Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUH 27. ÁGÚST 1988 HANDKNATTLEIKUR / HM 1993 Maðurinn sem ífill eMa HM Vfiii dicia i^iifi frá Svíum! - segir Dagens Nyheter um Jón Hjaltalín Magnússon, for- mann HSÍ. Mikil umræða um HM 1993 íSviþjóð SÍÐUSTU vikur hafa sœnsku dagblöðin mikið rœtt um heimsmeistarakeppnina í handknattleik 1993. Að und- anfömu hafa œ fleiri raddir heyrst um aö Svíar eigi að gefa eftir að láta íslendingum eftir keppnina. Nú síðast fjall- aði Dagens Nyheterum keppnina. Þar var mynd af ióni Hjaltalfn Magnússyni og hann kallaður f fyrirsögn: „Maðurinn sem vill stela HM frá Svíum." að hefur mikið verið rætt um keppnina í sænsku dagblöð- um og í heild hefur ísland fengið mikla og jákvæða umfjöllun. Fiestir íþróttafréttamenn Svíþjóð- ar virðast vera á þeirri skoðun að Svíum beri að gefa íslending- um kost á að halda keppnina í fyrsta sinn áður en Svíar halda hana í þn'ðja sinn," sagði Elín Óskarsdóttir, ritari í íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi, í sam- tali við Morgunblaðið. „Nú síðustu vikur hafa stærstu blöðin, svo sem Expressen, Svenska Dagbladet og Dagens Nyheter, skorað á sænska hand- knattleikssambandið að gefast upp og leyfa íslendingum að sjá um keppnina. í kjölfar þess hefur áhugi Svía á íslenskum hand- knattleik vaxið og pressan á sænska handknattleikssamband- inu hefur aukist," sagði Elín. Getum samlð „Við getum samið um Heims- meistarakeppnina og mér finnst rétt að íslendingar fái keppnina 1993 og Svíar 1995,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, í viðtali við DN. „Hand- knattleikur er ekki jafn vinsæll í Sviþjóð og á íslandi og við erum fyllilega í stakk búnir til að taka við keppni sem þessari," segir Jon. „Heyrirðu það, Staffanl" Stellan Kvárre, sem skrifar greinina í DN, segir íbúa á ís- landi vera um 427.000. „Áhuginn er ótrúlega mikill miðað við hve lítið landið er. Þá íjallar hann einnig um íslenska iandsliðið, sem hann segir vera eitt besta og leik- reyndasta lið heims. í greininni er fjallað um ísland á mjög já- kvæðan hátt, þrátt fyrir að fyrir- sögnina megi skilja á ýmsa vegu. Þessi grein endar á orðunum „Heyrirðu það, Staffan!" Þar er átt við Staffan Holmquist, form- ann sænska handknattleikssam- bandsins, og þeim tilmæium beint til hans að Svíar gefi eftir umsókn sína fyrir HM 1993. Jön Hjaltalfn Magnússon: „Maðurinn sem vill stela HM frá Svíum,“ segir Dagens Nyheter. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Sanngjam sig- ur Víðismanna VÍÐISMENN náðu sér vel á strik í Kópavoginum í gœr og sigruðu Breiðblik, 2:0. Leikurinn byijaði frekar rólega og liðin þreifuðu fyrir sér. Blik- amir áttu fyrsta færið er Þorsteinn Hilmarsson átti gott skot á 3. mínútur, en Gísli Andrés Heiðarsson varði Pétursson vel. Brátt náðu skrífar Víðismenn yfírhönd- inni og gerðu harða hríð að marki Breiðbliks. Loks kom að því að Víðismenn náðu forystunni og var einstaklega vel að verki staðið. Hafþór Svein- jónsson átti þá góða þversendingu á Vilberg Þorvaldsson sem sendi inn á markteig. Þar var Heimir Karls- son og hann skoraði af öryggi. Síðari hálfleikur var vart hafínn er Víðismenn bættu við öðru marki UBK-Víðir 0:2 (0:1) Mörk Víðís: Heimir Karlsson 25. og Vilberg Þorvaldsson 50. Maður leiksins: Vilberg Þorvaldsson, Víði. sínu og kom það eins og köld vatns- gusa framan í Breiðbliksmenn. Heimir Karlsson sendi góða send- ingu inn fyrir vöm Breiðbliks á Vilberg Þorvaldsson sem sendi bolt- ann í netið framhjá Eiríki Þorvarð- arsyni markverði. Tveimur mínútum síðar fengu Blikar gullið tækifæri til að minnka muninn er Víðismenn brutu klaufa- lega á Jóni Þóri Jónssyni í vítateig. Jóhann Grétarsson tók vítaspym- una, en Gísli Heiðarsson varði. Eftir þeta dofnaði svolítið yfír leiknum, þrátt fyrir örvæntingar- fullar tilraunir Breiðbliks til að minnka muninn, gaf Víðisvömin sig hvergi, og sætur sigur Víðismanna var staðreynd. Vilberg Þorvaldsson átti góðan leik í gær. Selfoss sigraði KS í jöfnum leik SELFYSSINGAR höfðu sigurá Siglfirðingum ífrekar jöfnum leik liðanna á Selfossi. Heima- menn voru mun ákveðnari framan við mark andstæðing- anna og höfðu með því sigur. Selfyssingar hófu leikinn með mikilli sókn og var sem þeir ætluðu að gera út um leikinn strax á fyrstu mínútunum. Siglfirðingum tókst að ná tökum á Sigurður leiknum en fengu Jónsson fljótlega á sig fyrsta skrífar markið eftir óvænt skot Sævars Sverr- issonar úr þvögu við mark KS. Lið- in skiptust síðan á sóknum en það gerði gæfumuninn að Jón Birgir Kristjánsson fylgdi vel eftir einni sókninni og skoraði annað markið sem markvörður KS átti að veija. í seinni hálfleik sóttu Selfyssing- ar heldur meira en þegar leið að lokum leiksins gerði KS eina mark sitt þegar Steve Rutter eftir fyrir- gjöf frá vinstri kanti. Undir lok leiksins gerði Gunnar Garðarsson þriðja mark Selfyssinga þegar hann komst einn innfyrir vöm KS. Selfoss-KS 3:1 (2:0) Mörk Selfoss: Sævar Sverrisson 15., Jón Birgir Kristjánsson 28. og Gunnar Garðarsson 83. Mark KS: Steve Rutter 80. Maður leiksins: Guðmundur Magnús- son, Selfossi. KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓT 5. FLOKKUR Stjaman vann QuAni Tómasson og Kristlnn Pálsson. MorgunbiaðiðA/iimar Þórsarar hðfðu frumkvæðið ÚRSLITAKEPPNI í 5. flokki á íslandsmótinu fór fram á fé- lagssvæði KR fyrir stuttu og var keppnin mjög skemmtileg enda aðstæður allar til fyrirmyndar hjá KR-ingum. Eins og áðurá mótinu í sumar sendi hvert fé- lag bæði A- og B-lið til kepnni en úrslit í viðureignum félaga ráðast af samanlagðri útkomu úr leik A- og B-liðanna. Til úr- slita kepptu Stjarnan og Þór frá Akureyri og sigruðu Garð- bæingarnir í þeim lokaslag. Lið KR og Breiðabliks sem margir höfðu spáð að myndu leika til úrslita léku um 3. sætið og unnu Blikarnir eftir hörkuleiki. B-lið Sljömunnar og Þór léku sinn úrslitaleik á undan A- liðunum og var jafnræði með liðun- um til að byija með. Garðbæingarn- ir náðu að skora eina mark fyrri hálfleiks og var þar að verki Krist- inn Pálsson. Hann fylgdi vel á eftir skoti félaga síns Hafsteins Haf- steinssonar og náði að koma knett- inum rétta leið í netmöskvana. í sfðari hálfleik tóku Stjömu- strákamir öll völd á vellinum og Guðni Tómasson jók fljótlega for- ystuna. Hann tók aukaspymu — boltinn small á Þórsara og barst aftur til Guðna sem skoraði af ör- yggi. Þrátt fyrir að vera komnir með þægilega forystu slökuðu leik- menn Stjömunnar ekkert á vitandi það að hvert mark gat verið dýr- mætt. Guðni skoraði annað mark skömmu síðar eftir fallega sendingu frá Hafsteini. Á síðustu sekúndu leiksins settu Stjömustrákamir sfðan punktinn yfir i-ið með því að bæta við fjórða markinu og enn var Guðni á ferð- inni eftir góða samvinnu við Haf- stein. Leikur Stjömunnar var nokkuð markviss og skemmtilegur. Boltinn gekk hratt og örugglega á milli manna og breidd vallarins var ein- staklega vel nýtt og gaf það góðan árangur. Þórsaramir áttu þó nokkuð í vök að veijast í úrslitaleiknum, en greinilegt er að þama er á ferðinni mjög efnilegt lið. Akureyringarinir spiluðu oft á tíðum skemmtilega saman úti á veilinum en náðu ekki að skapa sér hættuleg marktæki- færi. egar úrslitaleikur A-liða Stjömunnar og Þórs f 4. flokki hófst var Stjaman með 4 mörk í forskot vegna stórsigurs B-liðsins í leiknum á undan og var því á brattann að sækja fyrir Akur- eyringana. Fljótlega í leiknum var dæmt víti á Þór og Ragnar Ámason skoraði af öryggi úr því. Ekki batnaði útlit- ið hjá Þórsumm við þetta og hefðu margir lagt árar í bát við svona mótlæti. Strákamir að norðan voru þó á Öðru máli og smám saman náðu þeir frumkvæðinu í leiknum og héldu því út allan leikinn. Sigur- geir Finnsson fékk fljótlega gott tækifæri til að jafna leikinn eftir að hafa einleikið inní teig andstæð- inganna en markvörður Stjömunn- ar varði glæsilega. Rétt fýrir leik- hlé jafnaði Kristján Öm Ólfsson fyrir Þór eftir stórskemmtilega sókn. í síðari hálfleik sóttu Þórsarar stíft en náðu þó ekki að bæta við nema einu marki og var Kristján þar aftur á ferðinni. Þettavar mjög erfið- ur leikur KRISTINN Pálsson og Guðni Tómasson gerðu mörk B-liðs Stjörnunnar í úrslitaleiknum gegn Þór en þau mörk voru grunnurinn að íslandsmeist- aratitlinum. Þeir voru því kátir í leikslok kapparnir þegar blaðamaður tók þá tali. Við bjuggumst ekki við svona góðum árangri en þetta er í fyrsta skipti sem við verðum ís- landsmeistarar. Við lentum í 2. HBi sæti á íslandsmót- Vilmar inu innanhúss. Þó Pétursson að við höfum unnið skrífar úrslitaleikinn við Þór 4:0 var þetta mjög erfiður leikur, já örugglega erfíðasti leikurinn sem við höfum spilað. Munurinn var sá að við nýtt- um færin vel en þeir ekki,“ sögðu markaskoraramir Guðni og Krist- inn, en þeir eiga örugglega eftir að muna eftir mörkunum sínum lengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.