Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988 Smíði nýs Herjólfs er ekki heldur brýn skylda Gamli Herjólfur siglir til hafnar i Eyjum. krafa, Komið að útboði eftir vandaðan undirbúning eftir Árna Johnsen Teikningar af nýjum Herjólfi, þjóðveginum milli lands og Eyja, lágu tilbúnar til útboðs í ársbyijun og Alþingi hafði samþykkt heimild fyrir 100 milljónum króna í láns- fjárlögum vegna nýsmíðar farþega- og vöruflutningaskips milli lands og Eyja. Stjóm Herjólfs hafði unnið að undirbúningi á smíði nýs skips í nokkur ár og vandað mjög til verksins og miðað var við að verktil- boð lægu fyrir í aprílmánuði í síðasta lagi. Fjármálaráðherra skip- aði þá sérstaka nefnd á vegum fjár- málaráðuneytisins til þess að vinna sams konar verk og stjóm Herjólfs hafði unnið. Það verður að segjast alveg eins og er að það er alveg nýtt fyrir Eyjamenn að þeim sé vantreyst eins og gert var með þess- ari nefndarskipan, því á þeim bæ eru menn þekktir fyrir að vanda til verka í öllu er lýtur að skipum og útgerð og þar er metnaður manna í því fólginn að nýta véiar og tæki til fulls. í sumar skilaði nefnd fjármála- ráðherra áliti sem í engu breytti niðurstöðu Herjólfsmanna, hvorki um stærð skipsins né aðra veiga- mikla þætti þótt ýmsu væri að sjálf- sögðu velt upp eins og eðlilegt er því margt kemur til greina þegar byggja á nýtt farþegaskip fyrir sigl- ingu á opnu úthafínu. Lögð var áhersla á það í niðurstöðu nefndar númer tvö að kanna möguleika á gömlu skipi í stað gamla Heijólfs, skipi af svipaðri stærð og nýja skip- inu er ætlað að vera og var m.a. bent á heldur stærra skip sem var til sölu. Þessa könnun hafði stjóm Heijólfs að vísu látið framkvæma, en nefnd tvö láðist að spyija um það í seinni umferðinni. Þegar niðurstaða nefndar tvö lá fyrir í sumarbyijun, tók stjóm Heij- ólfs upp þráðinn að nýju, því alltaf eru einhveijar breytingar að eiga sér stað á sölumarkaði skipa erlend- is, en ljóst er að ekkert gamalt skip á sölulista hentar til þess að taka við hlutverki Heijólfs inn í framtíðina. Nýr Heijólfur í takt við kröfur tímans Siglingaleiðin milli lands og Eyja er vissulega erfíð leið í farþega- flutningum, því veðrabrigði eru mikil. Það skiptir því ákaflega miklu máli að nýr Heijólfur miðist við nýja stöðu, kröfur og möguleika í rekstri farþega- og vöruflutninga- skips. Því miður þjónar núverandi Heijólfur ekki þeim kröfum sem gera verður til ftillkomins farþega- skips sem jafnframt á að flytja vörur og bifreiðir, hvorki miðað við aflvélar, lestunarmöguleika, né al- mennan aðbúnað á sífellt vaxandi flutningaleið. Þó er ljóst að Heijólf- ur er gott skip, en fyrst og fremst vegna þess að kappkostað hefur verið að fara vel með skipið í hvívetna eins og lenska er í Eyjum. Heijólfur hefur nú þjónað á ann- an áratug og ákveðið slit er farið að koma fram. Þá háir hraðamögu- leiki skipsins mjög möguleikum til þess að bjóða upp á eðlilega tíðni í ferðum milli lands og Eyja á eðli- legum ferðatíma. Það er því sam- dóma álit allra sem um málið hafa fjallað að það sé komið að endurnýj- un skipsins og flestir eru sammála um að nýtt skip ætti þegar að vera komið. I grein í Morgunblaðinu í Árni Johnsen. „Með aðstöðu í stærra og- glæsilegra skipi á þessari siglingaleið mun mönnum þykja minna mál að bregða sér með Herjólfi. Nú- verandi Heijólfur er í raun breyttur togari, en nýi Heijólfur verður fyrsta alvöru farþega- skip Islendinga síðan Gullfoss var seldur úr landi.“ vetur fyallaði ég um teikningamar af nýja Heijólfí og rannsóknir er- lendis á kostum og göllum líkans af skipinu í tankprófunum og að vel athuguðu máli virðist ljóst að stjóm Heijólfs hefur ekki ætlað sér um of í stærð nýja skipsins miðað við að verið er að byggja skip til næstu framtíðar. Ég er sammála Jóni Eyjólfssyni skipstjóra Heijólfs um það að nýja skipið sé í upphafi of lítið, ef eitthvað er, en að lokinni viðamikilli og vandaðri undirbún- ingsvinnu hjá hæfustu mönnum er mál að menn lendi og taki höndum saman, því endalaust má æra óstöð- ugan í upptínslu smáatriða. Darraðardans Steinar Ólafsson, María Ellingsen og Valdimar Örn Flygenring Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson BÍÓBORGIN/BÍÓHÖLLIN: FOXTROT Leikstjóri Jón Tryggvason. Framkvæmdastjóri Hlynur Óskarsson. Saga og handrit Sveinbjöm I. Baldvinsson. Kvik- myndataka Karl Óskarsson. Tónlist Bubbi Morthens ofl. Að- alleikendur Valdimar Öm Flyg- enring, Steinarr Ólafsson, María Ellingsen. Frost Film 1988. Svona í upphafi. Enginn skyldi álykta að myndin Foxtrot eigi nokkuð skylt við þann slípaða sam- kvæmisdans annað en nafnið. Hún er hinsvegar sannkallaður darrað- ardans aðalpersónanna þriggja, einkum lykilpersónunnar Kidda (Valdimars Amar Flygenrings), manns sem kominn er að andlegum niðurlotum. Undir hreystilegu yfír- bragði hefur hann verið að smá- brotna niður frá bamæsku, þökk sé foxtrottinum sem nafiiið höfðar til, uns hann lendir að lokum í þeim risavöxnu kringumstæðum sem lýst er í myndinni og hann ræður ekki við. Kiddi, fyrrverandi landsliðsmað- ur og fótboltastjama á Spáni, er búinn að klúðra hlutunum, jaftit á vellinum sem í einkalífi. Nagli, haldinn sjálfseyðingarhvöt og stendur völtum fótum á vegasalti heilbrigðs sálarástands. Frægðar- ljóminn dvínandi, nú ekur hann peningafíutningabíl milli lands- hluta og má ekki við að missa starf- ið. Hefur fengið litla bróður (Stein- arr Ólafsson) sem aðstoðarmann. Sá hefur einnig átt misjöfnu gengi að mæta á vellinum. Á leiðinni gerast þeir atburðir í tengslum við puttaling (Maríu Ellingsen), að hversdagslegt vanaverk breytist í martröð. Hér kveður við nýjan tón í íslenskum kvikmjmdum. Foxtrot er nýtískulegur þriller þar sem kvikmyndagerðarmönnunum hefur frábærlega tekist að hlaða loftið jafnt og þétt þrúgandi spennu með notkun meiri hraða í töku og klipp- ingu en við eigum að venjast, og sláandi leikstjómarstíl sem heldur persónunum á ystu nöf. Það er sama hvert litið er, vart er veikan punkt að fínna. Handritið er renn- andi, beinskeytt og tilgerðarlaust, persónumar tala ósköp eðlilegt tal- mál, sögufléttan og atburðarásin forvitnileg og athyglisverð. Mörg, nett smáatriði skila sér vel, einsog setningin „tvöhundruðogsextan", sem sagði heil ósköp. Sveinbjöm er snjall penni, vafalaust nýtur hann góðs af háskólanámi sínu í handritsgerð, sem hann stundaði fyrstur Islendinga. Hér, sem svo víða annars staðar í Foxtrot, segir til sín fáguð atvinnumennska sem kemur manni þægilega á óvart. Flóknar, skýrt mótaðar aðalper- sónumar verða bráðlifandi fyrir augum okkar í túlkun þriggja leik- ara, sem jafnframt eru hárréttu manngerðimar f hlucverkin. Valdi- mar er skemmtiiega tætingslegur í hlutverki mannsins á mörkunum og hefur skemmtilega glæfralegt útlit og framkomu sem nýtist hér fullkomlega. Lísan hennar Maríu kemur manni kunnuglega fyrir sjónir, enn betri er þó Steinarr í vandasömu hlutverki litla bróður sem stfgur niður til heljar á einum eftirmiðdegi. Það er með ólíkindum að hér er nýliði á ferð, svo þróttmik- il er tjáning hans og framsögnin skýr. Það skiptir ekki svo litlu máli að þessi þrenning er einkar fótógenísk, fædd kvikmyndaleikar- ar. Gamlir kunningjar fylla svo uppí myndina í smáhlutverkum. Ekki er enn mál að lofrullunni linni; hljóðupptakan er óaðfínnan- leg, kvikmyndataka eins okkar reyndasta tökumanns bæði listræn og úthugsuð og ekki má ganga framhjá sviðsmyndinni, einkum er eyðibýlið listilega gert, að líkindum eitt sterkasta og eftirminnilegasta svið sem sést hefur í íslenskri kvik- mynd. Og utan um þetta allt held- ur forkólfurinn sjálfur, Jón Tryggvason. Það er ekki á hand- bragðinu að sjá að hér er um fyrstu kvikmynd hans að ræða. Enda er hann þaulvanur höfundur eftirtekt- arverðra sjónvarpsauglýsinga, sú reynsla hefur orðið mörgum, heimsþekktum samtíðarleikstjór- um góður skóli. Það má greinilega sjá þau áhrif á Foxtrot, en hún er ekki verri fyrir það. _Og þá er ekki ónýtt að eiga Lárus Ými sem Hauk í homi. Jóni tekst með ólíkindum vel að gera loftið lævi blandið, spennuna þrúgandi, ná því besta frá leikurunum og lokauppgjörið er geysisterkt. Hnökrar Foxtrot eru frekar smá- smugulegir, það sem er meira um vert er að kvikmyndagerðarfólkinu hefur tekist að skapa ísmeygilega, ónotalega spennumynd með al- þjóðlegu yfirbragði. Foxtrot er tvímælalaust ein af athyglisverðari myndum okkar frá upphafi, það stendur af henni ferskur gustur, frískleiki sem vöntun hefur verið á í sumum, nýjustu verkum íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Myndin er greinilega afrakstur nýrrar kyn- slóðar listamanna, svo engan skyldi undra ferskleikinn. Hún lofar góðu, það er mikils af hinum ungu liðs- mönnum að vænta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.