulegra launatekna. Snorri sagði að ákvörðunar væri að vænta um þetta mál í næstu viku en svo gæti farið að nauðsynlegt yrði að leggja fram lagafrumvarp á Alþingi þar sem fj ármálaráðherra fengi heimild til að ganga til svona samninga. Það þyrfti að kanna áður en reglumar væm gefnar út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.