Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.08.1988, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. ÁGÚST 1988. 15 Stærsti hluti útflutningstekna fiskvinnslunnar er í Bandaríkjadoll- ar, um 40%. Tenging við ECU myndi þýða að dollarinn hækkaði gagnvart ECU, fengi fiskvinnslan alla hækk- unina, en ekki hluta af henni eins og nú er. Ástæðan fyrir þessu er sú, að gengi íslensku krónunnar er tengt viðskiptavog, þar sem vægi dollarans er tæp 27%. Ef dollarinn hækkar um t.d. 10% hækkar gengi íslensku krón- unnar um 2,7%, að öðru óbreyttu. Þannig að tekjuauki fískvinnslunnar af 10% hækkun dollarans er 2,8% (40% af 7,1%). Ef krónan væri tengd ECU fengi fiskvinnslan aftur á móti alla hækkunina eða 4% (40% af 10%). Þetta á við um allar breytingar á gjaldmiðlum, sem ekki eru tengdir ECU. Ef dollarinn lækkar gagnvart ECU, þá tekur fiskvinnslan alla lækkunina á sig, þ.e. 4% tekjuminnk- un í stað 2,8%. Það er vissulega spuming hvort menn vilji taka þessa gengisáhættu á sig. Eins og gengisskráningu er háttað í dag, er þessi gengisáhætta minni, þar sem gengi krónunnar er miðað við viðskiptavog, sem saman- sett er af gjaldmiðlum helstu ríkja í utanríkisverslun okkar. Annars er vandamál fiskvinnsl- unnar og annarra útflutningsgreina ekki gengið eða gengisskráningin. Rót vandans er verðbólgan. Verð- hækkanir hér á landi eru mun meiri en í samkeppnislöndunum. Kostnað- arhækkanir eru langt umfram tekju- aukningu. Gera má ráð fyrir að fisk- vinnslan sé rekin með a.m.k. 8% tapi. Þetta er ófremdarástand, en lausnin liggur ekki í gengisfellingu, sem síðan er leidd út í verðlagið, heldur að koma verðbólgunni niður með öll- um tiltækum ráðum. Á meðan það er ekki gert verður þessi vandi út- flutningsgreinanna varanlegur. Það skiptir engu máli hvort gengið er tengt ECU eða einhveiju öðru gjald- miðilssvæði eða gjaldmiðli, ef verð- bólgan geisar hér áfram. Þróun ECU Á mynd 1 má sjá þróun ECU sam- anborið við breytingar á gengi Bandaríkjadollars og japönsku yeni á tímabilinu frá janúar 1987 til júní 1988. Frá upphafi til loka tímabilsins hækkaði gengi ECU gagnvart dollar um rúm 6%, en lækkaði gagnvart japönskú yeni um rúm 12%. Á mynd 2 má sjá þróun ECU í samanburði við vegið meðaltal gjald- miðla aðildarríkja EB og EFTA. Vogin fer eftir heildarvöruviðskipt- um aðildarríkjanna í utanríkisverslun landsmanna. Ennfremur er þróun ECU borin saman við vegið meðaltal gjaldmiðla í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Eins og sjá má af mynd 2 er gengi ECU mjög stöðugt gagnvart gjaldmiðlum EB og EFTA landa og svo gagnvart meðaltali gjaldmiðla í útflutningsverðmæti sjávarafurða. Þannig lækkaði vegið meðaltal gjaldmiðla í verðmæti sjáv- arafurða um aðeins 0,3% gagnvart ECU á tímabilinu janúar 1987 til júní 1988. Þetta merkir að litlar gengissveifl- ur eru á verði innflutnings og út- flutnings gagnvart ECU, eins og utanríkisverslun landsmanna er sam- ansett í dag. Niðurlag Tenging krónunnar við annað gjaldmiðilssvæði er ekki jafngilt því að festa meðalgengi krónunnar, eins og reynt var 1981, 1983 og 1986. Tenging krónunnar við annað gjald- miðilssvæði hefur í för með sér að yfirstjóm peningamála þjóðarinnar flyst frá íslenskum stjómvöldum, þar sem peningamagn Islendinga yrði aðeins hluti af peningamagninu á því gjaldjniðilssvæði sem krónan yrði tengd. Ástæðan fyrir þessu er að stefnan í peningamálum yrði að vera samræmd við stefnu aðildarríkjanna. Á þann hátt eru fslensk stjómvöld bundin stefnu aðildarríkjanna í pen- ingamálum. Kosturinn við tengingu krónunnar við annað gjaldmiðilssvæði er því sá, að með henni nytum við sama að- halds í fjármálum og þjóðir á því gjaldeyrissvæði sem við tengjumst. Með tengingu við ECU gætum við því orðið aðnjótandi þess stöðugleika og lítilla verðhækkana sem ríkja meðal aðildarríkja EMS. Aðalávinningurinn er fólginn í stöðugra efnahagslífí. Tafla3 Peningamagn (Ml) Á íslandi og í EMS löndunum. % breyting frá des. ’86 til des. ’87 1987 Raunaukning 1987 Verðmæta- sköpun 1987 Raunaukning peningamagns umfram verðmæta- sköpun 1987 Belgía 7,4 5,9 1,8 4,0 Danmörk 8,9 4,6 - 0,9 5,5 Frakkland 4,1 1,0 1,9 - 0,9 Holland 4,4 4,6 2,5 2,0 írland 10,9 7,6 3,1 4,4 Ítalía 9,0 3,6 3,1 0,5 V-Þýskaland 7,6 6,5 1,7 4,7 Meðaltal EMS 7,5 4,8 2,9 ísland 34,1 12,9 6,5 6,0 Ísland/EMS 4,5 2,7 2,1 Þegar talað er um tengingu við ECU er hægt að hugsa slíka teng- ingu út frá mismunandi sjónarhomi. I fyrsta lagi tengingu með ein- hvers konar aðild, formlegri eða óformlegri. { öðm lagi tengingu, þar sem opinber yfírlýsing stjómvalda um markmið í gjaldeyrismálum sé að víkja sem minnst frá gengi ECU. í fyrra tilvikinu er ákvörðun geng- isins ekki í höndum stjómvalda, nema að litlu leyti. Verðjöfnunarsjóð- ir í útflutningsfyrirtækjum yrðu því æskilegir, þar sem ekki væri unnt að hreyfa gengið nema innan ákveð- inna marka. í seinna tilvikinu, er það háð trú manna hvemig til tekst að halda genginu föstu miðað við ECU. Það er því undir stjómvöldum komið hversu trúverðug stefnan í gjaldeyr- ismálum er. EF af tengingu við ECU yrði, verð- ur að öllum líkindum að gefa fyrir- tælqum góðan fyrirvara, því aðlög- unin gæti tekið tíma. Fyrirtækin hafa t.d. vanist því að kostnaðar- hækkunum sé mætt með gengis- lækkun þegar illa árar. Ennfremur er ekki síður mikilvægt, að laun taki nægilegt mið af afkomusveiflum fyr- irtækja. Þessi fyrirvari er þó háður því hversu vel væntanleg stefna í gjald- eyrismálum er kynnt af stjómvöld- um. Þó má halda því fram að hér sé byijað á röngum enda. Fyrst verður að koma verðbólgunni niður, áður en fastgengisstefna eða tenging krónunnar við annað gjaldmiðils- svæði er raunhæft markmið í gjald- eyrismálum þjóðarinnar. í þeim efnahagsráðstöfunum, sem nú em fyrirhugaðar verður allt kapp að vera lagt á að koma verðbólgunni niður. Ef það tekst er grundvöllur fyrir tengingu krónunnar við ECU fyrir hendi. Höfundur er hagfrœóingur VSÍ. MAJORKUFERÐ ELDRIB0R6ARA MED ÖRUCCRI ÍEIÐSOGH! u_ < I /. 0KTÓBER Nú býðst eldri borgurum, 60 ára og eldri, að lengja sumarið með 4 vikna sérferð til Majorku þann 1. október. Dvalið er á hinum vinsœla stað Sa Coma á austurströnd eyjarinnar. Þar er ein besta bað- strönd Majorku. Gist er á fyrsta flokks íbúðahótelum. Fararstjóri í þessari ferð er Rebekka Kristjánsdóttir. Hún hefur um árabil verið fararstjóri á Majorku og gjörþekkir land og þjóð. Rebekka Kristjánsdóttir fararsljóri. Komið við hjá okkur eða hringið og fáið nánari upplýs- ingar. Rebekka sér um þœgilegar skoðunarferðir til helstu staða á eyjunni auk verslunarferðar til Pölmu. Auk þess verður íslenskur hjúkrunarfrœðingur méð í för. Einnig geta farþegar leitað til lœknis sem er í nœsta nágrenni við hótelin. 42.500.- kr. Verð á mann í 4 vikur, miðað við staðgreiðslu og 4 fullorðna saman í íbúð: 37.100.- kr. Verð á mann í 4 vikur, miðað við staðgreiðslu og 2 fullorðna saman í stúdíó-íbúð: FERDASKRIFSTOFAN ÚRVAl - fólk sem kann sitt fag! Pósthússtrœti 13 - Sími 26900.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.