Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 43

Morgunblaðið - 27.08.1988, Page 43
f) k ,v/'r TV')r ' ?S tfímfWAÍttTAJ (JlflAJSíOTOffOM MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 43 TheodórH. Péturs- son — Minning Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Dóttir mín sagði mér andlát Theodórs Heiðars Pét- urssonar tengdaföður síns. Andlát hans kom mér ekki á óvart, þar eð hann var búinn að vera mikið veik- ur og hafði verið í sjúkrahúsi frá því í aprílmánuði sl., nær óslitið. Þær voru ekki fáar stundimar sem konan hans sat við sjúkrabeð manns síns. Það er sorglegt þegar ljóst er að ekkert er hægt að gera og biðin er eftir þessu eina. En nú er þessum þjáningum lokið og honum líður vel. Bið ég góðan Guð að blessa hans góðu konu, sem var honum svo tryggur förunautur uns yfír lauk. Heiðar fæddist í Reykjavík og var kvæntur Hugrúnu Kristjáns- dóttur, en þau gengu í hjónaband árið 1957. Böm þeirra eru 8 talsins og em þau öll farin að heiman og hafa stofnað eigið heimili, nema yngsta bam þeirra sem er stúlka og er í foreldrahúsum. Heiðar var tvíkvæntur og átti í fyrra hjóna- bandi tvær dætur. Böm Hugrúnar og Hreiðars em: Kristján Rafn, kvæntur Hildi Gísladóttur; Heimir Öm, kvæntur Konný Guðmunds- dóttur; Guðbjörg, gift Ólafí Þ. Þórð- arsyni; Hreggviður, kvæntur Þór- hildi Elísabet Halldórsdóttur; Ás- rún, gift Guðbjarti Þorsteinssyni; Heiðrún, gift Júlíusi Guðmunds- syni; Halldóra gift Halldóri Grétars- syni og Elín Þórdís, yngst systkin- anna. Hreiðar varð fyrstur manna til að annast vömflutninga með bíium milli Reykjavíkur og Patreksfjarð- ar, en þá bjuggu þau fyrir vestan og vom á heimili foreldra Hugrúnar í 5 ár, en fluttust þá suður. Hóf hann þá vömflutninga austur til hafíiar í Homafírði og þangað fluttu þau og áttu þar heima um skeið, frá 1970—’74. Þau fluttu þaðan til Kópavogs. Var hann um árabil Minning: Fæddur 12. nóvember 1926 Dáinn 17. ágúst 1988 Þegar ég frétti að tengdafaðir minn væri allur setti mig hljóðan. Reyndar kom lát Birgis ekki mjög á óvart þeim er til þekktu. Hann hafði þjáðst af þeim sjúkdómi, um nokkurt skeið, sem að síðustu dró Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur af- mælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki em tekin til birtingar framort ljóð um hinn látna. Leyfílegt er að birta ljóð eftir þekkt skáld, 1—3 erindi og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar. strætisvagnastjóri. Þá hvarf hann austur aftur til Homafjarðar og tók þá aftur upp vömflutninga milli Reykjavíkur og Hafnar. Var dugn- aði hans jafnan við bmgðið. Synir hans tveir Hreggviður og Heimir og tengdasonur starfa við þessa flutninga. Heiðar bar þá von í bijósti að komast austur aftur en af því gat ekki orðið. Honum var annað ætl- að. Heiðar var mjög hjálpsamur maður og var bömum sínum stoð og stytta í smáu sem stóm, því í hans stóra hjarta var ætíð rúm. Að leiðarlokum vottum við þér, Hugrún, bömum þínum, tengda- bömum og bamabömum innilega samúð og óskum ykkur velfamaðar um ókomin ár. Sælir þeir, er sárt til finna sinnar andans nektar hér, þeir fá bætur þrauta sinna, þeirra himnaríkið er. Sælir þeir, er sýta’ og gráta. Sorgin beisk þó leggist á, Guð mun hugga, Guð mun láta gróa sár og þoma brá. Sælir þeir, sem hógvært hjarta hafa’ 1 líking frelsarans. Þeir, sem helzt með hógværð skarta, hlutdeild fá í arfleifð hans. el3 Guð blessi ykkur öll. Anna, Lilja og Ólafur Elskulegur tengdafaðir minn, Theodór Heiðar, er frá okkur far- inn. Það er erfítt að trúa þeirri stað- reynd að eiga ekki eftir að sjá hann aftur. Þegar ég var 14 ára kynntist ég hinni stóm fjölskyldu hans, er ég fór í heimsókn til föður míns til Hafnar, en hann átti þá heima skammt frá. Þar kynntist ég mann- inum mínum. Nú em liðin 10 ár frá hann til dauða. Birgir fæddist í Mjóstræti 8 í Reykjavík. Sonur hjónanna Guðnýjar Hólm Samúels- dóttur og Baldurs Einarssonar, sjó- manns. Hann var yngstur sex bama, elstur er Einar, næstur var Samúel, dáinn 1968, síðan er Anna Sigríður, svo Bima, dáin 1925, og Ólína, dáin 1929. Hann missti móður sína aðeins 5 ára gamall, þá fer hann á bama- heimili með Onnu systur sinni og reyndist hún honum sem besta móðir, þar til hann fer austur á Stokkseyri 10 ára gamall, til þeirra heiðurshjóna Elínar Jónsdóttur og Ásmundar Hannessonar, og var þá Samúel bróðir hans búinn að vera þar frá því móðir þeirra dó. Birgir fór snemma að stunda sjó- mennsku. — Árið 1953 giftist Birg- ir eftirlifandi konu sinni, Ingunni Sighvatsdóttur frá Tóftum í Stokks- eyrarhreppi og eiga þau fímm böm og 11 bamaböm. Baldur, fæddur 1952, Guðbjörg Halldóra, fædd 1953, Elín Ásta 1956, Guðný 1958 og Bragi 1966. Á þessum ámm stundaði Birgir ýmis störf, hann fór í Iðnskólann á Selfossi og lauk þar námi i ketil- og plötusmíði 1961 og sama ár gerðist hann fangavörður á Litla-Hrauni, síðustu árin var hann flokksstjóri þar og gegndi hann því starfi þar til hann veiktist. Birgir heitinn kom sér allstaðar vel bæði sem starfsmaður, vinnufé- lagi og félagi. Öll störf rækti hann af dugnaði, alúð og trúmennsku. því við hófum búskap. Aldrei fann ég annað en að ég væri ein úr þeim hópi. Til Heiðars tengdaföður míns gátum við ætíð leitað með okkar mál. Ég bið Guð að blessa tengda- föður minn og tengdamóður, Hug- rúnu Kristjánsdóttur, sem hefur misst svo mikið. Megi hann hvfla í friði og hafí hann þökk fyrir allt og allt. Blessuð sé minning hans. Tengdamóður minni votta ég inni- lega samúð. Ástar faðir himinhæða, heyr þú bama þinna kvak, enn í dag og alla daga í þinn náðar faðm mig tak. Náð þín sólin er mér eina, orð þín döggin himni frá, er mig hressir, elur, nærir eins og foldarblómin sml Einn þú hefur allt í höndum, öll þér kunn er þörfin mín, ó, svo veit í alnægð þinni einnig mér af Ijósi þln. Þóra Beta Stutt en góð kynni okkar Birgis hófust fyrir 4 ámm er ég tengdist fjölskyldu hans, þá fann ég strax að Birgir var þeirrar gerðar sem lærdómsríkt var að kynnast, góð- menni og hjartahlýr og ætíð við- búinn að hjálpa þeim sem til hans leituðu og ekki brást hann þeim ef það var á hans valdi að hjálpa. Nú syrgja margir þennan öðlingsmann, ekki síst bamabömin sem elskuðu afa sinn og hlýju strokuna yfír koll- inn, enda var hann bamgóður með afbrigðum. í huga mér býr samúð með ættingjum og vinum. Við vitum að tíminn læknar sárin en minning um góðan mann lifir áfram í hugum okkar sem eftir lifum. Fyrir hönd fjölskyldu minnar færi ég tengdaföður mínum hinstu kvéðju og hjartans þakkir fyrir allt sem hann gerði fyrir okkur og var okkur öllum. Blessuð sé minning hans. Magnús S. Magnússon Birgir Baldurs- son fangavörður Minning: Stefán Sigurðsson frá Ytri-Rauðamel Fæddur 6. marz 1910 Dáinn 18. ágúst 1988 í dag, laugardaginn 27. ágúst, verður til moldar borinn afí okkar Stefán Sigurðsson. Hann fæddist í Einholtum, Hraunhreppi, Mýrasýslu, 10. marz 1910. Hann var yngstur átta bama Sesselíu Davíðsdóttur og Sigurðar Jósepssonar bónda í Einholtum og síðar að Gerðhúsum í sömu sveit. Og ólst afí þar upp. Ungur að ámm fór afí að vinna fyrir sér við ýmis almenn landbúnaðarstörf og annað sem til féll í sveitinni. í maí 1939 kvæntist afí, ömmu okkar Ástu Bjömsdóttur frá Hömr- um. Eignuðust þau tvö böm, föður okkar Bjöm Sigurð og Stellu. Þau skildu eftir stuttan hjúskap. Næstu ár var afí f vinnumennsku á nokkmm stöðum, þ. á m. um átta ára skeið hjá Oddi, bróður sínum, í Kolviðamesi, Eyjahreppi, Hnappadalssýslu. Árið 1955 réðst afí í vinnumennsku að Ytri-Rauða- mel í sömu sveit, til Vigdísar Ein- bjamardóttur bónda þar sem síðar varð sambýliskona hans. Þau eign- uðust eina dóttur, Ragnheiði Ein- björgu. Það var okkur bræðmm alltaf mikið tilhlökkunarefni er við vomm litlir að komast í sveitina. Á Rauða- mel áttum við margar góðar stund- ir og var það mikil uppörvun fyrir okkur borgardrengi að komast í sveitasæluna og náttúmfegurðina. í sveitinni var fróðlegt og skemmti- legt að taka þátt og fylgjast með bústörfum sem einnig vom uppi- staða í leikjum okkar. í hrauninu fyrir ofan bæinn gerðum við lítil hús og var þar risið myndarbýli þar sem við vörðum ófáum stundum. Árið 1982 hættu afi og Dísa búskap og fluttu til Borgamess þar sem afí bjó allt til síðasta dags. Ekki sagði afí alveg skilið við bú- skap heldur hafði nokkra hesta fyr- ir utan bæinn sem hann annaðist. Afí okkar verður lagður til hinstu hvflu á Ytri-Rauðamel að eigin ósk. Við minnumst afa með hlýju og biðjum Guð að blessa minningu hans. Við vottum Dísu okkar inni- legustu samúð. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin strið. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt {Valdimar Briem) Addi, Stebbi, Eyþór og EUert Þú Bláíjallageymur með heiða jökla hring um hásumar flýg ég þér að hjarta. Mér flugu þessar ljóðlínur í hug þegar ég vissi að hann stjúpi minn væri farinn í sína hinstu för. Hann sem var svo mikið náttúm- bam, hann unni sveitinni og skepn- unum. Það síðasta sem hann gerði í þessu lífi var að heyja handa hest- unum sínum. Þegar ég kom upp í Borgames um verslunarmannahelgina sá ég að honum var bmgðið, en þegar ég spurði hann hvort hann væri lasinn sagði hann: „Þetta er bara . leti.“ En því miður var það annað verra. Og leti getur enginn sakað hann um, því ósérhlífnari mann héf ég ekki þekkt. Hann gat verið kald- hæðinn og hijúfur á yfírborðinu, en inni fyrir bjó hlýtt og gott hjarta. Það fann ég oft þegar ég átti er- fitt, þó ekki væri hann alltaf orð- margur. Margar ógleymanlegar ánægju- stundir áttum við saman. Allt frá því að ég stelpuhnokkinn fékk það embætti að fara með honum að gæta að lambánum á vorin. Og meira að segja fékk ég að fara með honum ríðandi í Setbergsrétt, þar sem hann var skilamaður og kynnti mig sem aðstoðarmann sinn. Já, margs er að minnst og margt ber að þakka. Þó vil ég þakka hon- um sérstaklega fyrir drengina mína, og þeir honum af öllu hjarta, hann var þeim ætíð sem besti afí. Elsku Stebba þakka ég öll góðu árin. Ég veit að Valur bíður hans með hnakk og beisii á bakkanum hinumegin. Guð blessi hann og gefí honum góða heimkomu. Bára og synir Glaðar vinkonur í Kaldárseli. Um 250 börn dvöldust í sumarbúðunum í Kaldárseli i ár. Nú er verið að bæta aðstöðuna og stækka skálann. Kaffisala í Kaldárseli ALMENN samkoma verður í Kaldárseli sunnan Hafnarfjarðar sunnudaginn 28. ágúst og hefst kl. 14.30. Benedikt Arnkelsson guðfræðingur talar. Strax að samkomu lokinni hefst þar kaffi- sala og stendur hún yfir til kl. 23.30 um kvöldið. Sumarbúðastarf hófst í Kaldár- seli árið 1925. í ár dvöldust þar um 250 böm á vegum KFUM og KFUK í Hafnarfirði, drengir í júní og júlí og stúlkur í ágúst, og komu þau flest úr Hafnarfirði og Reykjavík. Verið er að stækka skálann í Kaldárseli til þess að bæta starfsað- stöðuna. Sfðustu vikumar hefur verið unnið við að þilja leikja- og íþróttasal og komið var upp sam- tengdu eldvamarkerfi. Eins og fyrr segir hefst samkom- an og síðan kaffisalan kl. 14.30 og rennur allur ágóði til uppbyggingar staðarins. Allir em velkomnir í Kaldársel sunnudaginn 28. ágúst.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.