Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 39
Jóhann Siguijónsson skólameistari MA: Leggjum til lóð und- ir bygginguna ef eitt- hvað kemur í staðinn Hörður Kristinsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands. Morgunbiaðið/Stemgrimur Hörður Kristinsson forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Norðurlands: Sameining'in nýtist ekki fyrr en búið er að byggja yfir báðar stofnanirnar JÓHANN Sigurjónsson, skóla- meistari Menntaskólans á Akur- eyri, segir að menntaskólinn sé reiðubúinn að leggja til lóðina undir húsnæði Náttúrufræði- stofnunar ef eitthvað komi í stað- inn. Þá eigi hann ekki við að til komi beinharðar peningagreiðsl- ur heldur einhver samvinna milli stofnananna sem skólinn njóti góðs af. Morgunblaðið ræddi við hann um hvada hag skólinn sæi sér í að leggja lóð undir bygging- una og taka þátt í samstarfinu um gagna- og bókasafn. „Náttúrufræðikennsla og rann- sóknir í náttúrufræðum hafa frá upphafí verið mikilvægar greinar við Menntaskólann á Akureyri," sagði Jóhann. „Við höfum reynt að viðhalda þessari hefð. Nú þegar ljóst er að þetta hús mun væntan- lega rísa þá færast nær okkur vel menntaðir vísindamenn, rannsókn- araðstaða og safn. Það er því hug- mynd mín að koma upp annaðhvort einhverskonar „súper“-náttúru- fræðibraut eða þá náttúrufræði- braut 2 sem myndi leggja meginá- herslu á þær greinar sem verða stundaðar í rannsóknamiðstöðinni. Návist slíkrar stofnunar og vísinda- manna í virkum störfum hlýtur að virka hvetjandi og ætti að geta komíð skólanum að miklu gagni." Jóhann sagði að grunnrannsókn- ir á sviði náttúruvísinda, sem þyrfti að vinna um allt land, væru best komnar sem næst því svæði þar sem ætti að vinna þær. „Ég á með þessu við rannsóknir á aðstöðu til land- búnaðar, beitarþoli, veðurfarsrann- sóknir og annað þess háttar. Það ætti að vera kjörið að stunda slíkar grunnrannsóknir hér í Eyjafirði." Jóhann sagði að Náttúrufræði- stofnun yrði ekki fullbyggð á þrem- ur, fjórum eða jafnvel fimm árum. „Ég mundi vel sætta mig við ef hún yrði fullbyggð um aldamót. Okkur bráðliggur hinsvegar á að fá sýn- ingaraðstöðu, starfsaðstöðu og geymslu fyrir Náttúrugripasafnið. Munir þess liggja þessa stundina nánast undir skemmdum. Öðru liggur ekki eins mikið á.“ Hann sagði menntaskólann vilja vera stofnuninni innan handar með aðstöðu og húsnæði. „Þessi lóð sem áformað er að reisa bygginguna á er líka eignarlóð MA og við látum hana að sjálfsögðu ekki af hendi nema eitthvað komi á móti. Þá á ég ekki við krónur og aura heldur einhveija samvinnu sem við teljum okkur hafa hagnað af,“ sagði Jó- hann. „Okkur íslendinga vantar vel menntaða náttúrufræðinga á flest- um sviðum. Ég held að það megi vel tvöfalda eða jafnvel þrefalda þann fjölda vísindamanna sem vinna að grunnrannsóknum í nátt- úrufræði á íslandi. Jarðfræði er sú grein sem komin er lengst í dag en mikið starf er eftir á sviði dýra- fræði og grasafræði. Jákvæðir gagiivart gagnamiðstöðinni „Það hefur alltaf farið nokkur hópur nemenda frá MA í heilbrigð- isgreinamar og gengið vel. Af þeim sex sem fóru í læknisfræði í fyrra komust fimm áfram með góðar ein- kunnir. Hlutfall okkar nemenda sem hafa komist áfram hefur ávallt verið mjög hátt.“ Ef Fjórðungs- sjúkrahúsið tengdist gagnamiðstöð- inni þá taldi hann að það myndi ýta enn frekar á nemendur MA að fara í þessar greinar og gæfi því möguleika á að búa sig betur undir. „Við erum mjög jákvæðir gagn- vart gagnastofnuninni. Hún myndi fyrst og fremst gagnast nemendum í efri bekkjum skólans sem vinna að ýmsum sérverkefnum. Gagna- miðstöðin gæti líka leitt til mikils spamaðar fyrir stofnanirnar með þvf að þær sameinast um eina mið- stöð.“ „ÞÓ AÐ Náttúrugripasafnið og Lystigarðurinn hafi ekki samein- uð fyrr en um síðustu áramót hefur samvinnan á milli þeirra ávallt verið náin,“ sagði Hörður Kristinsson, forstöðumaður Náttúrufræðistofnunar Norður- lands, í samtali við Morgunblað- ið. Hann sagði að enn væri ekki komin mikil reynsla á sameining- una enda skammt um liðið. Þá bæri að hafa hugfast að hún nýttist ekki til fulls fyrr en búið væri að byggja yfir stofnanirnar á sama stað. „Þau verkefni sem við störfum að eru mjög fjölþætt," sagði Hörður Kristinsson. „Við höfum unnið að nokkrum grunnrannsóknum í lang- an tíma en einnig tekið að okkur smáverkefni sem okkur hafa verið falin í tengslum við náttúruvernd, vegagerð, virkjanarannsóknir og önnur staðbundin verkefni. Þar að auki má svo nefna starfsemina í kringum sýningarsalinn en við erum með fastar sýningar sem þurfa að vera til staðar. Meiri íjölbreytni væri æskileg en húsnæði safnsins býður ekki upp á skiptisýningar." Hörður sagði að unnið væri að þremur meginverkefnum hjá Nátt- úrufræðistofnun Norðurlands. í fyrsta lagi rannsókn á sveppum á íslandi, í öðru lagi rannsókn á flétt- um á íslandi og í þriðja lagi hefði verið unnið að gerð korta yfir út- breiðslu blómplantna og byrkninga á landinu. Brautryðjandinn í svepparann- sóknunum hefur verið Helgi Hall- grímsson. Hann nam sveppafræði í Þýskalandi og hefur sérhæft sig í íslenskum hattsveppum hér heima. Upp úr 1960 byijaði Helgi að fást við söfnun og greiningu á þeim og hefur unnið að því meira og minna síðan. Þó að hann starfí ekki lengur við stofnunina hefur hann enn mik- il tengsl við safnið. „Það er hans starfi að þakka að við getum ráð- lagt fólki um nýtingu tegunda og hvaða eitraða sveppi beri að var- ast,“ sagði Hörður. Helgi hefur birt bæði alþýðlegar og vísindalegar greinar um sveppi og loks skrifað sveppakverið sem er eina bókin um íslenska sveppi sem almenningur getur haft til leiðsagnar. Þessa stundina er hann að vinna að undir- búningi nýrrar bókar með litmynd- um af íslenskum sveppum. Hörður hefur ásamt Helga unnið að því að tina saman allt sem hefur verið skrifað um íslenska sveppi í erlend tímarit, og einnig að því að greina ýmsar tegundir smásveppa en markmiðið _er að kortleggja allar tegundir á íslandi sem eru á annað þúsund talsins. Hörður Kristinsson hefur aðal- lega fengist við rannsóknir á flétt- um. „Ég byijaði að safna fléttum árið 1961 á námsárum mínum og hafði þá aðstöðu hér á safninu. Eftir að ég lauk námi í Þýskalandi fékk ég styrk frá National Science Foundation í Bandarikjunum og vann þar í þijú og hálft ár við rann- sóknir á íslenskum fléttum. Sumur- in 1967 og 1968 ferðaðist ég um landið og safnaði fléttum í öllum landshlutum og flutti allt safnið vestur. Eftir að þessum rannsókn- um lauk kom ég til starfa við Nátt- úrugripasafnið á Akureyri og vann í ígripum við fléttuflóruna árin 1970-77. Þá hóf ég störf við Há- skóla Islands og hafði ekki mikinn tíma til stunda þessar rannsóknir vegna anna við kennslu og önnur rannsóknarstörf. Þetta endaði svo með því að ég er kominn aftur til starfa hér fyrir norðan til að geta sinnt þessu meira. Markmiðið með fléttuflórunni er að finna út hvaða tegundir vaxa á landinu, hversu útbreiddar þær eru og greina í þeim fléttusýrumar. Niðurstöðumar em til í hálfkláruðu handriti sem nær yfir blað- og mnnfléttur, eða um 200 tegundir. Markmiðið er einnig að búa til greiningalykil fyrir íslenskar fléttur svo allir geti greint tegundimar." Þriðja stóra verkefni Náttúm- fræðistofnunar er útbreiðsla há- plantna á íslandi. Það verkefni varð fyrst til árið 1973 þegar Náttúm- gripasafnið á Akureyri hóf rann- sóknir á flóm Þingeyjarsýslu. 10x10 kílómetra reitkerfi er notað til gmndvallar þessum útbreiðslu- kortum. Á meðan ég starfaði við líffræðistofnun Háskólans óx þetta verkefni í meðfömm og náði loks til alls landsins. Stuðst var við rann- sóknir margra grasafræðinga og leikmanna, og Vax-tölva Háskólans notuð til þess að vinna úr upplýsing- unum. „Þetta hefði aldrei verið hægt að vinna án hennar. Kortin endurspegla gróðursögu og loftslag og er margt hægt að lesa úr þeim,“ sagði Hörður. Náttúmfræðistofnun Norður- lands hefur á liðnum ámm unnið að mörgum hagnýtari rannsóknum. Má þar nefna mengunarrannsóknir f Akureyrarpolli, rannsóknir á vest- urströnd Eyjafjarðar vegna hug- mynda um álver og rannsóknir í Mývatnssveit. Einnig hefur stofn- unin ásamt öðmm tekið þátt í rann- sóknum í Hvalfirði. „Aðdragandinn að sameiningu Náttúmgripasafnsins og Lysti- garðsins nær langt aftur í tímann. Það hefur lengi verið talað um þetta mál en ekkert gert í því,“ sagði Hörður. „Lystigarðurinn var lengi nánast aðstöðulaus sjálfur og hafði aðstöðu á safninu fyrir ýmsa starf- semi sína. Samvinnan hefur alltaf verið náin. Það er fmmskilyrði fyr- ir Lystigarðinn að hafa grasafræð- ing í sinni þjónustu en slíkir hafa ávallt starfað á safninu. Það er of stutt síðan þessar stofnanir vora sameinaðir til þess að geta sagt nákvæmlega um reynsluna. Húsnæði stofnunarinnar er löngu orðið allt of lítið og er auk þess afar óhentugt þar sem sýningarsal- urinn er á jarðhæð en önnun starf- semi á fjórðu hæð. Aðsókn er mjög mikil í sýningarsalinn yfir sumar- tímann ogþrengsli mikil þegar hóp- ar koma. Á vinnustofum og í plöntu- safninu em hlaðar upp í loft og bókasafnið er dreift um flesta veggi í göngum og á skrifstofum. Leki hefur löngum ógnað safngripum og bókum en úr því var bætt í sumar þegar bærinn kostaði umfangs- mikla viðgerð á húsinu. Það væri því ómetanlegt ef að hægt væri að flytja saman í nýja byggingu sýningarstarfsemina og rannsóknarstarfsemina og þá starf- semi sem unnin er í Lýstigarðinum. Fyrr nýtist ekki til fulls það hag- ræði sem er af sameiningu þessara stofnana. Það er líka mikið hag- ræði af því fyrir ferðamenn sem heimsækja okkur að geta skoðað plöntusafnið og dýrasafnið á sama stað. Þetta myndi líka skapa alveg nýja möguleika í rannsóknunum frá því sem nú er.“ Tómas Ingi Olrich bókasafn. Upplýsingar þurfa að vera aðgengilegar starfsmönnum safnsins sem öðmm og safnið þarf að eiga greiðan aðgang að upplýsingabönkum. Náttúm- fræðistofnun Norðurlands á í þessum efnum samleið með öðrum stofnunum á Akureyri. Það vill svo til að einmitt nú era ijórar stofnanir í bænum að byggja upp upplýsinga- og gagnasöfnun sína. Þessar stofnanir em Háskólinn á Akureyri, Fjórðungssjúkrahúsið og menntaskólamir tveir. Þessar stofnanir hafa allar samþykkt að leita leiða til að koma sér saman um gagna- og bókasafn í sam- vinnu við Náttúmfræðistofnun- ina. Hér er því að opnast mögu- leiki á að samnýta húsnæði, tæki Morgunblaðið/Steingrímur og mannafla, sem horfir að sjálf- sögðu til spamaðar og meiri virkni en hver stofnun fyrir sig hefði getað staðið undir." Aðspurður hvar málið stæði nú svaraði Tómas: „Nefndin sem ég veiti forystu hefur átt allmarga fundi með fulltrúum menntamála- ráðuneytisins. Á þessu fundum höfum við leitast við að upplýsa ráðuneytismenn sem best um starfsemi Náttúmfræðistofnunar Norðurlands og kosti þess að efla starfsemi hennar og efna til sam- starfs við aðra aðila. Fjárlaga- beiðni hefur verið send ráðuneyt- inu. Ég býst við að þegar dregur að lokum septembermánaðar verði tíðinda að vænta af þessu máli.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.