Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 27
MQRGUNBLAÐIÐ, LAUQAItDAGUR: 27- ÁGÚS1? 1988 í^7 ísraelsstjóm: Segir brottvísun- ina örþrifaúrræði Tel Aviv, Reuter. ÍSRAELAR hafa brugðist við mótmælum Bandaríkjanna vegna brottvísunar Palestínu- araba úr landi með þvi að segja ráðstafanir þessa örþrifaúrræði og að aðeins verði til þess gripið í undantekningartilvikum. Þetta kom fram í opinberu svari ísra- elska utanikisráðuneytisins við mótmælunum, sem formlega var afhent Bandaríkjamönnum á fimmtudag. Bandarikjamenn höfðu varað ísraela við því að gagnkvæm samskipti ríkjanna kynnu að versna vísuðu fsraelar fleiri Palestinumönnum á hern- umdu svæðunum úr landi. „Við lögðum á það áherslu að brottreksturinn sé óvenjuleg ráð- stöfun, sem gripið væri til undir óvenjulegum kringumstæðum," sagði Alon Liel, talsmaður utanrík- isráðuneytisins eftir fund ísraelskra og bandarískra embættismanna í Tel Aviv. „Við tjáðum þeim að við myndum aðeins grípa til þessara ráða í alvar- legustu tilfellunum, eins og þegar viðkomandi hefur verið staðinn að ofbeldisverkum eða hvatt til þeirra." Liel bætti við að ofbeldis- verkum hefði fækkað eftir að ísrael- ar hófu að reka verstu óeirðasegg- ina úr landi og kvaðst vonast til þess að Bandaríkjamenn sýndu málum þessum skilning. Bandaríkin: Olíuverð lækkar vegna offramleiðslu OPEC-inkja NATO: Bandaríska þyrlu- og landgönguskipið Saipan lónar í norskum firði á einni af fyrri flotaæfingum NATO á norðurslóðum. New York. Reuter. VERÐ á hráolíu lækkaði i Banda- ríkjunum á fimmtudag eftir að þarlendir og evrópskir sérfræð- ingar höfðu skýrt frá því að OPEC-ríkin hefðu aukið olíu- framleiðslu sina í þessum mán- uði. ■Verðið á hráolíu lækkaði um 35 cent og komst niður í 15,30 dali á fatið fyrir olíu sem afgreidd verður í október. Verðlækkunin sigldi í kjölfar fréttar í Wall Street Joumal þar sem haft er eftir tveimur evrópskum sérfræðingum í olíuviðskiptum að ríki sem aðild eiga að OPEC, sam- tökum olíuútflutningsríkja, fram- leiði rúmlega 19 milljónir fata á dag. Talið er að eftirspumin eftir olíu frá OPEC-rílqunum sé 18 millj- ón föt á dag. Að sögn sérfræðinga kemur mestur hluti offramleiðslunnar frá Írak, Saudí Arabíu, Kuwait og Sam- einuðu arabisku furstadæmunum. Mikil flotaæfing á N-Atl- antshafi í næsta mánuði MIKIL flotaæfing á Norður- Atlantshafi verður haldin á veg- um Atlantshafsbandalagsins Friðarviðræður írana og íraka: Aldagamalt vandamál verð ur ekki leyst á einum degi - segir De Cuellar, aðalritari Sameinuðu þjóðanna Genf. Reuter. FYRSTU beinu viðræður írana og íraka hófust í Genf á fimmtudag og stóðu þá í tvo og hálfan tima. Sendinefndir ríkjanna yf irgáfu þó ekki bygg- ingu Sameinuðu þjóðanna, þar sem viðræðurnar fara fram, heldur voru boð send á milli þeirra næstu fjóra tímana milli herbergja. Talsmenn Samein- uðu þjóðanna neituðu því að viðræðumar væra komnar i strand þótt þær færu ekki fram í einum sal. Perez de Cuellar, aðalritari stofnunarinnar, var- aði hins vegar við of mikilli bjartsýni og sagði að ekki væri hægt að leysa aldagamalt vandamál á einum degi. íranskur blaðamaður var gráti næst þegar hann fylgdist með fulltrúm ríkjanna setjast við borð sín áður en viðræðumar hófust. „Þetta er dapurleg stund,“ sagði hann. „Við börðumst við þá í átta ár og nú þurfum við að sitja aug- liti til auglitis við þessa menn.“ Fulltrúar ríkjanna forðuðust að horfa í átt til andstæðinganna. Viðræðumar fóm fram við þijú borð sem mynduðu opin þríhym- ing, þannig að sendinefndimar snéra ekki hvor að annarri heldur að borði aðalritara Sameinuðu þjóðanna og fimm aðstoðarmanna hans. Eftir að þessar fyrstu beinu viðræður írana og Iraka höfðu staðið í tvær og hálfa klukkustund var ákveðið að taka fimmtán mínútna hlé. Hléið var þó lengra því sendinefndimar settust ekki aftur við samningaborðin þennan Reuter Tareq Azis, utanríkisráðherra íraks, kemur í byggingu Samein- uðu þjóðanna í Genf í gær, annan dag friðarviðræðna íraka og írana. dag. Francois Giulini, talsmaður Sameinuðu þjóðanna, sagði að það hefði verið gert til að fulltrúamir gætu rætt saman innbyrðis. Að- stoðarmenn aðalritarans fluttu boð á milli sendinefndanna og þannig gengu viðræðumar fyrir sig í fjórar klukkustundir, en klukkustund áður en þeim lauk hafði De Cuellar þurft að yfirgefa bygginguna. Markmið viðræðnanna er að koma á varanlegum friði milli ríkjanna eftir hatramma styijöld sem talið er að hafi kostað milljón manna lífið. Eitt af helstu deilumálum íraka og írana er hvar landamæri ríkjanna skuli vera. Auk þess er deilt um hvort ríkið fái að nota skipgenga fljótið Shatt al-Arab, sem liggur á milli þeirra og er mikilvæg oliuflutningaleið. Enn- fremur þurfa ríkin að semja um frelsun stríðsfanga, sem taldir era vera um 80.000. Vandamálin era mörg og vandleyst, enda sagði Perez de Cuellar í þessari viku að friðarviðræðumar gætu tekið mánuði og jafnvel fleiri ár - réði tortryggnin ríkjum í samskiptum ríkjanna. hinn 31. ágúst til 21. september næstkomandi. í æfingunni, sem ber nafnið „Teamwork 88“, taka þátt meira en 500 flugvélar, 200 skip og 45.000 hermenn. Tak- mark æfingarinnar og tilgangur er að sýna og auka viðbragðs- hraða heija og yfirstjómar NATO hvað viðvíkur ofansjávar- aðgerðir, bæði með tilliti til þeirra áætlana sem til eru, en einnig verður látið reyna á varaáætlanir. Vonast er til þess að með æfíng- unni takist að sýna fælingarmátt þeirrar stefnu að skipa öflugum NATO-flota eins framarlega og unnt er á vamarsvæðinu, en það er á Noregshafi. Umfang flotaæf- ingarinnar er mikið og nær æfínga- svæðið allt frá austurströnd Banda- ríkjanna og Kanada til stranda Evrópu við norska skeijagarðinn og á norðurhluta Noregshafs. Úrslitaorrusta um Noreg æfð Æfð verður skyndisókn flotans norður með Noregi, en flotinn á að veijast frekari sókn óvinaflota úr norðri og vera til stuðnings land- heijum í Noregi, sem stöðva eiga sókn að norðan. Talið er að sú orr- usta kynni að skipta sköpum í hugs- anlegum styijaldarátökum í Evrópu og er það í samræmi við fyrmefnda vamarstefnu sem byggist á fram- vömum. Þá verður æfð landganga liðs- auka frá Bandaríkjunum, Bretlandi og Hollandi, hervernd skipalesta með liðsauka og vistir, og annar hefðbundinn sjóhemaður svo sem átök við kafbáta, ofansjávarskip, flugvélar, flugskeyti ogtundurdufl. Frakkar taka þátt í TEAMWORK 88 Lee Baggett, aðmíráll í Banda- ríkjaflota og yfirmaður Atlants- hafsherstjómar NATO (SAC- LANT), annaðist skipulagningu æfínganna og mun hafa yfírstjóm framkvæmdar hennar með höndum frá höfuðstöðvum SACLANT í Nor- folk í Virginíu. Baggett og herfor- ingjaráð hans mun annast sam- hæfíngu land-, flug- og sjóheijanna frá Bandaríkjunum, Belgíu, Bret- landi, Danmörku, Hollandi, Kanada, Noregi og Vestur-Þýska- landi. Þrátt fyrir að Frakkar taki ekki þátt í sameiginlegri herstjóm NATO mun franski flotinn einnig taka þátt í æfíngunni, en Frakkar hafa komist að samkomulagi við hin NATO ríkin um þátttöku í her- æfíngum. Efnt er til æfinga eins og „Team- work 88“ á tveggja ára fresti og fer hún fram í samvinnu við aðra NATO-heri á æfingunni „Barfrost 88“, sem fram fer í Norður-Noregi á sama tíma. Grikkland: Papandreou hjartveikur Aþenu. Reuter. Andreas Papandreou, forsætis- ráðherra Grikklands, mun dvelj- ast í sjúkrahúsi í London fram tíl loka næstu viku. Þar gengst hann undir hjartarannsóknir. Flogið var með gríska forsætis- ráðherrann, sem fór í hjartarann- sókn í grískum spítala aðfaranótt þriðjudags, í skyndingu til London á fimmtudag. í tilkynningu grísku stjómarinnar, sem gefin var út í gær, kom fram að þurft hefði að lengja dvöl forsetans í sjúkrahúsinu fram í næstu viku vegna helgarinn- ar og tveggja opinberra frídaga í Bretlandi, tvo síðustu dagana í ágúst. I tilkynningunni var tekið fram að forsætisráðherranum liði vel og að hann yrði ekki lagður á gjörgæsludeild í London. Papandre- ou þjáist af meginæðaþrengslum, þ.e. slagæðamar sem dæla blóði til hjartans herpast óeðlilega mikið saman. í Grikklandi er um það rætt að boðað hafí verið til ráðherrafundar s.l. fimmtudag til að ræða heilsu- leysi Papandreous. Kostopoulos, talsmaður grísku stjómarinnar, hefur neitað þessu og segir að önn- ur mál hafí verið rædd á fundinum sem fram var haldið í gær. „Það þarf enginn að leysa Papandreou af,“ er haft eftir Kostopoulos. „Við eram í beinu sambandi við forsætis- ráðherrann og föram eftir ráðum hans í einu og öllu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.