Morgunblaðið - 27.08.1988, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 27.08.1988, Qupperneq 52
52 MORGUNBLAÐEÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUH 27. ÁGÚST 1988 HANDKNATTLEIKUR / HM 1993 Maðurinn sem ífill eMa HM Vfiii dicia i^iifi frá Svíum! - segir Dagens Nyheter um Jón Hjaltalín Magnússon, for- mann HSÍ. Mikil umræða um HM 1993 íSviþjóð SÍÐUSTU vikur hafa sœnsku dagblöðin mikið rœtt um heimsmeistarakeppnina í handknattleik 1993. Að und- anfömu hafa œ fleiri raddir heyrst um aö Svíar eigi að gefa eftir að láta íslendingum eftir keppnina. Nú síðast fjall- aði Dagens Nyheterum keppnina. Þar var mynd af ióni Hjaltalfn Magnússyni og hann kallaður f fyrirsögn: „Maðurinn sem vill stela HM frá Svíum." að hefur mikið verið rætt um keppnina í sænsku dagblöð- um og í heild hefur ísland fengið mikla og jákvæða umfjöllun. Fiestir íþróttafréttamenn Svíþjóð- ar virðast vera á þeirri skoðun að Svíum beri að gefa íslending- um kost á að halda keppnina í fyrsta sinn áður en Svíar halda hana í þn'ðja sinn," sagði Elín Óskarsdóttir, ritari í íslenska sendiráðinu í Stokkhólmi, í sam- tali við Morgunblaðið. „Nú síðustu vikur hafa stærstu blöðin, svo sem Expressen, Svenska Dagbladet og Dagens Nyheter, skorað á sænska hand- knattleikssambandið að gefast upp og leyfa íslendingum að sjá um keppnina. í kjölfar þess hefur áhugi Svía á íslenskum hand- knattleik vaxið og pressan á sænska handknattleikssamband- inu hefur aukist," sagði Elín. Getum samlð „Við getum samið um Heims- meistarakeppnina og mér finnst rétt að íslendingar fái keppnina 1993 og Svíar 1995,“ segir Jón Hjaltalín Magnússon, formaður HSÍ, í viðtali við DN. „Hand- knattleikur er ekki jafn vinsæll í Sviþjóð og á íslandi og við erum fyllilega í stakk búnir til að taka við keppni sem þessari," segir Jon. „Heyrirðu það, Staffanl" Stellan Kvárre, sem skrifar greinina í DN, segir íbúa á ís- landi vera um 427.000. „Áhuginn er ótrúlega mikill miðað við hve lítið landið er. Þá íjallar hann einnig um íslenska iandsliðið, sem hann segir vera eitt besta og leik- reyndasta lið heims. í greininni er fjallað um ísland á mjög já- kvæðan hátt, þrátt fyrir að fyrir- sögnina megi skilja á ýmsa vegu. Þessi grein endar á orðunum „Heyrirðu það, Staffan!" Þar er átt við Staffan Holmquist, form- ann sænska handknattleikssam- bandsins, og þeim tilmæium beint til hans að Svíar gefi eftir umsókn sína fyrir HM 1993. Jön Hjaltalfn Magnússon: „Maðurinn sem vill stela HM frá Svíum,“ segir Dagens Nyheter. KNATTSPYRNA / 2. DEILD Sanngjam sig- ur Víðismanna VÍÐISMENN náðu sér vel á strik í Kópavoginum í gœr og sigruðu Breiðblik, 2:0. Leikurinn byijaði frekar rólega og liðin þreifuðu fyrir sér. Blik- amir áttu fyrsta færið er Þorsteinn Hilmarsson átti gott skot á 3. mínútur, en Gísli Andrés Heiðarsson varði Pétursson vel. Brátt náðu skrífar Víðismenn yfírhönd- inni og gerðu harða hríð að marki Breiðbliks. Loks kom að því að Víðismenn náðu forystunni og var einstaklega vel að verki staðið. Hafþór Svein- jónsson átti þá góða þversendingu á Vilberg Þorvaldsson sem sendi inn á markteig. Þar var Heimir Karls- son og hann skoraði af öryggi. Síðari hálfleikur var vart hafínn er Víðismenn bættu við öðru marki UBK-Víðir 0:2 (0:1) Mörk Víðís: Heimir Karlsson 25. og Vilberg Þorvaldsson 50. Maður leiksins: Vilberg Þorvaldsson, Víði. sínu og kom það eins og köld vatns- gusa framan í Breiðbliksmenn. Heimir Karlsson sendi góða send- ingu inn fyrir vöm Breiðbliks á Vilberg Þorvaldsson sem sendi bolt- ann í netið framhjá Eiríki Þorvarð- arsyni markverði. Tveimur mínútum síðar fengu Blikar gullið tækifæri til að minnka muninn er Víðismenn brutu klaufa- lega á Jóni Þóri Jónssyni í vítateig. Jóhann Grétarsson tók vítaspym- una, en Gísli Heiðarsson varði. Eftir þeta dofnaði svolítið yfír leiknum, þrátt fyrir örvæntingar- fullar tilraunir Breiðbliks til að minnka muninn, gaf Víðisvömin sig hvergi, og sætur sigur Víðismanna var staðreynd. Vilberg Þorvaldsson átti góðan leik í gær. Selfoss sigraði KS í jöfnum leik SELFYSSINGAR höfðu sigurá Siglfirðingum ífrekar jöfnum leik liðanna á Selfossi. Heima- menn voru mun ákveðnari framan við mark andstæðing- anna og höfðu með því sigur. Selfyssingar hófu leikinn með mikilli sókn og var sem þeir ætluðu að gera út um leikinn strax á fyrstu mínútunum. Siglfirðingum tókst að ná tökum á Sigurður leiknum en fengu Jónsson fljótlega á sig fyrsta skrífar markið eftir óvænt skot Sævars Sverr- issonar úr þvögu við mark KS. Lið- in skiptust síðan á sóknum en það gerði gæfumuninn að Jón Birgir Kristjánsson fylgdi vel eftir einni sókninni og skoraði annað markið sem markvörður KS átti að veija. í seinni hálfleik sóttu Selfyssing- ar heldur meira en þegar leið að lokum leiksins gerði KS eina mark sitt þegar Steve Rutter eftir fyrir- gjöf frá vinstri kanti. Undir lok leiksins gerði Gunnar Garðarsson þriðja mark Selfyssinga þegar hann komst einn innfyrir vöm KS. Selfoss-KS 3:1 (2:0) Mörk Selfoss: Sævar Sverrisson 15., Jón Birgir Kristjánsson 28. og Gunnar Garðarsson 83. Mark KS: Steve Rutter 80. Maður leiksins: Guðmundur Magnús- son, Selfossi. KNATTSPYRNA / ÍSLANDSMÓT 5. FLOKKUR Stjaman vann QuAni Tómasson og Kristlnn Pálsson. MorgunbiaðiðA/iimar Þórsarar hðfðu frumkvæðið ÚRSLITAKEPPNI í 5. flokki á íslandsmótinu fór fram á fé- lagssvæði KR fyrir stuttu og var keppnin mjög skemmtileg enda aðstæður allar til fyrirmyndar hjá KR-ingum. Eins og áðurá mótinu í sumar sendi hvert fé- lag bæði A- og B-lið til kepnni en úrslit í viðureignum félaga ráðast af samanlagðri útkomu úr leik A- og B-liðanna. Til úr- slita kepptu Stjarnan og Þór frá Akureyri og sigruðu Garð- bæingarnir í þeim lokaslag. Lið KR og Breiðabliks sem margir höfðu spáð að myndu leika til úrslita léku um 3. sætið og unnu Blikarnir eftir hörkuleiki. B-lið Sljömunnar og Þór léku sinn úrslitaleik á undan A- liðunum og var jafnræði með liðun- um til að byija með. Garðbæingarn- ir náðu að skora eina mark fyrri hálfleiks og var þar að verki Krist- inn Pálsson. Hann fylgdi vel á eftir skoti félaga síns Hafsteins Haf- steinssonar og náði að koma knett- inum rétta leið í netmöskvana. í sfðari hálfleik tóku Stjömu- strákamir öll völd á vellinum og Guðni Tómasson jók fljótlega for- ystuna. Hann tók aukaspymu — boltinn small á Þórsara og barst aftur til Guðna sem skoraði af ör- yggi. Þrátt fyrir að vera komnir með þægilega forystu slökuðu leik- menn Stjömunnar ekkert á vitandi það að hvert mark gat verið dýr- mætt. Guðni skoraði annað mark skömmu síðar eftir fallega sendingu frá Hafsteini. Á síðustu sekúndu leiksins settu Stjömustrákamir sfðan punktinn yfir i-ið með því að bæta við fjórða markinu og enn var Guðni á ferð- inni eftir góða samvinnu við Haf- stein. Leikur Stjömunnar var nokkuð markviss og skemmtilegur. Boltinn gekk hratt og örugglega á milli manna og breidd vallarins var ein- staklega vel nýtt og gaf það góðan árangur. Þórsaramir áttu þó nokkuð í vök að veijast í úrslitaleiknum, en greinilegt er að þama er á ferðinni mjög efnilegt lið. Akureyringarinir spiluðu oft á tíðum skemmtilega saman úti á veilinum en náðu ekki að skapa sér hættuleg marktæki- færi. egar úrslitaleikur A-liða Stjömunnar og Þórs f 4. flokki hófst var Stjaman með 4 mörk í forskot vegna stórsigurs B-liðsins í leiknum á undan og var því á brattann að sækja fyrir Akur- eyringana. Fljótlega í leiknum var dæmt víti á Þór og Ragnar Ámason skoraði af öryggi úr því. Ekki batnaði útlit- ið hjá Þórsumm við þetta og hefðu margir lagt árar í bát við svona mótlæti. Strákamir að norðan voru þó á Öðru máli og smám saman náðu þeir frumkvæðinu í leiknum og héldu því út allan leikinn. Sigur- geir Finnsson fékk fljótlega gott tækifæri til að jafna leikinn eftir að hafa einleikið inní teig andstæð- inganna en markvörður Stjömunn- ar varði glæsilega. Rétt fýrir leik- hlé jafnaði Kristján Öm Ólfsson fyrir Þór eftir stórskemmtilega sókn. í síðari hálfleik sóttu Þórsarar stíft en náðu þó ekki að bæta við nema einu marki og var Kristján þar aftur á ferðinni. Þettavar mjög erfið- ur leikur KRISTINN Pálsson og Guðni Tómasson gerðu mörk B-liðs Stjörnunnar í úrslitaleiknum gegn Þór en þau mörk voru grunnurinn að íslandsmeist- aratitlinum. Þeir voru því kátir í leikslok kapparnir þegar blaðamaður tók þá tali. Við bjuggumst ekki við svona góðum árangri en þetta er í fyrsta skipti sem við verðum ís- landsmeistarar. Við lentum í 2. HBi sæti á íslandsmót- Vilmar inu innanhúss. Þó Pétursson að við höfum unnið skrífar úrslitaleikinn við Þór 4:0 var þetta mjög erfiður leikur, já örugglega erfíðasti leikurinn sem við höfum spilað. Munurinn var sá að við nýtt- um færin vel en þeir ekki,“ sögðu markaskoraramir Guðni og Krist- inn, en þeir eiga örugglega eftir að muna eftir mörkunum sínum lengi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.